Morgunblaðið - 09.09.2009, Page 14
14 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009
Peningana eða lífið
Talið er að dauðadómar yfir tveimur Norðmönnum í Austur-Kongó séu af
efnahagsrótum runnir Ólíklegt er að mennirnir verði teknir af lífi
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
SÉRFRÆÐINGAR í málefnum Austur-Kongó
telja ólíklegt að tveir Norðmenn verði teknir af lífi
þar þótt þeir hafi verið dæmdir til dauða í gær fyr-
ir morð og njósnir. Jonas Gahr Støre, utanrík-
isráðherra Noregs, segir að dómsmálaráðherra
Austur-Kongó hafi fullvissað norsk stjórnvöld um
að mennirnir verði ekki teknir af lífi.
Herréttur í borginni Kisangani í austanverðu
landinu dæmdi Norðmennina, sem eru báðir fyrr-
verandi hermenn, til dauða fyrir morð á kongósk-
um bílstjóra þeirra og fyrir njósnir. Herrétturinn
krafðist þess einnig að norska stjórnin greiddi
skaðabætur að andvirði 60 milljóna dollara, eða
einn dollar á hvern íbúa landsins (alls um 7,5 millj-
arða króna).
Vilja hluta af olíuauðnum
Búist er við að Norðmenn hefji viðræður við
kongósk stjórnvöld um að dauðadómunum verði
breytt í fangelsisdóm og mennirnir fái að afplána
hann í Noregi. Mikil fátækt er í Austur-Kongó og
sérfræðingar telja að dauðadómarnir séu af efna-
hagsrótum runnir; markmiðið sé að kría eins
mikla peninga út úr Norðmönnum og mögulegt sé
fyrir að þyrma lífi fanganna.
Í HNOTSKURN
» Þrátt fyrir allmarga dauðadóma hefurenginn verið tekinn af lífi í A-Kongó frá
árinu 2000 að undanskildum hópi sem var
dæmdur fyrir aðild að valdaráni.
» Norðmennirnir geta áfrýjað dauða-dómunum til borgaralegs héraðsdóm-
stóls og síðan hæstaréttar Austur-Kongó.
Aftaka getur ekki farið fram nema forseti
landsins undirriti aftökutilskipun.
LÍKLEGT má telj-
ast að al-Qaeda
reyni aftur að
sprengja farþega-
þotur, að sögn
talsmanna breskra
stjórnvalda en þrír
menn voru á
mánudag dæmdir
sekir um að und-
irbúa hryðjuverk
sem hefðu getað kostað allt að 10.000
þúsund manns lífið.
Mennirnir þrír, Abdulla Ahmed Ali,
sem er talinn hafa verið leiðtogi hóps-
ins, Tanvir Hussain og Assad Sarwar
voru sakfelldir í London fyrir að
leggja á ráðin um að sprengja flug-
vélar í loft upp yfir Atlantshafi með
heimatilbúnum sprengjuvökva. The
Daily Telegraph segir að mennirnir
hafi ætlað að granda sjö þotum.
Mennirnir voru handteknir árið
2006 og olli málið því að reglur um
vökva í handfarangri voru hertar
mjög. Leyniþjónustumenn segja að til-
ræðin hafi veriö skipulögð í Pakistan
og mennirnir hafi verið í sambandi við
þarlenda al-Qaeda liða.
The Times segir að afskipti Dick
Cheneys, þáverandi varaforseta
Bandaríkjanna, hafi nær eyðilagt mál-
ið. Hann hafi beitt sér fyrir því að
tengiliður sprengjumannanna í Pak-
istan hafi verið handtekinn áður en
breska lögreglan hafði safnað nægi-
legum gögnum til að sanna sekt
mannanna. kjon@mbl.is
Búast
við fleiri
tilræðum
Abdulla Ahmed Ali
Al-Qaeda hugðist
sprengja þotur
STATOILHYDRO í Noregi hefur
sett á flot 65 metra háa og um 5.300
tonna þunga vindmyllu sem mun
fljóta á sjó um 10 km frá eynni
Körmt við vesturströndina. Myllan
er fest við sjávarbotn með þrem
miklum stögum.
Myllan nefnist Hywind og á að
geta framleitt 2,3 megavött; búist
er við að hún fari að framleiða raf-
magn eftir nokkrar vikur. Hywind
á að geta athafnað sig á 120-700
metra dýpi. Segja framleiðendur að
mylla af þessu tagi sé hentug þar
sem lítið pláss er á landi og aðdjúpt
við strendur. kjon@mbl.is
Fljótandi
vindmylla
FJÖLMÖRG brúðkaup fara fram víða um heim í
dag, á níunda degi níunda mánaðar níunda árs
21. aldarinnar. Í tilefni af deginum fékk papp-
írsfyrirtæki í Ísrael fatahönnuði til að hanna
brúðkaupskjóla úr salernispappír í auglýs-
ingaskyni. Fyrirsætur sýna hér afraksturinn.
09.09.09 VINSÆLL BRÚÐKAUPSDAGUR
Reuters
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
BRESKA læknafélagið, BMA, vill
að lagt verði algert bann við því að
auglýsa áfengi í landinu og verði
bannið þáttur í baráttu gegn of-
drykkju hjá ungu fólki. Ungt fólk í
Bretlandi misnotar áfengi mun meir
en í flestum öðrum löndum heims.
Sagt er í nýrri skýrslu læknafélags-
ins að ein orsök vandans sé að fram-
leiðslufyrirtækin gerist æ einbeittari
í að koma vöru sinni á framfæri og
notfæri sér m.a. íþróttaviðburði í því
skyni.
„BMA berst ekki gegn áfeng-
isnotkun sem slíkri,“ segir Vivienne
Nathanson, sem fer fyrir vísinda- og
siðanefnd félagsins. „Sem læknar
leggjum við áherslu á að ein-
staklingar drekki skynsamlega svo
að þeir stofni ekki lífi sínu og heilsu í
hættu.“
Að sögn BBC er talið að það kosti
breskt samfélag allt að þrjá millj-
Vilja banna allar áfengisauglýsingar
Breska læknafélagið vill draga úr mik-
illi misnotkun meðal ungra neytenda
arða punda, rösklega 600 milljarða
króna, á ári að meðhöndla meiðsl og
sjúkdóma sem tengjast áfeng-
isneyslu. Rannsóknir sýna að meira
en þriðjungur fullorðins fólks í land-
inu drekkur meira en mælt er með.
Einn skýrsluhöfundanna, Gerard
Hastings, prófessor við Stirling-
háskóla, segir að beitt sé marg-
víslegum áróðursaðferðum. „Þar
sem áfengisiðnaðurinn ver 800 millj-
ónum punda árlega í að koma áfengi
á framfæri í Bretlandi er ekki neitt
undarlegt við að fólk sjái þetta alls
staðar – í sjónvarpinu, í tímaritum, á
tónlistarhátíðum og í kostunarsamn-
ingum við knattspyrnufélög, á
sprettigluggum (pop-ups) á netinu
og samskiptasíðum. Allt hefur þetta
að markmiði að gera áfengi að eðli-
legum hlut í daglegu lífi.“
Ráðuneyti vill frekar
sjálfviljugar hömlur
Embætti landlæknis í bæði Skot-
landi og Englandi hafa mælt með
lágmarksverði á áfengi; vegna sam-
keppni á markaðnum er oft boðið
upp á afar ódýrt áfengi í breskum
stórmörkuðum. En heilbrigðisráðu-
neytið í London hefur hafnað þeim
hugmyndum. Vill það þess í stað
hvetja fyrirtækin til að undirrita af
fúsum og frjálsum vilja reglur sem
eiga að hvetja til hófdrykkju.
En hvað segja áfengisframleið-
endur og söluaðilar? Jeremy Bead-
les, framkvæmdastjóri Samtaka
áfengisfyrirtækja, segir að tillögur
BMA myndu auka útgjöld margra
milljóna neytenda og ógna afkomu
mörgþúsund manna sem starfa í iðn-
aðinum, einnig þeirra sem vinna við
auglýsingagerð og í fjölmiðlum.
Skattar á áfengi í landinu séu nú
þegar með því hæsta sem gerist í
Evrópu og ljóst sé að hærra verð
dragi ekki úr misnotkun áfengis.
Áfengisdauði Misnotkun áfengis er meira vandamál meðal ungmenna í
Bretlandi en í nokkru ríki Evrópusambandsins og fer vaxandi síðustu árin.
Hvernig eru tengsl framleið-
enda við íþróttafélög?
Nefna má sem dæmi að bjórverk-
smiðjan Carling kostar knatt-
spyrnukeppni í Englandi og er
einnig með auglýsingar á skyrtum
Celtic og Rangers í Skotlandi.
Hvað kostar misnotkun áfengis
breskt samfélag ár hvert?
Slys og sjúkdómar valda heilbrigð-
iskerfinu allt að þriggja milljarða
punda útgjöldum. En einnig er
bent á að óbeinn kostnaður vegna
minni framleiðni geti verið yfir sjö
milljarðar punda. Alls sé kostn-
aður samfélagsins því um 10 millj-
arðar punda, rösklega 2.000 millj-
arðar króna.
Hver eru mótrök framleiðenda
við tillögum læknanna?
Þeir segja m.a. að hærra verð
dragi ekki úr misnotkun, það hafi
reynslan sýnt. Einnig segja þeir
rannsóknir sanna að auglýsingar
auki ekki neysluna. Þær hafi að-
eins áhrif á val fólks á tegund.
S&S