Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Þ að eru starfsmenn Macmill-an Cancer support í Londonsem sjá um skipulagninguslíkra ferða víða um heim- inn. Að jafnaði eru skipulagðar fjór- ar til sex ferðir á ári og í ár hafa ver- ið farnar hjólaferð frá London til Parísar og gönguferð um Rúmeníu og Perú. Yfirleitt fara um 60 manns saman í hverja ferð víðs vegar að frá Bretlandi, Skotlandi, Írlandi og Wales en aldursbilið hefur náð allt frá 19 ára til 65 ára. Frá Sahara til Íslands Farið var í gönguferð til Íslands fyrir fimm árum og þótti nú vera kominn tími til að endurtaka leikinn enda hafði fólk sýnt áhuga á því að ganga í stórbrotnu íslensku lands- lagi og klífa fjöll. Í fyrra gekk Shar- on yfir Sahara-eyðimörkina og segir þetta tvennt að sjálfsögðu hafa verið algjörlega ólíkt. Hitinn í Sahara var nærri kæfandi en stormur og rign- ing tóku á móti göngukonunum hér. „Sumar áttu erfitt með gönguna en það var aðallega vegna þess að veðr- ið var afleitt. Flestir höfðu æft sig vel fyrir ferðina en við sendum fólki leiðbeiningar um hversu mikið það þyrfti að ganga í viku til að ná upp nægjanlegu þoli. Auk þess merkjum við ferðirnar eftir erfiðleikastigi þannig að fólk viti hvað það er að fara út í. Þrátt fyrir erfiða göngu skemmtum við okkur mjög vel og pössuðum vel hver upp á aðra, sem er mikilvægt,“ segir Sharon. Margs konar fjáröflunarleiðir „Fólkið í ferðunum hefur aldrei hist áður en vill safna fé til styrktar líknarfélaginu af ýmsum ástæðum. Í Íslandsferðinni hafði til að mynda ein okkar nýlega misst móður sína úr krabbameini, önnur ömmu sína og eiginmaður einnar hafði nýlega greinst með krabbamein. Það er því algengast að fólk fari í ferðirnar af persónulegum ástæðum en það þarf ekki endilega að vera tengt sjúk- dómnum. Sumir vilja til dæmis ein- faldlega halda upp á stórafmælið sitt á gefandi og eftirminnilegan hátt. Fyrir ferðina sendum við fólki upplýsingapakka með hugmyndum um hvernig það geti aflað fjár. Auð- veldast ef svo má segja er að fá ein- hvern til að styrkja sig en Macmill- an er einnig í samstarfi við breskar stórvöruverslanir eins og Tesco og Somerfield sem gefa okkar fólki leyfi til að safna peningum fyrir ut- an verslanirnar á ákveðnum dögum. Sumir hafa líka skipulagt jólaveislur eða matarveislu með skemmti- atriðum og má endalaust finna nýjar hugmyndir til fjáröflunar. Fyrirtæki hafa einnig styrkt starfsmenn sína á þann hátt að tvöfalda þá upphæð sem þeir safna. Af þeim fjármunum sem safnast renna 70 prósent til samtakanna en 30 prósent fara í ferðakostnað. Á vegum Macmillan starfa bæði læknar og hjúkrunar- konur auk þess sem félagið starf- rækir byggingarsjóð. Þá höldum við út styrkjakerfi fyrir krabbameins- sjúklinga þar sem þeir geta sótt um 350 punda neyslustyrk á mánuði (um 75.000 kr. íslenskar),“ segir Sharon. Gengið um fjöll og firnindi Hópurinn gekk í alls fimm daga en leiðin breyttist nokkuð sökum veðurs. Farið var í dagsferðir en hópurinn byrjaði á að ganga á Heklu og þaðan í Landmannahelli. Þá var meðal annars gengið frá Landmannahelli í Landmannalaug- ar um Dómadal og úr Land- mannalaugum að Álftavatni yfir Hrafntinnusker. Alls voru 54 göngu- konur í hópnum auk tveggja kokka, læknis, hóps frá fyrirtækinu Disco- ver Adventure sem heldur utan um ferðir félagsins af þessu tagi og ís- lensks leiðsögumanns. Nokkurn tíma tekur að safna saman öllu því sem safnaðist en Sharon áætlar að safnast hafi um 200 til 225 þúsund pund með ferðinni. Veðurblíða Hópur göngukvenna frá Bretlandi gekk um Ísland í sumar til að safna fé til styrktar Macmillan Cancer support en alls safnaðist rúmlega 200 þúsund pund. Göngukonur Alls voru 54 manns í hópnum sem gekk í óbyggðum Íslands. Galvaskar göngukonur í Íslandsheimsókn Það er á laugardagsmorgni rétt fyrir gleðigönguna að blaðamaður gefur sig á tal við nokkrar frískar konur á kaffihúsi í miðbænum. Ein þeirra er Sharon Cottam sem segir að þær hafi komið hingað til lands til að ganga um náttúru Íslands og safna þannig áheitum fyrir Macmillan Cancer support. Gott far Nokkrar göngukvennanna fá aðstoð við að komast yfir á. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Fyrir einstaka hönnun á be hefur ReSound hlotið tvenn nýsköpunarverðlaun. be eru fyrstu tækin sem byggja á innfelldri, opinni tækni. Þau eru hulin í eyrunum og gefa eðlilega heyrn án þess að loka hlustunum. Fyrsta sinnar tegundar Hljóðneminn er í skjóli í ytra eyranu sem fangar hljóðið fyrir hann og kemur í veg fyrir vindgnauð. 2. Hljóðnemi 1.Einstök hönnun 3. Sérstaklega þægileg lögun be by ReSound falla vel og eðlilega í hlustirnar svo þau eru sérstaklega þægileg. 4. Rafhlöðulok Auðvelt er að skipta um rafhlöðu.5. Hljóðnemasnúra Snúran er mjúk og fylgir formi eyrans hún gerir það að verkum að be leggst tryggilega í eyrað og er algjörlega hulið. Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur - heyrn.isHeyrnarþjónustan Tímapantanir 534 9600 be by ReSound er í raun ósýnileg í eyrunum. BYRJENDANÁMSKEIÐ ERU AÐ HEFJAST Upplýsingar eru veittar í síma 551 4003 og á heimasíðu félagsins www.thorshamar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.