Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 27
Markmið námsins er að auka gæðin í þjálfun og
skapa betur menntaða starfstétt sem vinnur
faglega og í góðu samstarfi við aðra fagaðila
eins og sjúkraþjálfara eða íþróttaþjálfara.
Í náminu eru meðal annars tekin fyrir grunn-
fög eins og vöðva- og hreyfifræði, lífeðlisfræði,
sálfræði og þjálffræði. Þá er lögð mikil áhersla á
verklega kennslu en þjálffræði kemur inn á það
sem gert er í æfingasalnum. Sú námsgrein
snýst fyrst og fremst um greiningu á ástandi
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
M ikilvægt er að fólk fari eftir æfinga-kerfi sem hentar því persónulegaog þar geta einkaþjálfarar hjálpaðfólki að stíga fyrstu skrefin. Við
gerð æfingakerfa er nauðsynlegt að þjálfari
skoði líkamsstöðu, jafnvægi, stöðugleika,
heilsufarssögu og dagleg störf. Þetta tryggir að
þjálfunin sé rétt sett upp fyrir hvern og einn og
valdi ekki óþægindum eða jafnvel meiðslum.
Nauðsynlegt aðhald
„Það er góð hugmynd að leita til einkaþjálf-
ara, sérstaklega til að læra hvernig maður á að
beita sér rétt til að forðast það að gera mistök.
Fyrsta skrefið er einfaldlega að byrja og sumir
eiga hreinlega erfitt með það. Sumir leita til
einkaþjálfara í einn mánuð og ætla að taka
þjálfunina með trukki en gefast síðan upp. Því
myndi ég frekar mæla með því að gera samning
til lengri tíma, til dæmis þriggja mánaða, og
hitta þjálfarann ört í upphafi og síðan öðru
hvoru á lengra tímabili. Þannig fær maður
nauðsynlegt eftirlit og aðhald en getur um leið
byggt sig rólega upp. Þetta þarf líka ekki að
vera svo dýrt, ef maður kaupir sér aðstoð einka-
þjálfara öðru hvoru,“ segir Einar Einarsson,
þjálffræðikennari í ÍAK einkaþjálfaranámi
Keilis, en hann er með M.Sc.-gráðu í heilbrigð-
istæknifræði og B.Sc.-gráðu í sjúkraþjálfun.
Sérsniðið æfingakerfi
ÍAK einkaþjálfaranámið er eins árs nám þar
sem fagleg menntun einkaþjálfara er tryggð.
þar sem segja má að leitað sé markvisst að veik-
leikum viðkomandi. Skoðun og greining er gerð
á líkamsástandi hvers og eins með þar til gerð-
um prófum og í framhaldinu er búið til æf-
ingakerfi sem er sérsniðið að þörfum hvers og
eins. Þar er leitast við að lagfæra veikustu
hlekkina ásamt því að styrkja líkamann. Þjálf-
arinn raðar æfingunum upp með það að mark-
miði að líkaminn nái jafnvægi og líkamsstaðan
jafnist þannig að fólki líði betur og nái betri ár-
angri. „Þjálfun er í raun og veru ekkert einföld
þar sem standa þarf rétt að henni og nemendur
leggja hart að sér til að ná góðum árangri.
Einkaþjálfun hefur lengi verið starfsgrein án
löggildingar starfsheitis og það er eitthvað sem
ráða mætti bót á með stöðluðu námi. Þetta
myndi auðvelda fólki að velja einkaþjálfara þar
sem það veit betur hvaða menntun og reynslu
þjálfarinn hefur að baki og hvort hún nýtist
því,“ segir Einar.
Æfingakerfi fyrir
hvern og einn
Morgunblaðið/Eggert
Persónubundið Einar segir mikilvægt að búa
til æfingakerfi sem hentar hverjum og einum.
Silfurdrengirnir Einar Einarsson, þjálffræðikennari hjá Keili, að störfum með landsliðsmönnum
í handbolta en hann segir að þjálfun sé í raun og eru ekkert einföld þar sem standa þarf rétt að
henni og nemendur þurfa að leggja hart að sér til að ná góðum árangri.
Þegar hausta tekur nota margir tækifærið til að breyta lífsstíl sínum
og byrja að hreyfa sig reglulega. Þá er gott að hafa einhvern innan
handar sem hvetur mann áfram og fylgist með árangri.
MORGUNBLAÐIÐ | 27
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Betra loft
betri líðan
Airfree lofthreinsitækið
Byggir á nýrri tækni sem eyðir
• Frjókornum, ryki og myglusveppi
• Vírusum og bakteríum
• Gæludýraflösu og ólykt
• Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt
• Tilvalið á heimilið og á skrifstofuna
Hæð aðeins 27 cm
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
F
G
42
04
0
04
.2
00
8
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | www.veggsport.is
Stöðvaþjálfun 3 sinnum í viku
Skokk – spinning – tækjasalur 2 sinnum í viku
Áhersla : Þol – Styrkur – Liðleiki – Mikil brennsla
Vikulegar mælingar og ráðleggingar um mataræði
Tímar: kl.6:30 | 7:45 | 9:30
Upplýsingar og skráning í síma 577-5555
HÖRKU
ÁTAKSNÁMSKEIÐ
Hörku átaksnámskeið er að hefjast í Veggsport
5 vikna námskeið - 5 sinnum í viku
Hentar konum jafnt sem körlum
Kennari er Nadja