Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ | 17 Flest virðist rannsakað nú til dags og nú leiða nýjustu rann- sóknir bandarísks háskóla líkur að því að hjónaband geti bætt svefn fólks. Samkvæmt þeim sofa giftar konur eða konur í föstu sambandi betur en þær sem aldrei hafa gifst eða misst hafa maka sinn. Þá sýndu rannsóknirnar einnig að þeir sem eru hamingjusamlega giftir eiga síður við svefnvanda- mál að stríða, en ólga og ósætti getur eyðilagt svefninn. Nauðsynlegt að aðlagast Þó leiddi rannsóknin einnig í ljós nokkuð athyglisvert sem var að konur sem voru einhleypar í byrjun rannsóknarinnar, sem náði yfir alls átta ár, en byrjuðu í sam- bandi á þeim tíma sváfu almennt verr en þær sem þegar voru gift- ar. Þótti þetta benda til þess að nýgiftar konur hefðu ekki aðlag- ast því jafn-vel að sofa með ein- hvern við hlið sér eins og þær sem giftar höfðu verið í lengri tíma. Alls tóku 360 konur á miðjum aldri þátt í rannsókninni af öllum kynþáttum. Á heimili kvennanna var komið fyrir sér- stökum mælum sem skráðu svefn- mynstur þeirra en einnig voru þær beðnar að segja frá sam- böndum sínum til að hægt væri að meta áhrif tryggra hjónabanda á móti óstöðugri svo og skilnuðum. Notalegheit Giftar konur sofa mun betur samkvæmt rannsóknum. Giftar sofa betur Þó auðvitað sé gott og hollt að borða mikið af hollum mat langar flesta öðru hverju í eitthvað dálítið óhollara. Þá er um að gera að njóta þess öðru hvoru að fá sér eina kökusneið eða hamborgara. Jákvætt hugarfar skiptir miklu varð- andi slíkt en ef þú hugsar með þér að þetta ættir þú ekki að hafa borðað láta þær nei- kvæðu hugsanir þér líða enn verr. Munið að allt er gott í hófi og það er allt í lagi að njóta saklausra synda líka! Já takk! Það er allt í lagi að fá sér köku og sætindi öðru hvoru. Allt er gott í hófi Það eru ótalmargir sem sofa ekki nægilega mikið á næturn- ar og afsakanirnar snúast oft- ar en ekki um tímaleysi. Fólk hefur því of mikið að gera til að sofa og það fer því gjarnan seint í rúmið sem gerir það að verkum að morguninn er oft fullur af álagi og stressi. Það er því gott að hafa í huga að svefnleysi kemur sennilega í veg fyrir að fólk geti hugsað og starfað af fullum krafti og auðveld verkefni verða því mun erfiðari fyrir vikið auk þess sem þau taka mun lengri tíma. Þreyttur Það er nauðsyn- legt að ná mjög góðum svefni á hverri nóttu. Of mikið að gera AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Björg Árnadóttir Íslandsmeistari í Reykjavíkurmaraþoni kvenna 2008 Ásthildur Sara Björk Svavar Örn Hannes Aron Telma Karen Aukin orka EAS orkuvörur fyrir hlaupara, útivistarfólk, hjólreiðamenn, kylfinga, fólk sem stundar boltaíþróttir eða æfingar og óskar eftir aukinni orku. Þetta skiptir allt máli. Nám í Svæðameðferðarskóla Þórgunnu Uppl. í síma 896 9653 og á www.heilsusetur.is Kynningarnámskeið í boði 3 sept. nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.