Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ | 31
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Þ etta er algjörlega nýtt enreyndar er galvanic-tækninekki ný því hún hefur veriðnotuð í meðferðir á snyrti-
stofum í fjölda ára. Það er hins
vegar nýtt að hægt sé að fá svip-
aða meðferð með einu litlu tæki,“
segir Guðrún Kristjánsdóttir hjá
Nu Skin á Íslandi en Nu Skin er
að selja Galvanic Spa sem er tæki
sem hægt er að nota heima í stofu
og fá húðmeðferð á einungis 10-15
mínútum. „Tækið les húðtýpuna og
aðlagar sig þannig hverri húðtýpu.
Með tækinu eru notuð ákveðin gel
sem eru annað hvort mínus- eða
plúshlaðin. Tækið og gelin virka
saman með því að djúphreinsa og
styrkja húðina en það má sjá
greinilegan mun eftir tíu mínútna
meðferð. Munurinn á húðinni er
ekki varanlegur í þeim skilningi að
hægt sé að gera þetta einungis
einu sinni heldur er þetta meira
eins og að fara í ræktina, það þarf
að viðhalda góðum árangri.“
Einfalt að nota
Guðrún talar um að til að sýna
viðskiptavinum hvernig tækið virki
þá geri þau jafnan prufu á hálfu
andliti viðkomandi. „Munurinn sést
strax en við viljum sýna fólki svart
á hvítu hver árangurinn er. Vissu-
lega eigum við líka fullt af mynd-
um þar sem árangur sést en fólk
er almennt hætt að treysta slíkum
myndum enda ýmislegt hægt að
gera í Photoshop. Oft er það þann-
ig að annar helmingur andlitsins
lyftist upp en við sjáum helst mun
á öldrunareinkennum, pokum í
kringum augum, línum og hrukk-
um,“ segir Guðrún og bætir við að
það sé mjög einfalt að nota tækið.
„Við erum með kennslu fyrir fólk
og mjög góðar íslenskar leiðbein-
ingar.
Það þarf smáþjálfun í að nota
tækið til að byrja með en í raun er
þetta óskaplega einfalt og það er
ekki nauðsynlegt að vera sérfræð-
ingur eða snyrtifræðingur til að
nota tækið. Það að tækið lagar sig
að húðinni gerir það mjög einfalt í
notkun og það pípir kannski á mis-
jafnan hátt í andliti og á bringu
sem merkir að misjafnan straum
þarf á þau svæði. Það getur líka
breyst eftir árstíðum hve mikinn
straum þarf á hvert svæði því húð
okkar breytist vitanlega.“
Virkar á öldrunarensím
Guðrún talar um að mælt sé
með því að nota tækið tvisvar sinn-
um í viku fyrstu 4-6 vikurnar og
svo einu sinni í viku til að halda
því við. „Það eru útskiptanlegir
hausar á tækinu og hægt er að fá
einn haus fyrir andlit, einn haus
fyrir líkamann og svo framvegis.
Tækið er líka mjög gott fyrir nudd
og hefur verið notað í gegnum tíð-
ina sem nuddtæki. Við erum líka
með sérstakan haus fyrir hár-
svörðinn sem hefur verið mjög vin-
sælt. Það hentar bæði fyrir þá sem
hafa misst hárið eða fyrir karl-
menn eða konur sem hafa fengið
blettaskalla eða mikla þynningu á
hári. Svo er mismunandi gel eftir
svæðum en í gelunum er efni sem
heitir ageLOC. Í stuttu máli upp-
götvuðu vísindamenn ensím sem
hægt er að mæla í fólki og það
fannst bara í eldra fólki. Ensímið
er því kallað öldrunarensím en það
myndast á ákveðnum aldri og age-
LOC stöðvar framleiðslu þessa
ensíms.“
Húðmeðferð
heima í stofu
Morgunblaðið/Heiddi
Guðrún Kristjánsdóttir: „Tækið og gelin virka saman með því að djúphreinsa
og styrkja húðina en það má sjá greinilegan mun eftir tíu mínútna meðferð.“
Með Galvanic Spa er
hægt að fá húðmeðferð
heima í stofu á nokkrum
mínútum en söluaðilar
tækisins segja greini-
legan mun eftir notkun
þess. Í geli sem notað er
með tækjunum er efni
sem ku stöðva fram-
leiðslu öldrunarensíms.
»Eftir notkun tæk-isins sjáum við einna
helst mun á öldrunar-
einkennum, pokum í
kringum augun, línum
og hrukkum.
Litlum krílum fer oft að leiðast
heima við þegar þau eru búin að
vera veik í nokkra daga. Þá er um
að gera að reyna að skemmta
þeim og eiga til dæmis til nóg af
litabókum sem þau geta dundað
sér við að lita í. Séu börnin rúm-
föst er sniðugt að leyfa þeim að
horfa á eitthvað skemmtilegt í ein-
hvern tíma en svo kannski lesa
fyrir þau inni á milli. Passa þarf
að barnið borði vel en matinn má
útfæra á skemmtilegan hátt til að
lífga upp á daginn og eins að leyfa
barninu að fá eitthvað af uppá-
haldsmatnum sínum.
Leiðinda veikindi Börnunum finnst ekki gaman að vera veik heima of lengi.
Lítil og veik kríli
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Fæst í apótekum
Rodalon®
– alhliða hreingerning
og sótthreinsun
• Fyrir baðherbergi og eldhús
• Eyðir lykt úr íþróttafatnaði
• Vinnur gegn myglusveppi
• Fjarlægir óæskilegan gróður
• Eyðir fúkka úr tjöldum
Tilbúið t
il notkun
ar!
vigtarradgjafarnir.is
865-8407
Sjá nánar á www.vigtarradgjafarnir.is
Íslensku
Vigtarráðgjafarnir
Hefur þú viljann, þá
hef ég uppskriftina …
Lærðu að borða
hollan og góðan
mat og taktu á
aukakílóunum
5 kíló á
5 vikum!
HÓMÓPATÍAN HEIM
- NÝJUNG Á ÍSLANDI!
Hómópatísk bráðaþjónusta
og heildræn meðferð á netinu.
Kynntu þér málið á
www.heilsuhondin.is
Heilsuhöndin
HVEITIKÍM
Náttúrulegt fæðubótaefni
Hveitikím er ein næringarríkasta fæðutegund sem fyrirfinnst.
Það inniheldur 23 næringarefni.
Hveitikím inniheldur 28 gr af protín hverjum
100 gr sem er meira en fyrirfinnst í mörgum
kjötvörum og er járnríkasta fæða sem fyrirfinnst.
Hveitikím hefur reynst vel til að halda líkamanum í
topp formi. Það er mikið notað í mataræði
íþróttamanna til að byggja upp þol.