Morgunblaðið - 07.07.2009, Qupperneq 14
Reuters
Bræði Mótmælendur taka út reiði sína á rútu á götu úti í Urumqi í Xinjiang.
Myndin er tekin úr fréttatíma kínverska ríkissjónvarpsins, CCTV.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÞÚSUNDIR kínverskra lögreglu-
manna vakta nú götur Urumqi,
höfuðborgar héraðsins Xinjiang í
norðausturhluta Kína, eftir að þús-
undum manna úr þjóðarbroti Uig-
hur-manna, sem eru múslímar, lenti
saman við kínverska meirihlutann.
Kínversk stjórnvöld líta mótmæl-
in afar alvarlegum augum enda eru
þau einhver þau fjölmennustu frá
óeirðunum á Torgi hins himneska
friðar fyrir réttum tveimur áratug-
um.
Tölur um fjölda látinna eru á
reiki en kínverska fréttastofan Xin-
hua hefur eftir yfirvöldum að 156
hafi látist og um 830 særst.
Eins og vænta má í ríki umfangs-
mestu fjölmiðlaritskoðunar sögunn-
ar er mikill munur á frásögnum
kínverskra yfirvalda og fulltrúa
Uighur-manna af atburðum.
Opinbera útgáfan er að minni-
hlutinn hafi efnt til óeirða, kveikt í
260 bifreiðum og skemmt um 200
verslanir og aðrar byggingar. Mót-
mælendur hafi gengið berserks-
gang og ráðist að öryggislögreglu
með hnífum og bareflum. Líkt og
þegar upp úr sýður í Tíbet er er-
lendri íhlutun kennt um en að
þessu sinni skella yfirvöld í Xinji-
ang skuldinni á brottflutta Uighur-
menn sem hafi skipulagt óeirðirnar
úr fjarlægð.
Skutu á mótmælendur
Dolkun Isa, talskona heimsþings
Uighur-manna (WUC), ber brigður
á tölur stjórnvalda og segir 600 af
um 10.000 mótmælendum hafa beð-
ið bana í aðgerðum lögreglu.
Aðrir talsmenn Uighur-manna
hafa tekið undir þetta og fullyrt að
lögreglan hafi gengið fram af hörku
og hafið skothríð á fólkið.
Uighur-menn hafa áratugum
saman krafist aukinnar sjálfsstjórn-
ar frá kommúnistastjórninni.
Mikið mannfall eftir blóðugar
fjöldaóeirðir í Norðvestur-Kína
Uighur-menn telja 600 látna Fullyrða að skotið hafi verið á mótmælendur
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
DMÍTRÍ Medvedev Rússlandsforseti og Bar-
ack Obama Bandaríkjaforseti undirrituðu í
gær viljayfirlýsingu um fækkun kjarnavopna.
Yfirlýsingin er skuldbindandi og felur í sér
að innan sjö ára hafi ríkin hvort um sig að há-
marki 500 til 1.100 flaugar sem borið geta
kjarnavopn og í mesta lagi á milli 1.500 og
1.675 kjarnaodda í vopnabúri sínu.
Þá hyggjast ríkin setja á fót sameiginlegan
sérfræðingahóp sem falið verður að leiða sam-
vinnu á ýmsum sviðum, svo sem orkumálum.
Samkomulagið á sér langan aðdraganda en
ITAR-TASS-fréttastofan hefur eftir Sergei
Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rúss-
lands, að enn sé ágreiningur um fyrirhugaðan
eldflaugaskjöld Bandaríkjanna í A-Evrópu.
Fóru ekki framlengingarleiðina
START-I afvopnunarsamkomulagið frá
1991 rennur út í desember og er nú ljóst að
ríkin munu ekki framlengja það um fimm ár
með gagnkvæmu samþykki, eins og John Isa-
acs, stjórnandi stofnunarinnar Center for
Arms Control and Non-Proliferation í Wash-
ington, leiddi líkur að í samtali við Morgun-
blaðið, skömmu eftir embættistöku Obama.
Afvopnunin hefur þokast áfram í nokkrum
skrefum en árið 2002 skuldbundu ríkin sig til
að hafa yfir að ráða að hámarki á milli 1.700 og
2.200 virkra kjarnaodda. Þegar mest var höfðu
Sovétríkin yfir að ráða meira en 40.000 kjarna-
oddum, Bandaríkin á fjórða tug þúsunda.
Georgíustríðið ekki lengur hindrun
Andað hefur köldu í samskiptum gömlu
kaldastríðsstórveldanna frá átökunum í
Georgíu í ágúst og samþykktu forsetarnir að
hefja á ný samvinnu ríkjanna í varnarmálum,
eftir að þeim var tímabundið hætt í kjölfar
stríðsins. Nær samvinnan meðal annars til
heimildar fyrir birgðaflutningum Bandaríkja-
hers til Afganistans í gegnum Rússland, flutn-
ingum sem Bandaríkjastjórn telur mikilvæga.
Obama hefur lagt ríka áherslu á að kalda-
stríðsorðræðan eigi ekki lengur við í sam-
skiptum ríkjanna og er samningur forsetanna
um aukið samstarf á borgaralegum sviðum,
svo sem í heilsugæslu, til marks um þann
ásetning að efla samvinnu þeirra í millum.
Nýr kafli í afvopnunarferlinu
Barack Obama og Dmítrí Medvedev Rússlandsforseti undirrita viljayfirlýsingu um afvopnun
Ætlað að leysa START-I afvopnunarsamninginn af hólmi Mun fela í sér fækkun kjarnavopna
Reuters
Leiðtogar Vel fór á með Bandaríkjaforseta og Dmítrí Medvedev á fundi þeirra í Kreml í gær.
Obama hefur lagt áherslu á að horfa beri til framtíðar og auka samvinnu og samskipti ríkjanna.
14 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009
Reknir fá
fljótt vinnu
AF þeim 2.600 yf-
irmönnum í Dan-
mörku sem var
sagt upp störfum
frá september í
fyrra til febrúar á
þessu ári fengu
56 prósent nýtt
starf innan
þriggja mánaða.
Leiðtogi samtaka stjórnenda,
Gert Bronton, segir þetta næstum
því jafnmarga og fyrir kreppuna, að
því er greint er frá í dönskum fjöl-
miðlum.
Bronton telur að það séu einkum
stjórnendur innan byggingariðn-
aðarins og verslunar- og þjónustu
sem þurfi að sætta sig við lægri stöð-
ur. Atvinnuleysi meðal stjórnenda
hefur aukist úr 0,8 prósentum í 1,8
prósent frá því kreppan skall á.
ingibjorg@mbl.is
Í Kaupmannahöfn
ROBERT McNamara, sem lengst hefur gegnt
embætti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lést
á heimili sínu í Washington í gær, 93 ára aldri.
McNamara var þjóðþekktur maður í Bandaríkj-
unum sem forstjóri Ford Motor Company þegar
demókratinn John F. Kennedy gerði hann að
varnarmálaráðherra stjórnar sinnar eftir sigurinn
á Richard Nixon í forsetakosningunum 1960.
McNamara gegndi embættinu áfram eftir að
Lyndon B. Johnson gerðist for-
seti í kjölfar morðsins á Kenn-
edy í nóvember 1963 og fór því
fyrir undirbúningi Víetnam-
stríðsins sem braust út um mitt
ár 1964 og átti sem kunnugt er
eftir að kljúfa þjóðina.
Þrátt fyrir að hafa komið
víða við á ferli sínum eftir að
hafa látið af embætti varnar-
málaráðherra árið 1968 er það
fyrst og fremst hlutur hans í
stríðinu sem hans er minnst
fyrir. Önnur störf McNamara, svo sem staða for-
seta í Alþjóðabankanum þar sem hann beitti sér
fyrir framlögum til fátækra ríkja, féllu í skuggann
af harðri gagnrýni á framgöngu hans í stríðinu.
Tæplega áttræður gerði McNamara þennan
tíma upp í bókinni In Retrospect: The Tragedy
and Lessons of Vietnam, sem hann skrifaði í félagi
við Brian VanDeMark, en þar leitaðist hann við að
viðurkenna mistök í stríðinu. McNamara þótti
mikill atgervismaður og eftir að hann sagði skilið
við Alþjóðabankann 1981, þá 65 ára, var hann sí-
vinnandi að ýmsum verkefnum, þar með talið af-
vopnunarmálum. baldura@mbl.is
Robert McNamara látinn í hárri elli
Fór fyrir undirbúningi
Víetnamstríðsins
Robert
McNamara
FARÞEGUM frá Menorka til Glas-
gow var tilkynnt þegar þeir voru
komnir um borð í flugvél Thomas
Cook-flugfélagsins um helgina að
átta tíma seinkun yrði vegna bilunar
á vélinni.
Jafnframt var tilkynnt að fljúga
þyrfti með flugvirkja til Menorka frá
Manchester vegna viðgerðarinnar.
Þá bauðst einn farþeganna til þess
að gera við vélina.
Í ljós kom að um flugvirkja var að
ræða og eftir að hann hafði sýnt alla
pappíra því til sönnunar hófst hann
handa.
Viðgerðin tók ekki langan tíma og
flugvélin fór í loftið 35 mínútum
seinna.
Farþegunum létti sérstaklega
þegar flugvirkinn settist sjálfur
meðal þeirra að lokinni viðgerðinni.
ingibjorg@mbl.is
Farþegi gerði
við flugvélina