Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2009 HHH „Þessi spræka og fjölskylduvæna bandaríska teikni- mynd er sú þriðja í röðinni og sú besta þeirra“ - Ó.H.T. , Rás 2 PUNGINN ÚT „Á ÉG AÐ GÆTA SYSTUR MINNAR“ abigai l bresl in cameron diaz FRÁ LEIKSTJÓRA „THE NOTEBOOK“ Byggð á metsölubók Jodi Picault sem farið hefur sigurför um heiminn HHH „þessi fallega og átakanlega kvikmynd hlýjar manni bæði um hjartaræturnar og rífur í þær” - Ó. Þ. I., Kvikmyndir.com Stórskemmtileg sumarmynd uppfull af gáskafullum atriðum og grófum húmor. Áhrifarík og átakanleg mynd sem skilur engan eftir ósnortinn. HHH „Hágæða mystería - pottþétt handrit - frábær mynd“ -D.Ö.J., kvikmyndir.com HHHH „Þrælvelheppnuð yfirfærsla viðburðaríkrar og magnaðrar glæpasögu á hvíta tjaldið. Varla hægt að gera þetta betur ... áleitin og ögrandi spennumynd.” -Þ.Þ., DV HHH „...ótrúlega vel unnin, vel leikin, spennandi ... brjáluð meðmæli.” -T.V., kvikmyndir.is BYGGÐ Á METSÖLUBÓK STIEG LARSSON „Fantagóð, kuldaleg sænsk glæpahrollvekja... Saga sem rífur mann í sig. Myndin gefur bókinni ekkert eftir“ -F.E. Morgunvaktin á Rás 2. HHHH „Karlar sem hata konur er hrein snilld, maður getur varla beðið eftirframhaldinu.” - S.V., MBL HHHH „Það er ekki að ástæðulausu að þetta er vinsælasta mynd ársins á Norðurlöndunum.” - V.J.V., FBL HHHH „Stórfengleg ...Verk sem dúndrar í höfði manns á eftir, lengi, og vekur áframhaldandi hugsanakeðjur” - Ó.H.T., Rás 2 HHHH „mögnuð mynd, sem stingur mann illa og strýkur manni blíðlega á víxl, það er ekki dauður punktur í henni” - Heimir og Gulli / Bítið á Bylgjunni Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt stórleikurunum Shia LaBeouf og John Torturo ásamt kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox kemur FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ, BORGARBÍÓ OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓ Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ, BORGARBÍÓ OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ, BORGARBÍÓ OG REGNBOGANUM Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBOGANU M 750kr. SÝND Í SMÁRABÍÓ Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 B.i.16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 6 LEYFÐ My Sister‘s Keeper kl. 8 B.i.12 ára Lesbian Vampire Killers kl. 10 B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 6 - 7:30 - 9 - 10:30 B.i.16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 5:50 LEYFÐ District 13 kl. 8 - 10:10 B.i.14 ára My Sister‘s Keeper kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára Karlar sem hata konur kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 10 750kr. B.i.16 ára Ice Age 3 (enskt tal) kl. 5:50 - 8 750kr. LEYFÐ My Sister‘s keeper kl. 5:40 - 8 750kr. B.i.12 ára Angels and Demons kl. 10:10 750kr. B.i.14 ára The Hurt Locker kl. 10:20 750kr. B.i.16 ára Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is SVIÐSLISTAHÁTÍÐIN artFart verður haldin í fjórða sinn dagana 1.- 31. ágúst. artFart er vettvangur fyr- ir tilrauna- mennsku ungs listafólks með ný- sköpun í íslenskri sviðslist að mark- miði. „Það var árið 2006 sem nokkrir skapandi sum- arhópar hjá Hinu húsinu tóku sig saman og sýndu verk í Ó. Johnson & Kaaber-verksmiðjunni og var það upphafið að artFart. Við vildum halda því áfram enda áhugi meðal ungra sviðslistamanna að búa til verk og vera með,“ segir Ásgerður G. Gunnarsdóttir sem er í undirbún- ingsnefnd artFart ásamt Sigurði Arent Jónssyni, Hannesi Óla Ágústssyni og Örnu Ýr Sævars- dóttur. „Það sem er svo skemmtilegt við artFart er að hún hefur aldrei verið eins og við viljum hafa hana sí- breytilega. Núna í ár er hátíðin orðin að einhverri sprengju með 25 verk og um 130 þátttakendur,“ segir Ás- gerður. Vinnustofa og málþing Í ár tekur hátíðin á móti fjórum sýningum frá Bretlandi sem er ný- næmi. „Þetta eru hópar sem eru blandaðir af Bretum og Íslendingum sem eru að læra eða hafa lært leiklist í Bretlandi. Við erum sérstaklega ánægð með að fá sýninguna The Destruction of Experience: Klamm’s Dream sem Guðmundur Ingi Þor- valdsson leikur í. Verkinu er leik- stýrt af Mitcha Twitchin sem er einn af framsæknustu leiklistarmönnum Bretlands, hann kemur hingað til lands og tekur þátt í málþingi á veg- um artFart. Að þeir hafi sýnt hátíð- inni áhuga sýnir að hún er að festa sig í sessi meðal framsækinna sviðs- listamanna,“ segir Ásgerður. Margt verður í boði á hátíðinni, m.a. málþing um leiklistarformið sem Snorri Ásmundsson og Gjörn- ingaklúbburinn taka þátt í, auk spunakvölds og vinnustofu sem stýrt verður af Bottlefed Ensemble. Hátíð með Innipúkanum Hátíðin mun hafa aðstöðu í nýju leikhúsi í miðbæ Reykjavíkur, Leik- hús-Batteríinu sem er fyrir ofan skemmtistaðinn Batteríið í Hafn- arstræti, en einnig verða sýningar víðs vegar um höfuðborgarsvæðið, t.d í Saltfélaginu, Austurbæ, Hafn- arfjarðarleikhúsinu, Iðnó og á heim- ilum á Reykjavíkursvæðinu. Opnunarhátíð artFart fer fram á laugardaginn og verður haldin í porti Batterísins í tengslum við tónlistarhátíðina Innipúkann. „Við ákváðum að slá saman í eitt alls- herjar húllumhæ og það verður boð- ið upp á grill og leiki í boði leikhóps- ins The Fiasco Division frá London,“ segir Ásgerður sem er bjartsýn á framtíð artFart. „Það væri frábært ef hún yrði að al- þjóðlegri sviðslistahátíð eftir nokk- ur ár, miðað við áhugann sem hún fær í ár væri draumur að byggja hana enn frekar upp og gera stærri.“ Framsækin sviðslistahátíð  ArtFart fer fram í fjórða sinn í ágúst  Ungir sviðslistamenn sýna 25 verk Ásgerður G. Gunnarsdóttir Superhero Frenzy Ofurhetjuleikur sem fer fram á opnunardaginn. Bæklingur með dagskrá artFart er kominn út en einnig er hægt að sjá dagskrána á www.artfart.is. Miðstöð artFart í ár er Leikhús- Batteríið sem er nýtt leikhús í miðbæ Reykjavíkur, staðsett fyrir ofan skemmtistaðinn Batt- eríið. Það eru Björn Elvar Sigmars- son, Íris Stefanía Skúladóttir, Arnar Ingvarsson og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson sem standa að leikhúsinu sem ætl- að er fyrir atvinnuleikhópa. „Eftir að við unnum öll sam- an á Listahátíð í Orbis Terræ – ORA ákváðum við að fara út í að stofna leikhús,“ segir Íris. „Það kraumar af þörf fyrir hús- næði, það eru svo margir leik- hópar starfandi og það vantar húsnæði fyrir spennandi verk- efni. Okkar aðalstefna er að leigja rýmið ódýrt og hafa miðaverð lágt.“ Tvær sýningar verða frum- sýndar í Leikhús-Batteríinu í september. Önnur í leikstjórn Guðjóns Þorsteins Pálm- arssonar og hin í leikstjórn Friðgeirs Einarssonar. „Til viðbótar verða þrjár aðr- ar sýningar í september frá hópum sem leigja rýmið,“ segir Íris. Heimasíða leikhússins er: www.leikhusbatteri.wordpress.- com Leikhús-Batteríið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.