Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is A uður Ingibjörg Konráðs-dóttir miðlar nú af sínumviskubrunni og heldurfróðleg og skemmtileg námskeið í matreiðslu á fljótlegum og hollum réttum. Einnig getur hún komið í heimahús og galdrað þar fram holla rétti fyrir mat- argesti. „Ég er kokkur og bakari og starfaði sem slíkur lengi vel en þessar sætu kökur freistuðu mín aldrei heldur var kökugerðin frekar eitthvað skemmtilegt sem maður vann með, eins og leir. Mér leið líka ekkert vel með að gefa fólki óholl- ustu og fann þegar ég skipti yfir í heilsustaðina að mér fannst skemmtilegra að gefa fólki holl- ustumat sem ég vissi að myndi gera því gott. Á heilsustöðunum fann ég mig algjörlega og það er ákveðin hugsjón hjá mér að vilja láta fólki líða vel eftir að hafa borðað hollan mat hjá mér,“ segir Auður sem starfað hefur á veitingastöðunum Grænum kosti, Á næstu grösum og Manni lifandi. Eldar í heimahúsum Auður segir allar tegundir af grænmeti í uppáhaldi hjá sér og þá helst ferskt og lífrænt grænmeti. Nú á tímum sé mikilvægt að fólk styðji við íslenska framleiðslu svo ekki sé talað um lífræna. Hún segir Íslend- inga vera mjög duglega að prófa nýja hluti en um leið séu margir hræddir við að prófa svona elda- mennsku og þar komi hún til sög- unnar og geti miðlað fólki af reynslu sinni. Námskeiðin eru tvíþætt en annars vegar getur fólk sótt styttri námskeið sem byggjast á fyrirlestri og sýnikennslu þar sem fólk fær létta máltíð að lokum og uppskriftir til að taka með sér heim. Hins vegar er lengra námskeið fyrir þá sem vilja elda sjálfir og spreyta sig á uppskriftum undir leiðsögn og endar það námskeið með sameiginlegu borðhaldi. Þá vinnur Auður nú að því að fá ýmsa gesti tengda ólíkum þáttum matargerðar í heimsókn á námskeiðin og fólk fær smá gjafa- körfu til að taka með sér heim. Fólk getur líka fengið Auði í heimahús og þá er hún búin að elda mestmegnis fyrirfram en heldur auk þess létta sýnikennslu og spjallar um mat- reiðsluna. Fólk fær síðan uppskriftir til að taka með sér heim og getur setið saman í rólegheitum á meðan Auður gengur frá eftir matinn. Þessa þjónustu fór Auður af stað með í sumar og segir hana hafa fengið mjög góð viðbrögð og reynst skemmtilega. Frábært íslenskt rótargrænmeti „Ég kenni fólki að elda grænmet- isrétti en allir þeir réttir geta verið annað hvort aðalréttir eða meðlæti með kjöt- og fiskréttum. Sjálf er ég mjög hrifin af rótargrænmeti þessa dagana og nú er til fullt af frábæru slíku íslensku grænmeti í versl- unum. Annars er mexíkanskur og ítalskur matur alltaf í uppáhaldi hjá mér auk þess sem mér finnst gaman að taka hefðbundna rétti og gera þá hollari,“ segir Auður. Hún lærði matreiðslu á Hótel Holti og bakstur og skreytingar í Johnson & Wales University, R.I. Hún hefur starfað víða erlendis meðal annars á The Ritz Carlton í Boston og í Carber- ry’s Bakery and Coffee House í Boston. Byggborgarar 3 msk ólífuolía 200 gr bygg, soðið 1 lítil bökunarkartafla, soðin, kæld og stöppuð 4 meðalstórar gulrætur, rifnar 6 meðalstórir sveppir, saxaðir 3 vorlaukar, smátt skornir ½ rauð paprika, smátt söxuð 2 hvítlauksrif, smátt saxað 1 tsk cummin 1 tsk turmeric Sjávarsalt og pipar eftir smekk Aðferð: Blandið öllu vel saman og smakkið til með sjávarsalti og pipar. Mótið klatta og bakið í ofni á 190°C í 12 mínútur á hvorri hlið. Ofnsteikt rótargrænmeti Notið hvaða rótargrænmeti sem hugurinn og maginn girnist. Í þessu tilfelli notaði ég einstaklega girni- legar kartöflur. Ég mæli með ís- lenskum kartöflum sem eru sæl- gæti á þessum árstíma. Aðferð: Grænmetinu er velt upp úr góðri olíu og sjávarsalti og rósmaríni stráð yfir. Bakað í ofni við 190°C í ca 30 mín. Kartöfluréttur Íslenska grænmetið má nota í ýmsa ljúffenga rétti með lítilli fyrirhöfn. Hollir borgarar Saman verða bygg og grænmeti herramannsmatur. Kökurnar freistuðu aldrei Morgunblaðið/Árni Sæberg Hugsjónakona Auði finnst skemmtilegast að elda hollan mat handa fólki. Auður Ingibjörg Konráðs- dóttir tók mataræðið í gegn fyrir 17 árum þar sem hún var komin með ofnæmi. Auður sem er lærður bakari og kokkur sneri þá við blaðinu og gerðist grænmetisæta. Nú undir lok sumars taka við falleg síðsumarkvöld þar sem farið er að rökkva og haustið liggur í loftinu. Þá er tilvalið að fara í frískandi kvöldgöngu sér til heilsubótar og jafnvel skreppa í sund ef veðrið er stillt. Á eftir er síðan gott að hafa það notalegt heima við, kveikja á kerti og hringa sig undir teppi í stofusófanum. Hressandi Göngutúr er góð líkams- rækt sem flestir geta stundað. Notaleg kvöldganga Ingibjörg Gummi Talya Örn Anouk www.yogashala.is - sími 553 0203 reykjavík Leiðin til þín Ashtanga vinyasa yoga Yogaflæði Heitt yoga Hatha yoga - rólegir tímar Byrjendanámkeið Opnir tímar Yoga nidra - djúpslökun til að s tunda yoga Þú þarft e kki að geta þetta Heilbrigður lífstíll Frír prufutími

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.