Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 37
Menning 37FÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2009  Töluvert hefur verið fjallað um meint andlát hljómsveitarinnar Dy- namo Fog í fjölmiðlum og um dag- inn birtist frétt á Monitor.is þar sem sveitin var sögð öll. Nú hefur Monitor dregið fréttina til baka en staðfest að Axel bassaleikari sé hins vegar hættur í sveitinni. Meðlimum Dynamo Fog fækkar um einn Fólk HÖFUÐBORGARBÚAR og nærsveitamenn geta skellt sér á fjölskyldutónleika með Stuðmönnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á sunnudag- inn. Þetta er sjötta sinn sem Stuðmenn koma fram í Laugardalnum um verslunarmannahelg- ina og í ár verður norðlenska hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir meðal gesta þeirra. Dagskráin hefst kl. 14, en þá munu Skoppa og Skrýtla og Lúsí og Bakari Svakari bregða á leik áður en Stefán Karl stígur á svið. Er Ljótu hálf- vitarnir hafa lokið leik sínum, um kl. 15, er kom- ið að Stuðmönnum sem koma fram ásamt Eyþóri Inga og Stefaníu Svavarsdóttur. Kynnir er Val- geir Guðjónsson sem verður með sérstakt tón- listarinnlegg auk þess að leika með sínum gömlu félögum. „Þessi hátíð er voðalega þægileg, þú getur far- ið heim til þín og svo finnst mér Reykjavík um verslunarmannahelgi dásamlegur staður, þá grisjast burtu dálítið af fólki og eftir situr rjóm- inn,“ segir Valgeir Guðjónsson í gamansömum tón spurður hvers vegna hljómsveitin heldur sig í Laugardalnum um verslunarmannahelgar. „Spáin er góð og þetta verður falleg útihátíð í borg. Stuðmenn höfða til mjög breiðs aldurshóps og svo verða þarna önnur atriði sem höfða til yngra fólks. Þetta tekur aðeins eftirmiðdaginn og fólk getur farið á útihátíð áður en það fer að úða í sig pönnukökum,“ segir Valgeir sem er höfundur nýjasta Stuðmannalagsins, „Ruglsins“. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og er forsala hafin í Húsdýragarðinum. ingveldur@mbl.is Stuðmenn meðal húsdýra um helgina Stuðmenn Valgeir ásamt söngkonunni Stefaníu.  Fylgifiskar kreppunnar eru margvíslegir og fæstir okkur til góða. Þó er það svo að klassískir hljóðfæraleikarar á Íslandi eru farnir að sjá tækifæri í lágu gengi krónunnar og telja nú margir þeirra að Ísland sé orðið álitlegur kostur fyrir upptökur á kvik- myndatónlist og/eða hljómsveit- arupptökum fyrir erlenda lista- menn. Hingað til hefur Búlgaría verið framarlega í þessum bransa og til dæmis má nefna að Barði og Þorvaldur Bjarni hafa báðir leitað þangað með sína tónlist. Hefur nú heyrst að mismunandi hópar klass- ískra hljóðfæraleikara íhugi að auglýsa sig á erlendum vettvangi og hver veit nema tónlistin í stærstu kvikmyndum næstu ára verði tekin upp hér á landi. Hljóðfæraleikarar sjá tækifæri í kreppunni  Von er á nýrri plötu frá mynd- og tónlistarmanninum Agli Sæ- björnssyni, Singer in Berlin, en níu ár eru frá því að platan Tonk of the Lawn kom út. Nýja platan mun vera þrælgóð og segja þeir sem hana hafa heyrt að hún sé án efa með bestu plötum ársins 2009. Egill Sæbjörns með nýja plötu Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG heillaðist af Tíma nornarinnar vegna þess að sagan er ekki hefðbundinn lögguþriller, held- ur fjallar hún um blaðamann og samskipti hans við fólkið í umhverfi sínu,“ segir kvikmynda- gerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson sem ætlar að gera sjónvarpsþætti sem byggðir eru á hinni vinsælu bók Árna Þórarinssonar, Tíma nornarinnar. „Bókin veitir bæði gagnrýna og húmoríska innsýn í íslenskt samfélag og þróun þess, og býður að auki upp á skemmtilega kar- aktera og fjölbreytta spennufléttu. Þetta er því nýtt form fyrir mig að kljást við. Sagan gerist líka á Akureyri þannig að þessi sjónvarpssería verður töluvert öðruvísi en aðrar seríur sem hér hafa verið gerðar,“ segir Friðrik. Samfélagslýsing og krimmi Um fjóra fimmtíu mínútna langa þætti verður að ræða, og verða þeir sýndir í Ríkissjónvarp- inu. Árni skrifar handritið að þáttunum sjálfur, en það var hins vegar Friðrik Þór sem fékk þá hugmynd að gera sjónvarpsþætti upp úr bók- inni. „Það var mér mikið gleðiefni þegar Friðrik Þór hafði samband í fyrra, lýsti áhuga á þessu verkefni og bað mig að skrifa handritið, sem er nokkurn veginn tilbúið,“ segir Árni. „Það er ekki endilega auðvelt að flytja jafn breiða sögu og Tíma nornarinnar yfir í sjón- varpshandrit, en við tókum þá ákvörðun að vera sögunni trúir og breyta ekki eðli hennar eða flytja nær dæmigerðum formúlukrimma. Tími nornarinnar er samfélagslýsing og krimmi og báðum þeim „elementum“ vildum við halda. Það verður spennandi að sjá hvaða tökum Friðrik Þór tekur þetta form. Hann hefur einstakt auga og tilfinningu fyrir myndmáli, samspili fólks og umhverfis. En þetta er í fyrsta skipti sem hann fæst við eitthvað í líkingu við krimma,“ segir Árni. 20 þúsund eintök í Frakklandi Eins og áður segir verða þættirnir sýndir í Ríkissjónvarpinu, sem kemur einnig að fjár- mögnun þáttanna ásamt Kvikmyndamiðstöð Ís- lands. Frekari fjármögnun stendur nú yfir, en líkur eru á að hún verði samevrópsk. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þættirnir fara í tökur en ráðgert að það verði öðru hvoru megin við áramótin. Tími nornarinnar var annar krimminn sem til- nefndur hefur verið til Íslensku bókmenntaverð- launanna (2005) og hefur útgáfurétturinn verið seldur til um 15 landa. Þar sem bókin hefur kom- ið út hefur hún fengið afbragðs viðtökur og dóma og hefur meðal annars selst í um 20 þúsund ein- tökum í Frakklandi. Tími nornarinnar kominn  Friðrik Þór gerir sjónvarpsþætti sem byggðir eru á bók Árna Þórarinssonar, Tíma nornarinnar  „Nýtt form fyrir mig að kljást við,“ segir leikstjórinn Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Leikstjórinn og höfundurinn „Það verður spennandi að sjá hvaða tökum Friðrik Þór tekur þetta form,“ segir Árni um aðkomu leikstjórans góðkunna. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „MÉR finnst bara svo gaman að segja já við allri skemmtilegri mús- ík,“ segir trommuleikarinn Magnús Tryggvason sem hefur líklega meira að gera en flestir aðrir tónlistarmenn nú um versl- unarmannahelgina. Magnús mun nefnilega spila með hvorki fleiri né færri en sex hljómsveitum á tón- listarhátíðinni Innipúkanum sem fram fer á Sódómu og Batteríinu í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Sveitirnar sem um ræðir eru Seabear, Borko, Sin Fang Bous, K- Tríó, Sigríður Thorlacius og Heið- urspiltar og Amiina, Kippi og Maggi. Aðspurður segist Magnús þó ekki vera formlegur meðlimur í öll- um þessum sveitum. „Ætli ég sé ekki alveg pikkfastur í K-Tríóinu, þessu Amiinu-batteríi og því sem ég er að gera með Siggu og Heið- urspiltunum,“ segir Magnús og bætir því við að það sé ekkert sér- staklega mikið álag að vera í svona mörgum hljómsveitum. „Það er nú bara aðallega mikið stuð,“ segir hann. En hver þessara sex hljómsveita er best að mati Magnúsar? „Ég ætla ekki að segja orð um það,“ svarar hann og hlær. Og hvort hann sé tilbúinn til þess að bæta fleiri hljómsveitum á listann segir Magnús það afar ólíklegt. „Ég myndi sennilega segja nei við því, þetta er orðið ágætt.“ Magnús er þó í að minnsta kosti einni hljómsveit í viðbót, hljóm- sveitinni ADHD 800 með þeim Óskari og Ómari Guðjónssonum. Trommari spilar með sex sveitum á Innipúkanum Ljósmynd/Matthías Árni Ingimarsson Upptekinn maður Magnús lemur húðir af miklum móð um helgina. Magnús Tryggvason hefur í nógu að snúast um helgina Í Tíma nornarinnar er Einar blaðamaður á Síðdegisblaðinu sendur norður til Akureyrar þar sem hann þarf að byrja nýtt líf, fjarri glaumi höfuðborgarlífsins. Blaðið hyggst hefja sókn á landsbyggðinni og er Einari ætl- að að afla frétta af þeim samfélagsbreyt- ingum sem yfir hana ganga. Einari lýst miður vel á verkefnið, en áður en hann veit af hefur „fásinnið“ vikið til hliðar. Miðaldra kona fell- ur útbyrðis í flúðasiglingu niður Jökulsá vestari og hlýtur bana af. Öldruð móðir henn- ar neitar að trúa því að um slys hafi verið að ræða. Ungur menntaskólanemi, sem leikur titilhlutverkið í uppfærslu leikfélags MA á Galdra Lofti, hverfur svo sporlaust. Banaslys og mannshvarf Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.