Morgunblaðið - 07.07.2009, Síða 27

Morgunblaðið - 07.07.2009, Síða 27
Velvakandi 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HALLÓ BLESS LYKILLINN AÐ GÓÐU SAMBANDI ER AÐ SLEPPA ÞVÍ SEM ER Á MILLI TÓKSTU EFTIR ÞVÍ AÐ ÉG SENDI ÞÉR EKKI ÁSTARBRÉF? JÁ JÁ, ÉG HEF TEKIÐ EFTIR ÞVÍ GOTTÉG HEF ALDREI GERT ÞAÐ OG ÉG VILDI BARA VERA VISS UM AÐ ÞÚ HAFIR TEKIÐ EFTIR ÞVÍ ÚFF KALVIN! VIÐ VERÐUM AÐ HÆTTA AÐ HITTAST SVONA KONAN MÍN ER FARIN AÐ HALDA AÐ ÉG FESTIST Á EYÐIEYJUM VILJANDI MÁ ÉG FLYTJA INN TIL ÞÍN? SKATTURINN ER Á HÆLUNUM Á MÉR! HANN SEGIR AÐ ÉG HAFI SVIKIÐ UNDAN SKATTI. ÉG ER BLÖNK GJÖRÐU SVO VEL BÍLSTJÓRINN MINN ER BLANKUR... ÞJÓNNINN MINN ER BLANKUR... KOKKURINN MINN ER BLANKUR... ÞERNAN MÍN ER BLÖNK... MAGADANS- NÁMSKEIÐIÐ MITT ÆTLAR AÐ HALDA SÝNINGU ER ÞAÐ? Á ÞRIÐJUDAGINN Á HVER OG EINN NEMANDI AÐ DANSA Í FIMM MÍNÚTUR Á TYRKNESKUM VEITINGASTAÐ ÉG VEIT EKKI HVORT MIG LANGAR AÐ DANSA HÁLFNAKIN FYRIR FRAMAN FULLT AF ÓKUNNUGU FÓLKI HMM... ÞAÐ VÆRI GOTT EF ÞÚ GÆTIR SAGT EITTHVAÐ UPPLYFTANDI... ÞÚ ÁKVAÐST AÐ MINNSTA KOSTI EKKI AÐ ÆFA NEKTARDANS PETER, LASTU GAGNRÝNINA MÍNA? JÁ, ÉG GERÐI ÞAÐ UPPÁHALDS LÍNAN MÍN VAR: „EKKI BARA ENN EIN KVIKMYNDA- STJARNAN SEM VILL PRÓFA SVIÐIГ NÚ? AF HVERJU HÚN? HEYRÐIR ÞÚ ÞAÐ EKKI? ÞAU SÖGÐU AÐ ÉG VÆRI KVIK- MYNDASTJARNA! ÞAÐ skipti engu hvar landsmenn voru staddir um helgina, sólin lék við hvern sinn fingur og skein á alla landshluta. Lífið lék við Huldu Karen og Helgu Praní sem kældu sig í Elliðaánum. Morgunblaðið/Eggert Boltaleikur í rjómablíðu Opið bréf til Sigur- bjargar Sigurgeirs- dóttur, stjórnsýslu- fræðings, PhD. ÁGÆTA Sigurbjörg, ekki er að efa að þú haf- ir lög að mæla í grein þinni í Morgunblaðinu 1. júlí sl., bls. 25, varð- andi Icesave-samning- inn. Ég er þér hins- vegar ósammála í því að útiloka dómstólaleiðina. Það er vissulega harð- ari stefna og við erum sigruð þjóð í hnipri. Eigi að síður er það óá- sættanlegt hvernig ESB-þjóðirnar ætla að láta okkur hér kokgleypa Icesave-ið og sjá svo til hvort okkur verði bumbult af í ná- inni framtíð, grípa þá inn í og bjarga okkur frá okkur sjálfum í dýrðar- ljóma eigin ágætis. Ég er því ósammála, að það teljist fráleitt að velta upp dómstólaleiðinni mitt í umræðunni, vegna þess að um- ræður eru til þess að takast á um mál, enda fleiri en einn flötur á hverju máli. Til þess eru lögfróðir menn auk annarra að takast á um þessa fleti, enda segir þú svo að „dómstólaleið gæti verið fær laga- tæknilega [...] en að hún sé pólitískt ómöguleg“. Er það ekki hér hvar hundurinn liggur grafinn sem át fiskinn undir steininum, þessi pólitíski ómöguleiki? Við kjósum einstaklinga í ábyrgð- arstöður á Alþingi Íslendinga. Mér sýnist í þessari umræðu nú að ákall- andi eftirspurn sé eftir ein- staklingum sem þora. „When you stick our head up from the crowd, they shoot at you,“ segir enskurinn. Það er þannig öruggara að feta refilstigu torsóttra samninga undir leiðsögn og undir áþján erlendra þjóða, enda erum við sigruð þjóð, í stað þess að berjast svo blóð renni. Niðurstaða mín er þessi: Farsældin okkar á fjármál Breta rekst, framtíðin barnanna á veikum grunni skekst. Áheitum söfnum, Ísbjörgu höfnum. Bylting er lögleg svo lengi sem hún tekst. Ómar Torfason. Hreint land? ÉG ER nýbúin að fara hringferð með þýskum ferðamönnum. Fólkið sem kemur hingað frá Þýskalandi er yfirleitt mjög meðvitað um umhverfisvernd. Það rak upp stór augu þeg- ar við stoppuðum á út- sýnisstaðnum rétt áð- ur en maður ekur niður í Kelduhverfið á Norð-Austurlandi. Þar var vinnuhópur í því að úða einhverju gumsi á plönturnar sem uxu kringum bíla- planið og milli hellnanna sem var bú- ið að leggja þar. Svona illgresiseyðir er auðvitað ekkert annað en eitur sem fer út í lífríkið. Því í ósköpunum er hann notaður á svona stöðum? Hvað er slæmt við það að villtar plöntur fylli upp í eyðurnar á mann- gerðum pöllum? Við auglýsum okkar land sem hreint og óspillt til að laða ferðamenn hingað. Erum við virki- lega á svo lágu plani í umhverfis- vernd að við vitum ekki að öll eitur- efni sem við notum bitna á lífríkinu? Hvað hugsar ferðafólk sem verður vitni að slíkum vinnubrögðum? Úrsúla Jünemann, leiðsögumaður. Týndur páfagaukur DÍSARFUGLINN Mowgli flaug út heiman frá sér í Hæðarseli í Selja- hverfi, síðastliðinn sunnudag, 5. júlí. Hún er grá og gul með kamb og app- elsínugular kinnar eins og flestar dísur en er auk þess gráperlótt. Ef einhver hefur séð til hennar eða hefur jafnvel bjargað henni inn, vinsamlegast hringið í síma 823-6829 eða 822-5382. Hennar er sárt sakn- að, fundarlaun í boði.          Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Félagsstarf fellur niður vegna sumarlokunar. Matur kl. 12-13. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna 12.30, boccia kl. 9.45. Púttvöllur. Bólstaðarhlíð 43 | Opin handa- vinnustofa, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, kaffi/dagblöð, hádegisverður, pútt- tími kl. 13.30, 18 holu púttvöllur opinn öllum. Dalbraut 18-20 | Félagsvist kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fundur með farþegum í Vestfjarðaferð í dag kl. 11 í Stangarhyl 4. Laust sæti fyrir einn karlmann. Uppl. í síma 588-2111. Félagsheimilið, Gullsmára | Handa- vinnustofa opin, ganga kl. 10, matur. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Sýning Höllu Har í Jónshúsi er opin kl. 10-16, Bónusrúta frá Jónshúsi kl. 14.45. Hraunbær 105 | Félagsmiðstöðin er op- in kl. 9-14, matur kl. 12. Hæðargarður 31 | Opið kl. 9-16. Lista- smiðja, morgunfjas, Stefánsganga, bankaþjónusta, tölvur, púttvöllur, gáfu- mannakaffi, o.fl. Félagsvist kl. 13.30 alla mánudaga. Málverkasýning Erlu og Stef- áns. Ljóðabók Skapandi skrifa til sölu. Hópar sem vilja starfa á eigin vegum vel- komnir. S. 411-2790. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Kaffi/ vísnaklúbbur kl. 9, boccia kl. 10.30, handverksstofa opin kl. 11, opið hús og spilað kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30. Hár- greiðslustofa opin, s. 862-7097, fótaað- gerðastofa opin, s. 552-7522. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9-15.30, matur kl. 11.45, vídeó/spurt og spjallað og spilað kl. 13, kaffi kl. 14.30. Hár- greiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-16. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin, hárgreiðslu- og fóta- aðgerðastofur opnar, félagsvist kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.