Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
É g er mikil íþróttakona enég hef hvergi upplifaðneitt eins og rope-jóga þvíþað er svo heildræn æfing.
Þetta er hugar- og heilsurækt því
við vinnum með líkama og sál á
heildrænan hátt,“ segir Elín
Sigurðardóttir, meistarakennari
rope-jóga. „Það er ákveðin hug-
myndafræði sem ég fer í gegnum í
tímunum um leið og fólk er búið
að venjast böndunum sem notuð
eru í rope-jóga. Fyrstu fimm mín-
úturnar eru slökun og hugleiðsla,
að koma sér inn í tímann úr amstri
dagsins og leiða fólk til vitundar
um eigin líkama.“
Að taka ábyrgð á eigin lífi
Hugmyndafræði rope-jóga er
byggð upp á sjö þrepum en Elín
fer vel yfir öll þrepin í tímum hjá
sér. „Fyrsta þrepið er að vakna til
vitundar, að taka eftir umhverfinu
og hvernig maður hegðar sér.
Sumir eru stöðugt í neikvæðum
hugsanaferlum og laða þá bara að
sér neikvæðni í lífinu en við viljum
vekja fólk til vitundar um að það
getur breytt sínu lífi með breytt-
um viðhorfum og skoðunum. Allt
sem gerist í huganum birtist líka í
líkamanum og fólk finnur fyrir
vöðvabólgu, bakverkjum og öðru
því það er svo mikið í gangi í huga
þess. Næsta þrep er ábyrgð, að
taka ábyrgð á eigin lífi, að hætta
að kenna öðrum um hvernig okkur
líður og hvernig við höfum það.
Innan ábyrgðar er fyrirgefningin
þannig að við lærum að fyrirgefa
okkur í staðinn fyrir að vera alltaf
að ásaka okkur og sjá eftir ein-
hverju sem er þegar gert. Að læra
af því sem við teljum okkur gera
rangt og nýta það sem tækifæri og
treysta því að allt sem við göngum
í gegnum sé ákkúrat það sem við
þurfum á að halda hverju sinni og
það sé að leiða okkur á einhvern
ennþá betri stað í lífinu. Það getur
verið erfitt á meðan á því stendur
en ef fólk treystir því alveg frá
upphafi að þetta sé leiðin að betri
stað þá er það ekki eins erfitt.“
Heiðarleiki gagnvart
sjálfum sér
Elín talar um að það sé mik-
ilvægt að vita hvert stefnt sé og
því miði næsta þrep að mark-
miðum og ásetningi. „Vegna þess
að allt sem við beinum athyglinni
að er það sem vex og dafnar í líf-
inu. Það er svo mikilvægt að vita
hvað við viljum og setja athyglina
á það. Þá gerist það og þú færð
það sem þú vilt. Draumur með
dagsetningu. Við kennum fólki líka
að setja sér markmið, markmið
með dagsetningu. Markmið þurfa
að vera dagsett, þau þurfa að vera
mælanleg og þau þurfa að vera
trúverðug. Fjórða þrepið er trú-
festan, að standa við gefin loforð.
Hætta að fresta, svíkja og slóra og
byrja að segja sannleikann. Það er
ekki nóg að vera bara heiðarlegur
gagnvart öðrum heldur líka gagn-
vart sjálfum sér. Ef þú segist ætla
að mæta í ræktina á þriðjudegi
stattu þá við það. Ef þú segist
ætla að vakna klukkan sjö, vakn-
aðu þá klukkan sjö en ekki dorma
í hálftíma. Fólk er alltaf að fresta
hlutunum og lýgur gjarnan að
sjálfu sér. Svo fléttast þetta allt
saman. Ef þú ferð að standa við
gefin loforð er næsta þrep fram-
ganga. Þegar þú stendur við gefin
loforð, segir sannleikann og ert
heiðarleg/ur við sjálfa/n þig og
aðra þá leyfirðu þér framgöngu.
Þú leyfir þér að ná árangri og ferð
að ná markmiðunum en það er
enginn sem stöðvar mann í að ná
árangri eða markmiðum manns
nema maður sjálfur, með frest-
unum og lygum.“
Hentar öllum
Sjötta þrepið snýr að innsæi en
Elín segir að innsæið sé bara leift-
ur sem birtist okkur en hverfur
um leið og við byrjum að hugsa.
„Að læra að hlusta á innsæi sitt en
hafna því ekki. Þegar búið er að
fara í gegnum fyrstu fimm þrepin
förum við að átta okkur á innsæi
okkar, að vera hér og nú í stað
þess að vera alltaf að flýta okkur.
Vera ekki fastur í eftirsjá, bið eftir
einhverju öðru og bið eftir að lífið
hefjist.
Síðasta þrepið er þakklæti, að
vera þakklát/ur fyrir það sem
maður hefur í stað þess að vor-
kenna sér fyrir það sem maður
hefur ekki. Beinum athyglinni að
því sem við erum þakklát fyrir og
þá förum við að laða meira að okk-
ur á þeirri tíðni,“ segir Elín og
bætir við að rope-jóga tímarnir
séu allir 70 eða 90 mínútur. „Þetta
er mjög fljótt að líða því þátttak-
endur eru svo meðvitaðir og á
staðnum. Fólk finnur ekkert fyrir
lengdinni og það ráða allir við
þetta. Hver og einn stundar rope-
jóga á sínum forsendum og hver
fær út úr tímanum það sem hann
þarf á að halda. Það skiptir engu
máli í hvaða líkamlegu ástandi við-
komandi er, það geta allir gert
þetta.“
Súrefni og öndun
Elín segir að þegar fólk mætir í
fyrsta rope-jóga tímann sé byrjað
á því að skanna og skoða líkam-
ann. „Það sem gerist í rope-jóga
er að við losum um þessa orku
sem er oft föst í kviðnum og getur
valdið alls kyns sjúkdómum því við
geymum svo margar tilfinningar
þar. Eftir því sem maður slakar
meira á verða útlimirnir þyngri og
þá fer maður dýpra inn í kvið-
arholið. Þetta eru öflugustu kvið-
æfingar sem ég hef kynnst og svo
gerum við æfingar á hliðunum
ásamt því að styrkja efri hlutann
því við erum alltaf tengd í bönd-
unum. Þetta eru rólegar æfingar
og þér líður vel á meðan þú ert að
æfa en það er tekið vel á því. Við-
komandi er því endurnærður eftir
tímann, vel heitur og er að hugsa
um öndunina þannig að það er
heilmikil brennsla. Súrefni og önd-
un er forsenda brennslu. Þarna er-
um við í rólegheitum en öndum
kröftuglega sem eykur alla
brennslu og alla starfsemi í lík-
amanum. Eftir því sem þú gerir
þetta lengur ferðu að finna að þú
vinnur með vöðvunum í samdrætti
og útvíkkun en ekki einhverjum
köstum og sveiflum og brennslan
fylgir með,“ segir Elín og bætir
við að fólk sé greinilega að vakna
til vitundar um heilsu sína. „Ég
hef verið rope-jóga kennari í fullu
starfi síðan árið 2004 en keypti
þessa stöð í Hafnarfirði árið 2007.
Þegar ástandið breyttist í fyrra
jókst aðsóknin hjá mér, fólk fór að
hafa meiri tíma og vildi sinna sér
og næra sig.“
Morgunblaðið/Eggert
Sál og líkami Rope-jóga er hugar- og heilsurækt því unnið er með líkama og sál á heildrænan hátt.
Elín Sigurðardóttir: „Að treysta því að allt sem við göngum í gegnum sé
ákkúrat það sem við þurfum á að halda hverju sinni og það sé að leiða okkur
á einhvern ennþá betri stað í lífinu.“
Draumur með dagsetningu
Rope-jóga er heildrænar
æfingar þar sem unnið er
með huga, sál og líkama. Í
tímum hjá Elínu Sigurðar-
dóttur er farið yfir hug-
myndafræði rope-jóga en
hún er byggð á sjö þrepum.
www.elin.is