Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2009 Verslunarmanna HIN sameiginlega sjávarútvegsstefna ESB og hvort stjórn fiskveiða við Ísland yrði látin í hendur ESB er ein helsta ástæða þess að Ísland hefur ekki gengið inn að mati margra. Margir eru á því að ekki sé hægt að ganga inn í sam- bandið eins og stjórn fiskveiða innan ESB er háttað í dag og óraunhæft sé að ætla að Ísland fengi undanþágur frá ESB, hvað þá varanlegar. Verðmætin sem skapast við veiðar á stofnum sem halda sig innan íslenskrar efna- hagslögsögu eru efnahag landsins afar mikilvæg og á það einnig við um þau verðmæti sem skapast við veiðar á deilistofnum bæði fyrir utan og innan íslenskrar lögsögu. Hagsæld okkar byggist að miklum hluta á því að Íslendingar nýti fiskistofnana af hagsýni og á sjálf- bæran hátt. Það hefur hjálpað að efnahagslögsagan liggur hvergi að lögsögu aðildarríkja ESB. Mið- unum er stjórnað sjálfstætt og við tökum ákvarðanir um nýtingu stofnanna. Íslensk skip veiða hér ein úr stofnum sem eingöngu veið- ast við Íslandsmið og hlut okkar úr deili- stofnum nema að um annað hafi verið sér- staklega samið. Stjórnvöld hafa síð- ustu áratugi viljað halda sjávarútvegi í jafnvægi sem und- irstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Það hef- ur m.a. staðist vegna þess að öll íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í meirihlutaeigu Íslendinga. Þannig hefur arðurinn af auðlindinni runnið til íslensku þjóðarinnar. Til þess að átta sig á mikilvægi EES-samningsins er gott að líta á stækkun ESB og gildi samnings- ins. Með EES-samningnum varð Ísland hluti af innri markaði ESB þar sem fjórfrelsið svokallaða ríkir um frjálst flæði á vörum, þjónustu, fjármagni og flutningi launafólks. Í honum settu Íslendingar fram kröfur um tollfrelsi með sjávaraf- urðir sem ESB féllst á og bókun 9 varð til. Það sem skiptir mestu máli í samningnum er þó að við höfum ekki aðgang að helstu stofnunum ESB og lítil sem engin áhrif á framkvæmdastjórnina. Það sem meira er: Ísland er ekki aðili að sameiginlegri sjávarútvegs- stefnu ESB. Áhrif samningsins hér á landi hafa verið nokkur ásamt því að Evrópusamruninn, mótaður hugmyndum og hags- munum, hefur einnig ýtt undir þau. Aðgangur að mörkuðum ESB hefur stóraukist og þátttaka í sam- starfsáætlunum ESB hefur skilað talsverðu fjármagni og þekkingu inn í íslenskt þjóðfélag. Með bók- un 9 eru ákvæði er varða lækkun tolla og magntakmarkanir í inn- flutningi til EFTA-ríkja. Þar stendur að okkur sé áfram heimilt að beita magntakmörkunum við útflutning á sjávarafurðum þótt al- menn ákvæði EES-samningsins heimili það ekki. Þá eru í bók- uninni ákvæði er varða ríkisstyrki og samkeppnisreglur í sjávar- útvegi. Almennar reglur samnings- ins um ríkisstyrki og samkeppni gilda ekki um sjávarafurðir. Þótt EES tryggi Íslendingum ágætis viðskiptastöðu með hjálp bókunar númer 9 er óvíst að EES sé fullnægjandi umgjörð um sam- skiptin við ESB til lengri tíma. Ekki er líklegt að gagnkvæmur áhugi verði á reglubundinni end- urnýjun samningsins hjá ESB og erfitt kann að reynast að taka upp tilskipanir án tækifæra til að hafa áhrif um efni þeirra. Fagna ber því ákvörðun stjórnvalda um aðild- arumsókn. Sjávarútvegsmálin skipta miklu á Íslandi. Staðreyndin er sú að þau eru ekki eins mikilvæg innan ESB. Sumir segja það misskilning að sjávarútvegsstefna ESB sé okk- ur hættuleg og ræður þar um mestu regla ESB um veiðireynslu við úthlutun kvóta. Ríki ESB hafi enga veiðireynslu úr Íslands- grunni. Veiðireynsla miðast við venjubundna veiði ríkja úr til- teknum stofnum á tímabilinu 1973- 1978. Andstæðingar aðildar segja það ekki koma sér vel því veiðireynsla ESB-ríkja var þá að meðaltali 69 þúsund tonn af þorski á ári. Marg- ir telja að hagsmunir íslensks sjávarútvegs verði útundan því forræði yfir auðlindinni muni fær- ast til Brussel, erlend fiskiskip mæti og hefji veiðar. Íslenskur sjávarútvegur hefur verið mikilvægasta útflutnings- atvinnugrein okkar og mikilvægi hans skapar okkur sérstöðu. Ís- lendingar hafa skapað sér mikla reynslu í veiðum og með henni ásamt öðru innleggi hefur skapast hér mikil samstaða þegar kemur að sjávarútvegi sem hefur gert ís- lenskri stjórnsýslu kleift að starfa mjög skilvirkt og hratt þegar kem- ur að fiskveiðistjórnun. Samskipti stjórnvalda og sjávarútvegsins eru góð og Íslendingar hafa unnið hörðum höndum við að koma sér upp þessari sérstöðu og mikill ár- angur hefur fylgt henni. Sjávar- útvegur gegnir litlu hlutverki inn- an efnahagskerfis ESB en framkvæmdastjórn ESB hefur engu að síður lagt mikla áherslu á að bæta hana og hefur sett í far- veg ferli til að endurskoða hana. Langt er þó í land. Joe Borg, framkvæmdastjóri sjávarútvegs- mála ESB, hefur sérstaklega kall- að eftir ábendingum og tillögum frá Íslandi. Til að geta komist að niðurstöðu um hvernig haga skal hinni sam- eiginlegu stefnu ESB í fisk- veiðistjórnun er nauðsynlegt hag- nýta þekkingu fræðimanna í fiskveiðistjórnun og vistfræði sjáv- ar og reynslu sjómanna og útgerð- armanna. Vissulega eru margir vankantar á sameiginlegri sjáv- arútvegsstefnu ESB en hvort þeir vankantar séu nægilegir til þess að afskrifa aðild verður tíminn að leiða í ljós. Eftir Arnar B. Sigurðsson »Hér er verið að koma með innlegg inn í ESB-umræðuna á Íslandi þegar kemur að sjávarútvegsmálum sérstaklega. Arnar B. Sigurðsson Höfundur er stjórnmála- og Evrópufræðingur. Fiskveiðistjórn á Íslandi; innan eða utan ESB? BRÉF lögreglu- manns, sem ekki vill láta nafns síns getið, til fjölmiðla hafa verið talsvert í umræðunni undanfarið. Í bréf- unum lýsir hinn ónafngreindi lög- reglumaður verulega slæmu ástandi hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu. Er ástandið hjá lögreglunni virkilega svona slæmt? Miðað við það sem fram hefur komið hjá yfirmönnum embættisins í fjölmiðlum und- anfarin ár hefði ég haldið að allt væri í góðu lagi þar á bæ. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem lögreglumenn kvarta undan naum- um fjárveitingum, skorti á mann- skap og lélegum aðbúnaði. Fram að þessu hefur slíkri gagnrýni yf- irleitt verið svarað um hæl af hálfu yfirmanna lögreglunnar eða dómsmálaráðuneytisins með yf- irlýsingum um að ástandið hverju sinni sé alls ekki svo slæmt og gjarnan lögð áhersla á að „þjón- usta lögreglu verði ekki skert“ hvað sem fjárveitingum og mannafla líður. En nú bregður svo við að því er fram kemur í umræddum bréfum óþekkta lögreglumannsins hefur ekki verið andmælt af hálfu yf- irstjórnar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu ef frá eru taldar minni háttar aðfinnslur. Er þetta kannski allt saman satt hjá lög- reglumanninum? Burtséð frá sannleiksgildi bréfa lögreglu- mannsins óþekkta er það þó staðreynd að lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu og reyndar á landinu öllu hefur ekki riðið feit- um hesti frá úthlutun fjárveitingavaldsins á síðustu árum svo vægt sé til orða tekið. Talsmenn lögreglu- manna hafa ítrekað reynt að vekja athygli á slæmri stöðu lög- reglunnar og lög- reglumanna en talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Ef ástandið hjá lögreglunni og lögreglumönnum er jafn slæmt og talsmenn lögreglumanna hafa haldið fram er alveg ljóst að það er orðið ólíðandi fyrir land og þjóð. Þá vaknar sú spurning hvers vegna hafa málin þróast á þennan veg? Hver er skýringin? Að mínu mati er ástæðunnar fyrst og fremst að leita í almennu áhuga- leysi íslenskra stjórnmálamanna á málefnum lögreglu en hvort sem okkur líkar betur eða verr eru það einmitt misvitrir stjórnmálamenn sem á endanum taka ákvarðanir um það fé sem varið er til lögregl- unnar. Af einhverjum ástæðum hafa þeir sem valist hafa á þing yfirleitt engan áhuga haft á mál- efnum lögreglu og flest önnur mál notið forgangs hjá þeim. Sú litla og oftast yfirborðskennda umræða er átt hefur sér stað á und- anförnum árum á Alþingi um mál- efni lögreglu hefur gjarnan borið einkenni takmarkaðs áhuga þing- heims og þekkingarleysis þeirra fáu þingmanna sem stigið hafa í ræðustól. Stjórnmálamenn hafa helst minnst á lögregluna í „tylli- dagaræðum“ og þá með tilheyr- andi fagurgala. Lögreglumálefni hafa einhvern veginn aldrei kom- ist í tísku hjá stjórnmálamönnum á Íslandi. Lögreglumenn hafa í raun aldrei haft almennilega tals- menn á þingi og hafa aldrei getað beitt raunverulegum þrýstingi í sínum málum eins og svo margir þrýstihópar sem hafa „sína“ menn á þingi til að koma málum áfram. Lögreglan hefur aldrei fengið þann stuðning sem hún hefur þurft frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Saga lögreglunnar á Íslandi er á vissan hátt sorg- arsaga. Lögreglan er eitthvað sem eng- inn vill þurfa að hugsa um eða hafa áhyggjur af. Það má ekki fara of mikið fyrir lögreglunni en hún á samt alltaf að vera til stað- ar. Lögreglan á að bregðast strax við ef á bjátar, lögreglan á að upplýsa öll mál strax, lögreglan má ekki gera mistök, lögreglan á að vera fullkomin. En lögreglan má ekki kosta neitt. Gjaldþrota lögregla? Eftir Stefán Alfreðsson » Lögreglan á að bregðast strax við ef á bjátar, lögreglan á að upplýsa öll mál strax, lögreglan má ekki gera mistök, lögreglan á að vera fullkomin. Stefán Alfreðsson Höfundur er ríkisstarfsmaður. Á undanförnum ár- um hefur orðið gríð- arleg breyting á úti- veru barna og ungmenna – Skv. nýj- ustu rannsóknum eru meira en 10.000 börn of feit og fimmta hvert barn hefur einkenni vöðva- og beinavanda- mála. Börn horfa allt að 4 tímum á dag á sjónvarp eða eru í tölvuleikjum. Helmingur allra barna er keyrður í skólann. Útileikir eru nánast horfnir nema trampólín hafa náð vinsældum og er jákvætt. Það hlýtur að vera verkefni okkar sem ölum upp börn á þessum tímum að gera allt sem hægt er til að ala upp heilbrigð börn – Liður í því er að opna augu barnanna fyrir öllu því sem náttúran hefur að bjóða upp á hér allt í kring. Það þarf ekki að fara í langar bíl- ferðir til að komast á skemmtileg göngusvæði. Má í því efni benda t.d. á Elliðaárdalinn og Heiðmörk hér í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og svo er einnig alls staðar um landið stutt að fara á skemmtilegar slóðir. Útivera fjölskyldunnar og sameig- inleg upplifun á nátt- úrunni skapar sam- heldni hennar og eykur skilning á náttúrvernd og eflir virðingu fyrir lífríkinu. Börnin læra best það sem að þau upplifa sjálf. Í þessu sambandi vil ég undirstrika að nauðsynlegt er að börn- in fari í gönguferðir á sínum forsendum þ.e. hafi tíma til að skynja náttúruna og umhverfið – finni t.d. skordýr, skrýtin blóm eða annað áhugavert, en séu ekki að keppast við eitthvað. Þau verða að njóta þess sem fyrir augu ber. Gönguferðir og útivist á að stunda allan ársins hring – bara að klæðast rétt og fara út – það er allt sem þarf. Allir út! Eftir Skúla Björnsson Skúli Björnsson » Það þarf ekki að fara í langar bílferðir til að komast á skemmtileg göngusvæði. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Ferðafélagi Íslands og verkefnisins Ferðafélag barnanna. Útivera og heilbrigði barna og ungmenna AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.