Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 20
20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2009 Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Í dag hefði engum lifandi manni dottið í hug að sökkva þessu í vatn,“ segir Stefán Þorláksson sem býr í Fljót- unum í Skagafirði. Með þessum orðum vísar hann til þess er Skeiðsfoss í Fljótunum var virkjaður fyrir margt löngu, en Skeiðsfoss- virkjun er með elstu virkjunum á landinu, byggð á fimmta áratug síð- ustu aldar. Stefán er fæddur hinn 30. júlí árið 1923 og fagnar þess vegna 86 ára af- mæli í dag. Hann var einn af þrettán systkinum en tíu komust upp. Allan sinn aldur hefur hann alið í Fljót- unum. Vatnið sem myndaðist við gerð Skeiðsfossvirkjunar heitir Stífluvatn og verður merkilegt að teljast að allt umhverfið hefur alla tíð verið kennt við stíflu. Dalurinn sem fór undir vatn hét Stífla og hólar sem marka af dalinn bera nafnið Stífluhólar. Dal- urinn þar fyrir framan gengur undir nafninu Stífludalur. Fljótaá rennur í gegnum Stífludal út í Miklavatn og þaðan í Atlantshafið sjálft. „Þá virkjuðu þeir Skeiðsfoss“ Stefán fæddist á á Gautastöðum í Stíflu og bjó þar til 23 ára aldurs. „Þá virkjuðu þeir Skeiðsfoss,“ segir hann, „og allt fór undir vatn þarna hjá okk- ur.“ Þegar virkjað var fékk fjölskylda Stefáns land úr Barðslandi og byggði þar Gautland árið 1946. Gautland er alveg niðri við Miklavatn og þar býr Stefán enn þá. Hann hefur verið einn á bænum í ein þrjátíu ár. „Það var borgað bara fyrir með peningum,“ svarar hann spurningunni hvort þau hafi fengið Gautland í bætur fyrir Gautastaði. „Þetta var náttúrlega ekki neitt neitt þá. Ef ég man rétt fengum við tuttugu þúsund krónur, það var nú ekki meira en það.“ Gautastaði kveður Stefán hafa verið nokkuð stóra jörð, tvíbýli alla tíð. Sjö jarðir fóru undir vatn þegar Skeiðsfoss var virkjaður og Stíflu- vatn myndaðist. „Það var engin sátt um þetta, fólk var mjög óánægt, en í þá daga var tekið eignarnámi. Það þýddi ekki að segja neitt, þetta var einfaldlega tekið af fólki,“ segir Stef- án og bætir við að landið sem fór undir vatn hafi verið ákaflega fallegt, hnykkir á að engum myndi detta þessi gjörningur í hug núna. Hann segir fjöllin auðvitað ekki hafa breyst þó að undirlendið færi undir vatn en þau séu bara svipur hjá sjón. „Að fá bara vatn í staðinn fyrir iðjagræn starlendi og ána sem liðaðist um …“ segir hann, þagnar við og horfir út í fjarskann. Stefán er með ýmsar myndir á veggjum hjá sér, rétt eins og gengur og gerist, og sýnir blaðamanni dýr- gripina. Hann stoppar fyrir framan gamla blaðagrein í myndaramma uppi á vegg. „Ég byrjaði, skal ég segja þér, hjá Vegagerðinni 11 ára gamall,“ segir hann. Í blaðagreininni er einmitt sagt frá því. „Sérðu hérna,“ segir hann og bendir á mynd- ina. „Ég byrjaði sem kúskur. Þá voru altso bara kerruhestar tengdir við kerrurnar og mokað upp í þær. Þeir sem tengdu voru kallaðir kúskar.“ Á þessum tíma var verið að leggja veg í Bröttubrekku í Stífluhólunum. Keypti sér feiknatæki „Ég byrjaði við Skeiðsfoss árið 1945 og þá keypti ég mér Internat- ional-vörubíl, 5 tonna. Þetta var feiknatæki,“ segir Stefán og rifjar svo upp hvernig hann fjármagnaði ir fá flensu og allskonar, ég fæ aldrei flensu,“ segir hann og segir það bjarga málunum hvað hann er stál- hraustur. „Ég hætti að vinna árið 1993 og fór þá að snúa mér að skógræktinni,“ segir hann og játar að hann ætli að rækta mikinn skóg. „Já, maður hefur gaman af því, sko,“ segir hann hægt. Hann er í Norðurlandsskógum og fær m.a. plöntur þaðan. „Frá ein- hverjum sérfræðingum sem ákveða hvaða sortir eiga að fara í hvern reit, þetta er allt í ákveðnum reitum.“ Hann kveðst aldrei hafa gifst og það er einföld ástæða fyrir því. „Ég hef alltaf haft allt annað að gera en hugsa um það; að gifta mig. Ég kunni því mjög vel að vera bara einn, akk- úrat.“ Gestagangur er þó nokkur hjá Stefáni og hann segir alltaf einhverja vera að koma. Fjölskylda hans er að mestu flutt suður. Dekruð dráttarvél Ákaflega snyrtilegt er í kringum Gautland og greinilegt að snyrti- mennskan er Stefáni í blóð borin. „Ég vil hafa hlutina snyrtilega. Mér er óskaplega illa við að hafa hlutina í skralli svona, það er bara verst að ég var ekki búinn að laga til áður en þú komst,“ segir Stefán og vísar þar í að þegar blaðamann bar að garði sýndi hann honum skemmuna og bílskúr- inn, sem standa framan við íbúðar- húsið. Í skemmunni stendur dráttar- vél, sem líklega fær bestu umhirðu sem um getur á öllu landinu. „Mér þykir verst hvað felgurnar eru skít- ugar,“ sagði hann þegar hann opnaði inn í skemmuna og þótti leiðinlegt að hafa sett vélina „koldrulluga“ þar inn. Þar stendur dráttarvélin, með- fram henni og fyrir framan eru tepp- isrenningar. Á veggjum eru ýmsar myndir, margar og margvíslegar. Skemmuna byggði Stefán fyrir um þremur árum og gróf sjálfur fyrir henni með vélinni. „Ég gróf einn og hálfan metra niður og þá var bygg- ingafulltrúinn mjög ánægður með hvað þetta væri orðið gott og allt eins og það átti að vera. Þetta er alveg skínandi góð geymsla.“ Í bílskúrnum við hliðina á skemmunni stendur 2007-árgerð af Suzuki-jeppling, eins og spánnýr. Öll aðkoma að Gautlandi er mjög snyrtileg og fallegt yfir að líta niður að bænum frá þjóðveg- inum. Hliðið að bænum vekur at- hygli, hvítt og rautt. „Já, fannst þér hliðið ekki bara nokkuð gott?“ spyr Stefán. „Það er nokkuð langt síðan ég fékk það. Sko, Þórhallur, bróðir minn, hann smíðaði þetta, hann var járnsmiður á Siglufirði. Hann mixaði þetta allt.“ Og þó að Stefán fullyrði mjög ákveðið að hann geti ekkert spilað á harmónikkuna dregur hann hana upp í þann mund sem blaðamaður kveður. Um húsið hljóma ljúfir tónar nikkunnar og óvant eyra nemur ekk- ert annað en fagra tónlist. – Og svo segirðu að þú getir ekkert spilað? „Nei, ég get ekkert spilað,“ segir Stefán og gengur svo frá harm- ónikkunni á sinn stað í glæsilegri rauðfóðraðri töskunni. „Það þýddi ekki að segja neitt – þetta var bara tekið af fólki“ Fegurð Fljótanna Þar sem áin liðast enn í gegnum Stífludal er fagurt um að litast. Stífluvatn Að fá bara vatn í staðinn fyrir iðjagræn starlendi þótti Stefáni ekki góð skipti. Þó að Stefán hafi búið í Fljótunum alla sína ævi þýðir það ekki að hann hafi aldrei farið að heiman. „Já, já, ég hef ferðast svolítið. Ég var einu sinni þrjár vikur í Bak- ersfield í Kaliforníu, bara í heimsókn. Svo hef ég líka verið dálítið í Svíþjóð og Dan- mörku náttúrlega. En ég hef aldrei komið til Noregs,“ segir hann og hlær að spurn- ingunni hvort hann eigi það kannski eftir. „Neihj, ég veit það ekki. Það er enginn sér- stakur ferðahugur í mér,“ segir hann. Í einni Svíþjóðarferðinni gerði hann sér lítið fyrir og dreif sig til Póllands. „Ég var bara að skemmta mér. Það fór til skiptis ferja frá Póllandi og frá Svíþjóð. Og ég fór bara að gamni mínu í skemmtiferð,“ segir hann þar sem hann stendur undir styttu af karli einum, ræfilslegum til fara. Styttan er risastór og ljóst að það hefur verið meira en lítið erfitt að drösla henni alla leið til Íslands, þó að Stefán geri lítið úr því. „Já, já, og ég skal segja þér, að þegar ég kom til Kaupmannahafnar og var að fara í vélina, ég hélt að hann gæti brotnað, en hann er bara ekki brot- hættur, og ég var með hann í handfarangri og ætlaði að setja hann í hillu í flugvélinni. En hann komst ekki þar upp. Svo ég var með hann í sætinu og vélin að taka af, þá kom flugfreyjan og var ekkert hress við mig, sagði að ég mætti alls ekki vera með hann í sætinu. Þá kom önnur flugfreyja og sagði: þetta gerir ekkert til því við höfum hann aftur í,“ segir Stefán. Þegar vélin var lent komu flugfreyjurnar til hans skælbrosandi. „Þær voru nefnilega ekki búnar að sjá hann en þegar þær höfðu séð hann voru þær bara ánægðar með þetta,“ segir hann og skellihlær. Karlinn finnst hon- um vera stórsniðugur, þó að hann sé óánægður með að hafa ekki fengið frúna handa honum líka. Með karlinn frá Póllandi Með nikkuna Gripinn keypti Stefán í Tónabúðinni á Akureyri fyrir um þremur árum. Hann segist þó ekkert geta spilað á harmónikkuna. kaupin. „Ég átti ekki til í eigu minni nema 16.000 krónur en bíllinn kostaði 36.000 krónur. Ég fékk lán á Siglu- firði, 20.000 krónur, og eftir tvo mán- uði var ég búinn að borga hann,“ seg- ir Stefán ákveðinn og leggur krepptan hnefann á borðið máli sínu til áherslu. „Þetta var akkorðsvinna og maður vann dag og nótt.“ Hann vann allan sinn starfsaldur hjá Vegagerðinni. „Það má heita að ég hafi unnið hjá Vegagerðinni frá því að Skeiðsfossvirkjun kláraðist. Og ég var hjá Vegagerðinni, alltaf á sumrin, í 50 ár.“ Stefán stundaði aldrei búskap sjálfur, utan þau ár sem hann bjó með foreldrum sínum. „Þegar þau voru öll fór ég bara út í skógrækt,“ segir hann og dregur upp úr pússi sínu mynd sem sýnir skiptinguna á þeim tegundum sem hann hefur gróðursett. Hann hefur þegar sett niður um 80 þúsund plöntur en þær eiga að verða 90 þúsund þegar upp verður staðið. Alinn upp við tónlist Faðir Stefáns var organisti í Knappstaðakirkju í fimmtíu ár. „Hann var búinn að fara á námskeið, á Akureyri í einn vetur og svo var faðir hans búinn að kenna honum á nótur einn vetur. Svo var hann hjá söngmálastjóra í tvö skipti að minnsta kosti. Og hann sló aldrei feil- nótu,“ segir Stefán. Bræður hans tveir höfðu tónlistina í blóðinu eins og faðirinn og voru þekktir sem Gautarnir. „Ég fæddist við tónlist og var alinn upp við tónlist alla mína ævi. En bræður mínir, tveir sérstaklega, Guðmundur og Þórhall- ur, sem eru hérna,“ segir Stefán, snýr sér við og bendir á enn eina myndina á veggnum, „þeir voru mjög miklir músíkantar og byrjuðu ungir. En af því að ég fór út í bílabransann, hef ég ekkert spilað, sko.“ Þó að Stefán fullyrði að hann geti ekkert spilað keypti hann harm- ónikku fyrir um þremur árum. „Ég keypti hana á Akureyri, í Tónabúð- inni, hún kostaði fimm hundruð þús- und, og þú getur rétt ímyndað þér …,“ segir Stefán og slær sér létt á lær. Aldrei fengið flensu Stefán kveðst vera vel ern og klár í kollinum. Líkamlega heilsu segir hann jafnframt góða. „Ég hef aldrei nokkurntíma fengið flensu, þegar all- Dekruð Stefáni þótt verst að hafa sett vélina inn svona „koldrulluga“. Morgunblaðið/Sigrún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.