Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009
Eitt af því jákvæða við íslenskastjórnsýslu hefur jafnan verið
það góða og auðvelda aðgengi sem
allur almenningur, blaða- og frétta-
menn hafa haft að æðstu embættis-
mönnum og stjórnmálamönnum.
Það hefur ekki verið neitt tiltöku-
mál að koma nánast beint inn af
götunni og óska eftir viðtali við
ráðherra eða embættismann.
Því hljóta nið-urlagsorð
aðalfréttar á for-
síðu Frétta-
blaðsins í gær,
þar sem m.a. er
vitnað til orða
Más Guðmunds-
sonar, nýráðins
seðlabanka-
stjóra, á Reuters-
fréttaveitunni, að verða mörgum að
umhugsunarefni.
Þar segir orðrétt: „Már vildi ekkitjá sig um viðtalið við Frétta-
blaðið og vísaði á upplýsingafull-
trúa Seðlabankans væri óskað eftir
viðtali við hann. „Í engu öðru landi
mundi blaðamaður hringja beint í
seðlabankastjóra,“ sagði Már.“
Það var og! Þarf ekki seðlabanka-stjóri að átta sig á því að það er
einmitt á Íslandi sem hann nú starf-
ar? Á Íslandi, þar sem fámennið og
smæðin hafa einmitt gert það að
verkum að tiltölulega einfalt mál er
að ná sambandi við ráðherra, þing-
menn, embættismenn og forstjóra
stórra fyrirtækja sem smárra?
Hvers konar embættismanna-hroki er það hjá seðlabanka-
stjóranum að koma fram með þeim
hætti, þegar blaðamaður hefur náð
sambandi við hann, að vísa á upp-
lýsingafulltrúa sinn þar sem óska
beri eftir viðtali?
Már Guðmundsson þarf að átta
sig á því að það er einmitt á Íslandi
sem hann starfar nú um mundir og
honum ber að laga sig að þeim sið-
um og hefðum sem hér hafa tíðk-
ast.
Már Guðmundsson
Seðlabankastjóri á Íslandi
Á ALÞJÓÐLEGUM degi læsis sem
var í gær fengu allir nemendur 7.
bekkjar Vallaskóla á Selfossi afhent-
ar lestrardagbækur, skemmtilega og
áhugaverða gjöf. Það voru nokkrar
konur á Suðurlandi sem eru áhuga-
samar um lestur og læsi og eiga það
sameiginlegt að starfa á bókasöfnum
sem gáfu nemendum bækurnar.
Lestrardagbækurnar eru bækur sem
hægt er að færa í upplýsingar og
vangaveltur um það sem lesið hefur
verið. Fyrir þremur árum var fyrsta
útgáfa af slíkri lestrardagbók útbúin
og seld á öllum almennings-
bókasöfnum landsins. Bókin seldist
fljótt upp og hefur nýrrar útgáfu ver-
ið beðið með eftirvæntingu. Í þessari
útgáfu skrifar Kristín Helga Gunn-
arsdóttir rithöfundur formála og
Björn Heimir Önundarson, nemandi í
Hvolsskóla, Hvolsvelli, teiknaði
skemmtilegar myndir í bókina.
Menningarráð Suðurlands styrkti út-
gáfu bókarinnar, en það gerir útgef-
endum kleift að færa öllum nem-
endum 7. bekkjar á Suðurlandi eintak
af bókinni, en það eru þeir nemendur
sem taka þátt í Stóru upplestrar-
keppninni. Bækurnar verða afhentar
öðrum sjöundubekkingum á næstu
vikum. Lestrardagbók er einnig
hægt að kaupa í öllum bókasöfnum.
Þær sem gáfu bækurnar eru Mar-
grét Ásgeirsdóttir og Sigríður Matt-
híasdóttir sem starfa við Bókasafn
Árborgar, Selfossi, Barbara Guðna-
dóttir, menningarfulltrúi Ölfuss, sem
starfar fyrir Bæjarbókasafn Ölfuss,
Elín K. Guðbrandsdóttir sem starfar
á bókasafni FSu, Selfossi, Gunn-
hildur Kristjánsdóttir sem starfar á
Héraðsbókasafni Rangæinga á
Hvolsvelli og Hlíf S. Arndal sem
starfar á Bókasafninu í Hveragerði.
Börnin hvött til lesturs
Morgunblaðið/Jóhann Óli
Lestrarhestur Nökkvi, nemandi í 7.
bekk, með lestrardagbókina.
-hágæðaheimilistæki
Tilboð kr. 24.950*
Nýja S2120 ryksugan frá Miele er lágvær, létt, kraftmikil og með
stórum poka. Parketbursti að andvirði kr. 9.220 fylgir frítt með.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Sparaðu með Miele
Þú sparar
kr. 9.220
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
*tilboð gildir á meðan birgðir endast.
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 13 léttskýjað Lúxemborg 27 heiðskírt Algarve 29 heiðskírt
Bolungarvík 8 alskýjað Brussel 28 heiðskírt Madríd 31 léttskýjað
Akureyri 8 rigning Dublin 14 skýjað Barcelona 25 léttskýjað
Egilsstaðir 9 alskýjað Glasgow 15 skúrir Mallorca 30 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 14 léttskýjað London 26 heiðskírt Róm 29 léttskýjað
Nuuk 6 heiðskírt París 29 heiðskírt Aþena 24 léttskýjað
Þórshöfn 11 skúrir Amsterdam 27 heiðskírt Winnipeg 18 skúrir
Ósló 15 skýjað Hamborg 26 heiðskírt Montreal 23 léttskýjað
Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Berlín 25 heiðskírt New York 22 léttskýjað
Stokkhólmur 19 léttskýjað Vín 22 léttskýjað Chicago 23 alskýjað
Helsinki 17 skýjað Moskva 18 skýjað Orlando 29 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
9. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2.41 0,5 8.45 3,8 14.59 0,7 21.01 3,6 6:35 20:16
ÍSAFJÖRÐUR 4.50 0,3 10.43 2,1 17.08 0,5 22.58 1,9 6:35 20:26
SIGLUFJÖRÐUR 1.15 1,3 7.08 0,3 13.29 1,3 19.29 0,3 6:18 20:09
DJÚPIVOGUR 5.58 2,1 12.16 0,5 18.10 1,9 6:03 19:47
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á fimmtudag
Suðlæg átt, 3-8 m/s, en suð-
vestan strekkingur við suður-
og suðausturströndina. Rigning
víðast hvar á landinu, en úr-
komulítið norðaustanlands. Hiti
8 til 14 stig.
Á föstudag og laugardag
Suðvestlæg átt og súld eða
rigning með köflum um vest-
anvert landið, en bjart að
mestu austanlands. Hlýnandi
veður og hiti 13 til 20 stig á
laugardag, hlýjast á Austur-
landi.
Á sunnudag
Stíf sunnanátt vestantil á land-
inu og skúrir eða rigning, en
annars hægari og bjart veður.
Hlýtt í veðri.
Á mánudag
Suðvestanátt og skúrir, en
þurrt norðaustanlands og kóln-
andi veður.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Suðvestlæg átt, 3-10 m/s, og
skýjað með köflum eða létt-
skýjað en dálítil rigning eða
súld suðvestan- og vest-
anlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast
á Austurlandi síðdegis.