Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
G enginn verður síðastiáfangi Laugavegarins fráEmstrum og niður í Þórs-mörk en það er Ferðafélag
Íslands sem stendur fyrir göngunni
þann 19. september. Farið verður
að morgni úr Reykjavík og ekið inn
á Emstrur og að skálunum sem eru
við Fremri-Emstruá. Á ánni var
vígð göngubrú haustið 1978 sem
hefur reyndar skemmst í flóðum og
þurft að reisa hana við. Sumarið
1979 var búið að skapa aðstöðu til
göngu um Laugaveginn en farar-
stjóri ferðarinnar, Kristján M.
Baldursson, var meðal þeirra sem
gengu leiðina það sumar.
Þægileg haustlitaganga
„Aðalleiðin liggur um Almenninga
sem er gamalt afréttarsvæði en þar
hefur ekki verið rekið sauðfé í ein
20 ár sem hefur hlíft því fyrir beit.
Svæðið er því kjarri og gróðri vaxið
og gróðursælasti áfangi Laugaveg-
arins. Gengið er með nesti til dags-
ins en gangan tekur um sex til sjö
tíma og er endað í Skagfjörðsskála í
Langadal í Þórsmörk með tilheyr-
andi hátíðartilbrigðum og góðri
grillveislu. Þetta er þægileg ferð og
engar fjallgöngur þar sem leiðin
liggur frekar niður í móti en reynd-
ar þarf að vaða Þröngána þannig að
fólk þarf að hafa með sér vaðskó. Á
sunnudagsmorgni er síðan hægt að
fara í morgungöngu um svæðið
enda nóg af gönguleiðum í Þórs-
mörk. Þarna er kominn haustlita-
tíminn sem er kannski einn
skemmtilegasti tíminn í Þórsmörk
og víða í óbyggðum þar sem hita-
stigið er orðið lægra og kulið
hreinsar loftið og gerir útsýnið tær-
ara. Þessa göngu vilja allir prófa
sem stunda gönguferðir eða komast
á bragðið. Laugavegurinn er með
mögnuðustu gönguleiðum af þessu
tagi og má segja að hún sé ein
helsta og þekktasta gönguleið á
milli skála sem er stikuð í óbyggð-
um þó það finnist nú fleiri. Hún er
líka orðin heimsfræg því það eru
ekki síður margir erlendir ferða-
menn sem ganga þessa leið en sjálf-
ur er ég í forsvari fyrir Trex hóp-
ferðamiðstöðina og við höfum í
mörg ár skipulagt gönguferðir um
Laugaveginn fyrir útlendinga sem
hafa notið vinsælda,“ segir Kristján.
Ekki fyrir of miklar áskoranir
Kristján hefur ætíð gengið
Laugaveginn á þremur dögum, frá
Landmannalaugum niður að Álfta-
vatni, þaðan niður á Emstrur og
loks niður í Þórsmörk sem hann
segir alltaf hafa verið einn af sínum
uppáhaldsstöðum. Hann segir að í
sinni útivist og gönguferðum sé
hann lítið fyrir að setja sér áskor-
anir eins og fólk hafi gjarnan gert í
seinni tíð. Hann vilji setja skil á
milli þeirra sem noti gönguferðir
sem þjálfun og þeirra sem frekar
vilji staldra við reglulega og njóta
náttúrunnar enda tengist göngu-
ferðir og útivera alls kyns áhuga-
málum eins og náttúrunni og
gróðri, jarðfræði, minjum og sögu.
Hann hefur alltaf reynt að kynnast
nýjum stöðum og segist nú í sumar
hafa uppgötvað suðurhluta Vest-
fjarðanna, Reykhólasveitina og firð-
ina í Barðastrandarsýslunum sem
kjörið göngusvæði enda mikil
náttúruparadís með fallegri nátt-
úru.
Gönguskíði á veturna
„Það er sífellt að koma nýtt fólk
inn í félagið og nægur áhugi fyrir
hendi. Allt mögulegt er hægt að
gera í tengslum við göngur og mér
finnst til dæmis spennandi að fara í
þemaferðir. Hægt er að stunda
gönguferðir allt árið en sjálfur tek
ég reyndar fram gönguskíðin á vet-
urna. Gönguferðir yfir vetrartímann
byggjast auðvitað á því að vera við
öllu búinn. Mikilvægt er að leita sér
upplýsinga á meðan fólk er að öðl-
ast reynslu og fara vel af stað
þannig að fólk verði ekki hvekkt.
Grunnþættir eru skórnir ásamt góð-
um hlífðar- og regnfatnaði, hafa
með sér nesti og heitt á brúsa og
velja sér leið af skynsemi sem fólk
telur sig ráða við,“ segir Kristján.
Í 30 ára göngu á Laugaveginum
Leiðsögumaður Kristján á göngu hjá Stórahver í Krýsuvík ásamt tíkinni Klemmu.
Ótal margir göngugarpar
hafa gengið Laugaveginn
sem orðin er ein vinsæl-
asta gönguleið landsins. Í
september verður því fagn-
að að 30 ár eru liðin síðan
leiðin var gengin skipulega
í fyrsta sinn.
» Allt mögulegt er
hægt að gera í
tengslum við göngur og
mér finnst til dæmis
spennandi að fara í
þemaferðir.
Vel hirtar tennur hafa mikið
með hraustlegt og fallegt útlit
að gera. Mikilvægt er að fara
til tannlæknis öðru hvoru til
að láta skoða tennurnar og
sérstaklega ef grunur er um
að eitthvað sé að. Ógrynni er
til af mismunandi tann-
burstum og best fyrir hvern og
einn að velja þann sem hentar
viðkomandi best og skipta
reglulega um bursta þegar
hann er orðinn úr sér genginn.
Tannþráður og tannstönglar
ættu líka aldrei að vera langt
undan og hægt að hafa tann-
stöngla í vasanum eða veskinu
til að hreinsa úr tönnunum að
loknum matmálstíma. Síðan er
að bursta tennurnar vandlega
kvölds og morgna og sumir
kjósa líka að nota munnskol.
Hraustar tennur
Fallegt bros Miklu skiptir að
hirða tennurnar vel.
• Hjarta og æðakerfi
• Kólesteról í blóði
• Blóðþrýsting
• Liði
• Orkuflæði líkamans
• Minni og andlega líðan
• Námsárangur
• Þroska heila og miðtaugakerfi
fósturs á meðgöngu
• Rakastig húðar
Í fitusýrum er að finna undirstöðefni sem eru okkur
lífsnauðsynleg á sama hátt og prótín, vítamín, steinefni o.fl.
Udo‘s Choice fæst í apótekum og heilsubúðum
Lífsnauðsynlegar
fitusýrur á hverjum degi!
Udo's choice 3•6•9 olíublandan er fullkomin
blanda af lífsnauðsynlegum fitusýrum sem
byggja upp ónæmiskerfið og hafa áhrif á:
Rólegt og mjúkt jóga
Morgunjóga kl. 10, þriðjudaga og fimmtudaga
Endurnærandi jóga
Hádegisjóga kl. 12.10, þriðjudaga og fimmtudaga
Hatha/ kripalujóga og Kundalinijóga
Síðdegisjóga kl. 17.15, mánud., þriðjud. og fimmtudaga
Maggý
Elínbet
Mecca Spa | Nýbýlavegi 24, Kópavogi | 821 7482 | yogamedmaggy@simnet.is