Morgunblaðið - 07.07.2009, Side 18
18 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009
Heimilisbókhaldið er í Einkabankanum þér að kostnaðarlausu.
Kynntu þér málið á landsbankinn.is.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
7
6
7
5
N
B
I
h
f.
(L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t.
4
7
10
0
8
-2
0
8
0
.
EINKABANKINN | SJÁLFVIRKT HEIMILISBÓKHALD
Með einum smelli
í Einkabankanum
sérðu þína köku
• Fyrsta sjálfvirka heimilisbókhaldið
• Enginn innsláttur í Excel og engir útreikningar
• Þú velur hvaða reikningar og kort mynda kökuritið
• Færslurnar eru flokkaðar fyrir þig
• Hægt er að endurnefna og endurflokka færslur
Vísindasamfélagið
rétt eins og samfélag-
ið allt, stendur nú á
krossgötum. Fram-
undan er niðurskurð-
ur á fjárveitingum
hins opinbera til há-
skóla og rannsókna-
stofnana. En þau mik-
ilvægu skilaboð hafa
einnig borist að stað-
inn verði vörður um
samkeppnissjóðina, sem hefur ver-
ið eitt helsta baráttumál Vísinda-
og tækniráðs frá stofnun þess árið
2003. Í þeim skilaboðum býr
spennandi vísindapólitísk sýn um
að forgangsraða beri því fé sem út-
hlutað er í samkeppni og á grund-
velli gagnsæs gæðamats.
Nú er auðvitað ekki spurt hvort
skorið verði niður á næstu árum,
heldur hvernig og hvað. Það blasir
við að forgangsraða verður í op-
inberum rekstri. Hvaða viðmið og
hvaða stefnu viljum við þá leggja
til grundvallar? Hvaða verkefni og
hvaða starfsemi á að verja eða
jafnvel efla á niðurskurðartímum?
Nú er áríðandi að halda fast við
langtímastefnu í vísindamálum og
búa svo um hnútana að stjórnvöld,
og þar með öll ráðuneyti og und-
irstofnanir þeirra, fylgi þeirri
stefnu eftir í hvívetna.
Hafa þarf í huga að
rannsóknir taka tíma
og rannsóknartengd
nýsköpun, sem er sú
verðmætasta fyrir
samfélagið, tekur enn
lengri tíma. Og þráð-
urinn má ekki rofna;
stefnan verður að vera
þolinmóð og staðföst –
rétt eins og fjár-
magnið.
Ég er sannfærð um
að þau drög sem nú
liggja fyrir að nýrri stefnu Vísinda-
og tækniráðs verða mikilvægur
leiðarvísir fyrir stjórnvöld í því
endurskoðunarferli sem við blasir.
Stefnudrögin hvíla á þeirri sann-
færingu að líta beri á allt vísinda-
og nýsköpunarkerfið sem eina
heild. Nú er nauðsynlegt að taka
skrefið til fulls og samræma fjár-
veitingar til háskóla, stofnana og
sjóða, og tryggja að þær byggi á
alþjóðlegum gæða- og árangurs-
viðmiðum. Þau viðmið eru ekki á
reiki eins og stundum er látið að
liggja, heldur eru þau alþekkt, og
er brýnt að vísindasamfélagið allt
fylki sér um þau. Slík samstaða er
lykilatriði.
Nýr vegvísir Vísinda- og tækni-
ráðs um rannsóknainnviði (e. rese-
arch infrastructures) var sam-
þykktur nú í maí. Vegvísirinn
auðveldar forgangsröðun í upp-
byggingu rannsóknaraðstöðu og
skilgreinir sóknarfæri á al-
þjóðavettvangi. Í vetur hefur einn-
ig verið unnin forathugun á rann-
sóknastofnunum, auk þeirra
skýrslna sem gerðar hafa verið á
vegum menntamálaráðuneytis um
stefnumótun á sviði háskóla og vís-
inda og eru nú til umfjöllunar hjá
rýnihópi ráðuneytisins. Við höfum
allar forsendur og úr margskonar
og ólíku efni að moða til að marka
metnaðarfulla stefnu í háskóla- og
vísindamálum til næstu ára. Við
þurfum að koma okkur saman um
einfaldar reglur um gagnsæi í fjár-
veitingum og sveigjanleika í skipu-
lagi vísindakerfisins. Og síðast en
ekki síst: okkur ber skylda til að
bera okkur saman við það besta
sem gerist annars staðar.
Því miður gafst ekki nægur tími
til að tengja slíka heildstæða lang-
tímasýn við ákvarðanir um nið-
urskurð í fjárveitingum fyrir árið
2010. En það gerist vart aftur. Nú
hlýtur að vera algjört forgangsmál
stjórnvalda að slík stefna verði
mörkuð eigi síðar en í lok þessa
árs, svo að ákvarðanir um fjárveit-
ingar næstu ára, 2011 og 2012,
verði byggðar á skýrri lang-
tímasýn.
Hugsjónin með stofnun Vísinda-
og tækniráðs árið 2003 var að
heildstæð stefna lægi ávallt til
grundvallar opinberum fjárveit-
ingum til vísinda og nýsköpunar.
Margt hefur áunnist, en hafa ber í
huga að ráðið markar aðeins
stefnu en hefur ekki fram-
kvæmdavald. Sú staðreynd að vís-
indamál eru á hendi margra ráðu-
neyta gerir eftirfylgni
heildstæðrar stefnumörkunar
flókna. Skýr heildarsýn myndi
stuðla að betri nýtingu opinbers
fjár. Því er nauðsynlegt að stórefla
Vísinda- og tækniráð og tengja
starf þess enn betur við hinn póli-
tíska vettvang. Um leið þarf að
efla Rannís sem þjónustustofnun
hins opinbera stuðningskerfis vís-
inda og nýsköpunar.
Eins og nefnt var í upphafi er nú
ekki spurt um hvort eigi að skera
niður, heldur hvernig og hvað. En
eigum við að láta þar við sitja? Það
er lífsnauðsynlegt fyrir þjóð okkar
að við höfum djörfung og framsýni
til að forgangsraða í þágu mennt-
unar og vísinda. Fordæmi annarra
þjóða í kringum okkur, eins og
Finna og Bandaríkjamanna, kenna
okkur að við eflum ekki samkeppn-
ishæfni þjóðar eða atvinnusköpun
framtíðarinnar nema með því að
fjárfesta í grunnstoðum samfélags-
ins, í menntun, vísindum og ný-
sköpun, ekki síst á krepputímum.
Ef okkur lánast að forgangsraða
með rökstuddum og víðsýnum
hætti getur tímabundinn nið-
urskurður dregið athyglina að
helstu vaxtarbroddunum og gefið
þeim nauðsynlegt rými; en ef við
skerum jafnt af öllum, án tillits til
gæða og árangurs, munum við öll
koma særð út úr þessari kreppu.
Við verðum því að setja markið
hátt. Við eigum öfluga vísindamenn
sem standast alþjóðlegan sam-
anburð, fjölbreytt háskólakerfi sem
býr yfir miklum möguleikum og
áræði, rannsóknafyrirtæki eins og
Íslenska erfðagreiningu, sem skar-
ar fram úr á sínu sviði á al-
þjóðavettvangi, og stóran hóp ungs
fólk í námi hér heima og erlendis
sem vill skapa okkur ný tækifæri í
framtíðinni. Ég er bjartsýn, því að
ég veit að við munum ekki láta
tækifæri þeirra, og þar með okkar
sjálfra, úr greipum ganga.
Eftir Guðrúnu
Nordal »Nú þarf að forgangs-
raða í ríkisfjár-
málum. Ef skorið er
jafnt af öllum, án tillits
til gæða og árangurs,
munum við öll koma
særð út úr þessari
kreppu.
Guðrún Nordal
Höfundur er formaður vísinda-
nefndar Vísinda- og tækniráðs.
Metnaðarfull háskóla- og vísindastefna
ÁRIÐ er 2019.
Siggi litli er hreint
ekkert lítill lengur,
enda orðinn 19 ára
gamall. Það hefur
margt breyst síðan
hann var að klára 4.
bekk. Þá var árið
2009. Árið sem ís-
lenska þjóðin var í
áfalli mitt í erfiðustu
fjármálakreppu síðari
tíma. Árið sem Siggi litli hélt
áfram að leika sér og mæta í skól-
ann og lét á engu bera þó að pabbi
hans, mamma og kennararnir
væru meira og minna þungbúin
allt þetta ár og lítil gleði væri í
lofti. En 10 ár eru langur tími og
sem betur fer virðist árið 2009
eins og fjarlægur draumur. Það
sem þá virtist aldrei geta tekið
enda er nú löngu gleymt. Enginn
talar lengur um Icesave og hryðju-
verkalög í matarboðum og kaffi-
húsin eru hætt að minna á morg-
unverðarfundi Seðlabankans og
þess í stað aftur orðin vettvangur
blómlegrar, skemmti-
legrar og menningar-
legrar umræðu.
Siggi er góður, vel
gefinn og hjartahlýr
strákur, eins og hann
var fyrir 10 árum og
flestum líkar mjög vel
við hann. Þó að honum
gangi vel í skólanum
og hann beri sig yf-
irleitt vel, er hann oft
hræddur við framtíð-
ina. Hann skilur ekki
af hverju hann er
svona oft kvíðinn og áhyggjufullur,
á meðan flestum í kringum hann
virðist líða ágætlega. Siggi var
alltaf viðkvæmur sem barn, en það
var ekki fyrr en á unglingsárum
að hann fór að finna fyrir verulega
hamlandi kvíða og áhyggjum. Þó
að hann sé ungur hefur reynsla
hans af erfiðleikum kennt honum
að efnisleg gæði skipta alls ekki
svo miklu máli. Ef hann er glaður
í hjartanu og laus við áhyggjurnar
getur hann sætt sig við mjög lítið.
Það gleður hann að 9 ára börn árið
2019 þurfi ekki að ganga í gegnum
það sama og hann fyrir 10 árum.
Nú er allt orðið rólegra og betra.
Aftur til nútímans. Veturinn
sem nú er á enda var vægast sagt
þungur fyrir íslenska þjóð og sér
ekki fyrir endann á þyngslunum
alveg í bráð. Þjóðin er sár og reið
eftir það sem á undan er gengið og
ekki að ástæðulausu. Margir gerðu
það eitt rangt að koma sér upp
þaki yfir höfuðið í brjálæðislegri
uppsveiflu og sitja í skuldafangelsi
fyrir vikið. Fyrirtækin í landinu
heimta lægri stýrivexti og réttlæt-
iskennd fólks æpir á að einhver
verði dreginn til ábyrgðar. Þó að
daufheyrst hafi verið við þessum
kröfum enn sem komið er, skulum
við vona að dropinn holi steininn
og eitthvað mjakist í rétta átt.
En mitt í öllum hamaganginum
er hætt við að einn hópur gleym-
ist, þar sem hann virðist eiga sér
fáa háværa talsmenn. Hópur sem
hvorki hefur greiðan aðgang að
fjölmiðlum né stjórnmálamönnum.
Þessi hópur eru börn og unglingar
Íslands. Fólkið sem byggja mun
upp íslenskt samfélag á 21. öld-
inni. Margir virðast halda að börn-
in taki lítið eftir því sem nú er að
gerast og haldi bara áfram að
leika sér, glöð og áhyggjulaus.
Þetta er rangt. Börn eru yfirleitt
miklu næmari en fullorðið fólk og
taka það sem nú er að gerast á Ís-
landi inn á sig og afleiðingarnar
kunna að koma fram árum og ára-
tugum síðar og taka á sig alls kyns
birtingarform.
Meira en 15 árum eftir efna-
hagskreppuna í Finnlandi eru þeir
enn að takast á við alls kyns fé-
lagsleg og heilsufarsleg vandamál,
sem rekja má beint til krepp-
unnar. Fjölmargar rannsóknir
sýna fram á aukið þunglyndi og
kvíða eftir kreppuna og ekki síst
hjá ungu fólki, sem var á barns-
aldri þegar það versta gekk yfir.
(sjá m.a. Leinonen, Solantaus &
Punamaki, 2002.)
Sumarið 2009 og árin sem fara í
hönd skipta sköpum fyrir börn
þessa lands. Það er beinlínis
lífsnauðsynlegt fyrir framtíð þjóð-
arinnar að vel verði haldið utan
um þennan stóra og fjölbreytta
hóp. Niðurskurðarhnífurinn má
ekki lenda of harkalega á mál-
efnum barna. Slíkan niðurskurð
munum við þurfa að borga marg-
falt síðar meir. Nú þurfa allir sem
vettlingi geta valdið að taka hönd-
um saman um að verja yngstu
kynslóðina. Foreldrar, kennarar,
fjölmiðlar, stjórnmálamenn og allir
hinir.
Siggi litli er að verða fullorðinn
maður. Hann áttar sig alltaf betur
og betur á því hvað áhrif barnæsk-
unnar geta verið mikil og langvar-
andi. Líklega skiptu jafnvel
minnstu hlutir miklu máli þegar
allt kemur til alls. Hann er svo
heppinn að hafa nógu sterk bein
og þroska til að takast á við sína
vanlíðan og er sannfærður um að
hann verði hamingjusamur um
ókomin ár. Sumir eru ekki jafn-
heppnir og Siggi. Sum börn þola
ekki margra ára heimilishald af
stöðugum áhyggjum og kvíða. Sum
börn mega ekki við því að fá minni
stuðning í skólanum. Sum börn
mega ekki við því að detta út úr
tómstunda- og íþróttastarfi. Tök-
um öll höndum saman um að
vernda þessi börn.
Stærsta skuldsetningin
Eftir Sölva
Tryggvason
Sölvi Tryggvason
»Nú þurfa allir sem
vettlingi geta valdið
að taka höndum saman
um að verja yngstu kyn-
slóðina. Foreldrar, kenn-
arar, fjölmiðlar, stjórn-
málamenn og allir hinir.
Höfundur er dagskrárgerðamaður
og áhugamaður um velferð barna.