Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009 FRÁSAM RAIMI LEIKSTJÓRA EVIL DEAD OG SPIDER MAN MYNDANNA SEM ER Í TOPPFORMI Í SINNI BESTU KVIKMYND TIL ÞESSA!GAGNRÝNENDUR ERU Á EINU MÁLI: ENTERTAINMENT WEEKLY - 100/100 LOS ANGELES TIMES- 100/100 WALL STREET JOURNAL - 100/100 WASHINGTON POST - 100/100 HHHH T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH S.V. - MBL HHHH - H.G.G, POPPLAND/RÁS 2 FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA HEIMURINN ÞARF STÆRRI HETJUR FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SÝND Í 3D Í REYKJAVÍK SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI REYKJAVÍK WHALE WAT.. kl. 8 - 10 16 THE PROPOSAL kl. 8 Síðustu sýningar L DRAG ME TO HELL kl. 10 Síðustu sýningar 16 REYKJAVÍK WHALE WAT... kl. 8 - 10:10 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 8 L KARLAR SEM HATA KON... kl. 10:10 16 REYKJAVÍK WHALE WATCHING kl. 8 - 10 16 G.I. JOE kl. 8 12 CROSSING OVER kl. 10:20 16 Upplifun okkar af kvikmynd-inni er ólík því að skoðamálverk þar sem við ráðum því sjálf hve langan tíma við tökum okkur til að skoða myndina og velta henni fyrir okkur. Svo segir m.a. í texta Jóns Proppé um myndlistarsýningu kvikmyndaleikstjóranna Lars von Trier og Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Endurkynni rammanna, sem stendur yfir í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsi. Á sýningunni gefur að líta flennistór málverk (hálfpart- inn troðið inn í B-sal Hafnarhúss- ins) sem þeir Friðrik og Lars fengu kínverska málara til að gera eftir völdum myndarömmum úr verkum sínum. „Sýningunni er þannig ætl- að að raska vana okkar og fá okkur til að hugsa öðruvísi um þær mynd- ir sem birtast okkur í kvikmynd- unum, að staldra við og skoða efnið í öðru samhengi og með öðrum aug- um. Hvað er kvikmynd? Hvað er málverk? Hvað er veruleiki? List- formin kallast á og eru að ýmsu leyti sama eðlis. Í báðum stýrist merking og áhrifamáttur myndar- innar af byggingu, litum og form- um, og af innri spennu og lífi mynd- flatarins,“ segir ennfremur í textanum. Miðað við þessar pæl- ingar virðist vera um alvarlega sýn- ingu að ræða. Eða hvað?    Lars og Friðrik eru gæðaleik-stjórar, þeir hafa gert frábær- ar kvikmyndir, hafa næmt auga og frásagnargáfu, eru víðsýnir og síð- ast en ekki síst húmoristar. Þeir hafa gaman af því að ögra fólki eins og sást glögglega í Brennu-Njáls- sögu og Idioterne. Og sýningin í Hafnarhúsinu er svo sannarlega sprenghlægileg, hún er það léleg. Pælingar um að listformin kallist á eru ekkert nýtt, eiginlega hálf- þreytandi, sjónlistir tengjast inn- byrðis þótt eðli þeirra sé ólíkt. Þetta eru ólíkar listgreinar og háð- ar ólíkum lögmálum. Olíumálverk af manni að skjóta sig í hausinn hef- ur önnur áhrif á mann en kvikmynd sem sýnir mann skjóta sig í haus- inn, svo eitthvað dæmi sé tekið. Í fyrstu eru það mikil vonbrigði að sjá framkvæmd þessarar hug- myndar. „Hörmung“ er orð sem kemur upp í hugann. Var það hluti af hugmyndinni að láta slaka list- málara mála málverkin? Já, það hlýtur að vera. Hefðu þeir félagar ekki getað fundið aðeins betri mál- ara? Auðvitað, en það væri allt önn- ur sýning. Verkin í Hafnarhúsinu eru með öllu andlaus og ópersónu- leg, líkt og málarinn eða málar- arnir hafi enga tengingu við mynd- efnið og geti ómögulega gætt það töfrum eða lífi. Sjálfsagt var það ætlun grallaraspóanna Frikka og Lars. Persónulega hefði mér þótt áhugaverðara að sjá þá mála verk- in, yfirfæra verk sín sjálfir á striga. En þau hefðu getað orðið miklu verri og brandarinn misst marks. Það sem við blasir er algjör and- stæða kvikmyndanna sem ramm- arnir eru fengnir úr, algjör flat- neskja og smekkleysa, líkt og nemandi á fyrsta ári í listmálun hafi verið að vinna sér inn smá aukapen- ing með náminu og unnið í kapp við klukkuna. Og stærðin á verkunum (þau eru fáránlega stór) gerir þetta allt enn fáránlegra.    Hvar stendur svo ListasafnReykjavíkur eftir að hafa eytt dýrmætu sýningarrými í jafn- furðulega sýningu? Er það að fikra sig í átt að aulahúmor? Hvar eru Kínverjarnir sem máluðu verkin? Sennilega að mála risastórt olíu- málverk af einhverju gæludýri. Er þetta versta myndlistarsýning árs- ins? Eða er hún kannski sú besta? Það veltur allt á skopskyni þess sem um það dæmir. helgisnaer@mbl.is Grallaraspóarnir Frikki og Lars »Hvar eru Kínverj-arnir sem máluðu verkin? Sennilega að mála risastórt olíu- málverk af einhverju gæludýri. Endurkynni? Eitt af flennistórum málverkum Kínverjanna, rammi úr Börnum náttúrunnar, með áritun Friðriks. AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson sumar fyrir næsta ÞAÐ mátti sjá það nýjasta í sundfatatískunni fyrir sumarið 2010 á sund- og nærfatasýningunni Mode City sem haldin var í París 5. til 7. september. Hvort sem stefnan er að skreppa til sólarlanda eða liggja í Nauthólsvíkinni næsta sumar er aldrei of seint að velta fyrir sér hvernig skal klæðast á ströndinni. Mosagrænt Þetta bikíni færi vel við strandsandinn. Myndir/Reuters Siðsamlegt Efnismikið bikíni með skemmtilegu skrauti. Flott Blátt og svalt bikíni með töffaralegum sólgleraugum. Stíll Sund- bolur, stór sólgler- augu og alpahúfa. Kvenleg Fallegt bikíni með doppum og slaufu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.