Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
Þ að var í júlí árið 1989 að þrír reyndirhjólagarpar stofnuðu Íslenska fjalla-hjólaklúbbinn þar sem þeir voru áferð um hálendi Íslands. Þeir höfðu
gengið með hugmyndina að slíkum klúbbi í
maganum í nokkurn tíma og fannst vera kom-
inn tími á að koma á félagsstarfi í kringum
fjallahjólreiðar. Sjálfir höfðu þeir reynt ým-
islegt í slíkri hjólamennsku og vildu geta
miðlað af reynslu sinni til fólks. Formaður
klúbbsins í dag er Fjölnir Björgvinsson en
hann segir tilviljun hafa ráðið því að hann
gekk í klúbbinn. „Ég hafði verið á leiðinni
lengi en þorði ekki í heimsókn á 10 gíra hjól-
inu hennar mömmu sem ég notaði þá. Þó
ákvað ég að líta við einn daginn þegar ég átti
leið hjá en lagði hjólinu þar sem það sást
ekki. Þegar ég svo gekk í klúbbinn komst ég
að því að hjólið hennar mömmu var alveg
gjaldgengt því þó að nafnið hafi haldist hafa
áherslurnar breyst með tímanum. Sama ár
keypti ég mér nú samt alvöruhjól enda hjólið
hennar mömmu orðið 30 ára gamalt,“ segir
Fjölnir í léttum dúr.
Veglegt klúbbastarf
Til að fagna starfsafmælinu hefur klúbba-
starf verið með veglegasta móti í sumar og
námskeiðshald verið öflugt. Um er að ræða
virkan klúbb með hefðbundinni klúbbastjórn
og þeim embættum sem slíku fylgja. Félögum
hefur fjölgað gríðarlega síðastliðin þrjú ár og
er talan nú farin að nálgast áttunda hundr-
aðið. Sem áður segir er engin skylda að vera
á fjallahjólum í klúbbnum heldur er meiri
áhersla lögð á að miðla upplýsingum um bún-
að, klæðnað, leiðir og fleira til þeirra sem
nota hjólið dags daglega, til að mynda til að
komast í og úr vinnu. Á vorin hafa verið hald-
in viðgerðarnámskeið sem skipt er upp í nám-
skeið fyrir byrjendur til lengra kominna og
þar er farið yfir allt frá því að skipta um
sprungið dekk og stilla bremsur yfir í að
skipta um drif og teina gjarðir. Góð
viðgerðaraðstaða er í húsnæði klúbbsins við
Brekkustíg og þar eru til öll þau sérverkfæri
sem þarf til að gera við hjól. Þangað geta
meðlimir komið með hjól sín og fengið aðstoð
frá öðrum hjólreiðamönnum en eitt af mark-
miðum klúbbsins er að gera meðlimi sjálf-
bjarga í algengustu viðgerðum eins og að laga
sprungið dekk og stilla bremsur og gíra.
Einnig er haldið ferðaundirbúningsnámskeið
fyrir þá sem hafa hug á því að ferðast um á
reiðhjóli.
Víðast góð aðstaða
„Stígarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið
bættir gríðarlega á síðastliðnum árum sem
hefur skilað sér aftur í auknum fjölda
hjólreiðarmanna. Auðvitað mætti þó gera bet-
ur og stígurinn meðfram Ægisíðunni með að-
skildum hjólastíg frá göngustíg mætti sjást
víðar. Í raun er leikur einn að hjóla í Reykja-
vík en einna erfiðast er að fara á milli bæj-
arfélaga. Landssamtök hjólreiðamanna sem
eru regnhlífasamtök allra hjólreiðaklúbba
hafa barist fyrir því að fá stíg meðfram
Reykjanesbrautinni frá Sprengisandi og inn í
Hafnarfjörð sem enn hefur engan árangur
borið. Það yrði meiri lyftistöng fyrir stíga-
hverfið heldur en Hvalfjarðargöngin sem
dæmi. Annars er skemmtilegt frá því að segja
að fyrsti maðurinn til að hjóla yfir Sprengi-
sand var Breti og það var árið 1933 en hann
var ferjaður yfir Þjórsá með bát. Algengt er
að erlendir ferðamenn ferðist um landið á
hjólum en þeir eru flinkir í því að vera á göt-
unum á rólegu tímunum svo maður tekur
kannski ekki mikið eftir þeim,“ segir Fjölnir.
Tekist á við skoskar brekkur
Fjölnir hefur hjólað Fjallabakið, Kaldadal,
Skorradalinn og á Snæfellsnesinu auk þess
sem hann hefur hjólað í skosku hálöndunum,
Móseldalnum í Þýskalandi og frá Kaup-
mannahöfn til Berlín með klúbbnum í alls 800
km ferð.
„Fólk þarf ekki endilega að vera í topp-
formi til að hjóla því þetta fer allt eftir því
hvernig ferðir eru skipulagðar. Meðalmað-
urinn hjólar auðveldlega 40 km á jafnsléttu
yfir allan daginn og það er heldur engin
skömm að því að ganga upp brekkur því yf-
irleitt er mjög gott að fá smá-tilbreytingu í
hreyfinguna. Mestu brekkur sem ég hef
kynnst voru í Skotlandi en þær fóru upp í 25
prósent halla. Þó þýðir ekkert að agnúast út í
brekkur því þær eru líka niður sem gleymist
oft. Hjólið hentar mér mjög vel til ferðalaga
þar sem ég á erfitt með að ganga á fjöll eftir
mótorhjólaslys fyrir nokkrum árum. Ég er
því með frekar léleg hné og á erfitt að ganga
með þungar byrðar á bakinu en get hjólað
nánast endalaust. Þannig henta hjólreiðar
líka vel fyrir þá sem eru aðeins yfir kjör-
þyngd því hreyfingin og álagið á hnén er
betri en í göngu. Það sem er skemmtilegast
við hjólreiðarnar er hvað maður upplifir um-
hverfi sitt sterkt en ég segi alltaf að það er
ekki mælikvarði á gott ferðalag hvað maður
lagði marga kílómetra að baki heldur hvað
maður upplifði á leiðinni og hvernig,“ segir
Fjölnir.
Ferðasögur kveikja hugmyndir
Á haustin eru myndasýningar og ferðasög-
ur stór þáttur í félagsstarfinu þar sem þeir
sem hafa farið í alvöru ferðir koma með
myndir og segja frá. Oftar en ekki kvikna þá
hugmyndir að ferðum og veturinn er notaður
til að skipuleggja ferðir að vori. Einnig er
haldið vetrarútbúnaðarnámskeið þar sem tek-
inn er fyrir nauðsynlegur útbúnaður eins og
nagladekk og endurskin. Á sunnudögum í
vetur er einnig hist og farið í um tveggja tíma
hjólaferðir en ákveðið er á staðnum hvert
skal hjóla eftir óskum þeirra sem mæta.
Kílómetrar skipta ekki öllu máli
Morgunblaðið/Eggert
Hjólagarpur Fjölnir á marga kílómetra að baki á hjólfák sínum en hann er nú formaður Íslenska Fjallahjólaklúbbsins.
Íslenski fjallahjólaklúbburinn
fagnaði 20 ára starfsafmæli
sínu í sumar en klúbbmeðlimir
eru í dag um 800 talsins. Þrátt
fyrir nafnið er ekki nauðsynlegt
að eiga fjallahjól til að fá inn-
göngu í klúbbinn.
» Fólk þarf ekkert endi-
lega að vera í toppformi
til að hjóla því þetta fer
allt eftir því hvernig ferðir
eru skipulagðar. Meðal-
maðurinn hjólar auðveld-
lega 40 km á jafnsléttu og
það er heldur engin
skömm að því að ganga
upp brekkur því yfirleitt
er gott að fá tilbreytingu í
hreyfinguna.Allir velkomnir Það þarf ekki að eiga fjallahjól til aðganga í Fjallahjólaklúbb Íslands.
Það getur verið hættulegt að keyra þegar fólk er of þreytt og mikilvægt að hlusta
á líkamann þegar hann gefur skýr merki þess að akstur sé ekki góð hugmynd. Ef
þú geispar í sífellu og höfuðið er farið að síga niður í bringu eða augnlokin orðin
mjög þung þá er sannarlega ekki góð hugmynd að setjast undir stýri. Sé enginn
annar bílstjóri mögulegur skaltu leggja þig fyrst og undirbúa þig þannig fyrir
ferðina. Áður en lagt er af stað í ferðlag er best að fá nægilegan nætursvefn og á
langri leið að áætla sér tíma til að stoppa öðru hvoru, teygja úr sér og viðra sig. Þá
er auðvitað gott ef tveir eða fleiri geta skipt keyrslunni með sér.
Vel hvíldir bílstjórar
Hvíldartími Þreyttir bílstjórar geta skapað hættu á vegum úti.
þ
mbl.is
8
Mikill raki, kælir húðina og djúpnærir.
Ekkert klístur. Gott eftir sólbruna og rakstur
www.celsus.is Fæst í Apótekum