Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 Hvað á Steingrímur J. Sigfússonfjármálaráðherra við þegar hann segir: „Ég held að Davíð Oddsson sé einn á ferð ef hann er virkilega með þá skoðun að við eigum ekki að bera neina ábyrgð á þessu?“ Þessi setning er orðrétt höfð eftir Steingrími á bls. 4 hér í Morgunblaðinu í gær.     Sagði Davíðeinhvers staðar að „við eigum ekki að bera neina ábyrgð á þessu“?     Nei, en hannsagði hins vegar í viðtali hér í Morgun- blaðinu á sunnudag, að hann vildi fá úr því skorið hver væri ábyrgð okkar, hvað varðar Icesave. Hann nefndi að til þess að fá úr því skorið, þyrfti að fara dómstóla- leiðina.     Í Morgunblaðinu sl. fimmtudagvar lítil frétt þess efnis að sam- kvæmt skoðanakönnun Gallup væru um 60% aðspurðra andvíg Icesave-samkomulaginu. Er nið- urstaða þeirrar skoðanakönnunar, sem tók til 2.500 einstaklinga, vís- bending um að „Davíð Oddsson sé einn á ferð“? Þar kom ekki fram hversu stórt svarhlutfallið var, en 19% svarenda sögðust hlynntir samkomulaginu og 21% sagðist hvorki hlynnt né andvígt.     Samkvæmt útreikningum semgerðir hafa verið liggur fyrir að hver Íslendingur tæki á sig 1,8 milljónir króna í auknum skuldum vegna Icesave, ef 75% af eignum Landsbankans innheimtast. Það jafngildir því að hver fjögurra manna fjölskylda á Íslandi axlaði 7,2 milljóna króna skuldabagga.     Hvað sem mönnum finnst umIcesave-samninginn er alveg ljóst að Davíð Oddsson er hvergi nærri einn á báti í sinni afstöðu. Steingrímur J. Sigfússon Hvað á fjármálaráðherra við? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 14 skýjað Lúxemborg 22 skýjað Algarve 27 heiðskírt Bolungarvík 12 skýjað Brussel 22 skýjað Madríd 30 heiðskírt Akureyri 18 léttskýjað Dublin 17 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Egilsstaðir 11 skýjað Glasgow 18 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 11 alskýjað London 19 skýjað Róm 28 léttskýjað Nuuk 10 léttskýjað París 20 skýjað Aþena 29 skýjað Þórshöfn 13 skýjað Amsterdam 21 léttskýjað Winnipeg 22 léttskýjað Ósló 13 súld Hamborg 24 heiðskírt Montreal 20 skýjað Kaupmannahöfn 19 skýjað Berlín 22 skýjað New York 26 heiðskírt Stokkhólmur 15 skýjað Vín 19 þrumuveður Chicago 27 skýjað Helsinki 16 heiðskírt Moskva 14 skýjað Orlando 31 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 7. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.32 0,8 6.30 3,3 12.34 0,7 18.50 3,8 3:20 23:46 ÍSAFJÖRÐUR 2.37 0,6 8.22 1,8 14.28 0,6 20.40 2,2 2:30 24:47 SIGLUFJÖRÐUR 4.55 0,3 11.15 1,1 16.57 0,5 23.05 1,3 2:09 24:33 DJÚPIVOGUR 3.29 1,8 9.39 0,5 16.05 2,1 22.16 0,6 2:39 23:27 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag Hæg breytileg átt eða hafgola, þurrt að mestu og víða bjart veður. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast í innsveitum. Á laugardag og sunnudag Útlit fyrir svipað veður áfram. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað að mestu A- og SA-lands og lítilsháttar súld, en annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast inn til landsins. ÓSAMIÐ er við landeigendur í Kjós vegna framhalds á tilraunabor- unum. Staðfest var í fyrra að næg- ur jarðvarmi væri til staðar fyrir hitaveitu. Umfangsmikil leit fór fram í fyrra sunnan Laxár og skil- aði hún ágætis árangri. Næsta skref hjá Kjósarhreppi er að kanna samningsgrundvöll fyrir nýtingu jarðhitans gagnvart landeigendum en jarðhitaréttindi fylgja eign- arhaldi jarða og lóða. Hægt hefur miðað í samningaviðræðum. ,,Við viljum ekki taka á okkur meiri kostnað fyrr en við erum komin með ramma um nýtingarsamning,“ segir Sigurbjörn Hjaltason, oddviti hreppsnefndar, sem vill lítið segja um viðræðurnar annað en að þreif- ingar standi yfir. Nauðsynlegt sé að geta framselt dreifingaraðila nýt- ingarréttinn. Einnig sé inni í mynd- inni að stofna hitaveitufélag um reksturinn. ,,Það eru allar líkur á því að um nýtanlegt, heitt vatn sé að ræða en til þess að fullvissa sig um það þarf að bora aðra holu, 300- 400 metra djúpa. Þannig gætum við fengið hitaforsenduna,“ segir Sig- urbjörn. Að því loknu væri hægt að reikna út kostnað við dreifingu og leggja dæmið fyrir hagsmunaaðila. Svo hægt sé að ganga í þetta þurfi samningar við eigendur að vera frágengnir. sigrunerna@mbl.is Ósamið við landeig- endur í Kjósarhreppi Morgunblaðið/Kristján Kristjánss HVERGERÐINGAR mótmæltu í gær legu Suðurlandsvegar með af- hendingu 295 undirskrifta. Bæjarbúar eru ósáttir við breyt- ingu á aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir því að Þjóðvegur 1 sé færður til suðurs og íbúðabyggð minnkuð. Íbú- ar segja það óskynsamlegan ráða- breytni að láta þannig fjögurra ak- greina hraðbraut skera byggðina í tvennt. Bestu byggingarsvæðin verði með þessari breytingu eyðilögð. Að sögn Björns Pálssonar, sem safnaði undirskriftunum, veldur þjóð- vegurinn nú þegar óþægindum í þeim íbúðabyggðum sem næst honum eru. Ámælisvert sé hversu illa málið hafi verið kynnt íbúum. Mótmæla legu Suðurlandsvegar Ósátt Helga Kristjánsdóttir, staðgengill bæjarstjóra, tók við undirskriftum bæjarbúa í mótmælaskyni frá Aage Michelsen og Birni Pálssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.