Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009               !! "#$ %&# " $  '()*+ , - #.(/0 # $*#)' $ 1 2 ,3 - #.(/0 /' "#$ 2'*)'$ 4'$*+1"* #.(/0)' /#  # " +  &'# $* )*%$/)'  -! 1/#"#' ,5 "/6" 7/6$  '7$ '&$ 0 %&)" ' 889,5 )" '#. &) 7 %&)" ' -3-9,, #)' 4'$*+1")' #.(/0)' * :$ )" * *(1' )+)' "#$ '%)%)"   *   /#'$)'  +  ;' $()+&  ,, *#:#"#' ,5   5 $ < <# <'+ = )$)' +*') , -> #.(/0 ? )+ )" /#'$)' ( $ )" )::&(%' "   *   <& @* +*  /#& . '6'* ) # & <& *) + + & *#" 7) *4' *$ "#$ 7/%'$) (7'"7 # ' * * +&*#' -8 <1#' ,> A'" /#'$)' ( $ )" # *) '7$* ' *#" &#'$'  /#' $ <& /# ' ):: B* &' )" # & <& *) +*%$) * 4  *#) 7 )+ )" # & ;# ' *#" # & '%) 7  7' ):: B* &' #' $   7 /# * CCC&  '=<" #.(/0  *#:#"#' ,5  * #+'   *   ?' D1"**< <'"$)' D  E   123 123   4 4 123 0 #3   4 4 $5 6    7     4 4 89" $ 3     4 4 123 1 123 :  4 4 Þetta helst ... ● SORPA hagnaðist um tæpar 34 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra var hagn- aðurinn um 19 milljónir. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam tæpum 59 milljónum í ár en rúmlega 94 millj- ónum á fyrri helmingi ársins 2008. Í tilkynningu segir að afkoman í ár sé betri en áætlanir gerðu ráð fyrir þrátt fyrir minna magn úrgangs og þar af leiðandi minni tekjur. gretar@mbl.is Hagnaður jókst milli ára ● Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 432,1 milljarði króna í lok ágúst og jókst um tæpa 47 milljarða króna yfir mánuðinn. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabanka Íslands sem eru aðgengilegar á vef bankans. Þar segir að erlend verðbréf hafi hækk- að um 1,8 milljarða króna í ágúst og seðlar og innstæður hafi hækkað um 45,9 milljarða króna. Frá lokum nóvember á síðasta ári og fram undir lok ágústmánaðar rýrnaði gjaldeyrisforðinn um rúma hundrað milljarða króna. Stór hluti upphæð- arinnar hefur farið í tilraunir til að styrkja gengi krónu. thorbjorn@mbl.is Gjaldeyrisforði Seðlabankans eykst ● HEILDARÚTLÁN Íbúðalánasjóðs í ágústmánuði drógust saman um 36% í samanburði við útlánin í mánuðinum á undan. Heildarútlánin í ágúst námu tæpum 1,6 milljörðum króna. Þar af voru tæpir 1,5 milljarðar vegna al- mennra lána og rúmlegir 100 milljónir vegna leiguíbúðalána. Meðalfjárhæð almennra lána í ágúst var um 9,8 milljónir króna. Er það um 3% lækkun frá fyrra mánuði. Það sem af er þessu ári hefur Íbúða- lánasjóður lánað samtals 21,4 milljarða króna, sem er um 46% minnkun frá sama tímabili árið 2008. gretar@mbl.is Útlán Íbúðalánasjóðs dragast saman Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ARCTIC Trucks, íslenskt fyrirtæki sem hannar og setur saman sér- útbúna Toyota Landcruiser- fjallajeppa, er að gera það gott í Nor- egi þessa dagana. Fyrirtækið er m.a í eigu Bergeyjar ehf. og Emils Gríms- sonar, fyrrverandi forstjóra Toyota. Keppa við Daimler-Benz „Við erum að vinna í útboði núna sem er ansi stórt. Það voru tólf fyr- irtæki sem byrjuðu og svo hefur list- inn verið skorinn niður. Það eru núna þrjú fyrirtæki eftir, við, Daimler- Benz og BAE Systems,“ segir Örn Thomsen, framkvæmdastjóri Arctic Trucks international, en hann er staddur á stórri hergagnasýningu í Lundúnum að kynna vörur fyrirtæk- isins. Norðmenn fengu áhuga á jepp- um Arctic Trucks eftir að hafa fengið að kynnast þeim í Afganistan, en ís- lenska friðargæslan notaði slíka bíla. „Við erum búnir að selja þeim [norska hernum] yfir 130 Land- cruiser-bíla af mismunandi gerðum með breytingum,“ segir Örn. Að- spurður segir hann að sölusamstarf við Norðmenn sé fyrirtækinu ótrú- lega mikilvæg tekjulind. „Það eru fimm ár síðan við byrj- uðum að selja þeim bíla og höfum átt mjög gott samstarf við þá. Í þetta er að nýtast reynsla og kunnátta sem við höfum frá okkar landi, okkar erf- iðu fjallvegum og aðstæðum. Við þekkjum drullu, ár og snjó. Þetta eru aðstæður sem þeir eru að vinna við í Afganistan,“ segir Örn. Hann segir að fyrirtækið sé að selja bæði bryn- varða og óbrynvarða bíla. Að sögn Arnar hefur orðið til sér- þekking hjá Arctic Trucks sem aðrar þjóðir vilji nýta sér. Býður fyrirtækið m.a. þá lausn að uppfæra Land- cruiser-jeppa hjá herjum annarra Evrópuríkja þannig að þeir virki í löndum þar sem aðstæður eru svip- aðar og í Afganistan. Selja norska hernum sér- útbúna jeppa í stórum stíl Í HNOTSKURN »Sölusamstarf við norskaherinn hófst með sölu aukahluta og ráðgjöf. »Norðmenn óskuðu síðaneftir því að starfsmenn á Íslandi kæmu með þeim til Afganistans til að skoða að- stæður þar og leysa tiltekin vandamál. »Arctic Trucks beina spjót-um sínum að nýjum og ókönnuðum mörkuðum. Ljósmynd/Arctic Trucks Afganistan Jeppadella Íslendinga hefur orsakað mikla verðmætasköpun. Eru búnir að selja yfir 130 sérútbúna Landcruiser-jeppa SÉRFRÆÐINGAR hjá Greiningu Íslandsbanka eru ekki sammála Má Guðmundssyni seðlabankastjóra um að Ísland muni væntanlega koma út úr kreppunni á fyrri helm- ingi næsta árs, eins og hann sagði í viðtali við Reuters-fréttastofuna í fyrradag. Í Morgunkorni deild- arinnar í gær segir að þetta verði ekki fyrr en eftir nokkur ár. Segir í Morgunkorninu að hag- vöxtur muni ekki koma til skjal- anna hér á landi á ný fyrr en inn- lend eftirspurn tekur við sér. Það gerist tæpast með einhverjum krafti m.a. vegna þeirrar miklu skuldsetningar sem einkennir mörg íslensk heimili og fyrirtæki. „Hag- kerfið á eftir að dragast nokkuð saman áður en við sjáum hagvöxt hér á ný og þegar að því kemur mun fjárhagsleg staða fyrirtækja og heimila að öllum líkindum verða lakari en hún er nú.“ Vegna þessa segir Greining Íslandsbanka að ljóst sé að talsvert lengra sé í að efnahagsleg staða heimila og fyr- irtækja verði orðin viðunandi á ný, en Már heldur fram í viðtalinu við Reuters. Ísland muni þannig í hug- um flestra ekki koma út úr krepp- unni á fyrri helmingi næsta árs þegar atvinnuleysi verður í há- marki, kaupmáttur í lágmarki og erfiðleikar miklir hjá fjölda fyr- irtækja og heimila. gretar@mbl.is Segja nokkur ár í að kreppunni ljúki hér Erfitt að spá Greining Íslandsbanka segir enn mikla óvissu um úrlausn margra mála og því sé erfitt að spá fyrir um hvenær botn kreppunnar næst. Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is LAUN opinberra starfsmanna hækkuðu um 9,5 prósent frá júní 2008 til júní 2009. Á sama tíma hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði aðeins um 1,2% samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Gunnar Axel Axelsson, sérfræðingur hjá Hag- stofu Íslands, segir mismunandi hvenær áhrifa umsaminna hækkana samkvæmt kjarasamn- ingum gætir á almennum vinnumarkaði og hjá op- inberum starfsmönnum. Það gæti verið hluti af skýringu á hækkun launa hjá starfsmönnum hins opinbera. Almenni vinnumarkaðurinn leiði oft launahækkanir og opinberir starfsmenn fylgi á eftir. Það geti skýrt mismun milli tímabila hjá þessum starfsstéttum. „Þetta kom mér á óvart,“ segir Stefán Að- alsteinsson, framkvæmdastjóri BHM, um nið- urstöðu Hagstofunnar. Hann segir einu hækk- unina hafa verið seint síðasta sumar samkvæmt kjarasamningi. Á móti hafi yfirvinna dregist sam- an á þessu tímabili. Sem dæmi hafi komið fram að greiðslur ríkisins fyrir yfirvinnu frá september 2008 til mars hafi dregist saman um 23%. Stefán bendir einnig á að laun höfðu ekki hækk- að eins mikið hjá opinberum starfsmönnum og í ákveðnum greinum á almennum markaði. Þar af leiðandi fóru opinberir starfsmenn ekki eins hátt upp í launum og fallið því ekki eins mikið. Öðru máli gegnir t.d. hjá fólki sem vinnur í fjármála- fyrirtækjum og iðnaðarmönnum. Launalækkum komi líka fyrr fram á einkamarkaðinum. Ríkisstarfsmenn hækka í launum Laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 9,5% á einu ári en minna hjá öðrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.