Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 9. S E P T E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 244. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD ÍR FRÁ GJALDÞROTI Í GLÆSTAN ÁRANGUR «MÁLVERK LEIKSTJÓRANNA Versta sýningin? Eða sú besta? Allar nánari upplýsingar á www.keilir.net FRUMKVÖÐLANÁM Morgunblaðið/Ómar Spurningar Íslensk stjórnvöld hyggjast senda svör til ESB fyrir 16. nóvember næstkomandi. JÓHANNA Sigurðardóttir forsætisráðherra tók við lista með 2.000 spurningum úr höndum Olli Rehn, stækkunarstjóra Evrópu- sambandsins, í stjórnarráðinu í gær. Sagði Rehn heimsókn sína marka nýjan áfanga í umsókn Íslands að sambandinu. Rehn kvað Ísland þegar komið langt áleiðis í umsóknarferlinu, ekki síst vegna aðildar landsins að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samkomulaginu. Þá ætti landið sér djúpar lýðræðisræt- ur og uppfyllti öll svokölluð Kaupmannahafnarskilyrði varðandi lýðræði og mannréttindi fyrir aðild. Hann sagði að sjávarútvegs-, landbúnaðarmál og jafnvel fjármálaþjónusta yrðu í forgangi hugs- anlegra aðildarviðræðna. Íslensk stjórnvöld stefna að því að senda svör við spurningum ESB fyrir 16. nóvember svo taka megi aðildarumsókn landsins fyr- ir á leiðtogafundi sambandsins í desember. ben@mbl.is | 5 Stækkunarstjóri ESB afhenti forsætisráðherra spurningar Áfangi í umsóknarferli Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is Í TÖLUM sem Lánasjóður ís- lenskra námsmanna (LÍN) tekur saman í september ár hvert kemur fram að umsækjendum hefur fækk- að umtalsvert frá sama tíma í fyrra. Hlutfallslega er meiri fækkun í um- sóknum frá námsmönnum erlendis, allt að 25%. „Það er ekkert langt síðan gengi dönsku krónunnar var 13,“ segir Hlöðver Bergmundsson, deildar- stjóri lánadeildar LÍN. „Munurinn er því gríðarlegur á því að hafa fengið 50.000 danskar krónur fyrir 13 krónur þá eða 24 krónur núna.“ Hjördís Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka íslenskra náms- manna erlendis, kveðst verða tals- vert vör við að fólk hætti við að fara í nám til útlanda. Berglind Sunna Stefánsdóttir hætti við að fara í nám í Danmörku og staða krónunnar átti þar stóran hlut að máli. Hún segir tvo vini sína þó hafa skellt sér utan í nám, annars vegar í Bandaríkjunum og hins veg- ar í Skotlandi. „Þeir gera það nátt- úrlega meðvitandi um að þeir munu sitja uppi með miklar skuldir,“ segir Berglind Sunna. Hún segir sárt fyr- ir námsmenn að hugsa til þess að sambærilegt nám kostaði helmingi minna fyrir tveimur árum. Dæmi um niðurfellingu Dæmi eru um að afborgun náms- lána sem greiða átti 1. september hafi verið felld niður. Í þeim til- vikum hefur lántaki sýnt fram á tekjufall upp á 30% eða meira og uppreiknaðar tekjur fyrir árið 2009 undir fjórum milljónum. Ef tekju- fallið er á bilinu 20-30% geta lántak- ar jafnframt sótt um lækkun af- borgunarinnar. Páll Haraldsson, deildarstjóri fjármáladeildar LÍN, segir álagið á skrifstofunni hafa ver- ið mjög mikið frá því í endaðan ágúst, fólk hringi til að fá upplýs- ingar um leiðir sem gera því kleift að kljúfa afborganir. „Ég myndi giska á að þetta séu 10% sem eru að kanna stöðuna,“ segir Páll.  Fólk hikar við | 6 Allt að 25% færri sækja um lán vegna náms erlendis Fólk fer utan í nám „meðvitandi um að það muni sitja uppi með miklar skuldir“ „ÉG er kallaður maðurinn með hattinn,“ segir Steinar Halldórsson frá Auðsholti, sem verið hefur fjallkóngur í Hrunamannaafrétti síðan 1998 en hér er hann ásamt öðrum gangnamönnum að reka féð yfir Sandá hjá Svín- árnesi. „Þetta er hrein ævintýramennska og ég veit fátt skemmtilegra en að fara á fjöll á haustin í leit að skepnunum,“ segir Steinar og tekur fram að smölun hafi gengið einstaklega vel fyrir sig þetta haustið sem megi ekki síst þakka þurrviðrinu sem auðveldi yfirferð á því svæði þar sem leitað er. Réttað verður í Hruna- og Skaftholtsréttum á föstudaginn. FÁTT SKEMMTILEGRA EN AÐ FARA Á FJÖLL Morgunblaðið/Sigurður Sigmund  ARCTIC Trucks hefur selt yfir 130 sérútbúna Landcruiser-jeppa til norska hersins sem hafa m.a. verið notaðir í Afganistan. Örn Thomsen, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, segir að samstarfið við norska herinn sé fyrirtækinu ótrú- lega mikilvæg tekjulind. „Í þetta er að nýtast þessi reynsla og kunnátta sem við höfum af okkar landi, okk- ar erfiðu fjallvegum og aðstæðum,“ segir Örn. Norðmenn fengu áhuga á jeppum Arctic Trucks eftir að hafa fengið að kynnast þeim í Afg- anistan en íslenska friðargæslan notaði bíla frá fyrirtækinu þar. »13 Íslendingar selja norska hernum sérútbúna jeppa  VEGNA mik- illar skerðingar á ýsukvóta er nú þegar brostinn á flótti sjómanna undan ýsunni, þótt ekki séu liðnir nema átta dagar af kvóta- árinu. „Við erum að reyna að forðast ýsuna en það gengur ekki allt of vel, þótt fiski- fræðingarnir finni hana ekki,“ seg- ir Gunnar Hannesson skipstjóri á Sæbjörgu frá Grímsey. Hjá kvóta- miðlurum eru símar rauðglóandi en engan ýsukvóta að hafa. »11 Sjómenn byrjaðir að flýja ýsuna vegna minni kvóta  GÖMUL íslensk frímerki undir nafninu Hollandshjálp, sem gefin voru út árið 1953, ganga enn kaup- um og sölum meðal frímerkjasafn- ara um allan heim. Frímerkin voru stór liður í söfn- un til styrktar Hollendingum, sem urðu fyrir miklum búsifjum í flóð- um í Norðursjó þetta sama ár. Efnt var til almennrar söfnunar á Íslandi og upphæðin sem safnaðist hér á landi jafngildir um 22 millj- ónum króna. »7 Hollandshjálpin enn vinsæl meðal frímerkjasafnara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.