Morgunblaðið - 09.09.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÚRSKURÐUR samgöngu-
ráðuneytisins, um að greiðslur
Landsvirkjunar til Flóahrepps fyrir
skipulagsvinnu hafi verið ólögmæt-
ar, kemur Halldóri Halldórssyni,
formanni Sambands íslenskra sveit-
arfélaga og bæjarstjóra Ísafjarð-
arbæjar, verulega á óvart. Sveit-
arfélög hafi til þessa talið sig hafa
heimild samkvæmt lögum til að
krefjast greiðslu þegar einhver
framkvæmd breyti gildandi skipu-
lagi. Sú vinna sé bæði dýr og tíma-
frek. „Mér er kunnugt um sveit-
arfélög sem hafa sett um þetta
reglur, til dæmis varðandi breyt-
ingar á deiliskipulagi. Þeirri reglu
hefur verið beitt hér í Ísafjarð-
arbæ, þar sem óskað var eftir
breytingu á deili-
skipulagi svo
hægt væri að
bæta við sum-
arbústað. Þess
vegna hef ég tal-
ið að Flóahrepp-
ur, Skeiða- og
Gnúpverjahrepp-
ur og fleiri sveit-
arfélag, sem hafa
lagt í mikla vinnu
við skipulag vegna framkvæmda
Landsvirkjunar, hafi verið í fullum
rétti til að innheimta kostnað sem á
þau féll vegna þess,“ segir Halldór.
Hann bendir á að samkvæmt 53.
grein skipulags- og byggingarlaga
komi skýrt fram að sveitarstjórnum
sé heimilt að innheimta gjöld fyrir
leyfi til framkvæmda sem hafa
áhrif á umhverfið og breyta ásýnd
þess. Halldór bendir einnig á 6.
grein sömu laga þar sem segir m.a.:
„Sveitarstjórnum er heimilt við
umfangsmiklar framkvæmdir, sem
eru matsskyldar samkvæmt lögum
um mat á umhverfisáhrifum, að
skipa í samráði við framkvæmdar-
aðila og leyfisveitendur sérstaka
eftirlitsnefnd sem hefur eftirlit með
því að skilyrðum sem framkvæmd-
inni hafa verið sett sé framfylgt.
Framkvæmdaraðili ber allan kostn-
að af starfi nefndarinnar.“
Hert verði á heimildum til
frekari innheimtu kostnaðar
Í frumvörpum til nýrra skipu-
lagslaga og laga um mannvirki er
gert ráð fyrir rýmri heimildum til
gjaldtöku en eru í gildandi lögum.
Halldór segir að þannig verði skýr
heimild til þess að krefja umsækj-
endur um byggingar- og fram-
kvæmdaleyfi um allan kostnað
vegna skipulagsbreytinga sem
hljótast af fyrirhugaðri fram-
kvæmd, verði þessi frumvörp
óbreytt að lögum.
„Mögulega hefur úrskurður sam-
gönguráðuneytisins einhver áhrif á
þessi frumvörp. En að mínu áliti
ættu þau áhrif að vera til þess að
herða á þessum heimildum eða að
sérstakur sjóður verði stofnaður
fyrir sveitarfélögin að sækja í. Að
mínu mati er einfaldast að löggjöfin
heimili þetta og framkvæmdaaðili
borgi. Það er ekki hægt að gera ráð
fyrir því að sveitarfélög, sér-
staklega þau smærri, ráði við
kostnað vegna risastórra fram-
kvæmda. Það er líka eðlilegt að
framkvæmdaaðili standi straum af
kostnaði,“ segir Halldór.
Í fullum rétti til að innheimta kostnað
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur eðlilegt að framkvæmdarað-
ilar greiði fyrir skipulagsvinnu Skýr lagaheimild sé fyrir innheimtu kostnaðar
Halldór
Halldórsson
FRÉTTASKÝRING
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„NIÐURSTÖÐUR okkar hér og í
Breiðavíkurmálinu benda til þess að
þarna hafi verið vandamál, að sumu
leyti kerfislegt vandamál, varðandi
eftirlitsskort með þeim börnum sem
eru vistuð á þessum stofnunum,“
segir Róbert Spanó lögfræðingur og
formaður nefndar sem í gær skilaði
skýrslu vegna starfsemi Heyrnleys-
ingjaskólans, skólaheimilisins
Bjargs og vistheimilisins Kumb-
aravogs.
Skýrslan var kynnt í ríkisstjórn í
gærmorgun og ákvað stjórnin m.a. á
fundi sínum að áfram yrði unnið að
því að setja almenn lög um bætur
vegna misgjörða á vistheimilum í
samráði við samtök fyrrverandi vist-
manna og sveitarfélög.
Ekki jafn gróft og í Breiðavík
Kynferðislegt og annað ofbeldi
viðgekkst á vistunarstofnununum á
vissum tímabilum starfseminnar
þótt ofbeldið hafi ekki verið jafn
gróft og viðgekkst í Breiðavík. „Í
Breiðavík bættist það við á tímabili
að starfsmenn höfðu í frammi mjög
alvarlegar ofbeldisathafnir. Það
sjáum við ekki með sama hætti hjá
þessum þremur stofnunum nema í
afmörkuðum tilfellum,“ segir Róbert
Spanó.
Vegna skýrslunnar voru tekin við-
töl við 72 af 231 nemanda stofn-
ananna auk þess sem skýrsla var
tekin af 24 fyrrverandi starfs-
mönnum þeirra.
Meirihluti nemenda Heyrnleys-
ingjaskólans sem rætt var við var
óánægður meðan á náminu stóð og
sögðust þeir reiðir og bitrir, skóla-
yfirvöld hefðu brugðist þeim. „Upp-
lýstu flestir um að hafa haft þá til-
finningu að litið væri niður á þá
vegna fötlunarinnar og almennt
hefði verið talið í skólasamfélaginu
að heyrnarlausir væru ekki í stakk
búnir til að stunda nám með sama
hætti og heyrandi jafnaldrar,“ segir
m.a. í skýrslunni. Líkur eru taldar á
að nemendur skólans hafi orðið fyrir
kynferðislegu ofbeldi frá samnem-
endum, starfsmanni skólans og ut-
anaðkomandi aðila þó að ekki séu
vísbendingar um kerfisbundið of-
beldi.
Nefndin telur að kennslustefna
Heyrnleysingjaskólans og aðskiln-
aður ungra barna og foreldra þeirra
hafa verið þeim þungbær. Aðstaðan
hafi skert lífsgæði barnanna í ís-
lensku samfélagi til framtíðar. Hóp-
urinn sem stundað hafi nám í skól-
anum sé félagslega einangraður og
menntunarstig lægra en annarra.
Frásagnirnar trúverðugar
Í viðtölum við fyrrverandi vist-
menn Kumbaravogs var frásögn
meirihluta þeirra jákvæð en minni-
hluti hafði neikvæða sögu að segja.
Nefndin segir frásagnir þeirra fyrr-
verandi vistmanna, sem segjast hafa
orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af
hálfu gestkomandi einstaklings, hafi
verið trúverðugar og að í þeim hafi
verið samræmi. Ekki sé þó tilefni til
að álykta svo að vistmenn heimilis-
ins hafi, þegar á heildina er litið,
sætt illri meðferð eða ofbeldi af hálfu
forstöðuhjóna heimilisins.
Vegna skólaheimilisins Bjargs,
þar sem einungis voru vistaðar
stúlkur, eru líkur taldar á því að ein-
hverjar þeirra hafi orðið fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi af hálfu starfs-
manna. Allar konurnar sem talað
var við lýstu dvölinni sem neikvæðri
og voru bitrar og reiðar. Kerf-
isbundin ritskoðun af hendi starfs-
fólks á Bjargi hafi heft samskipti
viststúlkna við umheiminn og hafi
verið niðurlægjandi.
Það er mat nefndarinnar að skort
hafi skipulagt eftirlit með starfsemi
Heyrnleysingjaskólans hjá mennta-
málaráðuneytinu, þá hafi heilbrigð-
iseftirliti verið ábótavant fram til
1971. Varðandi Kumbaravog og
Bjarg telur nefndin að eftirliti af
hálfu barnaverndarnefnda hafi verið
ábótavant. Barnaverndarnefnd
Stokkseyrar hafi veitt staðbundnum
barnaverndarnefndum sem vistuðu
börn á vistheimilinu takmarkaðar
upplýsingar um velferð og líðan
barnanna sem þar dvöldu.
Nefndin telur sömu tillögur til
stjórnvalda gilda fyrir þessar stofn-
anir og fyrir Breiðavíkurheimilið.
Það eru tillögur um hugsanlegar
skaðabótakröfur, geðheilbrigð-
isþjónustu og gildandi framkvæmd
og eftirlit á sviði barnaverndarmála.
Kerfið brást börnunum
Könnun vistheimilisnefndar á þremur heimilum sýnir fram á of lítið eftirlit barnaverndaryfirvalda
Kynferðislegt og annað ofbeldi í vistinni var staðfest í viðtölum við tugi fyrrverandi vistmanna
Niðurstöður Áður en vistheimilisnefndin lýkur störfum 2011 mun hún taka fyrir Upptökuheimili ríkisins og Unglingaheimili ríkisins auk fleiri vistheimila.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vistheimilisnefnd skilaði nú
skýrslu um þrjú heimili. Nefndin
skilaði skýrslu um Breiðavík-
urheimilið í fyrra og mun skila
niðurstöðum um fleiri heimili á
næsta ári og lokaskýrslu 2011.
Niðurstöður nefndarinnar
um starfsemi Heyrnleys-
ingjaskólans á árunum
1947-1992 leiða í ljós að
kennslustefna skólans og
aðskilnaður ungra heyrn-
arlausra barna frá for-
eldrum sínum hafi verið
nemendahópnum þungbær.
Félag heyrnarlausra lýsir
yfir ánægju með skýrslu
nefndarinnar.
Sérstaklega beri að þakka
fyrir greinargóða skýrslu
þar sem dregin sé upp heildstæð mynd af sögu heyrnarlausra nemenda í
tæpa fimm áratugi.
„Félag heyrnarlausra hvetur stjórnvöld til að fara að tillögum nefndar
um vist- og meðferðarheimili þess efnis að tekin verði skýr efnisleg af-
staða til framkominna tillagna um úrbætur í málefnum heyrnarlausra
sem raktar eru í skýrslunni. Þá hvetur Félag heyrnarlausra stjórnvöld til
að standa vörð um réttindi og þátttöku heyrnarlausra í íslensku sam-
félagi,“ segir í ályktun frá félaginu.
Aðskilnaður heyrnarlausra barna þungbær
Halldóri Halldórssyni finnast yf-
irlýsingar sumra einstaklinga
um mál Skeiða- og Gnúpverja-
hrepps, sem fékk líkt og Flóa-
hreppur greiðslur frá Lands-
virkjun fyrir skipulagsvinnuna,
vera yfirlætisfullar og óábyrgar.
Þannig hafi t.d. Álfheiður
Ingadóttir, þingmaður VG, gefið
sterklega í skyn að sveit-
arstjórnarmenn Skeiða- og
Gnúpverjahrepps væru óheið-
arlegir og þeim ætti að skipta
strax út.
„Mér fannst hún sýna með
þessu mikið yfirlæti gagnvart
sveitarfélögunum og ruddaskap
gagnvart þessum sveitarstjórn-
armönnum,“ segir Halldór.
Þingmaður með
yfirlæti og ruddaskap
ÞETTA er
áframhaldandi
svartur blettur á
sögu þjóð-
arinnar, sagði
Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætis-
ráðherra um
starfsemi þeirra
þriggja vistheim-
ila sem greint
var frá í gær.
Fyrir hönd stjórnvalda bað hún
vistmenn viðkomandi heimila og
aðstandendur þeirra afsökunar á
meðferðinni á heimilunum.
Forsætisráðherra ræddi skýrsl-
una að loknum ríkisstjórnarfundi í
gær. Jóhanna sagði að áfanga-
skýrsla vistheimilisnefndar sýndi
að þó að niðurstöðurnar væru ekki
eins alvarlegar og sambærileg nið-
urstaða í tengslum við Breiðavík-
urheimilið væri ljóst að í mörgum
tilfellum hefðu börn á þessum
heimil m sætt illri meðferð og kyn-
fer islegri misnotkun.
„Það er mjög mikilvægt að fá
botn í þessi mál,“ sagði Jóhanna
Sigurðardóttir og vísaði til þess að
nefndin starfaði áfram og myndi
skila áfangaskýrslum 2010 og 2011.
steinthor@mbl.is
Meðferðin
svartur blettur á
sögu þjóðarinnar
Ekki búið Jóhanna
SigurðardóttirMorgunblaðið/Árni Sæberg