Morgunblaðið - 31.08.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.08.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÁFRAM er unnið að endurheimt hinna fornu Brimnesskóga við Kolkuós í Skagafirði, svæði sem á landnámsöld var skógi vaxið milli fjalls og fjöru en eru nú aðeins móar og melar. Verkefnið, sem Steinn Kárason, umhverfishagfræðingur og garð- yrkjumeistari, hefur unnið að undanfarin 15 ár, er einsdæmi á Íslandi; aldrei hefur neitt í líkingu við það verið gert hérlendis. Að sögn Steins er markmiðið að skila náttúrunni því sem frá henni var tekið en endurheimta á skóg- ana eingöngu með upprunalegum trjám: birki, reyni og víði, sem vaxið hafa í Skagafirði frá önd- verðu. Steinn hefur í samstarfi við ýmsa aðila unnið að ræktun úrvals birkitrjáa sem ræktaðar hafa verið upp með fræi af völdum trjám í Fögruhlíð í Aust- urdal og Geirmundarhólaskógi í Hrolleifsdal í Skagafirði. Einnig hefur farið fram ræktun á af- burðabirki, sem fæst við ágræðslu og kynbætur á birkinu í gróðurhúsi, og með svonefndri vefja- ræktun á reyni úr Hrolleifsdal. Hefur Steinn feng- ið aðstöðu hjá Gróðrarstöðinni Mörk í Reykjavík fyrir kynbótastarfið. Komið að ákveðnum tímapunkti Árangur þrotlausrar vinnu við ágræðslu og fræ- ræktun er kominn í ljós því góð uppskera hefur fengist af kynbættu birkifræi úr Geirmundar- hólaskógi. En núna er verkefnið komið á mikil- vægan tímapunkt. „Það er brýnt að fá fjármagn til verkefnisins svo að fræið eyðileggist ekki í geymslu. Geymslutími fræsins er skammur, kannski þrjú til fimm ár að jafnaði, en það fer þó eftir geymsluaðstöðu. Ef vel á að vera þarf að rannsaka fræið með því að spíru- prófa það og húða síðan til að hægt sé að vélsá fræinu en birkifræ er mjög smátt. Frærannsóknir eru ekki lengur stundaðar á Íslandi en þær eru fyrirhafnarsamar og kosta sitt,“ segir Steinn. Fyrsta gróðursetning fór fram fyrir fimm árum, með tilstyrk Yrkju-sjóðs Vigdísar Finnbogadótt- ur, fv. forseta Íslands. Sama ár fékkst fjárstyrkur og stofnaði Steinn þá félagið Brimnesskóga utan um verkefnið. Frá árinu 2005 hafa um 12 þúsund trjáplöntur verið gróðursettar. Þar af voru um 200 vefjaræktuð reynitré, um 60 cm há, og 30 ágrædd birkitré, 3-5 metra há, sem eru fyrirhugaðar fræ- mæður á ræktunarsvæðinu. Gróðursetningin hef- ur farið fram með aðstoð grunnskólanemenda í Skagafirði og sjálfboðaliða úr ýmsum áttum. Plönturnar hafa farið niður á 4–5 hektara svæði en á síðasta ári fékk félagið enn stærra land, 21 hekt- ara, til afnota hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Var svæðið girt af í sumar af stjórnarmönnum Brim- nesskóga og sjálfboðaliðum. Á næstu 5-6 árum stendur svo til að planta á svæðinu alls 70 þúsund plöntum. Steinn segist ótrauður ætla að halda áfram og ljúka ætlunarverkinu. Hann hefur haldið fræðslu- og kynningarfyrirlestra í grunnskólum í Skagafirði og víðar, en hátt í 150 nemendur hafa á síðustu árum tekið þátt í gróðursetningunni. Steinn hyggst efla og styrkja kynningarstarfið á næstunni og vonast eftir stuðningi til þess þrátt fyrir erfitt árferði í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Það þarf þrautseigju og eljusemi til að vinna að svona verkefni,“ segir Steinn og er sannfærður um að endurheimt Brimnesskóga muni renna styrkari stoðum undir vistvæna og menningartengda ferðaþjónustu og efla atvinnu, menningu og skóla- starf í Skagafirði. Þá leiki enginn vafi á að reynsla og ávinningur af verkefninu muni nýtast á lands- vísu. Steinn segir að með því að velja til ágræðslu og undaneldis fallegustu og bestu birkitrén sem eftir eru, sé úrkynjuninni snúið við sem hafi verið að þróast gegnum aldirnar hér á landi. Allt að 400 ágræðslur voru gerðar áður en nægur fjöldi birki- plantna náðist. „Þetta er langt ferli, erfitt og flókið því trén verða ófrjó í gróðurhúsi en verða nægi- lega frjó á einhverjum tilteknum tíma utandyra,“ segir Steinn um aðferðafræðina. Vonast hann til að trén í endurheimtum Brimnesskógum verði öfl- ugur fræbanki í framtíðinni. Berst áfram fyrir endur- heimt Brimnesskóganna Stefnt að gróðursetningu 70 þúsund trjáplantna á næstu fimm til sex árum Morgunblaðið/Eggert Frumkvöðull Steinn Kárason er með vefjaræktaðar trjáplöntur heima hjá sér sem eiga vonandi eftir að skjóta rótum í Brimnesskógum í Skagafirði og gefa af sér fræ til framtíðar. Í Landnámabók Ara fróða er sagt frá Brimnes- skógum í grennd við Kolkuós í Skagafirði, sem voru svo gróskumiklir að hryssan Fluga, einhver nafntogaðasti gæðingur landnámsaldar, týndist í skóginum. Landið var á þeim tíma ekki aðeins skógi vaxið heldur hafa fornleifarannsóknir síð- ustu ára sýnt fram á gróskumikið mannlíf við Kolkuós fyrr á öldum. Í dag er landið skógvana, aðeins móar og melar. Steinn segir það verðugt verkefni að endur- heimta birkiskóga víðar um land og tekur sem dæmi þjóðgarðinn á Þingvöllum. Þar hafi tapast miklir skógar gegnum aldirnar. „Voru menn ekki að sjóða öl þegar skógurinn brann snemma á þjóðveldisöld,“ spyr Steinn brosandi og vísar þar til Íslendingasögunnar um landnámsmann- inn Ölkofra þegar hann varð valdur að sinu- og skógarbruna á Þingvöllum. Steinn hefur lagt sig eftir að skoða rekstur og starfsemi þjóðgarða og náttúruverndarsvæða á ferðum sínum gegnum árin, nú síðustu þrjú ár á Balkanskaga á nokkrum stöðum. Brimnesskógar í Landnámabók Ara fróða ÞÓ að verkefnið hafi að mestu verið á herðum Steins Kárasonar undan- farin ár hefur hann fengið góða að- stoð víða að. Nemendur og kennarar úr grunnskólunum í Skagafirði hafa séð um gróðursetningu, ásamt inn- lendum og erlendum sjálfboðaliðum, m.a. ungu fólki í umhverfishópi Landsvirkjunar. Aðrir samstarfsaðilar eru Yrkju- sjóður Vigdísar Finnbogadóttur, fv. forseta Íslands, sem fjármagnar 3-5 birkiplöntur á hvern grunnskóla- nema sem tekur þátt hverju sinni. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur lagt til 21 hektara ræktunarsvæði við Brimnes og garðyrkjustjóri Skagafjarðar hefur aðstoðað við gróðursetningu. Þá hefur Gróðr- arstöðin Mörk í Reykjavík lagt fram aðstöðu til ræktunar- og tilrauna- starfs, án endurgreiðslu. Að sögn Steins hafa ýmsir aðilar lagt verkefninu lið fjárhagslega. Má þar nefna Gyðu Jónsdóttur, ekkju Ottós Michelsen, og fjölskyldu sem hefur viljað heiðra minningu Ottós en hann var mikill áhugamaður um garðyrkju og trjárækt. Einnig hafa KB-banki (nú Kaupþing), Skógrækt- arsjóður Skagafjarðar, Land- græðsla ríkisins, Landbótasjóður og landbúnaðarráðuneytið lagt til fjár- magn. Þá segir Steinn fjölda fyr- irtækja og einstaklinga hafa lagt verkefninu lið, eins og Skagfirð- ingabúð (Kaupfélag Skagfirðinga), Flytjanda, Skógræktarfélag Reykja- víkur, Þórarin E. Benedikz, skóg- fræðing á Mógilsá, og bændur í Hjaltadal, Óslandshlíð og Blönduhlíð í Skagafirði. „Ekki má gleyma nú- verandi og fyrrverandi eigendum í Gróðrarstöðinni Mörk en án aðstöð- unnar þar hefði þetta verkefni aldr- ei orðið að veruleika,“ segir Steinn. Hann vonast til að unnt verði að ljúka verkefninu í Brimnesskógum á fimm til sex árum, að því gefnu að nægt fjármagn fáist, og plöntun verði lokið árið 2015. Kostnaðar- áætlun er upp á alls sjö milljónir króna, rúm milljón á ári í sex ár. Fjölmargir hafa lagt hönd á plóginn Vinna Þeir girtu landið af í sumar, f.v.: Ottó S. Michelsen, Ómar Örn Pálsson, Steinn, Vilhjálmur Egilsson, Stefán S. Guðjónsson og Snorri Stefánsson.  Nemendur og kennarar í Skagafirði hafa ásamt sjálfboðaliðum gróðursett í landi Brimnesskóga  Girða þurfti landið af í sumar vegna ágangs hrossa  Kostnaður við plöntun um sjö milljónir kr. Í HNOTSKURN »Stjórn félagsins Brimnes-skóga er skipuð þeim Stef- áni S. Guðjónssyni, formanni, Steini Kárasyni, Jóni Ásbergs- syni, Sölva Sveinssyni og Vil- hjálmi Egilssyni. Eiga þeir all- ir rætur í Skagafirði eða tengjast héraðinu. »Þrír úr stjórninni, ásamtfleirum, girtu landið af í sumar eftir ágang hrossahóps á svæðinu. Fræðast má nánar um verkefnið á www.steinn.is. 1995 Steinn Kárason, frumkvöðull að endurheimt Brimnesskóga, kynnti verkefnið í Morgunblaðinu 18. júlí og einnig í útvarpsþætti. Þing- mönnum kjördæmisins og sveit- arstjórnarmönnum kynnt hug- myndin með bréfi. 1996 Greinar af ellefu völdum birkitrjám í Geirmundarhólaskógi í Hrolleifs- dal teknar til kynbóta. Ágræðsla birkis hófst í gróðrarstöðinni Mörk í Reykjavík. Kynbætur hafa síðan staðið þar sleitulaust. 2004 Félagið Brimnesskógar stofnað af Steini Kárasyni þegar KB-banki veitti fjárstyrk til verksins. Fyrsta gróðursetning birkis og gulvíðis fyrir tilstyrk Yrkju-sjóðs Vigdísar Finnbogadóttur, fv. forseta Íslands. Plönturnar ræktaðar af fræi úr Fögruhlíð og Geirmundarhóla- skógi. Kynningarfyrirlestrar haldnir í grunnskólum í Skagafirði. Um 150 grunnskólabörn og kenn- arar úr Árskóla á Sauðárkróki og grunnskólunum á Hólum, Hofsósi og Sólgörðum gróðursettu ásamt sjálfboðaliðum. 2005 Fyrsta uppskera af kynbættu fræi úr Geirmundahólaskógi fékkst í Gróðrarstöðinni Mörk. Vefjarækt- un á reynivið úr Hrolleifsdal hófst í tilraunaaðstöðu í Mosfellsdal. 2008 Samningur félagsins Brimnesskóga við Sveitarfélagið Skagafjörð und- irritaður um afnot af 20 ha lands til starfseminnar. Um 30 ágrædd birkitré gróðursett ásamt 170 vefjaræktuðum reynitrjám. 2009 Land Brimnesskóga girt varanlega. Gróðursettar um 2.500 birki- plöntur. 2015 Áætlun um að verkinu verði lokið og þá búið að planta alls 70 þúsund plöntum. Hófst með grein í Morgunblaðinu Ljósmynd/Steinn Kárason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.