Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000
GÖNGUFERÐ
Á TENERIFE
Frábærar gönguferðir um króka og kima fjalllendis
Tenerife, blómaeyjunnar fallegu í Kanaríeyjaklasanum.
Margrét Árnadóttir, þaulreyndur fararstjóri og
annálaður göngugarpur, mun stýra ferðinni og henni
til aðstoðar er innfæddur leiðsögumaður. Frábært
verð, spennandi gönguferðir og allt innifalið!
21.-28. október
Verð frá:
169.900,-
á mann í tvíbýli, m/
fullu fæði, drykkir með mat,
nesti, allur flutningur og
fararstjórn
MEIRA Á
urvalutsyn.is
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
FORSVARSMENN íslensku líf-
eyrissjóðanna ætla að taka sér einn
mánuð til þess að taka afstöðu til
hugmyndar forsvarsmanna Lands-
samtaka lífeyrissjóða um stofnun
Fjárfestingasjóðs Íslands. Kynn-
ingarfundur um stofnsetningu
sjóðsins var haldinn á Grand Hóteli
í gær og sóttu um 80 forsvarsmenn
lífeyrissjóða fundinn. Fundarmenn
tóku vel í stofnun sjóðsins, að sögn
Arnars Sigmundssonar, formanns
Landssamtaka lífeyrissjóða.
Samkvæmt þeim hugmyndum
sem settar voru fram á fundinum,
og hafa verið til umræðu frá því í
nóvember í fyrra, verður sjóðnum
fyrst og fremst ætlað að fjárfesta í
lífvænlegum fyrirtækjum og öðrum
arðbærum verkefnum. Með lífvæn-
legum fyrirtækjum er átt við fyr-
irtæki sem eru með traustan
grunnrekstur og eigi mikla mögu-
leika til framtíðar. Talið er að um
60 til 80 prósent af fyrirtækjum í
landinu glími við sligandi fjár-
magnskostnað, meðal annars vegna
hruns krónunnar, og er stór hluti
þeirra tæknilega gjaldþrota, þ.e.
með skuldir umfram eignir.
Rekstrargrundvöllur er þó fyrir
hendi hjá mörgum fyrirtækjum og
með nýju hlutafé gætu fyrirtækin
náð vopnum sínum á ný. Arnar
segir fjárfestingatækifæri vera fyr-
ir hendi víða. Sérstaklega séu fyr-
irtæki í útflutningi, og einnig þau
sem spari gjaldeyrisútgjöld, meðal
þeirra sem til greina komi sem álit-
legir kostir fyrir lífeyrissjóði. „Það
eru mörg sterk fyrirtæki hér á
landi sem hafa tekið á sig mikil
högg vegna falls bankanna, og ekki
síst hruns gjaldmiðilsins. Lífeyr-
issjóðirnir geta komið að þessum
fyrirtækjum og að því er ég tel
hagnast á því í þágu sjóðsfélaga, og
íslensks efnahagslífs almennt.“
Ragnar Önundarson, formaður
stjórnar Lífeyrissjóðs verzl-
unarmanna, segist „mjög sáttur“
við hugmyndirnar um stofnun fjár-
festingasjóðsins og vonast til þess
að þær nái fram að ganga. Hann
segist líka hlynntur því að í sem
flestum tilfellum verði fyrirtækin
sem fjárfest verður í skráð á hluta-
bréfamarkaði. Þannig geti fjárfest-
ingar lífeyrissjóðanna orðið áhrifa-
meiri í endurreisninni og um leið
orðið góð fjárfesting fyrir sjóðs-
félaga. „Ég legg áherslu á, að í
þessari umferð verði lífeyrissjóðir
kjölfestufjárfestar í fyrirtækj-
unum. Lífeyrissjóðirnir eiga að
mínu mati að koma strax að málum
þegar lífvænleg fyrirtæki verða
endurreist og skráð á markaði,“
segir Ragnar.
Morgunblaðið/Golli
Fundað Um 80 forsvarsmenn lífeyrissjóða funduðu á Grand Hótel um stofnun Fjárfestingasjóðs Íslands.
Sjóðirnir jákvæðir
Stjórnir lífeyrissjóðanna ætla að taka sér einn mánuð til þess
að meta kosti og galla stofnunar Fjárfestingasjóðs Íslands
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
KRÖFUM stærstu kröfuhafa í
þrotabú Baugs Group er hafnað
„að svo stöddu“ ýmist þar sem
kröfulýsing er
ekki fullnægj-
andi eða ekki
liggja fyrir upp-
lýsingar um
verðmæti und-
irliggjandi veða.
Stóru viðskipta-
bankarnir eru
langstærstu
kröfuhafarnir en
þeir voru allir
mjög duglegir að lána Baugi Group
fyrir bankahrunið. „Það kann að
taka nokkur ár að sjá hvað kemur
upp í þessar kröfur af veðum,“ seg-
ir Erlendur Gíslason, lögmaður hjá
Logos og skiptastjóri þrotabúsins.
Hafnað að svo stöddu
Í nokkrum tilvikum frestar
skiptastjórinn því að taka afstöðu
til krafna. „Krafa Landsbankans er
veðkrafa, henni er ekki alfarið
hafnað, heldur er henni hafnað að
svo stöddu,“ segir Erlendur. Að
hans sögn gefst kröfuhöfum núna
tækifæri til að koma með at-
hugasemdir. „Þetta mun skýrast á
næstu dögum og enn frekar síðar,“
segir hann.
Skilanefnd Landsbankans gerir
kröfu upp á samtals 94 milljarða en
kröfum bankans er hafnað með
fyrirvara. Bankinn var ekki búinn
að taka saman fylgiskjöl með kröfu
sinni þegar kröfulýsingarfrest-
urinn rann út. Þá er 26 milljarða
króna kröfu skilanefndar Kaup-
þings einnig hafnað með fyrirvara.
Skilanefnd Landsbankans, eins
og aðrir kröfuhafar, getur borið
ákvarðanir skiptastjóra undir dóm-
stóla til að fá skorið úr lögmæti
þeirra. Jafnframt er hægt að víkja
skiptastjóra frá störfum ef ákveð-
inn hluti kröfuhafa krefst þess.
Endurskoðunarfyrirtækið Price-
waterhouseCoopers stýrir í um-
boði Landsbankans eignarhalds-
félaginu BG Holding í Bretlandi, en
þar liggja verðmætustu eignir
þrotabúsins. Undir BG Holding er
t.d leikfangakeðjan Hamley’s.
Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi
forstjóri Baugs, er í dag stjórn-
arformaður Hamley’s. Þrotabúið
hafnaði 8,2 milljarða kröfu frá
Gaumi og Högum, en þau eru bæði
í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
og fjölskyldu.
Kröfum í bú
Baugs hafnað
„að svo stöddu“
Ófullnægjandi kröfulýsingar
Í HNOTSKURN
»Heildarkröfur í þrotabúBaugs nema 316,6 millj-
örðum króna og skilanefnd
Landsbankans er stærsti
kröfuhafinn.
»Verðmætustu eignirþrotabúsins eru í félaginu
BG Holding í Bretlandi, en þar
inni eru meðal annars Iceland
Foods verslanakeðjan og leik-
fangabúðin Hamley’s.
Erlendur Gíslason
Þrátt fyrir bankahrunið og
eignabrunann, sem því fylgdi,
standa íslenskir lífeyrissjóðir
traustum fótum. Eignir þeirra
nema um 1.800 milljörðum, þar
af eru um 500 milljarðar erlend-
is, sem hafa ávaxtast vel í nær
fordæmalausum hækkunum á
hlutabréfamörkuðum í sumar.
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn
er nánast alveg hruninn til
grunna en með aðkomu lífeyr-
issjóðanna gæti viðspyrnan orð-
ið hröð. „Skilvirkur hlutabréfa-
markaður, þar sem lífeyrissjóðir
kæmu að frá grunni, gæti skipt
sköpum í uppbyggingunni,“
segir Ragnar Önundarson.
Miklar eignir
RÍKISSTJÓRNIN hefur í framhaldi af skýrslum vist-
heimilisnefndar um Heyrnleysingjaskólann, Kumb-
aravog og skólaheimilið Bjarg ákveðið að sett verði al-
menn lög um bætur vegna misgjörða á vistheimilum.
Stefnt er að því að frumvarp til slíkra laga verði lagt
fram á Alþingi fljótlega eftir að haustþing kemur saman.
Jafnframt er ætlunin að setja á fót bótanefnd, en sam-
hliða henni á að starfa tengiliður vistmanna við stjórn-
völd er aðstoði fyrrverandi vistmenn við að ná fram rétti
sínum, m.a. er varðar félagslega aðstoð, heilbrigðisþjón-
ustu og menntun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu
frá forsætisráðuneytinu.
Þar kemur einig fram að ætlunin sé að væntanleg lög
kveði á um það að bótanefndin geti úrskurðað almennar
bætur er nemi tiltekinni fjárhæð, sem eftir er að ákveða.
Meginskilyrðið verði að vistmaður hafi sjálfur orðið fyrir
illri meðferð eða ofbeldi meðan á vistun stóð, en ekki
verði um strangar sönnunarkröfur að ræða. Í sérstökum
tilfellum verður heimilað að hækka bætur að álitum.
Hækkun bóta geti m.a. komið til vegna alvarleika ofbeld-
is eða illrar meðferðar, aðdraganda vistunar eða tíma-
lengdar vistunar. Jafnframt verði kveðið á um skattfrelsi
bóta, erfðarétt vegna einstaklinga sem fallnir séu frá, og
aðgang að gögnum vistheimilisnefndar til að einfalda
málsmeðferð og lögmannsaðstoð.
Eftirlit með vistheimilum verði bætt
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hyggst fela
starfsfólki að undirbúa frumvarp á grundvelli samskipta
ráðuneytisins við Breiðavíkursamtökin og í ljósi fyrstu
áfangaskýrslu vistheimilisnefndar. Ráðgert er að hafa
samráð við samtök fyrrverandi vistmanna og hlutaðeig-
andi sveitarfélög. Loks ber þess að geta að félags- og
tryggingamálaráðherra mun taka mið af nýkynntri
áfangaskýrslu við endurskoðun á barnaverndarlöggjöf
og framkvæmd og eftirliti á því sviði. | 8
Bætur vistmanna verða
mögulega skattfrjálsar
Lög um bætur vegna misgjörða á vistheimilum væntanleg
HENRIK Danielsen er á góðri leið
með að tryggja sér sinn fyrsta Ís-
landsmeistaratitil í skák. Hann er
með 7 vinninga eftir átta umferðir á
Skákþingi Íslands, sem fram fer í
Bolungarvík. Þrjár umferðir eru eft-
ir. Henrik er danskur, en með ís-
lenskan ríkisborgararétt.
Í áttundu umferð í gær vann Hen-
rik Jón Viktor Gunnarsson en sam-
tímis tapaði hans helsti andstæðing-
ur, Þröstur Þórhallsson, fyrir
Ingvari Þór Jóhannessyni. Þröstur,
Bragi Þorfinnsson og Guðmundur
Gíslason eru í 2.-4. sæti með 5 vinn-
inga.
Guðmundur og Sigurbjörn
Björnsson hafa báðir möguleika á að
ná áfanga að alþjóðlegum meistara-
titli. 9. umferðin verður tefld í dag
Henrik stefnir hraðbyri
að sigri á Skákþinginu