Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 31
Weill, Johnny Mercer og tvíeykisins Sammy Cahn og Jimmy Van Heusen en þeir síðastnefndu sáu einmitt Si- natra fyrir margri klassíkinni, þar á meðal titillagi meistaraverksins Si- natra Sings For Only The Lonely. Lögin eru því sígild flestöll og ekki er undan hljóðfæraleik að kvarta, hon- um er prýðilega sinnt í hvívetna. Ís- lenskir textar eru allir nema einn eft- ir Þorstein Eggertsson og ristir kveðskapur sá sjaldan djúpt; flestir fara textarnir þokkalega við músíkina þó að stöku sinnum leiðist rímið út í fullmikinn leirburð. Þegar allt er sett upp á strik er Af hamingju ég syng þónokkur framför hjá Geir Ólafs. Mest munar um að hann hefur skólað sig töluvert í söng, um leið og rómurinn hefur fullorðnast nokkuð. Ekki var vanþörf á, en sem fyrr syngur Geir oftast í of hárri tón- tegund og það hjálpar flutningnum ekki vitund. Þá reynir hröð og hávær sveifla verulega á söngrödd hvers sem hana syngur og þegar leikar standa hæst stendur rödd Geirs ber- skjölduð í áreynslunni, helst til mátt- lítil og mjó. En Geir er þó ekki alls varnað, lagið „Meira“ hentar honum prýðilega með rólyndislegri fingra- smellssveiflu af þeirri sort sem Raggi Bjarna hefur gert að listgrein; þar má segja að hann finni fjölina sína. Meira af slíku og líklegast myndi Geir hitta í mark hjá talsverðum hópi fólks. En því fyrr sem Geir áttar sig á því að hann mun aldrei verða flytjandi sem jafnast á við Frank Si- natra því betra. Með því að átta sig á því hvar hans sterka hlið liggur í söng má vel vera að í næstu at- rennu bæti Geir sig enn frekar sem flytjandi. Að lokum er eftir því kallað að ögn meiri metn- aður verði næst lagður í plötual- búmið sem að þessu sinni er einkar flatt og óspennandi. Geir Ólafs hefur löngum ver-ið Þrándur í götu á eiginframabraut, ef svo má aðorði komast, ekki síst með þeim yfirlýsta vilja sínum að vera ís- lenskt ígildi Franks Sinatra. Gervöll Bandaríkin hafa ekki megnað að ala af sér annan Sinatra, hvorki fyrr né síðar, svo Geir gat ekki annað en farið flatt á tilraunum sínum til að ná hinu ókleifa tak- marki sínu. Þess utan réð rödd hans hér áður fyrr engan veginn við sveifluslagara að hætti Sinatra. Frank heitinn ávann sér snemma viðurnefnið „Röddin“ sakir hinnar hljómmiklu raddar sinn- ar og framan af var Geir ljósárum frá átrúnaðargoði sínu í flutningi. Fyrir bragðið hlaut hann oft heldur slaka dóma fyrir viðleitni sína þó að engum dyldist að einlægur áhugi – ef ekki ástríða – byggi að baki. Talsvert vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrsta útgáfa Geirs leit dags- ins ljós og það verður að segj- ast eins og er að hann er nokk- uð að sækja í sig veðrið sem flytjandi. Á nýju plötunni er Geir við sama heygarðshornið í lagavali; honum er sveiflan frá 6. áratugnum hug- leikin og lögin eru nær öll af því taginu, allt frá seið- andi léttu swingi yfir í dúndrandi stórsveit- arkeyrslu. Lögin eru sótt í smiðju ýmissa stórlaxa frá öldinni sem leið, svo sem Kurt Geir færist fetið Geisladiskur Geir Ólafs – Af hamingju ég syng bbnnn JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009 „Á ÉG AÐ GÆTA SYSTUR MINNAR“ 44.000 manns í aðsókn! BYGGÐ Á METSÖLUBÓK STIEG LARSSON 42.000 manns í aðsókn! FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA. FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA. SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI HHHHH - H.G.G, Poppland/Rás 2 HHHHH „Besta Tarantino-myndin síðan Pulp Fiction og klárlega ein af betri myndum ársins“ T.V. - Kvikmyndir.is HHHHH „ein eftirminnilegasta mynd ársins og ein sú skemmtilegasta“ S.V. - MBL HHHH „Gargandi snilld allt saman bara.“ Þ.Þ – DV HHHHH - H.G.G, Poppland/Rás 2 HHHHH „Besta Tarantino-myndin síðan Pulp Fiction og klárlega ein af betri myndum ársins” T.V. - Kvikmyndir.is HHHH „Gargandi snilld allt saman bara.“ Þ.Þ – DV VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG Magnað og blóðugt framhald af Halloween sem Rob Zombie færði okkur fyrir tveimur árum. Hinn stórhættulegi og snargeðveiki raðmorðingi Michael Myers heldur áfram að myrða fólk á hrottalegan hátt! Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó ð Kreditkorti tengdu Aukakrónum! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓÍ OG BORGARBÍÓI Halloween 2 kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 5 - 8 B.i.16 ára Inglorious Bastards kl. 5 - 8 - 10:30 B.i.16 ára Ísöld 3 3–D (ísl. tal) kl. 3:45 LEYFÐ Inglorious Bastards kl. 5 - 8 Lúxus Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:40 LEYFÐ Taking of Pelham 123 kl. 5:40 - 8 B.i.16 ára Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 Sýnd kl. 8Sýnd kl. 5:40 og 10:10 Sýnd kl. 7 og 10 Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is SIGRÍÐUR Thorlacius og Heiðurs- piltar fagna útkomu Á Ljúflingshól í Austurbæ í kvöld. Platan er sam- ansafn laga Jóns Múla Árnasonar, við texta bróður hans, Jónasar Árnasonar, og kemur í búðir í dag. „Þetta leggst mjög vel í mig, platan er voða sæt og fín en ég býst ekki við neinu, hugsa bara um að klára þessa tónleika með prýði,“ sagði Sigríður spurð hvernig legðist í hana að senda frá sér sína fyrstu sólóafurð. Hún segir tónleikana í kvöld eiga að vera ljúfa og frjálslega. „Ég og strákarnir ætlum að fá til liðs við okkur ágæta vini okkar sem spiluðu inn á plötuna og aðra sem spiluðu ekki. Svo verður hún Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona með okkur og segir sögur á milli laga. Hún þekkti vel til þeirra bræðra, Jónasar og Jóns Múla, og því fannst okkur kjörið að fá hana til liðs við okkur. Við vonumst líka til þess að Ragnheiður Ásta, þula og ekkja Jóns Múla, mæti. Hún hringdi í mig sérstaklega eftir að hafa heyrt lög af disknum til að þakka mér fyrir. Mér þótti mjög vænt um það, álit fárra skiptir meira máli en hennar,“ segir Sigríður. Óvænt afmælisgjöf Sigríður er þekktust sem söng- kona hljómsveitarinnar Hjaltalín og dvelur einmitt löngum stundum í hljóðveri um þessar mundir við upptökur á næstu plötu sveit- arinnar. Á Ljúflingshól er hennar fyrsta sólóverkefni og segir hún það hafa komið til á óvenjulegan hátt. „Þetta var ekki beint mín hug- mynd frá upphafi. Það var kona sem kom að máli við okkur og fékk okkur til að gera þetta sem afmæl- isgjöf fyrir foreldra hennar. Hún heitir Ragnhildur Zoëga og gefur plötuna út í samvinnu við Borgina. Hugmyndin kemur frá henni og í samráði ákváðum við að taka fyrir Jón Múla, því það er tónlist sem höfðar til foreldra hennar, auk þess sem okkur fannst þetta skemmtileg tónlist sem við vorum tilbúin að grúska í. Platan kom til Íslands á afmæli pabba Ragnhildar í lok ágúst og þau hjónin voru voðalega glöð,“ segir Sigríður sem hafði svo- sem ekki í huga að gefa út svona sólóplötu. „Auðvitað hafði ég hugsað ým- islegt, en veit ekki hvort ég hefði endilega gert svona plötu. En ég er heppin að fá svona tækifæri og frjálsar hendur og þurfa ekki að berjast fyrir því að gefa hana út sjálf.“ Sigríður virðist heldur betur hafa hitt naglann á höfuðið því platan hefur þegar vakið mikla athygli og fékk m.a. fjórar stjörnur af fimm mögulegum í dómi í Morg- unblaðinu. Tónleikarnir í Austurbæ hefjast kl. 21 og er miðaverð 2.500 kr. Miðasala fer fram í verslunum Skíf- unnar og á midi.is. Ljúft og frjálslegt  Útgáfutónleikar Á Ljúflingshól í Austurbæ í kvöld  Platan kom til með óvenjulegum hætti Morgunblaðið/Heiddi Sigríður „Það var kona sem kom að máli við okkur og fékk okkur til að gera þetta sem afmælisgjöf fyrir foreldra hennar,“ segir hún um plötuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.