Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2009 ✝ María HólmfríðurJóhannesdóttir fæddist í Flatey á Skjálfanda þann 13. júlí árið 1920. Hún andaðist að heimili sínu á hjúkrunarheim- ilinu Seljahlíð í Reykjavík 23. júlí sl. Foreldrar Maríu voru Dýrleif Sig- urbjörg Guðlaugs- dóttir húsfreyja, f. 2.10. 1899, d. 11.3 1993, og Jóhannes Kristinsson bóndi, f. 10. 10. 1898, d. 18.11. 1957. Þau bjuggu í Fjörðum til ársins 1946, fyrst að Kaðalstöðum þar sem María sleit barnsskónum og síðar að Þönglabakka. Systkini Maríu eru: 1) Hrefna (hálfsystir, sammæðra), f. 10.1. 1917, d. 28.12. 1995, 2) Jóhannes Guðni, f. 22.12. 1921, 3) Jóninna Gunnlaug, f. 17.8 1923, d. 12.11. 1946, 4) Stefanía Tómasína, f. 8.1. 1926, 5) Nanna Hólmdís, f. 2.12. 1928, 6) Sólveig, f. 26.11. 1929, d. 16.6. 2008, 7) Gunnar, f. 12.9. 1931, 8) Sigurður Sigmar, f. 30.9. 1932, d. 17.11. 1968, 9) Steingrímur Hallur, f. 13.4. 1935, 10) Kristinn Guðlaugur, Daníelssyni, framkvæmdastjóra Verkamannasambandsins, f. 25.4. 1923. María og Þórir bjuggu að Bergstaðastræti 45 til ársins 1973 að þau fluttu í Asparfell 8. María bjó þar áfram eftir að Þórir lést 7. maí 2008 en dvaldi um hríð á Borg- arspítalanum og Landakoti. Í apríl sl. fékk hún inni á hjúkrunarheim- ilinu Seljahlíð þar sem hún eyddi síðustu ævidögunum og fékk þar einstaklega góða umönnun. Á búskaparárum sínum á Akur- eyri starfaði María hjá verksmiðj- unni Gefjun auk þess sem hún sinnti húsmóðurstörfum og barnauppeldi. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur vann hún í veitingahúsinu Naustinu og Ingólfsapóteki en lengst af við matargerð, fyrst í eldhúsi Heilsu- verndarstöðvarinnar í Reykjavík til ársins 1980 og síðan sem matráðs- kona á leikskólanum Ösp út starfs- ævina. Hún hafði alla tíð áhuga á matargerð og prófaði nýjungar fram á síðustu ár. María tók virkan þátt í starfi Starfsstúlknafélagsins Sóknar og var ritari stjórnar í allmörg ár. Á efri árum eignaðist hún píanó, hóf nám í píanóleik og samdi nokkur lög sem lifa með fjölskyldunni. Verður eitt þeirra, Mitt faðir vor, við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk, leikið við út- förina. Útför Maríu Hólmfríðar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 28. júlí, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Grafarvogskirkjugarði. Meira: mbl.is/minningar f. 24.10. 1938, 11) Haf- dís, f. 9.7. 1942. María ólst upp í Fjörðum en fór ung að heiman til vinnu og vann sem vinnukona á bæjum í Höfðahverfi þar til hún giftist 25.10. 1941 Jóni Ragn- ari Thorarensen, f. 6.5. 1915, d. 29.1. 1982, síðar sparisjóðs- stjóra á Akureyri. Þau bjuggu á Akureyri til ársins 1964 að þau skildu. Börn Maríu og Jóns eru: 1) Bjarni Lúther, f. 14.9. 1946, vélvirki í Hrís- ey, kvæntur Sigríði Magnúsdóttur. Börn hans og Hugrúnar Sigurjóns- dóttur eru Stefán, f. 1968, Elvar, f. 1972, og Jónanna, f. 1973. 2) Smári, f. 8.3. 1948, kvæntur Steinunni Sig- urjónsdóttur. Börn þeirra eru: Vík- ingur Smári, f. 1966, Harpa, f. 1969, og Berglind, f. 1982. 3) Hallbjörg, f. 6.7. 1953, gift Óskari Elvari Guð- jónssyni. Börn þeirra eru: Þórir, f. 1976, Hallmar, f. 1979, d. 2004, og María, f. 1986. Langömmubörn Mar- íu eru 17 talsins. María fluttist suður til Reykjavík- ur 1964 og giftist 6.11. 1965 Þóri Í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín, María Jóhannes- dóttir frá Kaðalstöðum. Hún varð 89 ára og síðasta árið var henni strembið. Hún missti mann sinn, Þóri Daníels- son, í maí í fyrra og síðan hefur líf hennar verið hálfgert flakk milli sjúkrastofnana og heimilis og stöðug óvissa þar til í vor að hún fékk inni á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð þar sem hún naut frábærrar þjónustu til hinstu stundar. Þau bjuggu á Bergstaðastígnum þegar ég kynntist henni fyrir 40 árum. Þá eins og ævinlega var gaman að sitja með henni yfir kaffibolla og rabba um daginn og veginn. Hún fylgdist vel með þjóðmálum, naut þess að rifja upp æskuárin í Fjörðum og hafði gaman af því að segja frá ferða- lögum þeirra Þóris. Hún bar virðingu fyrir sínu samferðafólki og talaði vel um hvern mann. Hún var alvörugefin en gat vel brosað að gamansögum um náungann ef aðrir sögðu. Æskuheimilið að Kaðalstöðum í Fjörðum var henni alla tíð hugleikið. Þaðan átti hún aðeins fallegar minn- ingar. Þar voru engin vandamál, að- eins verkefni að vinna. Ég var með í för þegar hún kom þangað sumarið sem hún varð sjötug. Þá voru liðin 50 ár frá því hún leit æskustöðvarnar síð- ast augum. Og okkur ferðafélögum þótti sem hún hefði yngst um þau öll þegar hún hljóp brekkuna upp af bæj- arrústunum. Nokkrum árum síðar var efnt til fyrsta ættarmóts Kaðal- staðaættar en þau hafa verið haldin á 3 ára fresti síðan 1995. Það var henni kappsmál að sækja þau og sótti hún þau öll. Hún hafði ævinlega mikið samband við öll sín systkini og fylgd- ist vel með þeirra afkomendum. Matargerð lék í höndunum á henni Maríu. Hún gat eldað fínan mat „af fingrum fram“, en hún átti ekki að sama skapi auðvelt með að miðla af reynslu. Bæði var að hún vildi gera hlutina sjálf og eins það að uppskrift- irnar hennar voru ekki mjög nákvæm- ar. Hvað er annars hnefafylli af hveiti eða hjartasalt á hnífsoddi mikið? Hún var gjörn á að prófa nýjungar og bauð okkur oft í mat að smakka eitthvað nýtt sem hún hafði séð í blaði. Þegar hún var orðin of lasburða til að gera það sjálf ýtti hún uppskriftinni að dóttur sinni til þess að hún ynni úr henni. Það var ekki hátturinn hennar Maríu að biðja um hlutina. En stund- um stillti hún manni þannig upp að maður komst ekki hjá því að bjóðast til þess. María var heilsuhraust fram á efri ár ef undan er skilið kransæðakast sem hún fékk nokkru fyrir sextugt. Ég held hún hafi aldrei tekið veikinda- dag alla sína starfsævi. Síðustu 10 árin voru henni erfið. Árið 2003 yrkir hún þetta um sjálfa sig: Bogin og beygluð ég er, Bakið í rúst, því er verr. Öndunin treg, illa hún sér. Er þetta’ ekki nóg handa mér? En hún átti samt langt eftir og margar góðar stundir. Þau Þórir komust t.d. til Kaupmannahafnar vorið 2005 og nú í haust þegar Ísland hrundi sat hún heima í Asparfelli og las gömlu ástarbréfin sem Þórir sendi henni í tilhugalífinu og sagði okkur frá þeim tíma þegar hann gekk á eftir henni með grasið í skónum. En svo hrundi heilsan og hún kvaddi, södd lífdaga. Óskar Elvar Guðjónsson. Kæra amma. Það hefur verið erfitt að sitja hinum megin við hafið og heyra um það í gegnum síma hvernig heilsunni hrakaði síðustu mánuðina. Síðasta símtalið kom svo fyrir viku. Í maí síðastliðnum átti ég stutt stopp í Reykjavík og heimsótti þig tvisvar. Í bæði skiptin, þó svo þú værir orðin mjög lasburða, lifnaði yfir þér og þú gladdist mikið yfir komu minni. Þann- ig hefur það nefnilega alltaf verið, hvort sem liðu 2 dagar eða 2 mánuðir milli heimsókna. Ég kveð þig með söknuði en hugga mig við allar góðu minningarnar frá Asparfellinu. Það var alltaf hlýtt og gott að koma í heimsókn til ykkar afa. Þú í eldhús- inu að finna eitthvað handa mér að borða og afi í stofunni að leggja kapal. Ég mun nú aldrei komast að því hvernig þú lumaðir allaf á brúnni lag- köku (pakkaðri inn í plastfilmu og ál- pappír) í frystinum, allt árið um kring. Á síðustu árum er mér sérstak- lega minnisstæð heimsókn þín og afa til okkar fjölskyldunnar á Amager vorið 2005, þú 85 ára og afi ekki mikið yngri. Þar arkaðir þú um borgina þvera og endilanga með mig hlaup- andi á eftir með hjólastólinn sem þú auðvitað neitaðir að sitja í. Það verður undarlegt að koma nú í ágúst eftir 6 ár erlendis og vita að það er engin sem tekur á móti okkur fjöl- skyldunni í Asparfellinu. Hvíl í friði. Þórir Óskarsson, Kaupmannahöfn. Það er aldrei auðvelt að missa þá sem manni þykir vænst um og í tilfelli ömmu minnar var það mér sérstak- lega erfitt. Þessi hrausta, duglega og elskulega kona var búin að missa heilsuna smátt og smátt og í fyrra, þegar afi dó, viljann til að lifa. Að sjá það tók mjög á mig því hún var mér svo mikils virði. Ég leit alltaf upp til hennar enda var hún góð kona sem gerði allt vel og mikið rosalega þótti mér gott að koma til hennar og afa í Asparfellið. Hún hafði alltaf tíma fyrir mig og oft spiluðum við á spil eða píanóið, skoðuðum gamlar myndir eða sátum bara og spjölluðum yfir kaffibolla. Hún leyfði mér líka að hjálpa sér við hitt og þetta heimafyrir og þannig kenndi hún mér margt sem ég mun lengi búa að. Stundum fékk ég að gista og það þótti mér gaman. Þá dunduðum við okkur fram eftir kvöldi og bjuggum svo um mig á gólfinu fyr- ir neðan rúmið hennar og hún las fyr- ir mig Dísu ljósálf áður en ég fór að sofa. Það er eitt sem ég fæ frá henni og það er áhuginn á að elda og baka. Hún klippti ævinlega út uppskriftir úr blöðunum og límdi inn í bækur og ef það var eitthvað sem henni leist sér- staklega vel á þá bjó hún það til og bauð okkur í mat. Síðan ég man eftir mér höfum við amma bakað saman hálfmána, glaða munna, fyrir jólin. Fyrstu árin horfði ég bara á en tók meiri þátt eftir því sem ég eltist og núna seinustu árin sá ég um bakst- urinn. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara til hennar í byrjun desember og eyða með henni eftirmiðdegi þar sem við flöttum út og bökuðum dýr- indis hálfmána, uppáhalds kökurnar mínar. Hún vissi líka hvað mér fannst þeir góðir og oftar en ekki frysti hún nokkra og dró þá fram haustið eftir og við gæddum okkur á þeim. Þannig var hún amma, alltaf svo góð við allt og alla. Henni þótti mjög gaman að fara á kaffihús og seinasta skiptið sem við fórum saman var síðastliðið haust og við fórum á gamla uppáhaldsstaðinn okkar Tíu dropa. Ég mun aldrei gleyma hvað hún var ánægð. Hún var mér mikil fyrirmynd og ég mun sakna hennar sárt. Hún er farin til afa og Hallmars en ég mun vera hér og halda áfram að baka hálfmána fyrir jólin og hugsa til hennar með brosi á vör og þakklæti. María, ljósið hennar ömmu. María Hólmfríður Jóhannesdóttir ✝ Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, GUNNAR GUÐJÓNSSON húsasmíðameistari, Hrafnistu, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 25. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 31. júlí kl. 11.00. Gunnar Ómar Gunnarsson, Bjarndís Arnardóttir, Salome Huld Gunnarsdóttir, Guðmundur Arason, Ísabella Margrét Gunnarsdóttir, Emilía Sól Guðmundsdóttir, Patrekur Guðmundsson, Hulda Þorgeirsdóttir, Bjarni Guðjónsson, Guðjón Guðjónsson. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, BJÖRN HELGASON, Hæðargarði 24, sem lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, laugardaginn 25. júlí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 31. júlí kl. 13.00. Jóhanna Björg Hjaltadóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Margrét Ólöf Björnsdóttir, Kristján Þór Haraldsson, Helgi Björnsson, Haukur Björnsson, Annemarieke Gerlofs, Ásta Björg Björnsdóttir, Andrés Halldór Þórarinsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, MAGNÚS V. FRIÐRIKSSON, Kjarnalundi dvalarheimili, Akureyri, áður til heimilis að Hólum 15, Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju í dag, fimmtudaginn 30. júlí kl. 14.00. Friðrik Magnússon, Birna Svanbjörg Ingólfsdóttir, Helgi Magnússon, Þóra Björg Guðjónsdóttir, Ingveldur Hera Magnúsdóttir, Agnar Ásbjörn Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabarn, systkini og mágkona. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, bróðir og afi, JÓHANNES ESRA INGÓLFSSON, Esra í Lukku, Vestmannabraut 59, Vestmannaeyjum, lést fimmtudaginn 23. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin verður augýst síðar. Guðný Tórshamar, Ása Svanhvít Jóhannesdóttir, Andrés Þorsteinn Sigurðsson, Guðmundur Ingi Jóhannesson,Soffía Baldursdóttir, Ingólfur Jóhannesson, Fjóla Margrét Róbertsdóttir, Bryndís Jóhannesdóttir, Írena Dís Jóhannesdóttir Tórshamar, Eydís Tórshamar, Þórarinn Ólason, Helgi Tórshamar, Kristín Margrét Guðmundsdóttir, Finnbogi Eyvindur Þorsteinsson, Hjörtur Ásgeir Ingólfsson, Margrét Helgadóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir minn og bróðir, TÓMAS HAUKUR JÓHANNSSON, Hólmgarði 38, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 16. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki hjartadeildar Landspítalans fyrir góða umönnun. Andrés Tómasson, Kristín Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.