Morgunblaðið - 07.07.2009, Side 13

Morgunblaðið - 07.07.2009, Side 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009                                        ÞETTA HELST ... Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is DÓMSMÁL, sem höfðað hefur verið á hendur Nýja Landsbankanum, Fjármálaeftirlitinu (FME) og ís- lenska ríkinu, gæti orðið fyrsta málið þar sem tekið yrði á því hvernig neyðarlögunum var beitt í kjölfar bankahrunsins í haust. Spænski bankinn Aresbank (Banco Arabe Espanol), sem er nær að öllu leyti í eigu líbýska seðlabank- ans, höfðar málið vegna peninga- markaðslána, sem bankinn veitti Landsbankanum fyrir hrun. Er mál- ið höfðað á hendur bankanum en FME og ríkinu til vara. Fjármálaeftirlitið mat lánin svo að þau væru ekki innstæður og ættu því ekki að flytjast í Nýja Landsbank- ann en því er Aresbank ósammála. Spænski bankinn hefur, eins og gefur að skilja, hag af því að fá það viðurkennt fyrir dómi að kröfurnar eigi heima í nýja bankanum, enda má ljóst vera að krafa á hendur þrotabúi gamla bankans er lítils virði. Fyrirtækjum mismunað Baldvin Björn Haraldsson, lög- maður Aresbank, telur að innstæðu- eigendum hafi verið mismunað. „Dæmi eru um að rekstrarfyrirtæki hafi fengið sams konar lán flutt í nýja bankann og því teljum við að fjármálafyrirtækjum eins og Ares- bank hafi verið mismunað þegar þeirra lán fengu ekki sömu með- ferð.“ Aresbank veitti hinum bönkunum, Kaupþingi og Glitni, svipuð lán fyrir bankahrun en einbeitir sér að Landsbankanum að svo stöddu. Hljóðar krafan upp á nokkra millj- arða króna í evrum og pundum. Málið var þingfest fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir skömmu en dómur mun líklega ekki falla fyrr en öðruhvorumegin við næstu áramót. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er nær víst að Nýi Lands- bankinn verði sýknaður vegna aðild- arskorts, enda eru umrædd lán ekki í bankanum, heldur í þrotabúi gamla Landsbankans. Munu málsaðilar gera sér grein fyrir því, en slík sýkna er forsenda fyrir frekari málarekstri á hendur FME og ríkinu. Baldvin segir að málið snúist ann- ars vegar um það hvort áðurnefnd peningamarkaðslán skuli teljast inn- stæður í skilningi laga nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og hins veg- ar hvort FME hafi brotið gegn jafn- ræðisreglu stjórnarskrárinnar þeg- ar ákveðið var að flytja lánin ekki í nýja bankann. „Við krefjumst þess að annaðhvort verði lánin flutt í nýja bankann eða viðurkennd verði bóta- skylda af hálfu FME og ríkisins.“ Telja FME hafa brotið jafnræðisreglu Í HNOTSKURN »Í málinu verður ekki tek-ið á því álitaefni hvort neyðarlögin sjálf hafi verið í samræmi við stjórnarskrá. »Fleiri dómsmál vegna eft-irmála bankahrunsins eru yfirvofandi en hollenskir sparifjáreigendur íhuga nú að fara dómstólaleiðina til að innheimta sparifé sem þeir áttu á Icesave-reikningum. »Aresbank er að stærstumhluta í eigu Libyan For- eign Bank, sem aftur er í 100% eigu líbýska seðlabank- ans.  Spænskur banki í eigu líbýska seðlabankans hefur höfðað mál á hendur Nýja Landsbankanum, Fjár- málaeftirliti og íslenska ríkinu  Telur að flytja hefði átt peningamarkaðslán í nýja bankann eftir hrun Banki Hlutverk Aresbank er að styrkja viðskiptatengsl Spánar og Arabaríkja. ● TEKJUR Facebook munu líklega nema milljörðum dollara eftir fimm ár, að sögn Marc Andreessen, stjórn- armanns í fyrirtækinu. Tekjur Facebook verða um 500 milljónir dollara í ár. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Andreessen segir að tekjur Facebo- ok gætu numið einum milljarði dollara í ár ef það reyndi af meiri hörku að selja auglýsingar en sagði mikilvægara fyrir samfélagssíður að huga að markaðs- hlutdeild á þessum tímapunkti. helgivifill@mbl.is Facebook mun þéna vel ● RIO Tinto Alcan, sem m.a. á álverið í Straumsvík, til- kynnti í gær að það hefði selt mat- vælapökkunarfyr- irtækið Alcan Food Americas fyrir 1,2 milljarða dollara til Bemis, með það fyrir augum að létta á þungum skulda- bagga, samkvæmt AFP-fréttaveitunni. Bemis greiði fyrir fyrirtækið með reiðufé, en getur einnig reitt fram eigin bréf að andvirði 200 milljónir dollara. Rio Tinto tók stórt lán til þess að kaupa kanadíska álfyrirtækið Alcan árið 2007 og er að selja hluta af eigna safn- inu til þess að létta skuldabyrðina. helgivifill@mbl.is Rio seldi Alcan Food FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is KAUP Geysis Green Energy (GGE) á hlut Reykjanesbæjar í HS Orku tengjast að mörgu leyti fyrirhuguð- um álversframkvæmdum í Helguvík. HS Orka hefur skuldbundið sig til að útvega um 200 MW og til þess þarf að ráðast í byggingu orkuvera fyrir um það bil 50 milljarða króna. GGE og þeir aðilar sem starfa með þeim eru á þeirri skoðun að þau sveitarfélög sem eiga í HS Orku á móti þeim í dag geti ekki verið fjár- hagslegur bakhjarl slíkra fjárfest- inga. Framtíðarhlutverk fyrirtækis- ins sé enda að framleiða og selja orku til stóriðju. Því sé eðlilegra að einkaaðilar sjái um að taka áhættuna af þeirri uppbyggingu sem til þarf. Unnið í samvinnu við eigendur Eigendur GGE eru annars vegar fagfjárfestasjóður undir stjórn Ís- landsbanka og hins vegar Atorka, sem mun að öllum líkindum lenda í eigu kröfuhafa félagsins innan skamms. Þar eru stærstir skilanefnd Glitnis og Landsbankans. Heimildir Morgunblaðsins herma að þessum aðilum sé fullkunnugt um það sem sé að gerast og að samkomulagið hafi verið unnið í náinni samvinnu við þá. Samkvæmt mati á eignum og skuldum sem kröfuhafar Atorku létu gera á GGE í mars var eigið fé fé- lagsins um 650 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið um 2,7 prósent, sem er afar lágt. Þar sem eigið fé GGE er mun minna en til þarf í þá fjárfestingu sem félagið hefur kynnt að það ætli í þá hafa vaknað upp spurningar um hvernig samkomu- lagið verður fjármagnað. Það verður gert með því að selja 10,8 prósent af þeim hlut sem félagið er að eignast í HS Orku til kanadíska félagsins Magma Energy á rúma fjóra millj- arða króna. Auk þess mun félagið selja 32 prósent hlut sinn í HS Veit- um til Reykjanesbæjar á 4,3 millj- arða króna. Þannig getur GGE staðið við þær greiðslur sem félagið hefur skuld- bundið sig til að greiða í reiðufé, sem nema samtals um 2,5 milljörðum króna, og átt afgang án þess að fara í lántökur. Kaup í HS Orku tengjast Helguvík Eigendum Geysis Green fullkunnugt um atburðarásina Morgunblaðið/RAX Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÞEGAR lögum um gjaldeyr- isviðskipti var breytt í nóvember í fyrra og gjaldeyrishöft sett á, fórst fyrir að kveða á um að brot gegn einni grein laganna væru refsiverð. Kemur þetta fram í skýringum með frumvarpi, sem bæta á úr þessum galla á lagasetningunni. Áttunda grein laganna kveður á um það hverjir mega hafa milli- göngu um gjaldeyrisviðskipti. Er það aðeins Seðlabankinn sem má hafa slíka milligöngu sem og aðrir aðilar, sem annaðhvort hafa til þess lagaheimild eða leyfi Seðlabank- ans. Við setningu neyðarlaganna voru brot gegn 3. og 4. grein lag- anna gerð refsiverð og varða brot- in sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þá getur Fjármála- eftirlit beitt þá stjórnvaldssektum sem brjóta gegn 3., 4., 10., 11., 12. og 15. grein laganna en ekki þeim sem brjóta þá áttundu. Lögfræðingar, sem Morg- unblaðið ræddi við í gær, eru sam- mála um að þetta þýði að þeim, sem brotið hafi ákvæði áttundu greinar, verði ekki refsað á grundvelli við- urlagakafla gjaldeyrislaganna. Gildir einu þótt viðkomandi hafi óumdeilanlega orðið uppvís að brotum gegn ákvæðum áttundu greinar, því aðeins sé unnt að refsa manni fyrir háttsemi sem var refsi- verð á þeim tíma sem hún átti sér stað. Eins og áður segir hefur frumvarp verið lagt fram á Al- þingi, sem stoppa á í þetta gat, en fyrr en frumvarpið verður að lög- um er ólögleg miðlun gjaldeyris refsilaus. Víðtækari rann- sóknarheimildir Í frumvarpinu eru Fjármálaeftirlit- inu einnig veittar umfangsmeiri rannsóknarheimildir en það hefur nú þegar. Má sem dæmi nefna að telji FME að starfsemi, sem heyri undir gjaldeyrislög, sé stunduð án tilskil- inna leyfa, getur það krafist gagna og upplýsinga auk þess sem eft- irlitið getur krafist þess að slíkri starfsemi sé hætt þegar í stað. FME mun einnig geta krafist kyrrsetningar eigna aðila þegar rökstuddur grunur liggur fyrir um að háttsemi þeirra brjóti lögin. Vegna mistaka hafa brot verið refsilaus Nýju frumvarpi ætlað að stoppa í götin ● GREININGARDEILD Íslandsbanka telst til að inngrip Seðlabankans í júnímánuði hafi verið 19. „Inngripin í einum mánuði hafa ekki verið fleiri það sem af er ári, en þrátt fyrir það veiktist krónan um ríflega 4% gagn- vart evru í mánuðinum,“ segir hún. Seðlabankinn hefur verið umsvifamikill á millibankamarkaði með gjaldeyri undanfarna mánuði. Nettósala Seðla- bankans á gjaldeyri nam 2,5 millj- örðum króna í síðasta mánuði, sem jafngildir ríflega 40% af heildarveltu á markaðinum, segir hún. helgivifill@mbl.is Telur 19 inngrip hjá Seðlabankanum ● ERINDREKI hollensku drottning- arinnar í Norður-Hollandi (Noord- Holland-héraði), Harry Borghouts, hef- ur ákveðið að segja af sér stjórnarsetu í einum stærsta eftirlaunasjóði heims, ABP, en um eftirlaunasjóð opinberra starfsmanna í Hollandi er að ræða. Ástæða afsagnarinnar er 78 milljóna evra tap sjóðsins vegna Icesave. guna@mbl.is Hollenskur erindreki seg- ir af sér vegna Icesave

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.