Morgunblaðið - 31.08.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.08.2009, Qupperneq 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009 NÝ rannsókn leiðir í ljós að hvítir Evr- ópubúar hafi ekki orðið til fyrr en fyrir um 5.500 árum. Rann- sóknin, sem framkvæmd var við Óslóarhá- skóla, sýnir að fólkið sem bjó á Bretlandi og Norðurlöndunum hafi haft dökka húð í margar aldir. Fyrst þegar fornmaðurinn hóf landbúnað fyrir um 5.500 árum síð- an hafi húð hans tekið að breytast. Orsökin sé sú að ræktaður matur innihaldi lítið magn D-vítamíns, sem er mikilvægt næringarefni. Maðurinn geti búið efnið til þegar sólarljós er nægt, en ljós húð geri það hinsvegar hraðar en dökk. Í Norður-Evrópu þar sem sól er af skornum skammti hafi ljós húð því verið nauðsynleg til að lifa af. Hvíti maðurinn aðeins 5.500 ára gamall? Evrópubúar voru dökkir á hörund. NOKKRAR verslanir í Leeds á Eng- landi hafa feng- ið hótunarbréf þar sem þær eru varaðar við að byrja að selja jólakort fyrir 1. nóvember, ann- ars verði lími hellt í skráar- götin. Höfundur bréfsins segist tala fyrir „Samtökum hlynntum því að hemja jólin.“ Lími hefur þegar ver- ið hellt í skráargat búðar sem selur jólakort til styrktar geðsjúkum. „Þetta hefur gert starfsmenn, að- allega sjálfboðaliða, órólega. Við höfum fjarlægt jólakortin í bili. Þetta er slæmt því við höfum þénað 70 pund á viku í góðgerðaskyni,“ segir talsmaður búðarinnar. Málið er í rannsókn. Reyna að hemja jólin með hótunum Jólagleði Kviknar hún of snemma? EHUD Olmert, fyrrverandi for- sætisráðherra Ísraels, verður fyrstur forsætis- ráðherra lands- ins til að fara fyrir rétt. Ol- mert hefur m.a. verið ákærður fyrir að þiggja ólöglega fjármuni frá bandarísk- um stuðningsmanni, tvírukka fyrir opinberar ferðir og hirða mismun- inn. Ehud Olmert fer fyrir rétt í Ísrael Ehud Olmert FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÞETTA voru byltingarkenndar kosningar. Almenningur hefur sýnt hugrekki og tekið stjórnmálin í eigin hendur,“ sagði Yukio Hatoyama, leið- togi japanska Jafnaðarmannaflokks- ins eftir að ljóst varð að flokkur hans hafði unnið stórsigur á Frjálslyndum jafnaðarmönnum í gær. Niðurstöður kosninganna þykja sögulegar í Japan því aðeins einu sinni á síðastliðnum fimmtíu árum hafa frjálslyndir misst völdin. Jafn- aðarmannaflokkurinn vann meira en 300 sæti af 480 sætum í valdamikilli neðri deild þingsins. Jafnaðarmenn hafa m.a. lofað al- menningi að horfið verði frá hörðum kapítalisma og komið á fót öflugra fé- lagskerfi. Breytt utanríkisstefna hef- ur einnig verið boðuð þar sem sjónum verði í auknum mæli beint til Asíu og unnið að meira sjálfstæði gagnvart Bandaríkjunum Tímamót í lýðræðissögunni Frjálslyndi flokkurinn leiddi Jap- ani í gegnum „efnahagsundrið“ í kjöl- far seinni heimstyrjaldarinnar. Flokkurinn hefur verið sakaður um aðgerðaleysi á tíunda áratugnum og ofuráherslu á frjálst markaðskerfi sem af mörgum er sagt hafa aukið fé- lagslegan ójöfnuð í landinu. Þá hefur alþjóðlega efnahagskreppan sett mark sitt á Japan og hefur atvinnu- leysi aldrei verið meira. „Kosningarnar snúast um að búa til kerfi þar sem flokkum sem mis- tekst er hent út,“ sagði Yoshiyuki Kobayashi verkamaður, sem greiddi atkvæði sitt í gær. „Við verðum að kenna stjórnmálamönnum að vera hræddir,“ sagði Kobayashi við blaða- mann New York Times. Sigurinn virðist síður hafa snúist um að koma jafnaðarmönnum til valda heldur umfram allt að koma frjálslyndum frá völdum. Kosning- arnar eru taldar marka tímamót í sögu japansks lýðræðis, kosn- ingaþátttaka var um 70%, en jap- anskir kjósendur hafa ekki verið þekktir fyrir að skipta sér mikið af stjórnmálum. „Almenningur heldur í sér and- anum og kýs jafnaðarmenn,“ hefur New York Times eftir Jeff Kingston, prófessor í japönskum stjórnmálum við Temple-háskóla í Tókíó. „Hann vill allt annað en Frjálslynda demó- krata,“ sagði Kingston. Aðgerðasinnar í Japan vonast til að nú verði hálfrar aldar setu eins stjórnmálaflokks skipt út fyrir meiri samkeppni á stjórnmálasviðinu. En of stór sigur Jafnaðarmanna getur að mati margra reynst nei- kvæður og skilað sér í því að nýtt flokkseinveldi komist á fót í stað þess að fleiri flokkar skipti með sér völd- um. Japanskur almenningur hefur krafist breytinga Stjórnarandstöðuflokkurinn vann stórsigur í þingkosningum Reuters Von Þátttakendur í Asakusa-hátíðinni ganga framhjá kosningaspjaldi Hatoyama sem lofar að vinna gegn atvinnuleysi og bæta félagskerfið. Frjálslyndir jafnaðarmenn hafa misst völd í Japan eftir rúmlega fimmtíu ára valdatíð. Óttast er að Jafnaðarmannaflokkurinn nái ekki að uppfylla vonir lands- manna um breytt samfélag. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is BRESKI dómsmálaráðherrann, Jack Straw, hefur neitað fullyrðingum Sunday Times um að lausn Líbíumannsins Abdelbaset al-Megrahi, sem sat í lífstíðarfangelsi fyrir sprenginguna yfir skoska bænum Lockerbie, hafi verið liður í samningum sem leyfðu breska olíurisanum BP að bora eftir ol- íu í Líbíu. Vangaveltur um slíkan samning hafa verið há- værar allt frá því að al-Megrahi var leystur úr haldi og sendur heim til Líbíu fyrr í mánuðinum. Samkvæmt heimildum Sunday Times skrifaði Straw skoska dómsmálaráðherranum, Kenny MacAskill, í desember 2007 og sagði að „víðtækar samningaviðræður við Líbíumenn væru að komast á úrslitastig“ og að hann myndi hætta við tilraunir til að halda al-Megrahi utan við samning um lausn fanga „í ljósi yfirþyrmandi hagsmuna Bretlands“. Bréfin sem Sunday Times hefur undir höndum þykja sýna að ákvörðun um að al-Megrahi yrði hluti af samningnum hafi í raun verið tekin í Lond- on í þágu breskra þjóðarhagsmuna en ekki af yf- irvöldum í Skotlandi. Þegar líbísk yfirvöld notuðu samning við BP sem útspil til að fá al-Megrahi lausan hafi Jack Straw skipt um skoðun. Samningurinn hljóðaði upp á 15 milljarða punda og snerist um olíu- og gasvinnslu en tilkynnt var um hann í maí 2007. Sex mánuðum síðar beið samningurinn enn staðfest- ingar. Samkvæmt Sunday Times skrifaði Straw um- rætt bréf til MacAskill þann 19. desember 2007 og sex vikum síðar hafði Líbíustjórn samþykkt samn- inginn við BP. Talsmenn BP hafa neitað því að stjórnmál hafi haft áhrif á samþykkt samningsins eða að hann hafi tafist vegna samninga um fangaflutninga. Lockerbie-fangi látinn laus fyrir olíu? Reuters Velkominn Gaddafi fagnað Al- Megrahi við komuna til Líbíu. Bresk yfirvöld neita fullyrðingum Sunday Times um að hættan á að ekkert yrði úr olíusamningi BP í Líbíu hafi ráðið úrslitum um lausn Abdelbaset al-Megrahi Í HNOTSKURN »270 manns létu lífið þegar PanAm-þotavar sprengd yfir Lockerbie í Skotlandi. »Al-Megrahi var dæmdur í lífstíðarfang-elsi fyrir verknaðinn »Lausn hans var umdeild en hann varsendur heim til Líbíu af mannúðar- ástæðum þar sem hann er dauðvona. Yukio Hatoyama, sem væntanlega verður nýr forsætisráðherra Jap- ans, er einn ríkasti þingmaður landsins og forfeður hans hafa verið atkvæðamiklir í japönskum stjórnmálum. Hatoyama-ættinni hefur stundum verið líkt við Ken- nedy-fjölskyldu Bandaríkjanna. Yukio Hatoyama er fjórða kynslóð stjórnmálamanna í fjölskyldu sinni en hann er barnabarn fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Ichiros Hatoyama. Hinn afi hans stofnaði stærsta dekkjaframleiðslufyrir- tæki heims, Bridgestone. Faðir Yukios Hatoyama var utan- ríkisráðherra á áttunda áratugn- um og bróðir hans ráðherra undir núverandi forsætisráðherra. Yukio Hatoyama þykir því ólík- legur til umfangsmikilla byltinga í japönsku samfélagi og þykir í orði og útliti svipa mjög til andstæð- inga sinna í Frjálslynda flokknum. Hatoyama hefur þó lofað „bylt- ingarkenndum breytingum“ í kosningabaráttunni. Yukio Hatoyama á eitt barn með eiginkonu sinni, Miyuki, sem er leikkona og þykir litrík og opinská. Hatoyama er af ríkri stjórnmálaætt „Fólk hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með núverandi stjórnvöld,“ segir Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi. „Það ríkir ekki mikil bjartsýni varðandi jap- önsk stjórn- mál. Nýr flokkur vann núna en það er allt eins víst að al- menningur verði fyrir vonbrigðum á ný,“ segir Toma. Hann segir ýmis hneykslismál hafa valdið því að japanska rík- isstjórnin missti traust almenn- ings. „Meðal annars í ellilífeyr- ismálum. Fólk hafði borgað ellilífeyri í mörg ár sem hafði svo ekki verið skráður. Þetta var stórt hneykslismál og alvarlegt fyrir þá sem bráðum eiga rétt á sínum ellilífeyri,“ segir Toma. „Fólk hefur líka orðið órólegra í kjölfar efnahagskreppunnar, sem reyndar er ekki jafn slæm og á Ís- landi. Frjálslyndir demókratar gátu ekki gefið landsmönnum von eða sýnt fram á breytingar sem treystandi væri á. Tveir for- sætisráðherrar hafa hætt eftir aðeins tæpt ár í starfi. Taro Aso er því þriðji forsætisráðherrann á einu kjörtímabili. Það er túlkað sem mikið ábyrgðarleysi og stór- sigri jafnaðarmanna hafði verið spáð,“ segir Toma. Þó sé alls óvíst að ný ríkisstjórn muni standa undir vonum landsmanna. Vonbrigði ríkjandi Toshiki Toma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.