Morgunblaðið - 09.09.2009, Side 17

Morgunblaðið - 09.09.2009, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009 Spegill, spegill … Þótt þingið sé í fríi gefa landsmálin ráðherrunum engin grið. Hér sýnir spegillinn Steingrím fjármálaráðherra í gættinni er hann kom til fundar í Stjórnarráðinu í gær. Golli TVEIR dómar hafa nýlega fallið í Hæsta- rétti Íslands er varða mansal og ærumeið- ingar. Í öðru tilvikinu var blaðamaður Vik- unnar dæmdur fyrir orð konu sem kom fram undir nafni og mynd og sagði frá reynslu sinni sem starfskona á nektardansstað í Kópavogi. Hún leit á sjálfa sig sem fórn- arlamb mansals. Í hinu tilvikinu voru blaða- maður og ritstjóri Ísafoldar dæmdir fyrir að tengja aðstæður starfskvenna á umræddum nektardansstað við alþjóðlegar skilgreiningar Sameinuðu þjóðanna á mansali. Þá skilgrein- ingu hafa íslensk stjórnvöld samþykkt og skuldbundið sig til að fullgilda, en ekki sett í lög. Þrátt fyrir að tekið væri fram í greininni út frá hvaða skilgreiningu væri unnið og hvernig hún hljómaði ákvað dómarinn að hunsa hana og í dómskjalinu segir orðrétt: „Orðið mansal er skýrt sem þrælasala í Ís- lenskri orðabók.“ Þar með hafa dómstólar þrengt mjög að svigrúmi fjölmiðla til að fjalla um mansal á Íslandi. „Mansal felur í sér skil- greiningu á neyðarástandi einstaklings en til þess að greina stöðu hans og veita honum að- stoð þarf verkfæri og viðmið,“ segir í inn- gangi að rannsókn Fríðu Rósar Valdimars- dóttur mannfræðings, Mansal – líka á Íslandi. Skýrslan er staðfesting á því að mansal þrífst á Íslandi, rétt eins og annars staðar. Fólki er haldið nauðugu á Íslandi núna. Þótt rannsókn Fríðu sé mikilvægt tæki í baráttunni við mansal ríkir þar algjör leynd um þá fagaðila sem rætt var við og þau mál sem voru tekin sem dæmi. Engin furða að viðmælendur óttist að stíga fram þegar dóm- ar Hæstaréttar eru hafðir í huga. Mansal er ekki það sem einhver lendir í einhvers staðar og einhvern tíma né heldur snýst mansal um tölur. Baráttan gegn mansali snýst um raun- verulegt fólk, sem haldið er nauðugu á Ís- landi núna. Við viljum vita hver heldur því, hvar og í hverskyns nauðungarvinnu. Þótt nafnleyndinni sé ætlað að vernda fórn- arlömbin er þeim enginn greiði gerður ef hún verður til þess að gerendur komist upp með verknaðinn. Þögn þolendanna verður því vernd gerendanna. Hér er greinilega skakkt gefið. Málið er viðkvæmt, en það á ekki að vera of viðkvæmt til að hægt sé að fjalla um það. Eins og segir í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna: „ Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi.“ Því hvetjum við íslensk stjórnvöld til að standa við stóru orð- in og fullgilda alþjóðlegar bókanir. Svo mætti einhver taka sig til og uppfæra skilgrein- inguna á mansali í Íslenskri orðabók. Í inngangi að rannsókn Fríðu segir orð- rétt: „Það þarf ekki hlekki eða aðrar sýni- legar líkamlegar hömlur til að halda fórn- arlambi í heljargreipum og ánauð mansals. Fólk er flutt mansali til að anna eftirspurn eftir þjónustu eða þörfum, án þess að tekið sé tillit til mannréttinda viðkomandi. Til að hámarka ágóða þeirra sem stunda mansal er öllum brögðum beitt.“ Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir því að 2,5 milljónir manna séu fórnarlömb mansals. Og í skýrslu á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu er áætlað að 600.000 einstaklingar séu seldir mansali í Evrópu, þar af eru 80% konur og börn og 70% þeirra eru í kynlífsánauð. Árið 1995 var opnaður fyrsti strípistaðurinn á Ís- landi. Fimm árum síðar eða árið 2000 kom út skýrsla á vegum bandaríska sendiráðsins á Íslandi þar sem sýnt var fram á mansal á Ís- landi. Þá voru hér á landi 13 starfandi stripp- staðir, eða jafnmargir klúbbar og í Kaup- mannahöfn, og að minnsta kosti 1.000 stúlkur störfuðu á strípistöðum á Íslandi. Sama ár skrifuðu íslensk stjórnvöld undir bókun Sam- einuðu þjóðanna sem gjarnan er kennd við Palermo og snýr að baráttunni gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi, og er stærsti alþjóða- samningur sem lýtur að baráttunni gegn mansali. Í bókuninni er notast við aðra skil- greiningu á mansali en áður hafði verið gert og birtur rótækur aðgerðarlisti. Enginn hefur verðið dæmdur fyrir mansal á Íslandi Samkvæmt bókuninni var skilgreiningin á mansali eftirfarandi: „Mansal getur falist í því að smala, flytja og jafnvel selja fólk, eða taka á móti því með þvingunum eða hótunum um ofbeldi. Mansal getur einnig verið brott- nám, svindl, vandamisnotkun eða misnotkun á neyð í þeim tilgangi að nota manneskjur kynferðislega. Samþykki þess sem er fórn- arlamb mansals skiptir engu máli í tilvikum þar sem einhverjum þeim aðferðum sem lýst er hér að ofan hefur verið beitt. Með öðrum orðum flokkast það undir mansal að flytja fólk á milli landa og hagnast á því að notfæra sér neyð þess.“ Nú, níu árum seinna, eru íslensk stjórn- völd ekki enn búin að fullgilda bókunina. Og það má geta þess að Íslendingar eru því eina Norðurlandaþjóðin sem ekki hefur staðið við gefin loforð í þessari sameiginlegu baráttu þjóðanna. Mansalsákvæðið sem gildir enn í íslenskum lögum er úrelt og úr takti við þá þekkingu sem til er á þessu alþjóðlega meini. Þessu verður að breyta. Í þeim málum þar sem grunur hefur leikið á að um mansal hafi verið að ræða hefur ekki tekist að færa sönnur fyrir því. Í núgildandi lagaákvæði er sönnunarkrafan of mikil og því eru engin staðfest mansalsmál á Íslandi. Hugsanlegum fórnarlömbum mansals hefur hingað til verið vísað úr landi án þess að nokkur viti hver afdrif þeirra verða. Í þessu samhengi er rétt að geta þess að fólk sem flutt er mansali býr gjarna við bágar að- stæður í heimalandi sínu, sem eru jafnvel enn verri en aðstæður þess hér á landi. Þeg- ar fórnarlömb mansals koma sjálfviljug til landsins er það draumur um betra líf sem dregur þau hingað. En því miður er litla sem enga hjálp að fá á Íslandi. Samkvæmt Pa- lermo-bókuninni þurfa fórnarlömbin aftur á móti ekki að færa sönnur fyrir mansalinu. Fórnarlömbum meinað að segja frá Árið 2002 var þó settur á stofn starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sem hafði það að markmiði að fjalla um og móta að- gerðir gegn mansali, tveimur árum eftir bók- unina. Var það gert eftir fund utanrík- isráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, þar sem íslensk stjórn- völd fjölluðu í fyrsta skipti um mansal sem vandamál á Íslandi. Ári síðar undirrituðu fé- lags- og dómsmálaráðherrar Norðurlandanna yfirlýsingu um að baráttan gegn mansali yrði pólitískt forgangsverkefni og aðgerðaáætlun fyrir hvert land myndi liggja fyrir árið 2005. Í desember árið 2007 samþykkti ríkisstjórnin svo að ráðast í gerð slíkrar áætlunar að til- lögu félags- og tryggingamálaráðherra og dómsmálaráðherra. Fyrr á þessu ári var svo fyrst kynnt aðgerðaáætlun gegn mansali á vegum félags- og tryggingamálaráðherra. Við kynningu hennar fagnaði ráðherra aðgerða- áætluninni og sagði: „Mansal er eitt and- styggilegasta form skipulagðar alþjóðlegrar glæpastarfsemi og miklu skiptir að koma lög- um yfir þá sem það stunda og veita fórn- arlömbum þess vernd og aðstoð. Skilaboð stjórnvalda eru skýr, hér verður mansal ekki liðið.“ Mikilvægt er að það nái fram að ganga að fórnarlömbum mansals sé veitt dvalarleyfi því um leið og fórnarlömbunum er vísað úr landi er gerendum greiði gerður. Þá á að girða fyrir undanþágur í lögum sem veita nektarstöðum starfsleyfi og sækja gerendur til saka. Síðast en ekki síst á að uppfræða bæði almenning, viðeigandi fagstéttir og starfsfólk stjórnvalda um eðli og umfang mansals. Breytinga er sárlega þörf Ástæða er til að vonast til þess að sú fræðsla, um hvað mansal er, rati einnig til starfandi dómara, sem geta þá í kjölfarið tek- ið upplýstar ákvarðanir í málum er varða mansal. Það verður ekki fyrr en fórnarlömb mansals eiga raunhæfan möguleika á því að fá hjálp sem hægt verður að komast að eðli og umfangi mansals á Íslandi. Þá fyrst geta fórnarlömbin stigið fram og sagt sannleikann eins og hann er í raun, sama hversu ljótur hann er. Á meðan frelsi fjölmiðla er heft og fórnarlömbum er meinað að deila reynslu sinni verður aldrei hægt að fjalla um mansal í fjölmiðlum, uppfræða almenning og upp- ræta mansal á Íslandi. Eftir Elínu G. Ragnarsdóttur og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur »Mansalsákvæðið sem gild- ir enn í íslenskum lögum er úrelt og úr takti við þá þekkingu sem til er á þessu alþjóðlega meini. Elín G. Ragnarsdóttir og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Mansal er ekki til á Íslandi Elín G. Ragnarsdóttir er framkvæmdastjóri Birt- íngs, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.