Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 3 0. J Ú L Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 205. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is E N N E M M / S ÍA / N M 3 7 3 7 8 «DAGLEGTLÍF ÁLFAR, DVERGAR OG TRÖLL FINNAST UM ALLAN HEIM «UPPTEKINN MAÐUR Spilar með sex sveitum á einni helgi Framkvæmdastjóra Gildis lífeyr- issjóðs þykir yfirtökutilboð í alla hluti í Alfesca ekki hátt, en tilboðið rennur út í dag. Á sjóðurinn 4% hlut í félaginu. VIÐSKIPTI Gildi þykir tilboðið ekki hátt Erlent eignarhaldsfélag greiddi fyrir skíðaskála Baugs í Frakklandi með skuldabréfi til Baugs. Gjörn- ingurinn átti að vera liður í að losa um fé. Greitt fyrir með skuldabréfi Íslenska fyrirtækið AwareGo hefur framleitt kennslumyndbönd um tölvu- og netöryggi og flytur út. Eru myndböndin í anda þáttanna The Office og þykja fyndin. Flytur út fyndin myndbönd Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „ÞAÐ er alveg augljóst að við ætlum ekki að hafa sambærilega umgjörð um fjármálakerfið og var,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, að- spurður hvort endurbætur á regluverki viðskipta- lífsins sé hafin. „Það var eiginlega ekki hægt að vinna svona vinnu af miklu viti á meðan menn voru enn að slökkva elda og fá fast land undir fæt- ur,“ segir Gylfi. Nú sé margt í bígerð. Hann nefnir fjögur dæmi um atriði sem þarf að skoða. Í fyrsta lagi áhættuna sem innlendar fjár- málastofnanir tóku með því að lána í erlendri mynt til innlendra aðila sem höfðu hvorki tekjur né eignir í þeirri mynt og höfðu því engar gengisvarnir. Þá nefnir hann reglur um lánveit- ingar til tengdra aðila, ekki síst eigenda fjármálafyrirtækja. Í þriðja lagi nefnir Gylfi lán sem veitt eru eingöngu gegn veði í hlutabréfum. „Það þarf að skoða hvað er eðlilegt að gera og æskilegt til að þau fari ekki algerlega úr böndunum.“ Í fjórða lagi segir Gylfi að skoða þurfi hvernig launa- og hvatakerfi, m.a. kaupréttir, geti hvatt til of mikillar áhættu og hvernig tekið skuli á því. „Þar má hugsa sér ýmsar leiðir, einhverjar í gegn- um skattkerfið en aðrar í gegnum regluverk fjár- málamarkaðarins,“ segir hann. Ráðuneytið muni beita sér fyrir að svona lagað verði endurskoðað, í samvinnu við Seðlabanka Íslands, Fjármálaeft- irlitið og fleiri. Þá verði fylgst vel með umræðu um þetta í nágrannalöndunum og ESB. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tek- ur í sama streng og Gylfi. Hann segir að í fjár- málaráðuneytinu hafi mikil vinna verið lögð í nýja eigendastefnu í fjármálafyrirtækjum, með áherslu á hófsemi í launakjörum, gagnsæi og að- skilnað fjárfestingabanka frá viðskiptabönkum. „Við höfum rætt í ríkisstjórn þörfina á því að herða á reglum til að svona lagað geti ekki end- urtekið sig,“ segir hann um bankahrunið. Komið að endurskoðun á umgjörð fjármálakerfisins Ekki hefur gefist tóm til að endurskoða reglurnar meðfram endurreisnarstörfum Gylfi Magnússon ÞAÐ er tekið að lifna yfir Herjólfsdal í Vestmannaeyjum þar sem fyrstu tjaldbúarnir komu sér fyrir í gær. Ætíð myndast sérstök stemning þegar tjaldstæðið er opnað og lá við að þjófstartað væri í gær þegar kvisaðist út að búið væri að opna nokkrum klukkustundum á undan áætlun, en það reyndist ekki rétt. Íbúatala Heimaeyjar mun rúmlega þrefaldast á næstu dögum þegar þúsundir Þjóðhátíðargesta streyma í dalinn. | 2 ÞJÓÐHÁTÍÐARSTEMNINGIN AÐ KVIKNA Morgunblaðið/Sigurgeir  Einstaklingar greiða í ár 3,2 milljarða króna í útvarpsgjald, eða nefskattinn sem leysti afnotagjald RÚV af hólmi. Gjaldið er lagt á 187 þúsund einstaklinga en lögaðilar eru þá ótaldir, s.s. fyrirtæki, stofn- anir og einkahlutafélög. Búist er við að útvarpsgjaldið muni gefa meira af sér en áætlun upp á 3,8 milljarða króna gaf til kynna. Með- al lögaðila sem nú greiða útvarps- gjald eru hin svonefndu pappírs- eða skúffufyrirtæki. Félög stofnuð kringum verðbréfaeign eða önnur viðskipti og með engan sjáanlegan rekstur, og því hvorki með útvarp né sjónvarp í notkun. »8 Pappírsfélögin greiða líka útvarpsgjald til ríkisins Morgunblaðið/Eggert  Suðvesturhorn landsins er oftast skoðað í mestri stækkun á korta- vef ja.is, en fjöl- margir staðir úti á landi eru einnig skoðaðir talsvert oft í svo mikilli nálægð, líkt og sjá má á hitakorti sem birtist í Við- skiptablaði Morgunblaðsins í dag. Ja.is hleypti nýjum vef af stokk- unum í febrúar og hefur aðsókn á vefinn aukist „verulega“ síðan þá að sögn markaðsstjóra ja.is »Viðskipti Suðvesturhornið mest skoðað á kortavef ja.is  Alls eru átta bæjarstjórar með hærri laun en borgarstjórinn í Reykjavík. Efst á listanum trónir hinn nýi bæjarstjóri Seltirninga, Ásgerður Halldórsdóttir. Hún fær samtals 1.318 þúsund krónur og eru þá inni- falin laun hennar sem bæjarfulltrúi. Gunnar Einarsson í Garðabæ hefur 1.205 þúsund krónur, en hann situr ekki í bæjarstjórn. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri er með 1.001 þúsund krónur í laun. »14 Margir bæjarstjórar skáka borgarstjóranum í launum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.