Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ Húðvandamál og bólur eru hvimleiður vandi og þarf stundum að leita sértækra ráða við slíku. Ýmislegt má þó reyna sjálfur til að vernda húð- ina dags daglega. Ekki er talið ráðlagt að snerta húðina í gegnum daginn þar sem bakteríur af höndunum geta borist í viðkvæma og þrútna húð. Mataræðið hefur líka mikið að segja og er steiktur matur og skyndibiti meðal þess sem ætti að sleppa og borða sem minnst af sæ- tindum. Ef vandamálið er orðið það slæmt að ekki er hægt að ráða við það lengur er best að leita ráða hjá húðsjúkdóma- fræðingi og fá þannig viðeigandi meðferð. Hvimleitt vandamál Góð hreinsun Bólur eru hvimleitt vanda- mál sem ýmis góð ráð duga gegn. Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is A usturlensk læknisfræðitekur á líkamanum áheildrænan hátt og horfirá hann út frá tilfinningum og sálinni og það ásamt líkam- anum er því ein heild,“ segir Þór- unn Birna Guðmundsdóttir nála- stungusérfræðingur sem er með meistaragráðu í austurlenskri læknisfræði frá Emperor’s College Of Traditional Oriental Medicine í Kaliforníu. Þar tók hún líka nuddgráðu í almennu og kín- versku nuddi en eftir námið starf- aði hún á tveimur virtum sjúkra- húsum í Kaliforníu. „Nálastungur eru hluti af austurlenskri lækn- isfræði og þær eru í raun tólið til að rétta líkamann við. Í austur- lenskri læknisfræði vinnum við frá öllum hliðum; næringarfræði, mat- aræði og með jurtum. Við skoðum líka tilfinningar og líkamleg ein- kenni og þannig fáum við betri mynd af því hvað gæti mögulega verið orsök þess sem fólk kvartar yfir.“ Skilningsleysi á Vesturlöndum Austurlensk læknisfræði er þó ekki mjög viðurkennd hér á landi og Þórunn Birna talar um að við séum komin mjög stutt hvað varð- ar skilning á þessum fræðum. „Við erum ekki eina þjóðin í heiminum þar sem stéttin fær ekki lögvernd- un en ein af þeim fáu. Austurlensk læknisfræði er með eldri greinum læknisfræði í heimi, um það bil fimm þúsund ára gömul og hefur lítið breyst. Hún hefur frekar mótast af þjóðfélaginu í dag og er alltaf jafn sterk og virkar mjög vel. En eðlilega er ekki mikill skilningur á austrænni læknis- fræði hjá vestrænum læknum því hér er horft allt öðruvísi á líkam- ann. Þegar tilfinningar, náttúra, jafnvægi og annað er tekið með þá hverfur skilningur vestrænu læknanna. Skilningur þeirra er mjög vísindalegur og það sem sést er það sem gerist. En þessi skiln- ingur hefur aukist og við erum alltaf að átta okkur betur á að til- finningar og andleg líðan spila inn í líkamleg einkenni. Því betur sem við skiljum það, því betri skilning hefur fólk á þessum fræðum.“ Andlegir kvillar líka Þórunn Birna segist í raun vera eins og venjulegur heimilislæknir því hún tekur á móti fólki með alls kyns kvilla. „Ég reyni alltaf að finna orsökina fyrir þessum ein- kennum. Ég þagga það ekki niður sem fólk er að kvarta yfir því það getur alltaf blossað upp aftur þannig að ég reyni alltaf að finna ástæðuna fyrir og vinna á því vandamáli. Orsökin að líkamlegum kvillum getur oft verið andleg og þess vegna þarf alltaf að skoða það með. Það er því ýmislegt sem ég tek á og stundum vinn ég eins og sálfræðingur, næringarfræð- ingur, heimilislæknir og nála- stungusérfræðingur í einu,“ segir Þórunn Birna og bætir við að fólk komi líka til hennar vegna and- legra kvilla. „Kvíði og þunglyndi þróast svo oft út í líkamleg ein- kenni. Kvíðinn og stressaður ein- staklingur fær mögulega of hrað- an hjartslátt, magakveisur eða sefur kannski illa. Það er því nauðsynlegt að rétta þetta orku- kerfi og styrkja líkamann með jurtum og vinna svolítið með hugaræfingum og öðru slíku.“ Stutt rafstuð Aðspurð hvort það sé sárt að fara í nálastungur segir Þórunn Birna að það sé misjafnt. „Þetta er persónubundið, sumum finnst þetta sárt og öðrum ekki. Stund- um fær fólk kippi þegar nálin hitt- ir á orkupunkt, það er ný tilfinn- ing fyrir viðkomandi og bara eitthvað sem sumir þurfa að læra að venjast. Fólk finnur hins vegar yfirleitt ekki fyrir stungunni því við kunnum að forðast það. Það er straumur sem fólk finnur innra með sér þegar nálin hittir á þessa rafmagnslínu sem við erum að reyna að hitta á. Fólki bregður stundum við þegar það finnur svona innri straum eða rafstuð sem er bara í nokkrar sekúndur,“ segir Þórunn Birna sem tekur fólk alltaf í gott viðtal í byrjun. „Þar fer ég yfir helstu sögu fólks og mataræði. Síðan förum við inn á bekkinn og ég vinn að því sem þarf og styrki það sem þarf að styrkja. Síðan fær fólk næringar- og jurtaráðgjöf. Ég tek sömuleiðis alltaf á púlsinum á fólki en ég les úr púlsinum og tungunni, sem er okkar sjúkdómsgreining í austur- lenskri læknisfræði.“ Líkaminn skoðaður á heildrænan hátt Morgunblaðið/Jakob Fannar Nálastungur eru nokkurs konar tól til að rétta líkamann við, að sögn Þórunnar Birnu Guð- mundsdóttur sem rekur nálastungu- og nuddstofu í Hamraborg í Kópavogi. Hún segir tilfinningar og andlega líðan hafa áhrif á líkamleg einkenni og því sé nauðsynlegt að skoða líkamann á heildrænan hátt, þótt það sé ekki við- urkennt á Vesturlöndum. »Kvíði og þunglyndi þróast svo oft út í líkamleg einkenni. Kvíðinn og stressaður einstaklingur fær mögulega of hraðan hjartslátt eða sefur illa. Þórunn Birna Guðmundsdóttir: „Ég reyni alltaf að finna orsökina fyrir þessum einkennum. Ég þagga það ekki nið- ur því það getur alltaf blossað upp aftur þannig að ég reyni alltaf að finna ástæðuna fyrir og vinna á því vandamáli.“ Lagar magaónot og vanlíðan strax Eitt hylki eða 2 msk. saf i á dag www.celsus.is Fæst í Apótekum Bergþór og Katrín sjá um Run Fit ...og þú kemst í form ...hámarks árangur ...ódýr kostur Sími: 567-6471 www.threk.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.