Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Heimsóknhagfræð-ingsins Jo- sephs Stiglitz til Íslands hefur vakið athygli. Stiglitz hefur komið fram í viðtölum og hús- fyllir var á opnum fundi þar sem hann talaði á mánudag. Margt athyglisvert hefur komið fram í málflutningi hans og ekki er það allt í sam- ræmi við viðteknar hugmyndir hér á landi. Stiglitz er ekki talsmaður þess að krónan þurfi að vera til trafala. Hann segir að hún hafi verið til trafala í hruninu og því hafi það orðið meira en ella, en hins vegar hjálpi hún til í upp- byggingunni eftir hrunið vegna þess að hún veiti sveigjanleika, sem ekki væri fyrir hendi ef Ís- land væri hluti af stærra mynt- svæði. Fyrir vikið verði t.d. verðlag á Íslandi þannig að samkeppnishæfni aukist. Hagfræðingurinn er þeirrar hyggju að margt sé Íslandi hagfellt og auðlindir landsins séu enn til staðar. Hins vegar sé auðvelt að gera mistök í framhaldinu. Hætturnar sé víða að finna og vannýting á auðlindum og kröftum sam- félagsins sé ein þeirra. Hann benti á að hinir atvinnulausu væru saklaus fórnarlömb. Aðr- ir hefðu verið í spilavítinu. Einnig nefndi hann hættuna á því að eignir skemmdust í átök- unum þegar reynt yrði að gera upp kröfur. Stiglitz varaði við því á opna fundinum að einka- væða auðlindir landsins. Hann ítrekaði einnig að öll samskipti við erlenda fjárfesta og stórfyrirtæki yrðu að vera opin og gagnsæ. Til dæmis væri það svívirðilegt að verð fyrir sölu á aðgangi að auðlind væri ekki gefið upp. Það kynni að vera krafa annars viðsemjandans, en tveir sætu við samningaborðið. Hann var- ar við því að ríkið gangi til samstarfs við einkaframtakið þannig að ríkið beri alla áhætt- una en einkaaðilinn fái gróð- ann. Í núverandi ástandi verður að horfa til heildarinnar. Stig- litz segir að ríkið megi ekki bara einblína á skuldirnar heldur verði einnig að horfa á eignirnar. Nú sé verið að setja byrðar á komandi kynslóðir. Það sé nógu slæmt, en verra væri að gera það þannig að bara yrðu eftir skuldir en eng- ar eignir. Stiglitz hefur í heimsókn sinni vakið menn til umhugs- unar um allt frá erlendri fjár- festingu til lánanna frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. Innlegg hans í umræðuna er mikilvægt, meðal annars vegna þess að nauðsynlegt er að átta sig á því að ekkert er sjálfgefið. Það þarf að spyrja spurninga og gera kröfu um opin og gagnsæ vinnubrögð, ekki síst þegar peningar og hagsmunir almennings eru annars vegar. Þegar peningar og hagsmunir almenn- ings eru annars veg- ar þarf opin og gagnsæ vinnubrögð } Ekkert er sjálfgefið Ísland freistaðiokkur einfald- lega meira,“ sagði Sindri Birgisson í viðtali Ylfu Krist- ínar K. Árnadóttur í Morgunblaðinu gær, en hann er nýfluttur til landsins með fjölskylduna. Það er ánægjulegt að fyrri hluta árs fluttist 1.131 íslenskur ríkisborgari aftur heim, sem er svipað og árið áður. Það vegur upp á móti óumflýjanlegum fólksflótta vegna kreppunnar, en 1.902 íslenskir ríkisborgarar fluttust frá landinu á sama tíma. Sindri segist finna jákvæðan mun á samfélaginu. „Fólk er ein- hvern veginn auðmjúkara, með meiri jarðtengingu. Það er ein- hvern veginn eðlilegra andrúms- loft en áður, miklu minni öfgar.“ Svipuð viðhorf hafa heyrst víða undanfarna mánuði og eru til marks um að varast ber gegndarlausa þenslu og lífs- gæðakapphlaup. Alltof margir misstu sjónar af því sem mestu máli skipti. En það kemur skýrt fram í orðum Sindra og margra sem flytjast aftur heim, að ákvörðunin byggist á fjölskyld- unni. En þrátt fyrir slík fyrirheit, þá leynir sér ekki að ákvörðunin er erfið og margir bera kvíðboga fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér. Því miður skortir enn skýra stefnu og framtíðarsýn í íslensku þjóðfélagi og þjóðin hefur ekki hugmynd um á hvaða vegferð hún er. Þar hafa stjórnvöld brugðist. Mest orka hefur farið í uppgjör við liðinn tíma vegna hrunsins, en lítið sem ekkert hefur þokast í málefnum fjölskyldna í landinu. Heimilin búa við algjöra óvissu um hvað verður. Það end- urspeglast í orðum Sindra: „En ég óttast líka að hlutirnir eigi enn eftir að versna, að áhrif kreppunnar séu rétt að koma fram. En það er vonandi hægt að sjá tækifæri í kreppu eins og öllu öðru.“ Nú þurfa stjórnmálamenn að fara að beina orðum sínum til þjóðarinnar, ekki síst Sindra og annars ungs fjölskyldufólks hér á landi, létta óvissunni og leiða fram hvernig nýta á tækifærin. Sjá þeir ekki örugglega tæki- færi? Það vantar skýra stefnu og framtíðarsýn} Óvissa um framtíðina U m þessar mundir er Noregur landið í huga margra Íslend- inga, sem ekki geta hugsað sér að búa við íslensku kreppuna lengur. Reglulega berast fréttir af fólki sem freistar gæfunnar í útlöndum. Flestum þykir sjálfsagt að nú, þegar harðnar á dalnum hér, geti fólk farið þangað sem gras- ið er grænna og búið sér það líf sem það sæk- ist eftir. Hvers vegna ætti einhver að sitja vansæll í íslenskri skuldasúpu, sem vill hasla sér völl annars staðar? Hollt væri, í ljósi þessa, að hugsa til þess hvernig Ísland stendur sig þegar að því kemur að bjóða aðra velkomna hingað, sem stundum eru að flýja allt annað en grösugar lendur heima fyrir. Ekki er lengra en rúmt ár frá því að mótmæli urðu á Akranesi vegna komu átta palestínskra kvenna þangað úr flóttamannabúðum í íra- skri eyðimörk. Einhverjir töldu ekki pláss fyrir konurnar og börn þeirra á Skaganum. Sem betur fór langt í frá all- ir, enda var vel tekið á móti fólkinu þegar það kom. Fordómar og ótti við útlendinga skutu að nokkru leyti rótum á Íslandi á mesta uppgangstímanum. Hingað kom margt fólk, enda var sóst eftir því að fá útlendinga til starfa. Á þeim sem höfðu horn í síðu útlendinga var helst að heyra að fólkið væri að koma hingað því Ísland væri draumalandið. Raunin var önnur, eins og Unnur Dís Skaptadóttir, mannfræðingur, benti á í viðtali í Morgun- blaðinu árið 2006: „Þetta var ekki landið sem fólk óskaði að fara til. Það hafði ekki látið sér detta í hug að koma hingað fyrr en það frétti af tækifær- um eða möguleika á vinnu hér og ákvað að prófa.“ Ekki aðeins hluti íslensks almennings held- ur einnig íslensk stjórnvöld margféllu á próf- inu gagnvart útlendingum þau ár sem allt virtist leika í lyndi hér. Þannig var fjölmörgum hælisleitendum sem hingað komu á eigin vegum vísað úr landi áður en umsókn þeirra var afgreidd. Frá 1991-2007 fékk einn maður sem sótt hafði um hæli viðurkenningu á stöðu sem flóttamaður, samkvæmt Mannréttindaskrifstofu Íslands. Líka má nefna þróunaraðstoðina. Þar hef- ur framlag Íslands verið langt undir við- miðum Sameinuðu þjóðanna, líka á mesta góðæristímanum. Rétt fyrir hrun vottaði fyr- ir viðleitni til þess að hækka framlagið. Svo kom kreppan og þróunaraðstoð var skert. Í gær birtust í Morgunblaðinu myndir af brosandi ungum íslenskum fjölskyldum sem eru nýfluttar hingað frá útlöndum og það þrátt fyrir kreppu. „Ísland freistaði okkar einfaldlega meira,“ sagði einn fjölskyldufaðirinn. Þótt kreppi að hefur Ísland enn margt að bjóða. Og þess ættu bæði Íslendingar sem vilja dveljast á Fróni í kreppunni og útlendingar sem geta hugsað sér að koma hingað að njóta. Sú staða sem nú er uppi hér kennir fólki og yfirvöldum vonandi þá lexíu að taka á móti öðrum eins og þau vildu sjálf láta taka á móti sér. elva@mbl.is Elva Björk Sverrisdóttir Pistill Grasið heima og heiman Engar tilraunabor- anir eftir allt saman FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is Á stjórnarfundi Þeista- reykja ehf., sem er í eigu Orkuveitur Húsa- víkur (32%), Norður- orku (32%), Landsvirkj- unar (32%) og Þineygjarsveitar (4%), sem fram fór seinni partinn í ágúst lagði verkefnisstjóri það til við stjórn félagsins að draga til baka matsferil rannsóknarborana á Þeistareykjum, sem staðið hefur yfir frá því á haust- mánuðum í fyrra, en tæki þess í stað rannsóknarboranir inn í mat Þeista- reykjavirkjunar. Þetta þýðir að frekari töf verður á því að hægt sé að tilraunabora á Þeistareykjasvæðinu til þess að kort- leggja með áreiðanlegum hætti hversu trygg orkuöflun á svæðinu er í raun. Nú þegar hafa 6 holur verið boraðar og eru líkur taldar standa til þess að mögulegt sé að reisa 200 MW jarðhitavirkjun á svæðinu. Þörf er þó á ýtarlegri rannsóknum. Rótin í úrskurði ráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir, þáver- andi umhverfisráðherra, ákvað 31. júlí í fyrra að ógilda úrskurð Skipu- lagsstofnunar þess efnis að ekki skyldi fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, stækkunar Kröfluvirkjunar og há- spennulínu frá Kröflu og Þeistareykj- um til Húsavíkur. Umhverfisráðu- neytið ákvað að hið sameiginlega mat skyldi fara fram. Þessu mótmæltu forsvarsmenn Þeistareykja ehf. harð- lega og töldu fyrirséð að þetta gæti tafið tilraunaboranir á Þeistareykjum um a.m.k. eitt ár. Því neitaði Þórunn og sagði ákvörðunina um sameig- inlegt mat ekki leiða til tafa á til- raunaborununum. Annað hefur nú komið á daginn. Frá því að tillaga um matsáætlun fyrir allt að 200 MW Þeistareykjavirkjun var kynnt Skipu- lagsstofnun 20. febrúar á þessu ári hefur málið þróast með þeim hætti að útilokað þykir að hægt verði að standa við fyrri áform um undirritun viljayfirlýsingar um orkusölu fyrir lok þessa árs. Grundvallarástæða þessa er sú að að samkvæmt fyrr- nefndum úrskurði ráðherra og leið- beiningum Skipulagsstofnunar á að kynna frummatsskýrslur vegna fyrr- nefndra verkefna samtímis. Óvissa um verkefni Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu ríkir óvissa um áframhald orkuverkefna á Norðaust- urlandi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið fundað um stöðu mála innan iðnaðar- og fjár- málaráðuneytis og er þá helst horft til þess að koma þeirri orku sem nú er talin vera fyrir hendi í nýtingu. Um þetta er þó ekki eining meðal þeirra sem unnið hafa að orkumálum á grundvelli viljayfirlýsingar sem stjórnvöld, Alcoa og Norðurþing standa að. Alcoa hefur enn áhuga á því að vinna að byggingu álvers á Húsavík og forsvarsmenn Norður- þings sömuleiðis. Vandinn liggur þó ekki síst í alvarlegri stöðu efnahags- mála. Aðgengi að lánsfé er lítið sem ekkert í augnablikinu og fyrirsjáan- legt að sá vandi leysist ekki í bráð. Það dregur úr möguleikum fyrir- tækja á því að ráðast í framkvæmdir. Morgunblaðið/BFH Hiti í jörð Allt bendir til að mikill virkjanlegur jarðhiti sé á Þeistareykja- svæðinu. Þó þarf að rannsaka aðstæður nánar. Engar tilraunaboranir fóru fram á Þeistareykjasvæðinu í sumar, eins og áætlað hafði verið. Úr- skurður ráðherra um sameigin- legt mat hafði úrslitaáhrif. Óvissa er um framhaldið. Eitt af því sem skapar enn meiri óvissu um virkjunaráform á Þeistareykjum er bág staða þeirra fyrirtækja sem standa að fyr- irtækinu. Þá sérstaklega Norður- orku og Orkuveitu Húsavíkur (OH). Gengisfall krónunnar, skömmu fyrir og eftir bankahrun- ið sl. haust olli miklu tjóni þar sem eigið fé beggja fyrirtæki minnkaði stórlega. Í tilviki OH þurrkaði gengisfall krónunnar allt eigið fé fyrirtækisins upp og gott betur. Þrátt fyrir rekstrarhagnað og stöðugan rekstur hækkaði geng- isfall krónunnar skuldir um helm- ing. Staða Norðurorku er að mörgu leyti sambærileg en eigið fé þess fyrirtækis er þó enn já- kvætt. Staða Landsvirkjunar er al- mennt talin sterk en fyrirtækið er með efnhagsreikning í dollurum sem kemur í veg fyrir kollsteypu í rekstri þrátt fyrir gengisfall krón- unnar. ERFIÐ STAÐA ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.