Morgunblaðið - 31.08.2009, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 31.08.2009, Qupperneq 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009 Verðsssprengja! MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG Ýsuflök m. roði 1.140,- Ýsuflök, roðl. og beinl. 1.280,- Þorskflök m. roði 1.140,- Rauðsprettuflök 1.090,- Bleikjuflök 1.490,- Raspaðir ýsubitar 1.280,- Reykt ýsa 1.470,- Fiskibollur 1.090,- Plokkfiskur 1:090,- Sigin grásleppa 1.190,- Gellur –nýjar og nætursaltaðar 1.340,- Kinnar –nýjar og nætursaltaðar 1.340,- Marineruð löngusteik 1.090,- Steinbítssteikur 1.190,- – Parmesan – Indversk – Sinneps & grasl. – Karrý og kókos – Béarnaise Ýsaísósu:1.150,- FLÖK STEIKUR ÝMISLEGT HEITUR MATUR Í HÁDEGINU Matseðill dagsins Brasseruð keila m. hvítvínssósu hrísgrjónum og salati Pönnusteikt ýsa m. lauksmjöri, kartöflum og salati Ekta plokkfiskur m. rúgbrauði og tilheyrandi Djúpsteiktur fiskur, kartöflur, sósa og salat Nr.1 Bjóðum kaffi og “meððí”milli kl. 16 og 19 mánud. og þriðjud. Gildir á meðan birgðir endast! Nr.2 Nr.3 Nr.4 Bryggjuhúsið, Höfðabakka 1, 110 Reykjavík • Opið virka daga frá 10:00 - 19:00 • Sími: 587 5070 VIÐ GULLINBRÚ „ÞAÐ er sama hvernig maður veltir lögum og réttarvenjum, konur fá ekki vernd og þessi hætta er ekki tekin alvarlega,“ segir Guðrún Jónsdóttir, tals- kona Stígamóta. Henni þykir ekki nægilegt hald í úrræðum sem fyrir hendi eru til verndar þeim sem orð- ið hafa fyrir heimilisofbeldi. Guðrún telur að þegar búið er að sakfella mann fyrir mjög alvarleg brot á lægra dómsstigi eigi meðferð á honum að vera eftir því þar til önnur niðurstaða fæst. Hann eigi ekki að ganga laus. Nafnbirtingar eftir atvikum „Yfirhöfuð finnst mér nafnbirt- ingar mjög varhugaverðar í svona málum því þau snerta svo marga aðra en ofbeldismanninn,“ segir Guðrún en sambýliskona Bjarka er í DV um helgina sögð vilja að nafn hans sé birt til verndar öðrum kon- um. Guðrún telur að þegar svo ber undir sé rétt að nöfnin séu gerð op- inber, fórnarlömbin eigi að hafa eitthvað um málið að segja. Ekki sé þó hægt að setja fram neina al- menna reglu um þetta, meta verði hvert mál fyrir sig. Úrræðin ekki full- nægjandi Slæmt að sakfelldir menn gangi lausir Guðrún Jónsdóttir FRÉTTASKÝRING Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is MAÐURINN, sem dæmdur var í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. júlí fyrir bar- smíðar og gróft kynferðisofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni, er frjáls ferða sinna um þessar mund- ir. Dómnum var áfrýjað til Hæsta- réttar Íslands og verður ekki fram- fylgt fyrr en niðurstaða Hæstaréttar í málinu liggur fyrir. Fyrst og fremst er krafist frávís- unar málsins á grundvelli vanhæfis þeirra sem komu að málinu hjá lög- reglu og ríkissaksóknara. „Við gerum auðvitað kröfu um sýknu til vara, það er bara venju- bundið þegar menn hafa lýst sig sak- lausa,“ segir Hilmar Ingimundarson, lögmaður Bjarka Más Magnússonar, sakbornings í málinu. Bjarki er fæddur 1973 og er stjórn- málafræðingur að mennt. Var hann í héraði fundinn sekur um að hafa beitt eiginkonu sína ýmiss konar ofbeldi í hartnær tvö ár. Meðal þess sem hann var dæmdur fyrir var að hafa þvingað hana til samræðis við fjölda annarra karlmanna. Á sjöunda hundrað mynda og tuttugu myndskeið af at- hæfinu voru meðal sönnunargagna í málinu. Dómurinn taldi brotin einkar ófyrirleitin og sagði Bjarka ekki eiga sér neinar málsbætur. Málið ætti sér enga hliðstæðu hér á landi. Gæsluvarðhalds ekki krafist Ekki er heimild í lögum til að fara fram á gæsluvarðhald eða að af- plánun dóms hefjist eftir að máli er áfrýjað til Hæstaréttar. Bjarki sætti gæsluvarðhaldi í þágu rannsókn- arhagsmuna 11. til 24. janúar 2008 en ekki var farið fram á lengra varðhald þar sem rannsóknarhagsmunum var talið borgið. Samkvæmt upplýsingum frá emb- ætti ríkissaksóknara var talið afar hæpið, með hliðsjón af fordæmum dómstóla, að fallist yrði á gæslu- varðhald á grundvelli hættu á frekari brotum eða almannahagsmuna. Ásamt því að forsendur framleng- ingar nálgunarbanns sem Bjarki mátti sæta frá 29. janúar til 31. júlí í fyrra voru í Hæstarétti ekki taldar fyrir hendi var þetta talið útiloka með öllu að krafa um gæsluvarðhald á fyrrnefndum grunni næði fram að ganga. Var þess því ekki krafist í mál- inu. Miklar kröfur til sönnunar Hefði varðhald á grundvelli al- mannahagsmuna fengist hefði verið hægt að krefjast framlengingar þess fram að meðferð Hæstaréttar á mál- inu. Þar sem svo var ekki eru ekki fyrir hendi forsendur í lögum sem heimila að sakborningur sé sviptur frelsi sínu. Gengur Bjarki því laus. Að áliti lögfróðra manna og sam- kvæmt upplýsingum frá rík- issaksóknara gera íslenskir dóm- stólar ríkar kröfur til að sýnt sé fram á að almannahagsmunir eða hætta á ítrekuðum brotum krefjist gæslu- varðhalds. Er þetta eðlilegt í ljósi þess að gæsluvarðhald er mjög þung- bær ráðstöfun. Vegast í þessu á sjón- armið um almannaöryggi og réttindi sakbornings. Morgunblaðið/ÞÖK Ógn ofbeldis Ótti við barsmíðar og skapofsa mannsins knúði konu hans til að taka þátt í kynlífsathöfnum gegn vilja sínum. Myndin er sviðsett. Frjáls þrátt fyrir dóm  Sakborningur áfrýjaði átta ára fangelsisdómi fyrir fordæmalaust ofbeldi gegn sambýliskonu sinni  Maðurinn gengur laus þar til Hæstiréttur tekur málið fyrir Maður sem sakfelldur var fyrir að þvinga sambýliskonu sína til samræðis við aðra menn og ann- að ofbeldi gengur laus. Afplánun dómsins hefst ekki fyrr en nið- urstaða Hæstaréttar liggur fyrir. Í HNOTSKURN » Í Héraðsdómi Reykjavík-ur var Bjarki fundinn sek- ur um fimmtán kynferðisbrot gegn fyrrverandi sambýlis- konu sinni og fjölda líkams- árása. » Einnig var hann dæmdurfyrir hótanir og líkams- árás gegn föður sínum. » Hann hefur ekki áðurgerst sekur um refsiverða háttsemi svo vitað sé.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.