Morgunblaðið - 09.09.2009, Page 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009
✝ Ingvi S. Ingvars-son fæddist 12.
desember 1924 í
Reykjavík. Hann lést
á Landspítalanum 26.
ágúst sl.Foreldrar
Ingva voru Guðrún
Jónasdóttir, hús-
freyja, og Ingvar
Ingvarsson, bón-
di.Eiginkona Ingva er
Hólmfríður Guðlaug
Jónsdóttir. Dóttir
þeirra er Bergljót
Kristín, uppeldis-
fræðingur og kenn-
ari, gift Einari Kristmundi Guð-
mundssyni. Barnabörnin eru Ingvi,
Hólmfríður Guðlaug, Ástríður Guð-
rún, Guðni Grétar og Guðfinna
Anna. Langafabarnið og nafni er
Ingvi Sigurður Ingvason.Ingvi lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
á Akureyri árið 1945 og stundaði
nám við viðskiptadeild Háskóla Ís-
lands. Hann lauk MA-prófi í hag-
fræði frá Háskólanum í Glasgow
1949 og framhaldsnámi frá London
School of Economics.Ingvi starfaði
hjá Skattstofunni í Reykjavík,
Sendiráði Bandaríkjanna og hjá
Skipaútgerð ríkisins áður en hann
var ráðinn fulltrúi í
utanríkisráðuneytinu
1956. Þá hófst ferill
hans í utanríkisþjón-
ustunni og gegndi
Ingvi mörgum trún-
aðarstörfum í henni.
Hann var m.a. sendi-
ráðsritari í Moskvu,
sendiráðunautur í
Washington D.C.,
varafastafulltrúi
NATO í París og í
Brussel og skrif-
stofustjóri í utanrík-
isráðuneytinu. Ingvi
var sendiherra og fastafulltrúi hjá
Sameinuðu þjóðunum og sendi-
herra í Svíþjóð, Danmörku og
Bandaríkjunum og hjá þjóðum sem
undir sendiráðin heyra. Þá var
hann ráðuneytisstjóri utanrík-
isráðuneytisins 1982-1986. Ingvi
var um tíma formaður Félags Sam-
einuðu þjóðanna á Íslandi. Hann
hlaut stórriddarakross Fálkaorð-
unnar með stjörnu 1982 og stór-
krossa frá þjóðhöfðingjum sex er-
lendra ríkja.Útför Ingva fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 9. sept-
ember, og hefst athöfnin kl. 15.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku afi minn, ég sakna hans svo
sárt, þetta er enn svo óraunverulegt.
Ég vil minnast hans sem hrausta og
yndislega afa míns. Hann var til í að
gera allt fyrir okkur, allt sem við báð-
um um var sjálfsagður hlutur. Það er
nú ekki það eina sem hann gaf okkur,
hann gaf okkur líka alla ástina og um-
hyggjuna og allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Ég mun alltaf
muna eftir ferðunum þar sem við
keyrðum á gamla Buicknum til Ak-
ureyrar og vorum þar í nokkra daga
og fórum og horfðum á útskriftina hjá
stúdentunum í MA. Síðan var það líka
ferðin þar sem við fórum öll fjölskyld-
an saman til Flórída í tilefni af 80 ára
afmæli hans. Ég hef ekki tölu á því
hversu oft við fórum í minigolf hand-
an við götuna með honum afa úti á
Flórída, það var æðislegt! Síðan fór-
um við saman til Spánar í tilefni af 50
ára afmæli mömmu minnar, það var
nú bara í 10 daga en var samt sem áð-
ur mjög gaman. Auðvitað má ekki
gleyma tveggja vikna ferðalaginu í
sumar, þar sem við fórum í viku til
Akureyrar og keyrðum síðan öll sam-
an á Stykkishólm. Ég er svo ánægð að
hafa fengið að njóta þessara stunda
með afa. Þótt við höfum ekki verið á
fullu allan daginn þá var það bara svo
gott að geta verið saman. Að sitja og
sauma með ömmu á meðan afi las
blaðið eða var í golfi. Hann, pabbi og
yngri bróðir minn fóru alloft í golf á
morgnana. Síðan bauð afi okkur í sjó-
stangaveiði þar sem við veiddum um
30 þorska. Afi veiddi stærstu fiskana
og við eigum mynd af honum með
aflann. Þetta er það seinasta sem við
gerðum með afa af viti þar sem hann
fór sama dag heim með ömmu en við
vorum áfram í eina nótt. En það var
sko ekki bara að fara eitthvað svona
sem var skemmtilegt, heldur bara að
fara til þeirra og vera hjá þeim. Sitja
heima hjá þeim í stofunni og horfa á
sjónvarpið eða borða vöfflur með
rjóma.
Ég mun minnast afa fyrir öll stóru
og smáu atriðin. Ég mun alltaf geyma
hann í hjarta mér og hann mun aldrei
víkja þaðan.
Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir.
Þegar faðir minn lá þungt haldinn á
spítalanum hallaði ég mér að honum
með tárin í augunum og hvíslaði:
„Pabbi, gerðu það fyrir mig, láttu þér
batna.“ Hann kreisti höndina mína,
brosti og hristi höfuðið. Hann andað-
ist daginn eftir og ég grét eins og
barn. Ég veit að ef hann hefði fengið
einhverju um það ráðið hefði hann
gengið stálsleginn út af spítalanum.
Hann hefði sest inn í gamla bílinn
sinn og farið í golf fyrir allar aldir með
félögunum, síðan heim til mömmu í
hádagismat, í útréttingar eftir hádegi,
horft á fréttir og e.t.v. góðan fótbolta-
leik um kvöldið. Það átti ekki við
pabba að liggja í rúminu og hann
mátti aldrei vera að því að vera veik-
ur. Ég vil ekki minnast sjúkralegunn-
ar. Ég vil muna eftir manninum sem
fór til Manchester í vor sem leið í fót-
boltaferð. Manninum sem fór með
fjölskylduna í sjóstangaveiði í sumar.
Manninum sem keypti blóm handa
mömmu um verslunarmannahelgina í
tilefni af 63 ára brúðkaupsafmælinu.
Manninum sem var búinn að panta
sér golfferð til Þýskalands í haust. Ég
vil muna manninn sem var fullur af
orku, sem naut lífsins, sem elskaði og
var elskaður. Minningin lifir.
Takk fyrir allt og allt elsku pabbi
minn. Ég sakna þín.
Bergljót Kristín Ingvadóttir.
Látinn er í Reykjavík mikill og góð-
ur samverkamaður og vinur til fjölda
ára, Ingvi S. Ingvarsson. Hann var
stúdent að norðan en ég úr MR. Hann
var með hagfræðinám að baki en ég
lögfræði. Saman náðum við svo um
miðjan sjötta áratug síðustu aldar í
utanríkisráðuneytinu og störfuðum
þar báðir næstu fjörutíu árin.
Á árunum 1967-1971 unnum við
Ingvi S. Ingvarsson saman í Brussel.
Við vorum báðir fulltrúar Íslands
gagnvart Norður-Atlantshafsráðinu
(NATO) en stofnunin og starfslið
NATO var flutt frá Frakklandi til
Belgíu, 1. september 1967. Við Ingvi
fengum það hlutverk ásamt góðri vin-
konu okkar, Svanhildi Sigurgeirs-
dóttur, að opna nýtt íslenskt sendiráð
í höfuðstað Evrópu, Brussel, en auk
NATO og Belgíu fylgdumst við vel
með afgreiðslum og ákvörðunum
Efnahagsbandalags Evrópu. Fjöl-
breytt starf í Brussel á þessum árum
var góður undirbúningur og reynsla
fyrir Ingva, sem síðar gegndi fjölda
ábyrgðarstarfa í okkar utanríkisþjón-
ustu, eins og embætti ráðuneytis-
stjóra, fastafulltrúa í New York og
sendiherra í Stokkhólmi, Washington
og Kaupmannahöfn. Fáir starfsmenn
utanríkisþjónustunnar hafa átt jafn
farsælan feril og Ingvi en við náðum
aftur að vinna saman heima í ráðu-
neytinu á árunum 1982-84. Einnig
minnist ég þorskastríðsáranna, þegar
við áttum góða samvinnu um lausn
landhelgismálsins, hann í New York
og ég í London. Árangur Ingva við úr-
lausn verkefna líðandi stundar var
eftirtektarverður enda ávallt unninn
með því hugarfari að tryggja hags-
muni Íslands og íslensku þjóðarinnar
erlendis. Það var framkoma, atorka
og rökfærsla Ingva er kom til leiðar
hagstæðari niðurstöðu fyrir Íslend-
inga í samskiptum við erlenda aðila
en ella. Oft er rætt um að menn njóti
virðingar í starfi og eitt er víst að
Ingvi var virtur í hinum „diplómat-
íska“ heimi, jafnt hér heima meðal
samstarfsmanna og erlendis meðal
kollega og fulltrúa gestaríkja.
Ingvi var maður sem setti sterkan
svip á umhverfi sitt hvar sem hann
fór. Hann var mjög samviskusamur
og vandvirkur starfsmaður. Hann var
hávaxinn og hafði fas hins trausta
„diplómats“ en sú meðfædda list sem
verður vart numin, er fáum útvöldum
gefin. Hólmfríður Jónsdóttir, eigin-
kona Ingva, stóð ávallt sem klettur
við hlið hans með mikilli prýði og Ís-
landi til sóma.
Votta ég frú Hólmfríði og dóttur
þeirra, fjölskyldu, vinum og vanda-
mönnum samúð mína og fjölskyldu
minnar.
Blessuð sé minning Ingva.
Niels P. Sigurðsson
Góður Íslendingur og tryggur vin-
ur hefir yfirgefið þennan heim eftir
farsælt ævistarf. Leiðir okkar Ingva
lágu fyrst saman 1956/57, þegar hann
var fulltrúi í viðskiptadeild utanrík-
isráðuneytisins með aðsetur á efri
hæð stjórnarráðshússins við Lækjar-
torg. Skrifstofa hans var undir súð og
má segja, að hann hafi alltaf orðið að
ganga um hálf boginn, því hann var
stór maður.
Undirritaður var nýbakaður full-
trúi hjá SÍS og vann m.a. við útflutn-
ing á frystum fiski til Sovétríkjanna,
en á þeim árum voru þau bjargvættur
sjávarútvegsins og keyptu skipsfarm
eftir farm af frystum fiski. Meðal út-
flutningsskjala var svokallað orm-
avottorð, sem kaupendur heimtuðu
að væri undirritað af fulltrúa utanrík-
isráðuneytisins. Þar var vottað, að
enga hringorma væri að finna í þeim
hundruðum tonna af fiskflökum, sem
væru í farmi viðkomandi skips. Oft á
tíðum hljóp ég yfir Arnarhólinn með
slíkt vottorð fyrir Ingva að undirrita.
Spauguðum við oft með þetta og ég
spurði, hvort hann væri ekki skelk-
aður um það, að KGB myndi sýna sig,
ef einhver Sovétborgari myndi finna
orm í þorskflaki. Fannst mér Ingvi
svaka kaldur að þora að skrifa undir
þessi vottorð og horfði ég á hann með
virðingu, þegar hann mundaði sjálf-
blekunginn. Vegna samskiptanna út
af ormavottorðunum tókst með okkur
vinátta, sem entist ævilangt.
Ferill Ingva í utanríkisþjónustunni
var glæsilegur. Í ein 13 ár var hann
fulltrúi í sendiráðunum í Moskvu,
Washington og París. Sendiherra
varð hann 1973, fyrst hjá Sameinuðu
þjóðunum en síðan í Stokkhólmi,
Washington og Kaupmannahöfn. Allt
í allt var hann um rúm 30 ár erlendis á
vegum Íslands. Svo vann hann líka í
utanríkisráðuneytinu nokkur ár og
var m.a. ráðuneytisstjóri í 5 ár.
Ingvi hafði allt til brunns að bera til
að vera glæsilegur fulltrúi Íslands.
Hann var hávaxinn, laglegur, vel gef-
inn og menntaður heimsmaður. Hæg-
látur var hann og yfirvegaður eins og
diplómatar eiga að vera. Við vorum
eitt sinn í sendiherrabústaðnum í
Washington á ræðismannaþingi og
man ég, hve hreykin við vorum af hin-
um glæsilegu sendiherrahjónum,
Ingva og Hólmfríði. Þau voru landi og
þjóð til sóma.
Margar góðar stundir áttum við
með þessum heiðurshjónum, flestar í
henni Ameríku, í New York, Wash-
ington og Flórída. Við vorum í fer-
tugsafmæli Ingva, þegar hann var
sendifulltrúi hjá Thor Thors, sendi-
herra í Washington, en svo hélt hann
bæði upp á sextugs- og áttræðis-af-
mælin í Flórída.
Þegar við kveðjum þennan farsæla
mann og góða dreng sendum við
Ingvi S. Ingvarsson
✝
Yndislegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
KRISTINN GESTUR FINNBOGASON
fyrrv. lögregluvarðstjóri,
Hrafnistu Reykjavík,
áður Háaleitisbraut 151,
andaðist sunnudaginn 30. ágúst.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn
10. september kl. 15.00.
Hallfríður Ásmundsdóttir,
Finnbogi Grétar Kristinsson,
Ásmundur Kristinsson, Svava Loftsdóttir,
Kristinn Finnbogason, Snædís Kjartansdóttir,
Friðrik Heiðar Ásmundsson, Hildur Helga Sævarsdóttir,
Loftur Ásmundsson, Bergdís Heiða Eiríksdóttir,
Eva Katrín Friðriksdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ERLA SVEINA H. JÓRMUNDS,
Jökulgrunni 25,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn
3. september.
Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 10. september kl. 13.00.
Bogi Jóh. Bjarnason,
Bjarni J. Bogason, Kolbrún J. Snæfeld,
Guðný Bogadóttir,
Þórður Bogason, Elín H. Ástráðsdóttir
og barnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
INGIBJÖRG VALGEIRSDÓTTIR,
Svalbarði 9,
Höfn,
andaðist á hjúkrunarheimilinu á Höfn fimmtudaginn
3. september.
Útför hennar fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn
12. september kl. 14.00.
Jón Bjarnason, Guðrún Vigfúsdóttir,
Geir Bjarnason, Valgerður Leifsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRARINN JENS ÓSKARSSON
húsasmíðameistari,
Skúlagötu 20,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn
4. september.
Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn
17. september kl. 15.00.
Gunnar Þórarinsson, Steinunn Sighvatsdóttir,
Ágúst Þórarinsson, Sigríður Hanna Jóhannesdóttir,
Sæmundur Þórarinsson, Kristjana Daníelsdóttir,
Katrín Þórarinsdóttir, Haukur Ingason,
Sigrún Þórarinsdóttir, Stefán Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Maðurinn minn, faðir og bróðir,
ÞORGRÍMUR JÓNSSON
tannlæknir,
lést laugardaginn 5. september.
Hulda Jósefsdóttir,
Anna Þorgrímsdóttir,
Jóhanna Jónsdóttir,
Bjarni Jónsson.