Morgunblaðið - 31.08.2009, Síða 24

Morgunblaðið - 31.08.2009, Síða 24
24 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is LISTASAFN Reykjavíkur stendur fyrir fjölda áhugaverðra sýninga á næstu mánuðum og ýmiss konar fræðsludagskrá verður um sýning- arnar í Hafnarhúsinu og á Kjar- valsstöðum. Heimskunnur popplistamaður Hinn heimskunni japanski popp- listamaður Yoshitomo Nara, sem fæddur er 1959, sýnir í september og út árið verk sem er sérstaklega gert fyrir Hafnarhúsið. Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir þetta vera stór- viðburð í myndlistarlífi landsins. „Nara er einn fremsti myndlist- armaður Japans, mjög þekktur á meginlandi Evrópu og í Bandaríkj- unum og verk hans eru meðal dýr- ustu verka á markaðnum. Sýning hans nefnist The Crated Rooms in Iceland og samanstendur af litlum byggingum í formi listaverkakassa. Þetta er sýning sem á örugglega eftir að vekja athygli.“ Listasafnið fékk hæsta styrk sem hægt er að fá frá Japan Foundation, milljón jen, til að fjármagna sýninguna. Valdir rammar Næstkomandi fimmtudag, 3. september, verður opnuð í Hafn- arhúsinu sýningin Rammar í end- ursýn. Sýningin er byggð á völdum römmum úr kvikmyndum Lars von Triers og Friðriks Þórs Friðriks- sonar en Ari Alexander Ergis er sýningarstjóri. „Þetta verður mjög forvitnileg og flott sýning,“ segir Hafþór. „Friðrik Þór, Lars von Trier og Ari Alexander eiga það sameiginlegt að hafa stúderað myndlist og sýnt í galleríum en eru þekktir sem kvikmyndagerð- armenn. Lars von Trier og Friðrik eru góðir vinir og von Trier valdi verk sín í samráði við Friðrik.“ Hönnun Steinunnar Önnur sýning sem örugglega mun vekja áhuga margra er yf- irlitsýning á hönnun Steinunnar Sigurðardóttur sem er borg- arlistamaður þessa árs. Á sýning- unni, sem verður opnuð á Kjarvals- stöðum í nóvember, er lögð áhersla á frumeintök af hönnun Steinunnar sem ekki eru ætluð til fjöldafram- leiðslu auk ljósmynda eftir Mary Ellen Mark. Listasmiðja verður í tengslum við sýninguna þar sem hægt verður að spreyta sig á verk- efnum sem tengjast hönnun. Fjölmargar aðrar forvitnilegar sýningar verða opnaðar á næstu vikum og mánuðum. Fyrsta sýn- ingin sem opnar á Kjarvalsstöðum á nýju sýningarári nefnist Blik. Þar er Op-listin á Íslandi, þar sem listamenn vinna með sjónblekk- ingar, skoðuð út frá verkum nokk- urra listamanna, eins og Eyborgar Guðmundsdóttur, Hreins Frið- finnssonar og Ólafs Elíassonar. Sérstök Blik-smiðja verður sett upp á Kjarvalsstöðum í tengslum við sýninguna og þar geta gestir spreytt sig á verkefnum sem tengj- ast blik-list, sjónblekkingum og vísindum. Arkitektúr og vatnslitir Í tilefni af áttræðisafmæli arki- tektsins Högnu Sigurðardóttur verður á Kjarvalsstöðum opnuð yf- irlitssýning á verkum hennar í nóv- ember en að sögn Hafþórs er gríð- arleg rannsóknarvinna tengd þeirri sýningu. Málþing og fyrirlestrar verða haldnir samhliða sýningunni. Sýningin Vatnslitir í 100 ár verð- ur opnuð á Kjarvalsstöðum eftir áramót en þar er gefið yfirlit yfir sögu íslenskra vatnslitamynda. „Það hefur aldrei verið gerð nein heildarúttekt á íslenskum vatns- litamyndum,“ segir Hafþór. „Ýmsir listamenn sem aldrei náðu veruleg- um tökum á olíumálverkinu voru frábærir í vatnslitamyndum. Þessi sýning birtir okkur öðruvísi lista- sögu en þá sem við erum vön að skoða.“ Erró í Japan Næstkomandi fimmtudag, 3. september, verður opnuð í Hafn- arhúsinu sýningin Erró – japönsk ástarbréf. Verkin tengjast heim- sókn málarans til Japan í upphafi áttunda áratugarins. Sama dag verður opnuð sýning í D-sal safns- ins en þar sýnir Ingibjörg Birg- isdóttir nýtt myndbandsverk og bútasaumsverk á vegg. Í lok októ- ber sýnir listamaðurinn Ryan Par- teka verk sín í sama sal. Innblástur í poppmenningu Í októberlok verður sýnt í safn- inu verk eftir Egil Sæbjörnsson sem hann hefur unnið að frá árinu 2005. Egill býr og starfar í Berlín og samtímis sýningunni kemur út vegleg bók um hann frá þýskum útgefanda. Eftir áramót verður sýningin Ljóslitlifun opnuð en Hafþór Yngvason er sýningarstjóri henn- ar. „Þetta er samsýning á vegg- myndum og öðrum málverkum ungra íslenskra myndlistarmanna sem sækja innblástur í poppmenn- ingu síðustu ára. Ég hef haft mjög gaman af að vinna að þessari sýn- ingu sem ég held að verði mjög spennandi,“ segir Hafþór. Ljósmyndir á listahátíð Á Listahátíð á næsta ári verður mikil áhersla lögð á ljósmyndun og sýningar verða á söfnum og víða um borg. Listasafn Reykjavíkur verður með stóra sýningu á ljós- myndum úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur. „Þetta er ótrúlega vandað safn og því hægt um vik að skapa úr því sýningu sem geymir verk margra þeirra merku listamanna sem hafa gert ljósmyndina aftur að mikilvægum miðli innan myndlistarinnar á síð- ustu þrjátíu árum,“ segir Hafþór. Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands verður í safninu á næsta ári. Að lokum skal þess getið að í undirbúningi er sýning á verkum Garðars Eide Einarssonar. Garðar er norskur listamaður en á íslensk- an föður. Hann hefur unnið í New York síðustu ár þar sem hann er orðinn áhrifamikill listamaður. Fyrirhugað er að opna sýninguna í september á næsta ári. Stjörnur í Listasafni Reykjavíkur Verk eftir Yoshitomo Þessi heimsfrægi listamaður sýnir verk sem er sérstaklega gert fyrir Hafnarhúsið.  Heimsfrægur japanskur popplistamaður sýnir í Hafnarhúsinu  Myndir Lars von Trier og Friðriks Þórs verða málverk  Yfirlitssýning á hönnun Steinunnar Sigurðardóttur í nóvember NORRÆNA vísna- fjölskyldan kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Nor- ræna vísna- fjölskyldan hefur haldið fjölda tónleika í Svíþjóð og Noregi. Meðlimir hennar eiga það sameiginlegt að hafa hlotið menntun sína í Nordiska Visskolan i Kungålv. Í hópnum eru Norðmenn, Svíar og Finnar; atvinnuvísna- söngvarar og áhugamenn sem elska að syngja. Tónleikagestir fá líka að syngja vísur. Tónleik- arnir eru öllum opnir og frítt inn. Eftir tón- leikana verður létt spjall með vísnasöngv- urunum um sameiginlegan vísnaarf Norðurlandanna. Tónlist Norræna vísna- fjölskyldan syngur Norræna húsið. GUÐFINNA Anna Hjálm- arsdóttir og Valgerður Björnsdóttir mynd- listakonur opnuðu sýningu á olíumálverkum og graf- íkmyndum um helgina í sýn- ingarsal Íslenskrar Graf- íkur, Tryggvagötu 17 í Reykjavík, hafnarmegin. Sýningin er opin fimmtu- daga til sunnudaga til 13. september frá kl. 14 til 18. Guðfinna og Valgerður stunduðu báðar nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Báðar hafa tekið þátt í fjölda samsýninga ásamt einkasýningum til margra ára. Aðgangseyrir á sýninguna er enginn. Myndlist Olía og grafík í Grafíksalnum Valgerður Björnsdóttir STAFRÓF glæpamanna er heiti myndlistarsýningar Styrmis Arnar Guðmunds- sonar sem opnuð var um helgina í Gallerí Crymogeu við Laugaveg. Á mynd- unum á sýningunni fagnar Styrmir hinum ýmsu krimmum frá A til Ö í svarthvítu. „Þarna koma við sögu illkvittnir glæp- onar á borð við B-rennuvarginn og F- jársvikarann,“ segir Styrmir. Sýningin helst í hendur við útgáfu Crymogeu á bókinni Staf- rófi glæpamanna, með myndum Styrmis og texta Baldvins Þórs Magnússonar. Í bókinni er farið yfir flóru glæpaheimsins með aðstoð stafrófsins. Myndlist Glæpamenn í stafrófsröð Eitt verka Styrmis. Á sýningunni Rammar í end- ursýn sem verður opnuð 3. september í Hafnarhúsinu hafa rammar úr kvikmyndum Friðriks Þórs Friðrikssonar og Lars von Trier verið málaðir upp með ol- íulitum á gríðarstóra strigafleti. Í salnum er einnig innsetning úr ýmsum kvikmyndum tvímenn- inganna eftir Ara Alexander Ergis Magnússon. Sýningin stendur til 18. október. Lars og Friðrik Þór SÝNINGIN Kviksyndi var opnuð á Torginu í Þjóð- minjasafni Íslands um helgina. Þar má sjá verk blindra og sjónskertra barna sem þau hafa unnið á sérstökum námskeiðum við Myndlistaskólann í Reykjavík. Börnin fengu að vinna með reipi, þræði, snúrur, garn, teygjur, tágar, gifs, liti, blöð og tvinna. Í kennslunni var leitast við að vinna á mismun- andi skala, þannig að verkin yrðu bæði stór og smágerð og efniviður óvæntur og fjölbreyttur. Kennarar á námskeiðinu voru Brynhildur Þor- geirsdóttir og Margrét H. Blöndal. Kviksyndi stendur til 11. október. Kviksyndi í Þjóðminjasafninu Margrét H. Blöndal Myndlist Rammi úr Börnum náttúrunnar Rammar úr myndum Friðrik Þór og Lars von Trier verða að málverkum. Ari Alexander Ergis er sýningarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.