Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ | 23
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
É g var keppniskona í sundi þegar ég varstelpa, byrjaði að æfa sund 11 ára göm-ul og var komin í landsliðið 14 ára. Síð-an þá hafa íþróttir verið mjög stór
partur af mínu lífi en ég menntaði mig líka á því
sviði og er menntaður íþróttakennari frá
Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni. Þegar
ég hóf námið hætti ég að keppa en hafði þá
keppt bæði heima og erlendis með fínum
árangri. Meðal annars setti ég fyrsta Íslands-
metið sem var sett í Laugardalslauginni og
laugin á því sérstakan stað í minningunni og er
mér afar kær,“ segir Lóló.
Mjúk hreyfing sem eykur þol
Lóló segir líkamsræktina nú vera orðna lífs-
stíl hjá mjög mörgum og fólk sinni henni mun
jafnar yfir árið og detti ekki út úr
líkamsræktarstöðvum eins og áður þótt það
stundi ef til vill meiri útiveru yfir sumarið.
Þetta hafi breyst í gegnum árin en utandyra sé
orðið vinsælt að synda enda sundið mjög góð
hreyfing og þægileg. Lóló starfar sem einka-
þjálfari hjá World Class en hún hefur einnig
haldið skriðsundsnámskeið öðru hvoru yfir árið
eftir eftirspurn. „Skriðsund er mjög hollt sund
og góð og mjúk hreyfing fyrir líkamann sem
ekki reynir á liði og eykur mjög þrek og úthald
fyrir utan hversu vel sundið mótar líkamann og
gefur langa fallega vöðva. Ég fæ til mín fólk
samkvæmt læknisráði sem er slæmt í til dæmis
herðum og baki eða hnjám. Því er bent á að
synda ekki bringusund heldur frekar skriðsund
og það hefur borið góðan árangur. Á árum áður
var bringusundið í forgangi í skólum og fólk
sem er 30 ára og upp úr náði því margt hvað
aldrei almennilega tökum á skriðsundinu eða
tækninni til að geta notað hana. Skriðsund er
mikið tæknisund og til að geta notað skriðsund-
ið eins og mann langar til þarf maður að kunna
þessa tækni,“ segir Lóló sem sjálf fer daglega í
laugina til að synda og slaka svo á og skrafa í
heita pottinum á eftir. Hún segir sundinu fylgja
ólýsanleg vellíðan þar sem hún endurnærist á
líkama og sál með góðum sundspretti og spjalli.
Í hverjum hópi eru um 10 manns og er nám-
skeiðið alls átta skipti.
Að rækta líkama og sál
„Viðhorf fólks og meðvitund um reglulega
líkamsrækt hefur aukist gríðarlega þótt alltaf
megi gera betur. Það vantar ekki upplýsinga-
flæðið og fólk getur alls staðar fengið upplýs-
ingar varðandi mataræði og hreyfingu svo það
er bara spurning að nýta sér það. Ekki veitir af
á þessum tímum að rækta sál og líkama og fólk
er sannarlega að vanda sig að hugsa vel um sig í
þessu slæma árferði því auðvitað förum við létt-
ar út úr því ef við erum sátt við okkur sjálf og
nærum okkur rétt á líkama og sál,“ segir Lóló.
Skriðsund eykur þol og úthald
Líkamsrækt hefur alltaf verið
partur af lífi Matthildar Guð-
mundsdóttur, eða Lólóar eins
og hún er betur þekkt. Hún
kennir meðal annars skrið-
sund og segir sundið hafa góð
áhrif á bæði líkama og sál.
Morgunblaðið/Heiddi
Kærar minningar Lóló sló fyrsta Íslandsmetið sem slegið var í sundi í Laugardalslauginni.
KRAFTGANGA Í
ÖSKJUHLÍÐ
• Frískt loft eykur ferskleika
• Útivera eykur þol
Alhliða líkamsþjálfun jafnt fyrir byrjendur
sem lengra komna
Boðið verður upp á tvenns konar tíma. Byrjendatímar og
tímar fyrir þá sem eru vanir líkamsþjálfun.
Haust- og vetrarstarfsemi hefst þann 1. september nk.
sjá tímatöflu á kraftganga.is
Skráning og fyrirspurnir sendist á netfangið
kraftganga@kraftganga.is eða í síma 899 8199.
Frekari upplýsingar á
www.kraftganga.is
Safapressur hafa verið mjög vin-
sælar um nokkurra ára skeið og
kannski ekki að furða þar sem
fólk er sífellt að verða upplýst-
ara um nauðsyn þess að borða
vel af grænmeti og ávöxtum dag-
lega.
Það eru ýmsir kostir við það
að eiga safapressu og hún getur
sérstaklega nýst vel á barnmörg-
um heimilum. Það getur verið
erfitt að fá sum börn til að borða
grænmeti og ávexti en það er
mun auðveldara að fá þau til að
drekka alls kyns ljúffenga safa.
Það þarf ekki að fylgja sögunni
að í safanum sé spínat, appelsína
og gulrætur, eða eitthvað álíka
hollt.
Þegar fjárfest er í safapressu
er mikilvægt að huga að stærð
mótorsins þar sem hann segir til
um hve vel gengur að vinna hrá-
efnið. Vissulega getur pressa
með stóran mótor verið hávær
en kostirnir eru hins vegar að
hægt er að setja mikið í hana og
jafnvel ávexti í heilu lagi.
Safaríkir safar
Gulrótarsafi Það er hægt að
nota alla mögulegt grænmeti til
að búa til safa.