Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 25
Kvíðahnútur Heilsan, fjármálin og fjölskyldan geta valdið manni kvíða sem getur verið yfirþyrmandi. Flestir hafa einhvern tímann fundið fyrir kvíða þar sem hjartað byrjar að slá hraðar og sviti sprettur fram í lófana. Margir upplifa slíkt fyrir próf eða áður en þeir halda ræðu en kvíði getur líka stafað af óöryggi tengdu til dæmis heilsu, fjármálum og fjölskyldunni. Áhrif á líkama og sál Óróleiki vegna framtíðarinnar er oftast skilgreindur sem kvíði og hefur hann áhrif á bæði líkama og sál. Þegar fólk verður kvíðið leysist adrenalín úr læðingi í líkamanum sem er leið náttúrunnar til að vara við hættu, sama hvort hún er raunveruleg eða ímynduð. Hjartslátturinn verður örari og andardrátturinn sömuleiðis en þessi einkenni eru líkleg til að aukast við aukinn kvíða. Ýmislegt má gera til að draga úr eða koma í veg fyrir yfirþyrmandi kvíða en ein besta leiðin er sögð vera að áætla sér ákveðinn tíma dags til að hafa áhyggjur af öllu mögulegu. Kláraðu að hugsa um áhyggjurnar í til dæmis hálftíma og lofaðu sjálfum þér síðan að hafa ekki meiri áhyggjur þann daginn. Einnig er mikilvægt að hugsa vel um sjálfan sig, bæði líkama og sál, en fjöldi rannsókna hefur sýnt að fólk sem er vel á sig komið líkamlega, er ánægt og fær nógan svefn er ólíklegra til að þjást af kvíða. Tekist á við kvíðann F rænkurnar Svandís Lilja Jónasdóttir og IngaRós Johnsen eru ungar að árum en víluðu ekkifyrir sér að hjóla tæplega 50 km leið í sumar fráHafravatni í Grafninginn. Inga Rós er 10 ára og er í Víðistaðaskóla en Svandís Lilja er 9 ára og er í Álfta- nesskóla. Lærðu að hjóla fimm ára Leiðina hjóluðu frænkurnar ásamt ættingjum, þær hafa ekki hjólað jafn langt áður en hafa þó farið í styttri ferðir með fjölskyldunni. „Ég var fimm ára þegar ég lærði að hjóla og var með hjálpardekkin á í svona ár. Núna á ég Mongoose-hjól sem ég ætla að setja inn þegar snjórinn kemur,“ segir Inga Rós. „Ég var líka fimm ára þegar ég lærði að hjóla og er núna á hjóli frá mömmu,“ segir Svandís Lilja. Þær eru sammála um að ferðin hafi ekki verið mjög erfið nema þegar farið var upp brekkur. Reglulega var stoppað til að fá sér hressingu og urðu þær ekki svangar á leiðinni en með í nesti var brauð, ávextir, djús og kex. Þeim fannst ferðin skemmtileg og myndu fara í svona ferð aftur. Inga Rós og Svandís Lilja eru nú orðnar spenntar að byrja í skólanum en Inga Rós segir að uppáhaldsfagið sitt sé íslenska en stærðfræðin er í uppáhaldi hjá Svandísi Lilju. maria@mbl.is Fræknar hjólafrænkur Morgunblaðið/Heiddi Frænkur og vinkonur Inga Rós til vinstri og Svandís Lilja til hægri. Hjólaskvísur Stelpurnar voru sammála um að leiðin hafi ekki verið svo erfið. Mynd/Jónas Guðmundsson MORGUNBLAÐIÐ | 25 Stundum finnst manni maður vera þyngri á sér en venjulega og líða hálf- undarlega. Mataræði getur haft þar all- nokkuð um að segja og er mikilvægt að hlusta á líkama sinn og sjá hvernig ákveðinn matur hefur áhrif á hann. Ef þér líður oft illa eftir ákveðnar matar- tegundir skaltu prófa að sleppa þeim og sjá hvort það beri árangur. Sé um óþol eða ofnæmi að ræða er þó best að leita fræðilegs álits. Hlustað á magann Magaverkur Ýmsar matar- tegundir fara illa í suma. MFM MIÐSTÖÐIN Meðferðar og fræðslumiðstöð vegna matarfíknar og átraskana Borgarúni 3, 105 Rvk, sími 568 3868 www.matarfikn.is Esther Helga Guðmundsdóttir B.M., MSci (nemi), Ráðgjafi Opnir kynninga- og fræðslufundir Borgartúni 3, sunnudaginn 30. ágúst kl. 15.00-17.00 Akranesi, Sal Verkalýðsfélags Akraness, Kirkjubraut 40 þriðjudaginn 1. september kl. 20.00-21.30 Nú er haust- og vetrardagskráin að hefjast hjá okkur í Leiðarljósi, meðferðahúsi. Við viljum bjóða alla velkomna sem grunar að þeir geti átt í vanda með offitu, átröskun og/eða matar-sykurfíkn. Við mælum með greiningarviðtali þar sem viðkomandi fær úr því skorið hvort um þennan vanda er að ræða eða ekki, fær fræðslu um vandamálið og leiðbeiningu um leiðir til að ná aftur tökum á lífi sínu. Þegar við vitum í hverju vandamálið er fólgið er fyrst grundvöllur fyrir að ná tökum á því. Það er einlæg ósk okkar hjá Leiðarljósi að styðja þá sem eiga í vanda með offitu, matar-sykurfíkn og átröskun í viðleitni þeirra til að ná varanlegum tökum á vanda sínum. Meðferð hjá Leiðarljósi byggir á því að hjálpa hverjum einstaklingi að finna sína leið til bata. Mikil áhersla er lögð á ábyrgð viðkomandi gagnvart sjálfum sér og öðrum bæði hvað varðar breytt mataræði og þátttöku í meðferðinni sjálfri. Miklu máli skiptir að hafa jákvætt hugarfar gagnvart meðferðinni og gefa sér þann tíma sem nauðsynlegur er til að vinna úr því sem upp kann að koma í henni. Við erum reiðubúin að styðja þig á allan þann hátt sem okkur er unnt og höfum einlægan áhuga á bata þínum. Við munum leitast við að veita stuðning, speglun og fræðslu þannig að þú náir tökum á fíkn þinni í mat og áthegðun. Markmiðin okkar eru að hver þátttakandi; • nái að skoða sjálfa/n sig og stöðu sína • fái ráðrúm til að meta hvort hann/hún eigi í vanda og í hverju hann liggur • skoði hug sinn um hvort hann/hún er til í að takast á við vandann ef hann er til staðar og fái stuðning til að vinna úr þeim vanda sem er til staðar. Næstu meðferðanámskeið verða 11.-13. og 18.-20. september. Endurkomufólk er boðið sérstaklega velkomið. Þeir sem hafa áhuga hafið samband í síma 568 3868 eða sendið póst á matarfikn@matarfikn.is Leiðarljós, meðferðahús Við lýsum þér leið Offita • Átröskun • Matarfíkn Vilt þú finna varanlega lausn? Námskeiðin hefjast 7. se ptember Yoga og lei kfimikort/h ádegis- og síðdegistím ar, Músikle ikfimi, Kripaluyog a, Vinyasay oga Tai Chi Salsa Karab í, Kúban Sa lsa, Contem porary, Hiphop, Kru mp, Street, Locking, Br eak, Bollywood, Afró, Maga dans, Lindy Hop, Balkan, Tan gó, Flamen co Tónlist/hre yfing, leikli st Sérsniðnir tímar fyrir hópar Skráning er hafin www.kram husid.is Sími 551 51 03 Frístundakortið! H 2 h ön n u n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.