Morgunblaðið - 09.09.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.09.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009 Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is YFIR 400 Íslendingar deyja árlega fyrir aldur fram vegna reykinga- tengdra sjúkdóma. Læknar segja þetta faraldur og vilja láta taka tóbak úr almennri sölu í þrepum næstu 10 árin. Þeir vilja láta koma á fót sérstökum tóbaks- vöruverslunum, að því er Kristján G. Guðmundsson, yfirlæknir Heilsu- gæslunnar í Glæsibæ, greinir frá. Kristján er í undirbúningsnefnd vegna Tóbaksvarnaþings á vegum Læknafélags Íslands sem hefst nú á föstudaginn en aðalfundur og stjórn félagsins telja ástandið í málaflokkn- um óviðunandi. Stærsti heilbrigðisvandinn „Reykingar eru stærsti heilbrigð- isvandi þjóðarinnar. Þótt skaðsemi reykinga hafi verið þekkt í rúma hálfa öld reykja enn um 20 prósent þjóðarinnar. Við viljum segja frá því hversu margir tapa heilsunni og deyja vegna notkunar tóbaks,“ segir Kristján. Hann getur þess að læknar geri sér grein fyrir því að aukið átak í tób- aksvörnum verði ekki gert nema víð- tæk sátt verði um það í samfélaginu. „Slíkt átak var gert vegna berkla og sullaveiki á sínum tíma. Þetta var áratugavinna með þungum kostnaði en það var hægt að láta þessa sjúk- dóma hverfa. Með hertu átaki gegn reykingum yrðu þeir sem reykja kannski aðeins 3 til 5 prósent eftir 10 til 15 ár.“ 20 ánetjast í hverri viku Nú ánetjast 20 unglingar hér á landi tóbaki í hverri viku. Að minnsta kosti helmingur þeirra mun deyja úr reykingatengdum sjúkdómum, að því Kristján greinir frá. „Langflestir byrja á þessu sem fikti og ánetjast svo. Það er erfiðara fyrir reykingamann að hætta reyk- ingum en fyrir heróínfíkil að hætta notkun heróíns. Það þarf að tak- marka aðgengi fólks undir tvítugu að tóbaki á sama hátt og að áfengi.“ Kristján segir áhersluna á meðferð tóbaksfíkla ónóga. „Sérhæfing í með- ferð og framboð úrræða er miklu minna en vegna ýmissa annarra sjúk- dóma. Viðbúnaður samfélagsins til þess að takast á við þetta er miklu minni en efni standa til.“ 400 deyja árlega vegna reykinga Þetta telst faraldur, segja læknar og vilja láta taka tóbak úr almennri sölu KOSTNAÐUR samfélagsins vegna reykingatengdra sjúkdóma er tæp- ir 30 milljarðar á ári en tekjur rík- isins vegna tóbakssölu eru 7 millj- arðar, að sögn lækna í undirbún- ingsnefnd Tóbaksvarnaþings Læknafélags Íslands. Samkvæmt nýjum tölum frá Landspítalanum hafa 80 prósent þeirra sem fara í hjartaþræðingu reykt. Þrír fjórðu þeirra sem liggja á lungnadeild Landspítala reykja eða hafa reykt. Í kjölfar reykingabanns á veit- ingastöðum hér á landi hefur bráð- um kransæðaþræðingum fækkað um 20 prósent meðal karlmanna sem ekki reykja. Læknar segja þetta sýna hvaða árangurs megi vænta verði dregið enn frekar úr reykingum. Kostnaður 30 milljarðar en tekjur 7 milljarðar Morgunblaðið/Þök Á Landspítala 80% þeirra sem fara í hjartaþræðingu hafa reykt. Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is HAGSMUNASAMTÖK sjúklinga fylgjast nú með því af hliðarlínunni hvernig brugðist verður við sparnað- arkröfum á Landspítala-Háskóla- sjúkrahúsi. Enn er margt óljóst um hvernig hagrætt verður en heyra má á tals- mönnum sjúklinga að þar hafi menn áhyggjur af því sem framundan er. „Við erum náttúrlega með hnút í maganum yfir öllum þessum sparn- aðaraðgerðum,“ segir Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjarta- heilla. „Við erum mjög uggandi um hag okkar skjólstæðinga, sem eru einstaklingar sem þurfa töluvert mik- ið á hátækniþjónustu að halda.“ Ásgeir segir að enn sé beðið eftir því hvaða ráðstafanir verði gerðar á Landspítala en hjartasjúklingar séu hins vegar þegar farnir að finna fyrir sparnaðaraðgerðum sem gripið var til fyrr á árinu þegar niðurgreiðslum vegna lyfjakostnaðar var breytt. Þá segir Ásgeir það vissulega slæmar fréttir að ekki verði svigrúm til frekari tækjakaupa næstu árin en sem fyrr segir eru hjartasjúklingar mjög háðir hátækniþjónustu. Hann bendir þó á að ekki sé ein- tómt svartnætti, því þrátt fyrir ástandið hafi Hjartaheill getað hlaup- ið undir bagga nú í vikunni og styrkt kaup á nýju hjartalínuritstæki sem vantaði á bráðamóttökuna. Frá stofnun til stuðnings Sigursteinn R. Másson, formaður Geðhjálpar, segir að samtökin muni fylgjast með framvindunni í sparnað- araðgerðum á geðsviði. Mikilvægt sé að gleyma ekki þeirri stefnumörkun sem þegar er til staðar um afstofnanavæðingu, sem leiði til sparnaðar. „Þetta snýr að styttri inn- lögnum og öflugri stoðþjónustu, það er hægt að spara með því að vinna hlutina þannig. Það er nauðsynlegt að ná því fram einmitt vegna þessa ástands, ef við ætlum ekki að horfa hér fram á mikl- ar hörmungar í velferðarkerfinu.“ Uggandi um hag sjúk- linga í niðurskurðinum Morgunblaðið/Sverrir Fossvogur Hagsmunasamtök sjúk- linga vilja samráð um hagræðingu. NÆSTA kynslóð mótmælenda er tekin við. Á horninu á Langholtsvegi og Holtavegi, þar sem löngum mátti sjá Helga Hóseasson, mótmælanda Íslands, með skilti sín, höfðu í gær komið sér fyrir þær Íris og Jóna, nemendur í Langholtsskóla. Þær báru skilti þar sem þær mót- mæltu hraðakstri og minntu á að hraðinn drepur. NÝ KYNSLÓÐ MÓTMÆLENDA TEKIN VIÐ Morgunblaðið/Golli FORMAÐUR skilanefndar SPRON hefur í samræmi við úrskurð Hæsta- réttar upplýst Grím Sigurðsson hrl. um að það var Áslaug Björg Viggós- dóttir, eiginkona Guðmundar Hauks- sonar, þáverandi sparisjóðsstjóra, sem seldi umbjóðanda hans stofn- fjárbréf í SPRON í júlí 2007. Davíð Heiðar Hansson, umbjóð- andi Gríms, keypti stofnfjárbréf í SPRON 24. júlí 2007. Tveimur vikum seinna voru viðskipti með þau stöðv- uð. Í kjölfarið var sparisjóðnum breytt í hlutafélag og það skráð op- inberri skráningu í Kauphöllinni. Eftir skráningu hröpuðu bréfin í verði. Stjórn SPRON ákvað á fundi sínum 17. júlí 2007 að leita eftir skráningu og að leyfa skyldi viðskipti með bréfin í þrjár vikur eftir fundinn og að nýtt verðmat á sparisjóðnum skyldi flokkast sem trúnaðarmál. Að sögn Gríms sat Guðmundur þann fund og undirritaði fundargerðina. „Það var vitað fyrir að alla vega þrír af fimm stjórnarmönnum hefðu selt stofnfjárbréf á þessum tíma og núna bætist við eiginkona sparisjóðs- stjórans. Þetta virðist þannig hafa verið umfangsmeira en við höfum áð- ur vitað. Á sama tíma og sparisjóðs- stjórinn gaf út yfirlýsingar um að þessar breytingar, sem gera átti á SPRON, gæfu góð fyrirheit um rekstur, þá var eiginkona hans að selja stofnfjárbréf. Þessar upplýs- ingar setja ferlið í nýtt samhengi.“ Aðspurður segir Grímur næsta skref að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að fara í mál við seljanda bréfanna þar sem hann hafi búið yfir innherjaupplýsingum. Að mati Gríms er úrskurður Hæstaréttar fordæm- isgefandi. „Allir sem eru í sömu stöðu geta nú fengið sömu upplýsingar. All- ir sem keyptu stofnfjárbréf, hvort sem er á þessum tíma eða öðrum, geta nú beint fyrirspurn til stjórnar eða slitanefndar eins og í þessu tilviki og fengið það uppgefið hver það var sem seldi þeim,“ segir Grímur og tek- ur fram að ómögulegt sé að meta hversu margir séu í sambærilegri stöðu og Davíð Heiðar. silja@mbl.is Eiginkona spari- sjóðsstjóra seldi Áslaug Björg Viggósdóttir Grímur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.