Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 19
Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2009 800 7000 • siminn.is E N N E M M /S ÍA /N M 38 49 4 Það er Lítil og fl ott LG fa rtölva með innb yggðu 3G netkorti – þú ferð á netið h var og h venær se m er! LG X12 0 fartöl va · Þyngd : 1,34 k g · Ending rafhlöðu : allt að 4 klst. ( í 3G no tkun) · 160 GB harður diskur · 1024 M B vinns luminni · 10.1"s kjár · 1,3 me gapixla vefmyn davél m eð hljóð nema Verð aðe ins: *Gegn 6 mánaða bindingu í 3G netl yklaáskr ift 2 eða 3. Fullt ver ð án bin dingar: 109.900 kr. Símalán og léttg reiðslur í allt að 12 mánu ði í boði .79.90 0 kr. * Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga árið 2009 Í samræmi við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda og ákvörðun vaxtabóta og barnabóta, á árinu 2009 er lokið á einstaklinga, sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla framangreindra laga. Álagning gjalda á lögaðila mun liggja fyrir síðar og verður auglýst sérstaklega. Álagningarskrár verða lagðar fram í öllum skattumdæmum fimmtudaginn 30. júlí 2009. Skrárnar liggja frammi til sýnis dagana 30. júlí til 13. ágúst 2009 (að báðum dögum meðtöldum) á skattstofu hvers skattumdæmis, hjá umboðsmanni skattstjóra eða á öðrum þeim stöðum í hverju sveitarfélagi sem sérstaklega hafa verið auglýstir. Álagningarseðlar er sýna álögð opinber gjöld 2009, þ.m.t. tryggingagjald, vaxtabætur og barnabætur hafa verið póstlagðir og/eða birtir á þjónustusíðu viðkomandi einstaklings á vef skattstjóra; skattur.is. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, sem tilkynnt hefur verið um með álagningarseðli 2009, þurfa að hafa borist skattstjóra eigi síðar en mánudaginn 31. ágúst n.k. 30. júlí 2009 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Rósa Helga Ingólfsdóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Hanna Björnsdóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Steinþór Haraldsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Góð frétt í kreppunni: Nú er hægt að spila golf ókeypis í höfuðstað Norð- urlands. GA hefur tekið í notkun lít- inn golfvöll norðan Jaðarsvallar, þar sem allir geta prófað þessa skemmti- legu íþrótt án þess að greiða fyrir.    Nýi völlurinn er opinn öllum áhuga- sömum um golfíþróttina, hvort sem þeir eru í klúbbnum eður ei. For- ráðamenn GA segjast vilja leggja sitt af mörkum í því árferði sem nú ríkir og koma til móts við þá sem ekki eru í klúbbnum en langar að prófa íþrótt- ina – ekki síst þá sem treysta sér ekki strax á 18 holu völl.    Starfsmönnum Íþróttafélagsins Þórs brá í brún á mánudagskvöldið þegar í ljós kom að skemmdir höfðu verið unnar í einum búningsklef- anum í nýju stúkunni á félagssvæð- inu. Ég er miklu frekar dapur en reiður, segir Sigfús Helgason, for- maður og framkvæmdastjóri félags- ins.    Ekki eru nema fáeinir dagar síðan mannvirkið var formlega tekið í notk- un. Sigfús segir greinilega ekki um óhapp að ræða; eggvopn hafi greini- lega verið notað og töluvert á sig lagt til þess að vinna skemmdirnar.    Skemmtileg ljósmyndasýning verður opnuð í miðbænum fyrir helgi. Hvernig leistu út nítján hundruð sjö- tíu og eitthvað? er hún kölluð og mér er sagt að þar kenni margra grasa. Sjá má mörg andlit, þó ekki mitt. Gleymdi að senda mynd. Er líka hér að ofan og hef ekkert breyst síðan sjötíu og eitthvað...    Hlynur Hallsson er umdeildur lista- maður og vill vera það. Kann að búa til verk sem vekja viðbrögð.    Fyrir nokkrum árum gerði Hlynur margan Texasbúann brjálaðan með listaverki sem hann sýndi í smábæn- um Marfa og nú hefur listaverki á Akureyri – fána Evrópusambands- ins, sem hann setti upp í hólma í tjörninni við Drottningarbraut – ver- ið stolið nokkrum sinnum!    Fánanum/listaverkinu var skilað eft- ir síðasta stuld og með fylgdi bréf þar sem Hlynur er sakaður um að reka áróður fyrir Evrópusambandsaðild. Hann er hins vegar félagi í VG og andvígur aðild en vill umræðu um málið og hefur náð því takmarki.    Verkið í Marfa um árið voru orð mál- uð á vegg; m.a. þessi: George W. Bush er hálfviti og George W. Bush er góður leiðtogi. Bush var þá forseti Bandaríkjanna en hann var áður rík- isstjóri í Texas.    Hátíðin Ein með öllu og allt undir verður haldin á Akureyri um helgina. Tilraun var gerð með slíka fjölskylduhátíð í fyrra og tókst prýð- isvel. Stemningin var góð, rauðkál undir mörgum pylsum og fáir drukknir „aðkomuunglingar“ á ferli.    Eitt af því sem heillar nú er hlöðuball í Dynheimum annað kvöld frá klukk- an tíu til miðnættis og í framhaldinu dansleikur á Oddvitanum, en á báð- um stöðum sjá gamlir diskótekarar úr Dynheimum um músíkina; náung- arnir á myndinni efst á síðunni.    Hlöðuballið þótti takast gríðarlega vel í fyrra. Fólk er hvatt til að taka börnin með þangað en á Oddvitanum er aldurstakmarkið 30 ár.    Tónleikar hjá Friðriki V annað kvöld eru líka spennandi. Verst að þeir eru á sama tíma og hlöðuballið; Hjörleif- ur Valsson fiðluleikari og rússneski harmonikkuleikarinn Vadim Fedo- rov leika af fingrum fram í veislusal Friðriks og þar er frítt inn.    Svona mætti lengi telja. Nánar um dagskrána á www.einmedollu.is.    Að endingu er það svo helgarveðrið. Ah, plássið búið... skapti@mbl.is Diskó Pétur Guðjónsson, Hólmar Svansson, Sigurður Rúnar Marinósson, Þórhallur Jónsson og Davíð Rúnar Gunnarsson með gömlu plöturnar. Skapti Hallgrímsson AKUREYRI Hvernig? Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, leit svona út nítján hundruð sjötíu og eitthvað … Pétur Stefánsson er jafnan uppá-tækjasamur í yrkingum sínum: Til sambands við stúlku ég stofnaði, sem stirðnaði óðar og rofnaði, því alltaf á kvöldin er ástin tók völdin hún örmagna undir mér sofnaði. Það er siður limrusmiða að skapa persónur, sem eiga sér stundum fyrirmynd í veruleikanum, stund- um ekki. Hallmundur Kristinsson bregður á leik: Smiðurinn góði frá Grýtubakka gerði sér dýrindis pítubakka, sem nokkuð var hreinn uns náungi einn notaði hann fyrir spýtubakka. Hjálmar Freysteinsson bætti við: Smiðnum góða frá Grýtubakka gjafmildina ég hlýt að þakka. Hann áði hjá mér, eftir það er ég önnum kafin að snýta krakka. Og Hjálmar lét þessi orð fylgja: „Þetta hlýtur einhver kona að hafa ort!“ VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af smiði og stúlku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.