Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
É g vissi ekki hvað osteópatíavar áður en ég fór að lesamér til á netinu og sá þá aðþetta nám var einmitt það
sem ég hafði verið að leita að. Þetta
tók mig nokkur ár en á þeim tíma
lærði ég bæði nudd og svæðanudd.
Það sem vakti áhuga minn á nám-
inu var að í því fær maður svo
heildræna sjón á mannslíkamann
og hægt er að sérhæfa sig í svo
mörgu tengdu heilsu. Í osteópatíu
er líka unnið að því að leyfa lík-
amanum að lækna sig sjálfur sem
mér finnst svo heillandi,“ segir Ant-
onía.
Hnykkt og nuddað
British School of Osteopathy er
elsti starfandi skólinn í Bretlandi í
sínu fagi. Námið er alls fjögur ár en
fimm ár fyrir þá sem þurfa að ljúka
fornámi og útskrifast nemendur
með meistaragráðu þar sem fleiri
einingum er lokið en í grunnnámi.
Antonía mun hefja annað námsár
sitt nú í haust en áður þurfti hún að
taka eins árs fornám til að bæta við
sig þekkingu í vísindagreinum.
Mikil áhersla er lögð á verklegan
þátt námsins en fyrsta árið er þó að
mestu bóklegt og mjög læknis-
fræðilegt að sögn Antoníu. Á þriðja
ári byrja nemendur síðan að fá til
sín sjúklinga og greina þá. „Ég
myndi segja að osteópatía væri
blanda af hefðbundnum og óhefð-
bundnum lækningum. Útskrifaður
osteópati hefur í raun sömu þekk-
ingu á mannslíkamanum og læknir
en nýtir hana allt öðruvísi. Mest er
unnið með stoðkerfið, liðamótin og
vöðvana eða tauga- og vöðva-
stoðkerfið og osteópati notar þær
aðferðir að hnykkja og nudda.
Hægt er að sjá hvort viðkomandi á
við taugavandamál að etja og vísa á
lækni ef þarf en hreyfanleiki liða-
móta er annað sem osteópatar með-
höndla gjarnan. Annars er hægt að
nota osteópatíu á margan hátt og
við skólann minn er til dæmis
kennd meðhöndlun eyðnisjúklinga,
óléttra kvenna og heimilislausra svo
fátt eitt sé nefnt,“ segir Antonía.
Hið andlega æðra
Antonía hefur mikinn áhuga á
andlega sviðinu og trúir sterkt á
tengsl sálar og líkama. Hennar per-
sónulega skoðun er sú að hið and-
lega nái langt út yfir það líkamlega
og hún trúir að fólk geti stjórnað
öllu með hugarfari sínu og með því
að breyta því megi lækna ótrúleg-
ustu sjúkdóma. Hún hefur lengi
velt fyrir sér því er varðar andlega
hlið líkamlegrar heilsu og vonast til
að geta starfað á því sviði í framtíð-
inni. „Maður skynjar ýmislegt í
orkunni frá fólki og oft getur mað-
ur líka lesið í ástand fólks um leið
og það kemur inn til manns á því
hvernig það andar og annað slíkt.
Ég trúi að þær breytingar sem eiga
sér stað í heiminum hafi þau áhrif
að við förum aðeins að skipta út
hugarfarinu og vakna upp til lífsins
yfir höfuð. Fólk verður að endur-
skoða sjálft sig og líf sitt þegar það
kemur svona krísa og ég held að
það þjóni góðum tilgangi að lokum
þó það sé erfitt á meðan á því
stendur. Ein lífsreglan mín er sú að
gera allt sem manni finnst gaman
því það eykur um leið orkuna hjá
manni,“ segir Antonía.
Krísan þjónar tilgangi að lokum
Morgunblaðið/Eggert
Nuddar og hnykkir Antonía Sigtryggsdóttir leggur stund á nám í osteópatíu í London.
Starfsstétt osteópata hér á landi er fámenn enn sem
komið er en Osteópatafélag Íslands var stofnað árið
2002. Að tilstuðlan félagsins fékk stéttin löggildingu
árið 2005. Antonía Sigtryggsdóttir stundar nám í os-
teópatíu við British School of Osteopathy í London.
»Maður skynjar ýmis-legt í orkunni frá
fólki og oft getur maður
líka lesið í ástand fólks
um leið og það kemur
inn til manns.
- enginn viðbættur sykur
- engin rotvarnarefni
- engin litarefni
Dreifingaraðili:
Sími 562 6222, fax 562 6622, pantanir@arka.is
Berry safarnir
eru fullir af andoxunarefnum
og vítamínum