Morgunblaðið - 31.08.2009, Page 4

Morgunblaðið - 31.08.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 24.990 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með skött- um til Alicante. Sértiboð 24. september og 8., 15., 22. og 29. október. Flugsæti aðra leið með sköttum frá Alicante. Sértiboð 17. og 24. september og 8., 15., 22. og 29. október. Verð fram og til baka á þessum dagsetningum kr. 49.990. Takmarkaður fjöldi sæta á þessu verði. Síðustu sætin! Alicante í sept og okt. frá kr. 24.990 Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina við Alicante í sept- ember eða október á hreint ótrúlegu verði. Bjóðum sértilboð á takmörkuðum fjölda flugsæti á völdum dagsetningum. Gríptu tækifærið og tryggðu þér flugsæti á frábærum kjörum. Eftir Þröst Emilsson og Sigurð Boga Sævarsson LÖGREGLA rannsakar nú tildrög eldsvoða í Laugarásvídeói í Reykja- vík í fyrrinótt. Margt bendir til íkveikju. Nánast allt myndasafn leig- unnar, um 40 þúsund kvikmyndir, eyðilagðist auk þess sem miklar skemmdir urðu á innanstokks- munum. Leigan er í þriggja hæða húsi á horni Dalbrautar og Sæbraut- ar en á efri hæðum þess eru íbúðir. Fólk sem þar bjó varð eldsins fyrst vart og flýtti sér út á nærklæðum. Slökkvistarf á vettvangi gekk greið- lega en auk þess kom Rauði krossinn að málum og veitti fólki aðhlynningu. Hellti inn um skilalúguna Tilkynning um eldvoðann barst klukkan hálffjögur um nóttina. „Hér var opið til klukkan eitt. Ég var hins vegar að vinna til klukkan þrjú í ýms- um frágangi. Þá hélt ég til míns heima sem er hér í næstu götu. Var varla kominn inn úr dyrunum þar þegar einn íbúanna á Dalbraut hringdi í mig og sagði að vídeóleigan væri að brenna,“ segir Gunnar Jós- efsson, eigandi Laugarásvídeós. Þegar slökkvilið kom að skíðlogaði í húsinu. Fimm eftirlitsmyndavélar eru í Laugarásvídeói og var upp- tökubúnaður og annar tölvubúnaður í eldtraustu herbergi, þar sem áður voru peningageymslur í útibúi Ís- landsbanka sem lengi var í húsinu. Á upptökum úr myndavélunum sést hvar maður kemur akandi að leig- unni, gengur að útihurð og kastar einhverju inn um skilalúguna. „Þetta er að líkindum karlmaður en hann hendir tusku eða einhverju slíku inn og beygir sig síðan niður og hellir einhverju inn um lúguna. Í kjöl- farið blossar upp mikill eldur. Það sést glöggt á upptökunum hvernig allt fuðrar upp. Það er svakalegt að skoða þetta,“ segir Gunnar sem er bjartýnn á að lögreglu takist að hafa hendur í hári brennuvargsins. Sjálfur kveðst hann ekki geta ímyndað sér hver hafi þarna verið að verki. „Sjálfur tel ég mig ekki eiga óvild- armenn.“ Tjónið 200 milljónir Laugarásvídeó er ein rótgrónasta vídeóleiga landsins, var opnuð fyrir 23 árum og hefur í tímans rás átt marga trausta viðskiptavini. Svo til allt brann í nótt sem brunnið gat og er tjónið gríðarlegt. Ætla má, að sögn Gunnars, að virði húsnæðisins hafi verið um 40 milljónir og miðað við einfalda þumalputtareglu megi ætla að virði myndanna á leigunni, sem voru rétt tæplega 40 þúsund, sé um 160 milljónir kr. Tjónið er því sam- anlagt 200 milljónir króna. Sumar kvikmyndanna sem fóru í brunanum fáist þó seint bættar, að ætla má, enda segist Gunnar hafa lagt sig sérstaklega eftir gullmolum kvikmyndasögunnar og myndum á öðrum tungum en hinni engilsaxn- esku, nokkuð sem fæstar aðrar vídeó- leigur bjóði. Minn klaufaskapur „Tryggingamál hefðu vissulega mátt vera í betra lagi sem er minn klaufasakapur,“ segir Gunnar Jós- epsson. Hann segir það þó engu breyta um áform sín um að opna víd- eóleiguna aftur, eftir um tvo mánuði. Allt bendir til íkveikju  Tugir þúsunda kvikmynda ónýtir eftir bruna í Laugarásvídeói í fyrrinótt  Margir helstu gullmolar kvikmyndasögunnar voru á leigunni  Tjónið nemur 200 milljónum króna, segir eigandinn Sótugt Viðkvæmur tölvubúnaður eyðilagðist. Tryggingar á vídóleigunni hefðu mátt vera betri, segir eigandinn. Húsið Laugarásvídeó er á horni Dalbrautar og Sæbrautar og hefur haft sérstöðu fyrir fjölbreytt úrval kvikmynda. Skemmdir Myndbandsspólur og DVD-diskar bráðnuðu niður eins og smjör á pönnu. Á leigunni voru um 40.000 myndir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eigandinn Þrátt fyrir ágjöf stefnir Gunnar Jósefsson í Laugarásvídeói að því að opna leiguna aftur fljótlega. Lögreglan vinnur af krafti að rannsókn á brunanum í vídeó- leigunni við Dalbraut. Rann- sóknarlögreglumenn unnu sleitulaust allan daginn í gær við málið. „Við höfum engan handtekið ennþá,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar Lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Myndbandstökur af vettvangi segir hann misjafnar að gæðum og því ekki hægt að fullyrða hvort þær gagnist. Ef rétt reynist að um íkveikju hafi verið að ræða má sá sem að henni stóð búast við harðri refs- ingu. Þannig segir í 164. grein al- mennra hegningarlaga að refs- ing skuli vera ekki lægri en tveggja ára fangelsi, enda hafi sá sem verkið vann séð fram á að mönnum yrði bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér aug- ljósa hættu á skemmdum. Viðurlögin eru hörð KONAN mín vaknaði við spreng- ingar og bjóst þá við að sjá flug- eldasýningu. Þetta reyndist hins vegar vera eldsvoði og þá var ekki annað að gera en að koma sér út í hvelli,“ segir Páll Stefánsson ljós- myndari. Hann býr með fjölskyldu sinni, eiginkonunni Áslaugu Snorradóttur og tveimur börnum þeirra, á Dalbraut 3, þar sem Laug- arásvídeó er á neðstu hæð. Á ann- arri hæð búa foreldrar Áslaugar. „Atburðir næturinnar eru í upp- rifjuninni svolítið óraunverulegir. Hingað kom fjöldi slökkviliðsbíla og menn gengu fumlaust í þetta. Ég fékk því strax þá tilfinningu að slökkviliðið réði við þetta. En það er ótrúlegt að menn skvetti bensíni og beri eld að byggingu þar sem sofandi fólk er innandyra. Afleið- ingarnar geta verið skelfilegar,“ segir Páll, sem fékk að fara með fjölskyldu sinni inn í íbúðina um klukkan fimm um nóttina, en þá hafði slökkviliðið ráðið niðurlögum eldsins. Í gær var fólk svo í óðaönn við að reykræsta íbúðina með því að opna glugga svo trekkti í gegn. sbs@mbl.is Flúðu þegar flugeldasýningin reyndist vera eldsvoði Morgunblaðið/Árni Sæberg Tiltekt Páll Stefánsson og Stefán sonur hans hreinsuðu mettaða svefnpoka á Dalbrautinni í gær. Heimilið slapp vel en reykjarlyktin var þrúgandi. Óraunverulegt í upprifjuninni, segir Páll Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.