Morgunblaðið - 09.09.2009, Side 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
GÖMUL íslensk frímerki undir nafn-
inu Hollandshjálp, gefin út í febrúar
árið 1953, ganga enn kaupum og söl-
um meðal frímerkjasafnara, bæði á
uppboðum og á vefsíðum eins og
eBay. Frímerkin voru stór liður í
Hollandssöfnuninni sem Íslendingar
efndu til, líkt og fleiri Evrópuþjóðir.
Hollendingar urðu fyrir miklum bú-
sifjum í flóðum í Norðursjó 31. janúar
og 1. febrúar 1953, með þeim afleið-
ingum að hátt í tvö þúsund manns
fórust og tjón á mannvirkjum var
gríðarlegt. Mannfall varð í fleiri lönd-
um við Norðursjó, m.a. á Bretlands-
eyjum.
Að sögn Árna Þórs Árnasonar, for-
manns Félags íslenskra frímerkja-
safnara, voru þessi frímerki gefin út
12. febrúar 1953, með þeim hætti að
tvö atvinnuvegamerki frá 12. október
árið 1950 voru yfirstimpluð með 25
aurum sem runnu beint til söfnunar-
innar (sjá mynd). Alls voru gefin út
250 þúsund frímerki af hvorri tegund,
annað appelsínugult 75 aura frímerki
og hitt fjólublátt 1,25 kr. merki. Hafi
öll frímerkin 500 þúsund að tölu verið
seld, þá hefur það skilað 125 þúsund
krónum í söfnunina á sínum tíma.
Listaverð á þessum frímerkjum í
dag er um 800 krónur fyrir stimpluð
en 200-350 krónur fyrir óstimpluð.
Séu frímerkin á umslagi sem sendi-
bréf er listaverðið um 7.000 krónur. Í
frímerkjaverslunum er algengt að
veittur sé 50% afsláttur frá listaverð-
inu en minni afsláttur í viðskiptum
milli frímerkjaklúbba.
Eiga margir þessi frímerki enn
þann dag í dag, bæði hér á landi og
erlendis, m.a. á mörgum hollenskum
heimilum. Spurður hvort verðmæti
frímerkjanna hafi eitthvað breyst,
eftir að Icesave-deila Hollendinga og
Íslendinga skall á, segist Árni Þór
ekki hafa orðið var við það.
„Annars eru gömul íslensk frí-
merki almennt mjög verðmæt, þar
sem þau voru jafnan gefin út í fáum
eintökum,“ segir Árni Þór.
Hollandshjálpin selst enn
Sérstök frímerki gefin út í febrúar 1953 sem framlag til Hollandssöfnunar
Mikið mannfall og tjón í Hollandi og Bretlandi eftir stórflóð í Norðursjó
Frímerki Hér má sjá eintök af Hollandshjálpinni sem ganga kaupum og söl-
um á netinu. Fyrir sérstimplað umslag geta fengist nokkur þúsund krónur.
Í HNOTSKURN
»Íslendingar svöruðu neyð-arkalli Hollendinga árið
1953 og efndu til fjársöfnunar
um allt land.
»Það ár voru Íslendingarum 150 þúsund talsins.
Miðað við það jafngilti fram-
lag Íslendinga nærri fimm
krónum á hvert mannsbarn.
»Til að setja framlag Íslend-inga í samhengi var tíma-
kaup verkamanns í dagvinnu
15,26 krónur árið 1953.
MIKIL samkennd ríkti á þessum
tíma meðal Íslendinga, líkt og ann-
arra Evrópuþjóða, í kjölfar flóð-
anna í Hollandi. Efnt var til söfn-
unar um allt land og tóku Rauði
krossinn og dagblöðin m.a. að sér
að taka við söfnunarfé. Dæmi voru
um skólabörn sem bönkuðu upp á
með vasapeningana sína til að gefa
í söfnunina, líkt og þau gera í dag
eftir tombólu. Söfnunarfé kom
einnig frá kvenfélögum og ung-
mennafélögum um allt land, svo
dæmi séu tekin.
Í frásögn af aðalfundi Rauða
kross Íslands árið 1953 kemur fram
að alls hafi ríflega 700 þúsund
krónur safnast í Hollandssöfn-
uninni. Sé upphæðin framreiknuð
til dagsins í dag jafngildir hún
nærri 22 milljónum króna.
Þó að ekki sé rétt að bera ham-
farirnar í Hollandi 1953 saman við
gosið í Heimaey 1973, þá er fróð-
legt að renna yfir lista um framlög
þjóða til Íslands og Eyjamanna, sem
Morgunblaðið varð sér úti um hjá
Viðlagatryggingu, áður Viðlaga-
sjóði. Samkvæmt honum er hvergi
að sjá framlög frá Hollandi, en þau
gætu engu að síður hafa borist eftir
öðrum leiðum. bjb@mbl.is
Flóð Gríðarlegt tjón varð í flóð-
unum í Hollandi árið 1953.
Nærri 22 milljónir
söfnuðust á Íslandi í
Hollandssöfnuninni
fyrst og fremst ódýr
Læri 1/1 • Læri sneitt • Hryggur 1/1
Frampartur sagaður • Slög heil
Heill lambaskrokkur af
nýslátruðu sagaður í kassa
Lambas
krokku
r
sagaðu
r
kr.
kg859