Morgunblaðið - 09.09.2009, Qupperneq 22
✝ Halldóra Gunn-arsdóttir fæddist á
Steinsstöðum á Akra-
nesi 13.7. 1923. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 1. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Gunnar Guð-
mundsson vélstjóri og
bóndi á Steinsstöðum,
f. 10.8. 1897, d. 6.2.
1988, og Guðríður
Guðmundsdóttir hús-
freyja, f. 10.10. 1899,
d. 22.4. 2000. Systkini
Halldóru eru: Guðmundur, f. 9.7.
1920, Svava, f. 29.12. 1921, Sigurlín
Margrét, f. 16.2. 1927, Sigurður, f.
20.6. 1929, Gunnar, f. 22.12. 1931, d.
3.7. 2002, Ármann, f. 1.10. 1937,
Sveinbjörn, f. 7.7. 1939, og Guðrún,
f. 10.4. 1942.
Hinn 11.11. 1945 giftist Halldóra
Einari Árnasyni skipstjóra og út-
gerðarmanni frá Sóleyjartungu á
Akranesi, f. 19.10. 1921, d. 5.6. 2004.
Synir þeirra eru: 1) Árni Sigurðs, f.
23.9. 1945, kvæntur Guðbjörgu Hall-
dórsdóttur, f. 30.8. 1945, börn þeirra
eru: a) Guðríður Dóra, gift Guðlaugi
Elís Jónssyni, sonur þeirra er Jón
Steinar, b) Einar, sambýliskona hans
er Linda Kolbrún Haraldsdóttir og
dóttir þeirra er Sylvía Björg. Fyrir á
Einar Írisi Ósk, í sambúð með Gísla
K. Gíslasyni, sonur
þeirra er Fróði Hrafn,
c) Jóhanna, gift Ólafi
Páli Sölvasyni, börn
þeirra eru Ragnheið-
ur, Árni Snær og Ást-
rós. 2) Gunnar, f.
10.11. 1951, kvæntur
Ragnheiði Jóhönnu
Pétursdóttur, f. 26.8.
1952, börn þeirra eru:
a) Halldóra, sambýlis-
maður hennar er Haf-
þór Ólafsson og börn
þeirra eru Ragnheið-
ur Ólöf og Einar Odd-
ur, b) Pétur Emil, dóttir hans er
Amelía Rún, c) Einar Örn, sambýlis-
kona hans er Stine Laaptch og sonur
þeirra er Gunnar. 3) Marteinn Grét-
ar, f. 3.8. 1953, kvæntur Guðrúnu
Sigurbjörnsdóttur, f. 16.10. 1955,
börn þeirra eru: a) Kristrún Dögg,
gift Theodóri Frey Hervarssyni,
börn þeirra eru Ester Lind, Mar-
teinn og Viktor, b) Heiðrún Lind, c)
Andri Már. 4) Einar Halldór, f. 14.9.
1961. 5) Guðmundur, f. 19.7. 1963,
kvæntur Sóleyju Sævarsdóttur, f.
13.10. 1964, börn þeirra eru a) Rut
Berg, sambýlismaður hennar er
Daníel Friðjónsson, b) Breki Berg, c)
Bjarki Berg.
Útför Halldóru fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 9. september, og
hefst atöfnin kl. 14.
Árið 1923 fæddist elskuleg
tengdamóðir mín, Halldóra Gunn-
arsdóttir frá Steinsstöðum á Akra-
nesi. Mæt og góð kona er fallin frá
og ríkir mikil sorg og söknuður hjá
hennar nánustu. En vissan um að
hún var hvíldinni fegin eftir fjög-
urra mánaða erfið veikindi veitir
nokkra huggun.
Þrátt fyrir mikinn trega og
söknuð finn ég fyrst og fremst til
þakklætis fyrir að hafa átt hana
svona lengi sem tengdamóður
Hún var lengst af heimavinnandi
og gaf drengjunum sínum fimm
allan þann tíma sem þeir þurftu
vegna fjarveru Einars tengdaföður
míns sem stundaði sjó allan sinn
starfsaldur. Uppeldið lenti þess
vegna að mestu á henni, umhyggju
og virðingu til hennar vegna alls
sem hún áorkaði ein í uppeldinu
hafa þeir sýnt svo vel með þakk-
læti til hennar. Komu þeir til henn-
ar á hverjum degi ef þeir áttu fría
stund til að njóta samverustunda
með henni.
Tengdamóðir mín hafði flest á
valdi sínu sem prýðir góða hús-
móður. Matseld, bakstur, sauma-
skapur og prjón var allt svo létt og
auðvelt í hennar höndum og áhugi
á að kynna sér nýjar matarvenjur
og læra bútasaum orðin áttræð var
bara sjálfsagt og eðlilegt.
Tengdamóðir mín var sátt og
ánægð með lífið og tilveruna og
hafði orð á því hvað henni liði vel í
litla húsinu sínu á Höfðagrundinni.
Hún elskaði að geta bakað góðgæti
og veitt vinum og ættingjum veit-
ingar þegar þeir komu í heimsókn.
Heimsóknir til hennar voru
miklar og margar vegna þess að
alltaf var tekið á móti öllum með
svo mikilli hlýju og alúð. Smáir
sem stórir í fjölskyldunni hittust
iðulega hjá henni á laugardags-
morgnum og þótt þrek færi minnk-
andi var iðulega á borðum heima-
bakað góðgæti og síðan sjálfsögð
virðing að fylgja öllum til dyra
þegar farið var.
Í þrjátíu og sjö ár hefur hún
reynst mér einstaklega góð, skiln-
ingsrík og hjálpsöm í öllu sem ég
hef þurft að leita til hennar. Undi
mér strax vel með þessari góðu og
glaðværu konu hvort sem setið var
yfir kaffibolla, lagað slátur, notið
gleðistunda í sumarbústað, tekið í
spil, ferðast um landið og að ekki
sé minnst á einu utanlandsferðina
hennar, allar þessar samveru-
stundir eru perlur í minningasafn
mitt.
Halldóra eða Dóra eins og hún
var kölluð var einstaklega hlý og
barngóð kona og fundu börnin mín
og barnabörnin ómælda hlýju og
skjól hjá henni og sóttu í að vera í
samvistum við hana eins oft og þau
höfðu tök á.
Hún var miðpunktur okkar allra
og til hennar lá stöðugur straumur,
allir vildu votta henni virðingu og
þakklæti fyrir ástúð hennar og um-
hyggju.
Að leiðarlokum þakka ég vin-
áttu, gæsku og velvild.
Blessuð sé minning hennar.
Guðrún Sigurbjörnsdóttir.
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran/Gunnar Dal.)
Elsku amma mín, þá er komið að
kveðjustund.
Mikið er ég heppin að hafa átt
þig að. Frá því ég var lítil stelpa
hef ég alltaf sóst eftir nærveru
þinni. Það var svo gott að vera í
kringum þig, þú varst svo hlý og
gefandi manneskja. Við gátum
rætt saman um allt milli himins og
jarðar. Heima hjá þér var alla
daga gestkvæmt. Þar hittist fjöl-
skyldan oft í viku og alltaf áttir þú
eitthvað heimabakað með kaffinu.
Mikið á ég eftir að sakna þeirra
stunda sem við áttum saman. Þú
sast aldrei auðum höndum og hafð-
ir alltaf eitthvað fyrir stafni hvort
sem það var að baka, sauma,
prjóna, spila við vinkonur þínar,
taka á móti gestum eða halda
heimilinu fínu. Þrátt fyrir að hafa
verið orðin 86 ára gömul þá leist
þú alltaf svo vel út og varst ætíð
smekkleg til fara. Þér var mjög
annt um fjölskyldu þína, afa Einar,
strákana þína, tengdadætur,
barnabörn og barnabarnabörn. Þú
hlúðir vel að öllum og í raun öllu í
kringum þig.
Elsku amma, þú verður alltaf
mín fyrirmynd og minningarnar
sem ég á um þig mun ég varðveita
á góðum stað í hjarta mínu.
Ég mun sakna þín óendanlega
mikið.
Þín
Kristrún.
Elsku amma Dóra.
Á þessum erfiða tíma er erfitt að
finna orð sem geta lýst tilfinning-
um og söknuði sem ég upplifi þessa
daga. Hetja okkar allra, alltaf svo
yndisleg. Það koma margar ynd-
islegar minningar upp í huga mér
á svona stundu. T.d. Brekkubraut-
in, tanngómar sem voru allt of
stórir, allar ferðirnar í Heyholt,
ferðalagið með ykkur afa hringinn
í kringum landið, sígaunakonan á
Vestfjörðum, mannýg naut, afmæl-
ið mitt fyrir tveimur árum o.fl. Ég
gæti haldið endalaust áfram. Þess-
ar minningar koma til með að ylja
mér og fjölskyldu minni um hjarta-
rætur í framtíðinni.
Loks ertu búin að fá hvíld og
komin til afa Einars. Það verður
mjög skrítið að hafa þig ekki á
meðal okkar, ég á eftir að sakna
þín mikið.
Elsku amma Dóra, takk fyrir
allt, þú munt alltaf eiga stað í
hjarta mínu.
Hvíldu í friði.
Kveðja,
Jóhanna.
Kveðjuorð til þín.
Elsku amma Dóra, takk fyrir all-
ar góðu stundirnar sem við áttum
með þér.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Saknaðarkveðjur,
Ragnheiður, Árni Snær
og Ástrós.
Amma mín var stórkostleg kona.
Þetta er það fyrsta sem mér dettur
í hug þegar ég leita í huganum að
orði sem myndi lýsa henni best, en
þau eru mörg lýsingarorðin, ástrík,
hlý, sterk, ákveðin og svo mætti
lengi telja.
Sveitastelpa frá Steinsstöðum
sem varð ástfangin af sjómannin-
um og skipstjóranum Einari og ól
upp fimm góða drengi. Allir voru
drengirnir englar í hennar augum
þótt við barnabörnin höfum heyrt
Halldóra Gunnarsdóttir sögurnar af prakkarastrikumþeirra í gegnum tíðina, en þannig
var það bara, þeir dýrkuðu og elsk-
uðu mömmu sína og hún þá. Vand-
fundnir eru drengir sem hugsuðu
jafnvel um mömmu sína. Þegar afi
greindist með alzheimer var það
mikið áfall fyrir fjölskylduna, en
amma annaðist hann af kostgæfni í
veikindum hans þar til hann féll
frá í júní 2004.
Amma var ákaflega dugleg kona
og málaði húsið til að mynda sjálf
að utan síðasta sumar, bar á pall-
inn, bakaði, saumaði og gerði allt
sem henni datt í hug og það á ní-
ræðisaldri. Myndarskapur hennar
lýsti sér í öllum hennar gjörðum og
ekki lét hún veikt hjarta stoppa sig
í því sem hún ætlaði sér. Betri fyr-
irmynd er ekki hægt að hugsa sér
og bar ég mikla virðingu fyrir
henni ömmu minni. Heimili þeirra
afa, fyrst á Brekkubraut og síðar
Höfðagrund, var mjög gestkvæmt
og þangað leituðum við öll fjöl-
skyldan. Ávallt gekk maður inn í
hlýjan faðm, fékk gott í munn og
amma hafði alltaf tíma fyrir okkur
krakkana. Fyrstu skrefin á prjóna-
brautinni leiddi hún unga sex ára
snót. Afraksturinn varð dökkbrúnt
stykki með nokkrum götum, en
rosalega vorum við stoltar af
árangrinum. Allar bústaðaferðirn-
ar með henni og afa í Heyholtið.
Sérstaklega er mér minnisstæð
ferð sem við fórum um páskana
1987. Við létum snjó ekki stoppa
okkur, rændum skóflu við fjárhús-
in næst veginum og mokuðum okk-
ur leið að bústaðnum. Helginni
eyddum við svo í rólegheitunum,
ég að læra fyrir samræmdu prófin,
afi að hlusta á veðrið á ýmsum tím-
um og amma framleiddi góðgæti
ofan í okkur öll þrjú, auk annarra
fjölskyldumeðlima sem komu í
heimsókn yfir páskana. Mikið er-
um við búin að hlæja að þessari
ferð í gegnum árin og minnast
mokstursins upp að bústaðnum.
Þegar Fjölbrautaskólaárin tóku við
bættust við heimsóknir á Brekku-
brautina í hádeginu og eldaði þá afi
ofan í okkur ömmu fiskbollur í dós
og annaðhvort bleika eða gula
sósu. Síðari árin, þegar börnin mín
voru komin til sögunnar, fannst
þeim alltaf jafngaman að heim-
sækja ömmu á Höfðagrundina. Þá
var dótapokinn sóttur og dunduðu
þau sér við leik á meðan spjallað
var við ömmu eða aðra fjölskyldu-
meðlimi um heima og geima. Í vor
veiktist amma og þurfti að leggjast
inn á spítala. Þar sem annars stað-
ar í lífi hennar sýndi sig ákveðni og
lífsviljinn og var hún allt fram á
síðustu vikuna á leiðinni heim, en
guð ætlaði henni aðra leið og ég
veit að hún er nú komin í faðminn
til afa.
Amma mín, ég elska þig og
sakna þín.
Hvíl í friði.
Þín
Halldóra.
Jæja elsku amma Dóra.
Þá er komið að kveðjustund hjá
okkur. Ég vil þakka þér fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman, ofarlega í huga mér er
hveitikökubaksturinn. Þú hafðir
bakað hveitikökur handa öllum fyr-
ir jól, síðan fór ég að koma til þín
og hjálpa þér við baksturinn, við
gerðum þetta í sameiningu í mörg
ár, þetta voru góðar og heilagar
stundir hjá okkur, það var nú ekki
hægt að halda veislu nema vera
með hveitikökur frá þér. Svo kom
maður alltaf við og fékk kaffi og
heimabakað brauð með mysuosti,
mysuost fékk maður sér aldrei
nema hjá þér. Þá verð ég að minn-
ast aðeins á buddurnar sem þú
saumaðir fyrir mig og fleiri í fjöl-
skyldunni. Þú sagðir við mig þegar
þú gafst mér fyrstu budduna:
„Ekkert vera að sýna budduna því
hún er bara úr saumaafgöngum frá
mér og ekkert merkileg.“ En þess-
ar buddur eru mjög flottar og vin-
sælar í fjölskyldunni.
Elsku amma Dóra, takk fyrir
allt.
Hvíldu í friði.
Kveðja,
Guðríður.
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför systur okkar,
ÁSTU JÓSEPSDÓTTUR
frá Pálshúsum.
Guðjón Jósepsson,
Ester Helgadóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HALLDÓRU HALLDÓRSDÓTTUR
frá Vörum í Garði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs fyrir allan
þeirra hlýhug og góða umönnun.
Þórður Kr. Kristjánsson, Ásta Guðmundsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför okkar elskulega
SIMON DE HAAN
vélstjóra,
Merkilandi 10,
Selfossi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahjúkrunar og
starfsfólk hand- og lyflækningadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Jafnframt viljum við þakka kærlega Karlakór Selfoss og Kvennaklúbb
Karlakórsins fyrir þeirra framlag.
Aðalheiður Guðmundsdóttir,
Erna Sólveig og Sigurjón, Akke og Frank,
Matthías Örn, Sigurveig og Böðvar,
Judith og Ate
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
LEIFUR EIRÍKSSON
kennari frá Raufarhöfn,
til heimilis á
dvalarheimilinu Hrafnistu,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu þriðjudaginn 1. september
á 103. aldursári.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn
11. september kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
hans er bent á Styrktarsjóð krabbameinssjúkra barna í síma 588 7555
eða á heimasíðu félagsins www.skb.is.
Eysteinn Völundur Leifsson, Ína Sigurlaug Guðmundsdóttir,
Rannveig Lovísa Leifsdóttir,
Ingibjörg Fríður Leifsdóttir, Jón Guðmundur Sveinsson,
Erlingur Viðar Leifsson, Arndís Jóna Gunnarsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.