Morgunblaðið - 31.08.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.08.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009 Herfilegar mótsagnir eru í mál-flutningi Vinstri grænna um ríkisfjármálin.     Ögmundur Jón-asson heil- brigðisráðherra hefur til dæmis skorið upp herör gegn reykingum og ætlar að halda landsins fyrsta tób- aksvarnaþing hinn 11. september.     Það er að sjálfsögðu góðra gjaldavert að reyna að draga úr reyk- ingum. Það sparar t.d. peninga í heilbrigðiskerfinu eins og ráð- herrann bendir á.     En ef allir reykingamenn hættu aðreykja á morgun, missti ríkis- stjórnin, sem VG situr í, af stórum tekjupósti. Stutt er síðan álögur á tóbakið voru auknar stórlega til að afla ríkissjóði peninga í hallærinu.     Frá flokksráðsfundi VG umhelgina kemur tillaga um að „auknar álögur verði fyrst og fremst lagðar á þann hluta samfélagsins sem stendur undir frekari álögum, t.d. með stighækkandi hátekjuskatti, þrepaskiptum stóreigna- og erfða- skatti og skattlagningu fjármagns- tekna til jafns við launatekjur.“     Hljómar óneitanlega fallega.     Staðreyndin er þó sú, að verðiauknar álögur eingöngu lagðar á hátekju- og stóreignafólkið, kemur voða lítið í ríkiskassann.     Þegar allt kemur til alls nær ríkiðekki fleiri krónum í kassann nema skattleggja allan almenning.     Til dæmis þá, sem reykja þrjápakka á dag. Ögmundur Jónasson Mótsagnir í málflutningnum Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 14 skýjað Lúxemborg 20 heiðskírt Algarve 30 heiðskírt Bolungarvík 6 alskýjað Brussel 21 heiðskírt Madríd 35 léttskýjað Akureyri 8 skýjað Dublin 19 skýjað Barcelona 26 léttskýjað Egilsstaðir 9 alskýjað Glasgow 16 skúrir Mallorca 28 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 12 skýjað London 19 skýjað Róm 32 þrumuveður Nuuk 5 alskýjað París 24 heiðskírt Aþena 30 léttskýjað Þórshöfn 11 skýjað Amsterdam 19 léttskýjað Winnipeg 17 skýjað Ósló 17 skýjað Hamborg 16 skýjað Montreal 22 skýjað Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Berlín 20 heiðskírt New York 24 heiðskírt Stokkhólmur 17 léttskýjað Vín 21 skýjað Chicago 17 léttskýjað Helsinki 17 léttskýjað Moskva 20 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 31. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.51 2,8 10.05 1,4 16.24 3,3 22.44 1,3 6:09 20:48 ÍSAFJÖRÐUR 0.00 0,9 5.52 1,5 12.02 0,9 18.21 1,9 6:06 21:01 SIGLUFJÖRÐUR 1.57 0,6 8.35 1,1 14.17 0,7 20.17 1,3 5:49 20:44 DJÚPIVOGUR 0.30 1,4 6.51 0,8 13.32 1,7 19.50 0,9 5:36 20:20 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á þriðjudag Austan og norðaustan 3-8. Víða væta en úrkomulaust á Vestur- landi. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands. Á miðvikudag Austlæg átt, 3-10 m/s. Rigning sunnanlands en annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 6 til 11 stig. Á fimmtudag Austlæg átt. Rigning suðvest- anlands en annars skýjað að mestu og úrkomulítið. Hiti 6 til 10 stig. Á föstudag Sunnan- og suðaustan-átt og væta sunnan- og vestanlands en annars skýjað með köflum. Hiti 6 til 12 stig. Á laugardag Sunnan- og suðvestan-átt og rigning um sunnan- og vest- anvert landið en annars þurrt. Hiti 8 til 14 stig. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning eða súld á austari helmingi landsins, en annars úrkomulítið. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands. EKKI gengur að viðskipta- bankar og aðrir lánveitendur standi einir að greiðslu- og skuldaaðlögun hjá ein- staklingum, að mati Gísla Tryggvasonar, talsmanns neyt- enda. „Annaðhvort þarf löggjafinn að setja um þetta efni reglur á málefnalegum forsendum eða að neytendur komi að málinu, t.d. með því að gerðardómar úrskurði um niðurfærslu lána.“ Segir hann að með því að láta bankana eina um þetta, eins og lesa megi úr nýlegum ummælum Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra, sé þeim í raun selt sjálfdæmi í málunum. „Í viðtali í Morgunblaðinu sl. fimmtudag sagði ráðherra að ferlið þyrfti að vera gagnsætt og að tryggja þyrfti að fólki yrði ekki mismunað á bak við tjöldin. Ég tel að þessar forsendur stangist á við hugmyndir um að bankarnir sjái einir um aðlög- unina,“ segir Gísli. Segir hann að hugmyndir sínar um gerðardóma feli í sér aðferðafræði við að finna rétta lausn. „Engin lausn á þessum vanda er góð nema neytendur komi sjálfir að henni.“ Gísli fagnar því hins vegar að bílalán séu nú komin í umræðuna, en áður hafi hún nánast að- eins snúist um íbúðalán. „Fyrir fjórum mán- uðum sendi ég forsætisráðherra tillögu um eign- arnám íbúðaveðlána og niðurfærslu þeirra eftir mati gerðardóms. Ég hef nú sent sambærileg tilmæli til banka og annarra lánveitenda og í þeim er einnig tekið á bílalánum og öðrum lán- um, sem ekki var gert í fyrri tillögunni.“ bjarni@mbl.is Ekki eigi að selja bönkum sjálfdæmi Talsmaður neytenda segir neytendur verða að koma að lausn á vanda heimila Gísli Tryggvason VERÐMÆTI saltaðra grá- sleppuhrogna og grásleppukavíars á fyrri helmingi ársins nam 923 millj- ónum króna í útflutningi frá land- inu. Það er 113% aukning frá sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeig- enda. Frakkar keyptu langmest af grá- sleppukavíar, líkt og undanfarin ár, eða tæpan helming af heildarmagn- inu. Þjóðverjar komu næstir og Ítal- ir voru í þriðja sæti í heildarmagni innkaupa. Alls voru flutt út 226 tonn á tímabilinu. Hæsta meðalverð fyrir grásleppukavíar fékkst á Banda- ríkjamarkaði. Heildarútflutningsverðmæti kaví- ars var 355 milljónir króna. Þrátt fyrir að veik króna hafi hjálpað til við verðmætaaukningu í íslenskum krónum náðist einnig hækkun á báðum vörunum í evrum og dollar. Morgunblaðið/Helga Mattína Grásleppa Útflutningsverðmæti hrognanna hefur aukist undanfarið. Verðmæti gráslepp- unnar aukist um 113% Í HNOTSKURN »Svíar og Danir keyptumest af söltuðum grá- sleppuhrognum og Þjóðverjar voru þar á eftir. »Alls svaraði heild-armagnið til 4.658 tunna á móti 4.117 tunnum á sama tímabili 2008.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.