Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009 VEGGJAKROTARAR svífast sumir hverjir einskis og hika ekki við að klifra upp á þök og vinnupalla, og þannig jafnvel stofna lífi sínu í hættu, til að fremja spellvirkin. Má sjá veggjakrot víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu en nýlega tókst nokkrum að smeygja sér framhjá hindrunum í hálfkláruðu skrifstofuhúsnæði við Urðarhvarf og skilja þar eftir sig áberandi ummerki sem erfitt og kostnaðarsamt verður að losna við. ylfa@mbl.is Morgunblaðið/RAX SVÍFAST EINSKIS Í KROTI Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „VIÐ erum að reyna að forðast ýs- una en það gengur ekkert allt of vel, þótt fiskifræðingarnir finni hana ekki,“ sagði Gunnar Hannesson, skipstjóri á Sæbjörgu frá Grímsey, í gær. Þeir voru þá á dragnót á Skjálf- andaflóa og hefur afli verið ágætur síðustu daga. Helstu vandræðin eru að of mikil ýsa hefur fengist með þorskinum. Þó svo að í gær hafi aðeins verið áttundi dagur fiskveiðiársins er brostinn á flótti undan ýsunni hjá mörgum. Ýsukvóti fiskveiðiársins var skertur um 26 þúsund tonn, hann var 93 þúsund tonn í fyrra, en er 57 þúsund tonn í ár. Þá var einnig mikil skerðing á ufsakvótanum, úr 65 þúsund tonnum í 37 þúsund tonn. Þeir á Sæbjörgu eiga ekki ýsu- kvóta og segir Gunnar að bölvanlega gangi að fá hann leigðan. Hann hafi látið frá sér skötusel og fengið ýsu á móti, þannig hafi hann bjargað sér í nokkra daga. Hann segir marga vera í sömu sporum. Um þetta leyti í fyrra hafi verið hægt að fá nóg leigt af ýsu en staðan sé gerbreytt núna. Allir símar á fullu Björn Jónsson hjá kvótamiðlun LÍÚ segir að þeir sem eigi ekki kvóta, til dæmis í ýsu, lendi á flótta frá fyrsta degi. „Hér eru allir símar á fullu og allir eru að reyna að ná sér í heimildir. Núna er staðan bara þannig að þeir sem eru með heimildir nota þær sjálfir og veitir ekki af. Skerðingin var það mikil að það eru allir í vand- ræðum. Það er ekkert til leigu leng- ur og menn eru að basla við að skipta á tegundum. Menn eiga ekki að róa nema þeir eigi veiðiheimildir fyrir því sem þeir ætla að veiða. Gott verð hefur fengist fyrir þorsk á mörkuðum undanfarið og var verð- ið 311 krónur fyrir kílóið í gær Þegar á flótta undan ýsunni „Það er ekkert til leigu lengur og menn eru að basla við að skipta á tegundum“ Morgunblaðið/RAX Ýsa Ekkert fæst leigt og sumir hafa verið á flótta frá fyrsta degi. Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is Lán til íbúðakaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Úrræði í greiðsluvanda FORSÆTIS- RÁÐHERRAR Bretlands og Hollands hafa ekki svarað bréfi Jóhönnu Sigurð- ardóttur for- sætisráðherra, sem hún sendi eftir samþykkt Icesave-málsins á Alþingi. Þar ósk- aði hún eftir samráði og samvinnu við ráðherrana um farsæla lausn málsins og stakk upp á sameig- inlegum fundi, ef hann gæti orðið til þess að liðka fyrir samningum. Jóhanna segir að embættismenn hafi unnið áfram í Icesave-málinu í framhaldi af viðræðum þeirra við fulltrúa Breta og Hollendinga fyrir skömmu. Mikilvægt sé að fá niður- stöðu í málið sem fyrst til þess að hægt sé að koma öðrum málum í farveg, eins og til dæmis endur- skoðuninni varðandi Alþjóðagjald- eyrissjóðinn, sem vonir standi til að hægt verði að ljúka fyrir mánaðar- lok. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir ljóst að málin varðandi Icesave og Alþjóðagjald- eyrissjóðinn verði að leysa samsíða, þar sem þau hangi saman. Engin svör frá Bret- landi og Hollandi Jóhanna Sigurðardóttir ÞAÐ sem af er árinu 2009 hafa 127 fasteignir verið seldar nauðung- arsölu hjá sýslumanninum í Reykja- vík, miðað við lok júlí. Flestar nauðungarsölur áttu sér stað síðla vetrar; alls 29 í febrúar, 37 í mars og 20 í apríl, en fæstar í janúar eða aðeins 6. Á sumarmánuðum fækkaði nauð- ungarsölum, 15 urðu í maí, 11 í júní og 9 í júlí. Að sögn Sigríðar Ey- steinsdóttur, deildarstjóra hjá sýslumannsembættinu, skýrist þetta af því að almennt sé nauðung- arsölum hætt að sumri til. Nauðungarsölubeiðnir berast jafnt og þétt yfir árið og voru orðn- ar 1.237 vegna fasteigna í lok júlí. Þá er skráð 561 nauðungarsölu- beiðni vegna bifreiða frá janúar til júlí 2009, en rúmlega helmingi færri eða 248 bílar voru seldir nauðungarsölu á sama tíma. Árið 2008 var alls 161 fasteign seld nauðungarsölu hjá sýslumanni en skráðar beiðnir 2.277. Seldar bifreiðar voru þá 491 en nauðung- arsölubeiðnir 2.019 talsins. 127 fasteignir seldar nauðungarsölu STJÓRN Breiðavíkursamtakanna og stjórnvöld hafa ekki enn komist að niðurstöðu um bætur til vist- manna í Breiðavík 1952-1979. Til stendur að skipa bótanefnd og á tengiliður vistmanna við stjórnvöld að starfa með henni. Í fjáraukalögum fyrir árið 2008 var gert ráð fyrir 125 milljónum króna í bætur eða um 800 þúsund kr. að meðaltali á hvert barn. Stjórn Breiðavíkuramtakanna hafnaði hins vegar þessu tilboði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra segir að fundað hafi verið með stjórnarmönnum samtakanna í þeim tilgangi að reyna að ná sátt í málinu. Rætt hafi verið um að víkka út skilgreiningarnar sem miska- bæturnar eiga að ná til og skoðað hvort hægt væri að hækka þær. Að- alatriðið væri að ná sáttum og stjórnvöld væru tilbúin að leggja mikið á sig til þess. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að stjórnvöld hafi gert vel í því að láta vinna eins vandaða úttekt á málinu og raun ber vitni. Hann segir að enn eigi eftir að gera upp sambærileg verk- efni og nefnir m.a. mál sem tengjast geðfötluðum, þvingaðar vananir, símhleranir, persónunjósnir og fleiri skuggabletti á sögunni sem ástæða sé til að fara yfir með sama hætti. steinthor@mbl.is Enn deilt um upp- hæðir miskabóta EKKI er sama lægð í sölu notaðra bíla og nýrra og er úrvalið á bíla- sölum víða orðið gloppótt að sögn Özurar Lárussonar, fram- kvæmdastjóra Bílgreinasambands- ins. „Það er viss skortur á bílum á verðbilinu 2-6 milljónir króna,“ seg- ir Özur og kveður bíla af 2006 ár- gerð og yngri seljast hvað best. „Það myndast líka mikið gap í markaðnum þegar varla selst nýr bíll.“ Því valdi sá mikli verðmunur sem sé á milli nýrra bíla, sem háðir eru tollgengi, og svo notaðra. Bílgreinasambandið vinnur að því að öðlast yfirlit yfir markaðinn með notaða bíla, sem er öllu óljós- ari en markaður nýrra bíla. Senda nú öll bílaumboðin og nokkrar bíla- sölur mánaðarlega inn tölur um sölu á notuðum bílum til Rannsókn- arseturs verslunarinnar. Þær upp- lýsingar eiga svo að veita nokkuð raunsanna mynd af því hver þróun- in er. En samkvæmt upplýsingum yfir þróunina út júlímánuð datt sal- an niður í apríl, jókst aftur í júní og hefur haldist nokkuð óbreytt síðan. Mest er salan í fólksbílum en aukningin er þó mest í sölu jeppa og telur Özur aukin ferðalög Ís- lendinga um eigið land eiga þar hlut að máli. „Það hefur alltaf verið góð sala í jeppum á Íslandi en nú selst ekki nýr bíll og þá höndlar fólk með not- aða bíla.“ Nýi markaðurinn að glæðast Hann bendir þó á að svo virðist sem markaðurinn með nýja bíla virðist vera að glæðast örlítið á ný. „Nú er 80% samdráttur í stað 90% áður. Þannig að það er smáhreyf- ing þótt hún sé varla mælanleg.“ annaei@mbl.is Jepparnir vinsælastir í endursölu            * ' + )   ) )   !"## $%&''( )  $"*('+& +",- ! * ,( -.* %  / %  !0  !0 Viss skortur er á notuðum bifreiðum sem eru á verðbilinu 2-6 milljónir króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.