Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2009 ÚTSALA ÚTSALAN Í FULLUM GANGI Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is „ÉG held að öllum eigi að vera heild- arsamhengi hlutanna nokkuð ljóst. Það sem er víst er það, að af okkar hálfu hefur tekist að ná öllu fram og gera allt það sem til var ætlast af okkur. Ég held að ég geti fullyrt það, að það er samkomulag milli okkar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að við höfum náð að koma öllum hlutum á þann stað sem ætlast var til og hugsað var sem forsendur þess að endurskoðun gæti farið fram,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra, inntur eftir því hvort það, að ekki sé búið að afgreiða Ice- save á Alþingi, tefji afgreiðslu lána hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). Fulltrúi sjóðsins hér á landi, Fra- nek Rozwadowski var ekki tilbúinn til að staðfesta neitt í gær og segir niðurstöðu vonandi að vænta síðar í vikunni. Haft var eftir honum í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag að málið hangi á því að gengið sé frá lánsloforðum Norðurlandanna. „Í lánasamningnum sjálfum við Norðurlönd eru ekki ákvæði sem tengjast Icesave en hins vegar lögðu samningamenn Norðurlanda ríka áherslu á það frá upphafi að þeir teldu mikils um vert að Íslendingar virtu sínar alþjóðlegu skuldbind- ingar, einkum gagnvart innstæðu- tryggingum,“ segir Jón Sigurðsson, formaður samninganefndar Íslands gagnvart Norðurlöndunum. Sama svar fékkst hjá norsku og sænsku fjármálaráðuneytunum. Norrænu lánasamningarnir Þegar samið var við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn var gert samkomulag við Norðurlönd, Rússland og Pól- land um lánsfjármögnun. Skrifað var undir lánasamninga milli Íslands og Danmerkur, Finnlands og Sví- þjóðar og milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Noregs hinn 1. júlí sl. Nemur lánsfjárhæðin samanlagt tæpum 1,8 milljörðum evra. Voru lánin sögð veitt í tengslum við og til þess að styðja samstarf Íslands og IMF í efnahagsumbótum og til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Íslands. Lánin hafa enn ekki verið borguð út en samið var um að þau yrðu borguð út í fjórum jöfnum hlutum, sem haldast í hendur við að IMF samþykki fjórar fyrstu endurskoð- anir á efnahagshagsáætlun Íslands. Má nú telja ólíklegt að endurskoðun áætlunarinnar fari fram fyrr en í lok ágúst vegna leyfa hjá IMF Lántökur og lánsloforð Norrænu lánin voru veitt með því skilyrði að Ísland virti alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þar með talið innstæðutryggingar eins og áður hefur komið fram. Krafist var þátt- töku þeirra landa sem eiga mestra fjárhagslegra hagsmuna að gæta en þar skiptu væntanlega Icesave- samningar við Breta og Hollendinga miklu máli. Þá er afgreiðslan einnig háð endurmati IMF sem fyrr segir. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa verið tekin lán upp á um 1.200 millj- arða króna. Mismunandi er hvort þau lán sem tekin voru í kjölfar efnahagshruns- ins bera fasta eða breytilega vexti en reynt var að taka stöðu á vöxt- unum eins og þeir eru núna. Til langs tíma ætti niðurstaðan af breytilegum og föstum vöxtum að geta verið svipuð. Norrænu lánin eru afborgunarlaus fyrstu fimm árin en greiddir eru vextir af þeim árs- fjórðungslega. Bæði Rússar og Pólverjar veittu í lok síðasta árs fyrirheit um að veita lán í samstarfi við IMF til eflingar efnahagsáætlunar Íslands. Hafði verið rætt um 500 milljóna dala lán frá Rússum. Samningaviðræður standa nú yfir við Pólverja. Lánið stoppar á Icesave  Telja má ólíklegt að af fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði á mánudag  Skil- yrði í norrænum lánasamningi um að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar Óvissa virðist enn ríkja um það hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) muni taka mál Íslands fyrir á fundi á mánudag og afgreiði þar með fyrstu greiðslu af átta úr seinni úhlutun lánsins. Upphaflegt samkomulag IMF og ís- lenskra stjórnvalda gerði ráð fyrir um 830 milljóna dala greiðslu sem kom inn í lok nóvember á síðasta ári. Greiða átti afganginn af upp- haflegu 2.100 milljóna dala láni ársfjórðungslega. Greiðsla upp á 155 milljónir dala bíður því enn þess, að sjóðurinn endurmeti efnahagsáætlun sem gerð var með íslenskum stjórnvöldum. Í fyrsta lagi þarf stöðugleika í efnahagsmálum en ríkisstjórnin hefur nýlega kynnt bæði stöðug- leikasáttmála og aukinn niður- skurð til að halda sig innan áætl- unar. Þá var gert skilyrði um endurreisn bankanna en þar hafa einnig verið kynntar leiðir til end- urfjármögnunar. Þá þarf að liggja fyrir hvernig skuli afnema gjald- eyrishöft í þrepum. Að síðustu er það fjármögnun lánsins frá IMF, þar sem samið hef- ur verið við Norðurlöndin. Þar er hins vegar steytt á því að Íslend- ingar virði alþjóðlegar skuldbind- ingar – væntanlega Icesave. Skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ATVINNULEYSISBÆTUR verða næst greiddar út þriðjudaginn 4. ágúst, en mánudagur er frídagur verslunarmanna. Að sögn Líneyjar Árnadóttur, forstöðukonu Greiðslustofu at- vinnuleysistrygginga á Skaga- strönd, verða um tveir milljarðar króna greiddir út að þessu sinni og átti hún von á að endanleg upphæð yrði ívið lægri en við síðustu út- borgun. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vinnumálastofnunar voru 16.540 manns á atvinnuleys- isskrá í gær. Morgunblaðið/Golli Greitt eftir versl- unarmannahelgi GREINST hafa 12 ný tilfelli inflú- ensunnar A (H1N1) og þar með eru staðfest tilfelli orðin alls 46 á Ís- landi frá því í maímánuði. Þeir sem síðast greindust eru á aldrinum 14-56 ára. Einn er erlend- ur ferðamaður, hitt Íslendingar sem annaðhvort komu erlendis frá eða smituðust hér heima. Enginn veiktist alvarlega og allir eru á batavegi. Engin áform eru uppi um að reisa skorður við samkomuhaldi af neinu tagi. Að óbreyttu hefst skólastarf í landinu með eðlilegum hætti í lok sumars. Greinst hafa 12 ný tilfelli af inflúensu LÖGREGLAN verður með öfl- ugt eftirlit um helgina. Þjóð- vega- og hálend- iseftirliti verður m.a. sinnt úr þyrlu Landhelg- isgæslunnar. Sérstök áhersla verður lögð á hraðamælingar, sýni- legt eftirlit á hættulegum veg- arköflum og á þeim svæðum þar sem talið er að mestur fólksfjöldi verði. Einnig verður lögð áhersla á eftirlit með akstri undir áhrifum áfengis og vímuefna. Öflug löggæsla verður um helgina                    ! " #$ %  &  '    (() *$  $ !  + , '     '     -.  '            $    $    $ /00              1  1  $    23 43 23!$   5 &!* 467#4886 43'   &!    )     9   4:1 ! ,        Franek Rozwadowski Jón Sigurðsson Steingrímur J. Sigfússon Ákvörðun Það eru þingmenn Alþingis sem greiða atkvæði um Icesave. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is NÆSTA laugardag, fyrsta ágúst, tekur gildi launalækkun hjá skrif- stofustjórum, samkvæmt ákvörðun kjararáðs frá því í gær. Skrifstofustjórum er samkvæmt þessu skipt í þrjá flokka. Þá sem eru staðgenglar ráðuneytisstjóra, með tæpar 660.000 krónur á mánuði, þá sem stýra skrifstofum og heyra beint undir ráðuneytisstjóra, með um 638.000 krónur á mánuði og að lokum þá sem ekki stýra skrifstofum og heyra undir annan skrifstofu- stjóra eða sviðsstjóra, með um 617.000 krónur á mánuði. Lækka mismikið eftir fólki Launin eru miðuð við fullt starf og þannig ákveðin að ekki komi til frek- ari greiðslna nema það sé sérstak- lega ákveðið. Að sögn Guðrúnar Zoëga, formanns kjararáðs, þýðir þetta að laun skrifstofustjóra lækka almennt um fimm til átta prósent, þótt frávik frá því geti verið í báðar áttir, enda störf mismunandi skrif- stofustjóra ólík. Athygli vekur að sumir þeirra skuli ekki stýra skrifstofum, eins og starfsheitið gefur til kynna. Skrif- stofustjórar eru hátt í níutíu talsins, en sjö þeirra stýra ekki skrifstofum. Tvöfalt lag af stjórnendum Við undirbúning ákvörðunarinnar fékk kjararáð bréf frá 48 þeirra, þar sem margir lýstu skoðun á kjörum sínum almennt og skipulagi ráðu- neyta. Þar kom fram sú skoðun að skrifstofustjórar væru óþarflega margir og skrifstofur of litlar. „Virtist ástæða fjölgunar skrif- stofustjóra vera launalegs eðlis frek- ar en skipulagsleg nauðsyn. Til að koma betri stýringu á starfsemi ráðuneyta hefðu sum ráðuneytin tekið það til bragðs að setja upp starf sviðsstjóra sem væri stjórn- unarlega ábyrgur fyrir fleiri en einni skrifstofu,“ segir í forsendum ákvörðunarinnar. Það samrýmist ekki lögum um Stjórnarráð Íslands. Launalækkunin 5-8%  Sjö skrifstofustjórar Stjórnarráðsins stýra ekki skrifstofum  Fjölgar af launaástæðum en ekki af skipulagslegri nauðsyn Í HNOTSKURN »Með lögum frá desember2007 var kjararáði falið að ákveða laun skrifstofustjóra. » Í ágúst 2008 ákvað kjara-ráð almenna launahækk- un, sem náði þó ekki til skrif- stofustjóra. » Í febrúar 2009 ákvað það5-15% launalækkun emb- ættismanna annarra en skrif- stofustjóra og dómara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.