Morgunblaðið - 07.07.2009, Side 19

Morgunblaðið - 07.07.2009, Side 19
Umræðan 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 HVERNIG hefur saga tann- heilsu barna og unglinga á Íslandi verið undanfarna áratugi? Hún hefur verið svipuð sögu íslenska handboltans, skipst hafa á skin og skúrir, sigrar og töp. Vandinn er sá að tapleikirnir hafa verið tíðir hin síðustu ár. Búið væri að skipta um lið ef þannig gengi í boltanum. Á Íslandi var tannáta með tann- skemmdum landlæg og tíðni há allt fram á níunda áratug síðustu ald- ar. Um 1970 voru að meðaltali 9 tennur í munni 12 ára barna ann- aðhvort skemmdar, viðgerðar eða búið að draga þær úr. Þetta er skráð sem svonefndur tann- átustuðull (DFMT, diseased, filled, missing teeth.) Þá vorum við á svipuðum nótum og aðrar Norð- urlandaþjóðir en á næstu árum batnaði ástand þar verulega, en við sátum eftir (sjá mynd). Heilbrigð- isyfirvöldum þótti því ástæða til að hefja markvissa sókn í tannvernd- armálum. Nær öll börn voru í reglubundnu tanneftirliti og skóla- tannlækningar voru nokkurs konar öryggisnet fyrir þá hópa sem ekki sóttu reglubundna tannlæknaþjón- ustu á einkareknar stofur. Greiðslur almannatrygginga greiddu nær alfarið kostnað við grunnþjónustu barna og unglinga. Árangur lét ekki á sér standa og á tíunda áratugnum var staðan orðin svipuð hér og hjá öðrum Norðurlandaþjóðum (DMFT 12ára=1,5). Síðan fór að síga á ógæfuhlið. Fjárveitingar til munn- heilsu hafa ekki þróast eins og fjárveitingar til ýmissa annarra þátta heilbrigðisþjónustu. Talið var að tannheilsa færi batnandi og þess vegna mætti draga úr for- vörnum. Hlutur almannatrygginga í grunnþjónustu vegna tannlækn- inga lækkaði hlutfallslega og for- varnir voru skertar verulega árin 1993 og 1999. Skólatannlækningar voru lagðar niður árið 2000. Árið 2005 var gerð rannsókn á munnheilsu íslenskra barna og unglinga, MUNNÍS. Eitt mark- miða hennar var að meta hvort þróun tannheilsu væri í samræmi við heilbrigðisáætlun 2010, sem stefnir að því að tannátustuðull verði <1.0 fyrir 12 ára íslensk börn árið 2010. Niðurstöður voru ekki gæfulegar; í ljós kom að tíðni tannskemmda og glerungseyðingar fer vaxandi aftur hjá 6, 12 og 15 ára börnum (sjá mynd). Tólf ára ís- lensk börn hafa að meðaltali tvöfalt fleiri tannskemmdir (DMFT 2,2) en sænsk (DMFT 0,98) og dönsk börn (DMFT 0,8). Meðaltal DMFT í OECD ríkjum er 1,6. Tíðni gler- ungseyðingar fer einnig vaxandi og greinist í einhverri fullorðinstönn hjá 15% 12 ára barna og hjá 30% 15 ára unglinga. Jafnframt sýna rannsóknir að um 17% sjúkratryggðra barna og ungmenna (4-18 ára) komu ekki í reglubundið eftirlit hjá tannlæknum á átján mánaða tíma- bili. Nú á vormánuðum stóðu tannlæknadeild Háskóla Íslands og tannlæknafélagið fyr- ir Hjálparvakt tann- lækna, þar sem börn- um og unglingum var boðin ókeypis tannlæknaþjónusta fjóra laugardaga. Aðsóknin var gríðarleg, húsfyllir varð alla dag- ana. Þetta undirstrikaði að fólk er tilbúið til að bera ábyrgð á eigin heilsu, en bágur fjárhagur getur stundum gert þau áform að engu. Þess vegna er ábyrgð samfélags mikil, og snýr ekki síst að börnum og unglingum. Það skýtur skökku við að brjóti barn í sér bein eða fái hálsbólgu er því sinnt að mestu á vegum sam- félagsins, en fái sama barn sjúk- dóm í munnhol er þessi samfélags- ábyrgð fyrir bí. Orsök lélegrar munnheilsu er margþætt. Flestir þekkja áhrif sætinda á tilurð tannátu og tann- skemmda og þátt gosdrykkja í eyð- ingu glerungs tanna. Eyrnabólga í börnum truflar svefn þeirra svo dæmi sé tekið, við það eykst hætta á að foreldrar setji sykurvatn á pela, þreyttir foreldrar gleyma að bursta tennur, hár hiti minnkar munnvatnsflæði og stundum eru gefin sæt sýklalyf. Ráðleggingar um mataræði, tannhirðu, notkun flúors og reglu- legt eftirlit eru þær aðferðir sem duga til forvarna gegn tann- skemmdum. Þetta eru eiginlega nokkurs konar bóluefni við tann- átu. Ekki hefði því verið tekið vel ef bólusetningum gegn barnasjúk- dómum á borð við kíghósta og mislinga hefði verið hætt þegar til- fellum fór að fækka í kjölfar sömu bólusetninga. Á Íslandi er öflug heilsugæsla og nær hún til landsins alls. Þar á að koma fyrir aukinni og nauðsynlegri þjónustu ásamt forvörnum gegn tannsjúkdómum. Um leið væri unnt að efla skólaheilsugæslu svo hún næði til tannvandamála einnig. Þetta yrði gert í samvinnu við tannlækna sem yrðu nauðsynlegur bakhjarl til að sinna þeim vanda sem greindist eða grunur vaknaði um í frumþjónustu. Þetta kerfi gæti virkað á sama hátt og samvinna sérfræðinga í læknisfræði og sjúkrahúsa við heilsugæsluna um önnur mein. Ljóst er að við Íslendingar þurfum að reka af okkur slyðruorðið. Þeg- ar kreppir að fjárhagslega er því miður líklegt að ýmis heilsuvandi sitji á hakanum ef lausn hans er dýr. Oft var þörf en nú er nauðsyn að samfélagið sinni tannheilsu á sama hátt og öðrum heilsuvanda. Finna þarf munnholinu fastan sess í heilbrigðisþjónustu og fylgja þarf fordæmi hinna Norður- landanna, svo aðgengi að tann- lækningum óháð efnahag og fé- lagslegum aðstæðum sé tryggt. Tannheilsa barna og ung- linga, er leikurinn að tapast? Eftir Inga B. Árnadóttir og Sigurður Guðmundsson » Tíðni glerungs- eyðingar fer einnig vaxandi og greinist í einhverri fullorð- instönn hjá 15% 12 ára barna og hjá 30% 15 ára unglinga. Inga B. Árnadóttir Inga er forseti tannlæknadeildar og Sigurður forseti heilbrigðisvís- indasviðs Háskóla íslands Sigurður Guðmundsson VAR NÝLEGA á fundi. Eigin- maður konu sem var með mér hringir í GSM- símann hennar. Hún bregður sér frá og svarar. Þegar hún kom til baka hvíslaði þessi eldri kona að mér: „Hann situr heima og græt- ur. Hann veit ekki hvar hann er.“ Aðstandendur Alzheimers veikra lifa við hreint neyðarástand. Þetta getum við ekki látið viðgangast. Tökum verkefnin eitt og eitt og leysum þau. Aðstoð til þessa fólks ætti að vera fremst í forgangsröð ráðamanna. Í þessari kreppu sem við Íslend- ingar teljum okkur búa við er stút- fullt af tækifærum, það hreinlega er ekki þverfótað fyrir nýjum leiðum. „Sá sem villist finnur nýjar leiðir“ og nú er tíminn til að „villast“, við getum ekki lent á verri stað. Velferðarkerfi okkar er kerfi sem byggist á einstefnu. Öllum er boðið inn en lítið sem ekkert gert til að koma fólki út í lífið á ný. Auðvitað má rýra svo kjör þeirra sem á bót- um eru að enginn tóri á þeim. Hrekja fólk út á Guð og gaddinn. Nei, við viljum það ekki. Við viljum kerfi sem byggist á tillitssemi við náungann og aðstoð. Ekki við alla en við þá sem virkilega þurfa þess. Það þarf að gera „hreingerningu“ innan kerfis sem er að sliga okkur fjárhagslega og engum líkar við þjónustuna sem veitt er. „Meira fyrir minna“ eru tillögur sem unnið er að og þýða að við viljum bætta þjónustu fyrir minni kostnað. Efist einhver um að þetta sé hægt þá hef- ur sá hinn sami ekki spurt sérfræð- inga í málaflokknum, notendurna sjálfa. Afstofnanavæðum Ísland og tök- um upp einstaklingsmiðaða þjón- ustu. Ekki bara vegna sparnaðar heldur vegna mannréttinda og lífs- gæða þjónustuþega. Nú er virkilega tími til að gera breytingar og hætta að tala um það sem virkilega er rétt skref fyrir alla. Framkvæmum „Það þarf að skera inn að beini“ segja margir ráðamenn alvarlegir á svip um leið og þeir afsaka niðurskurð hjá þeim sem þarfnast aðstoðar- innar. En þeir vita ekki að við bóta- þegar erum bara „beinagrindur“ hvað afkomu varðar. Það er ekki mögulegt að skera meira. Nú eru þeir að mola á okkur beinin. Hætt- um því og förum nýjar leiðir. Vill- umst og höfum gaman af. Ísland á sér bjarta framtíð, þrátt fyrir allt. Notum okkur tækifærin. GUÐJÓN SIGURÐSSON, formaður MND-félagsins á Íslandi. „Hann situr heima og grætur. Hann veit ekki hvar hann er“ Frá Guðjóni Sigurðssyni Guðjón Sigurðsson BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.