Morgunblaðið - 09.09.2009, Side 23

Morgunblaðið - 09.09.2009, Side 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009 ✝ Valgerður Júl-íusdóttir fæddist 13. ágúst 1925 í Smiðshúsinu í Póst- hússtræti 15 Reykja- vík. Hún lést á heimili sínu, Laugarásvegi 30, 2. september sl. Foreldrar hennar voru Magnea Vilborg Guðjónsdóttir, f. 5.10. 1903, d. 2.11. 1960, og Júlíus Jónsson skó- smiður, f. 13.7. 1892, d. 6.7. 1964. Systkini Valgerðar eru Jón, prentari, f. 1928, d. 1988, eiginkona Guðný Valgeirsdóttir, f. 1930, d. 2008, Svavar, f. 1935, d. 2009, eig- inkona Helga Þórðardóttir, f. 1940, og Selma, f. 1937, eiginmaður Ósk- ar Indriðason, f. 1930. Valgerður giftist 9. febrúar 1946 Hauki Ottesen Jósafatssyni, f. 24.10. 1922. Börn þeirra eru: 1) Örn Ottesen, f. 16.6. 1946, eig- inkona hans er Þórunn Oddsdóttir, f. 17.4. 1947. Börn þeirra eru a) Arnar Haukur, f. 18.8. 1965, eig- Erla, f. 14.6. 1987. 3) Haukur Otte- sen, f. 29.5. 1953, eiginkona hans Guðlaug Þorgeirsdóttir, f. 21.6. 1955, börn þeirra eru a) Ester, f. 26.2. 1976, eiginmaður hennar er Birgir Ólafsson, f. 23.12. 1976, börn þeirra eru Haukur, f. 2003, og Andrea, f. 2005, b) Hildur, f. 30.8. 1979, sambýlismaður hennar er Gísli Guðmundsson, f. 23.8. 1977. Valgerður ólst upp í Sólheima- tungu við Laugarásveg, en þar voru foreldrar hennar með búskap, aðallega hænsni og hesta. Val- gerður vann í Steindórsprenti uns hún gifti sig. Í desember 1946 flutti hún ásamt Hauki að Hagamel 16. Bjuggu þau þar til ársins 1975 er þau byggðu sér tvíbýlishús við Laugarásveg ásamt Jóni bróður hennar og Guðnýju eiginkonu hans, en þar hafði Sólheimatunga staðið. Valgerður var heimavinn- andi húsmóðir þar til öll börnin hennar uxu úr grasi. Hóf hún þá störf við ræstingar í Háskólabíói um tíma en varð síðan matráðs- kona hjá útibúi Landsbankans við Hagatorg. Starfaði hún þar til 65 ára aldurs. Útför Valgerðar fer fram frá Ás- kirkju í dag, 9. september, og hefst athöfnin kl. 13. inkona hans er Ragn- heiður Friðriksdóttir, f. 9.4. 1966, börn þeirra eru Rakel Arna, f. 1986, og Örn, f. 1993, b) Þóroddur, f. 6.4. 1970, eiginkona hans er Helena Er- lingsdóttir, f. 27.5. 1970, börn þeirra eru Hulda Þórunn, f. 1998, Heiðrún Arna, f. 2001, og Jakob Davíð, f. 2006, c) Íris, f. 18.7. 1974, eig- inmaður hennar er Daniel Castellon, f. 24.11. 1974, barn þeirra er Hugo Darri, f. 2006, d) Valgerður, f. 19.10. 1979. 2) Magnea Erla Ottesen, f. 5.8. 1949, eiginmaður hennar er Guðni Kjart- ansson, f. 10.12. 1946, börn þeirra eru a) Harpa, f. 1.11. 1975, eig- inmaður hennar er Birgir Briem, f. 20.1. 1975, börn þeirra eru Klara, f. 1997, og Saga, f. 2000, b) Haukur Ingi, f. 8.9. 1978, sambýliskona hans er Ragnhildur Steinunn Jóns- dóttir, f. 29.4. 1981, c) Margrét Hinsta kveðja til elskulegrar móður minnar. Öllu lokið, mamma. Slokknað ævi þinnar ljós. Hjúfrar sig að barmi þínum hvít og friðsæl rós. Lémagna sú hönd, er þerrði ljúfast vota kinn. – Drjúpi hljótt og rótt mín tár við dánarbeðinn þinn. Blessuð sé hver tíð, er leið á braut í fylgd með þér, vongleðin og ástúð þín, sem vakti yfir mér. – Bið eg þess af hjarta nú á bljúgri kveðjustund, að bænir þínar leiði þig sem barn á guðs þíns fund. (Kristinn Reyr.) Þín dóttir, Erla M. Elsku hjartans Vallý systir mín hefur nú kvatt okkur hér í jarðvist- inni aðeins tveimur mánuðum eftir brottför Svavars bróður okkar. Hjarta mitt er ákaflega sorgmætt en um leið þakklátt fyrir að hafa fengið að ganga með þessum systk- inum mínum og fjölskyldum þeirra í þeim mikla kærleika sem mér og fjölskyldu minni var úthlutað af þeirra hálfu. Minningar mínar frá Sólheima- tungu einkennast af elsku og gjaf- mildi systur minnar. Vallý gætti mín frá fæðingu og man ég eftir mér tveggja ára í fangi hennar í sund- laugunum, þar sem hún og vinir hennar köstuðu mér á milli sín og man ég ekki eftir mér öðru vísi en að geta bjargað mér í vatni. Hún sjálf varð ung sunddrottning og leikfimisdrottning með mörg viður- kenningarmerki. Mér fannst hún bæði vera langfallegust og færust allra systra. Það er til mynd af mér um fimm ára og er ég þar í mjög fal- legri kápu og með hatt sem mér var sagt að Vallý hefði keypt fyrir fyrstu launin sín. Alveg fram að kveðjustundu komu bernsku- og æskuvinkonur hennar, Ólína frá Tómasarhaga og Þórunn frá Laug- arási, að beði hennar til styrktar henni. Hún var mjög vinmörg og veit ég að margir syrgja hana og fylgja henni eftir með þakklæti og Guðsblessun. Elskulegi Haukur kom inn í líf fjölskyldu okkar þegar ég var sjö ára. Hann var þá og er enn í huga mér hreinræktað góðmenni. Þau Vallý hafa gengið föstum skrefum hlið við hlið frá 1944 og heimili þeirra alltaf verið opið öllum hvort sem það var á Grundarstígnum með systrum Hauks, á Hagamel í lítilli tveggja herbergja íbúð eða í glæsi- legu húsinu sínu á Laugarásvegi á lóð Sólheimatungu. Vallý lifði í orðsins fyllstu merk- ingu fyrir fjölskyldu sína. Hún var mjög veik á meðgöngu barna sinna allra en aldrei vorkenndi hún sér en var ákveðin að eiga þau öll þó svo að henni væri hætta búin. Börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin ásamt öllum tengdabörnunum fannst henni vera sinn fjársjóður og hver láir henni það því Guð var mjög örlátur í þessum gjöfum sínum til Hauks og Vallýjar. Systkinin Örn, Magnea Erla og Haukur ásamt mökum þeirra stóðu vörð við beð hennar fram á hinstu stundu með hjálp heimahjúkrunarfólks sem eru dásamlegir jarðarinnar englar. Elsku Haukur stóð lengi við hlið Vallýjar í þessum erfiðu veikindum og vék aldrei frá henni allt til enda. Fráfall Svavars bróður okkar var systur minni ákaflega erfitt en hún var eins og drottning við jarðarför hans þó svo að veikindi hennar hafi verið orðin mjög erfið og hún hafi þurft að mæta í hjólastól og með stuðning barna sinna. Nú hafa þau ásamt Jóni bróður mæst á öðru til- verustigi ásamt öðrum ættingjum sem horfið hafa sjónum okkar. Ég bið Guð um að varðveita þau öll. Haukur, allir niðjar ykkar og tengdaniðjar. Megi guð blessa ykk- ur öll og varðveita og gefa ykkur hug til að muna eftir öllum dásam- legu kærleiksstundunum ykkar með Vallý. Elsku systir mín. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Það er mikill tómleiki að standa ein systkinanna eftir en ljósið er skært í minningunum. Þín elskandi systir, Selma. Það eru komin nokkuð mörg ár síðan ég byrjaði að slá mér upp með konu minni og leið mín lá í fyrsta sinn á Laugarásveg 30. Harpa mín var nefnilega á þeim tíma að hluta til búsett hjá ömmu sinni og afa í Reykjavík. Annarri eins umferðar- miðstöð fyrir ættingja, vini, vini ættingja og ættingja vina, farand- sölufólk, trúboða og aðra sem bara áttu leið hjá hef ég hvorki fyrr né síðar kynnst. Það var eins og fólk væri dregið að þessu heimili og ef einhver sem les þetta skyldi vera að velta fyrir sér af hverju get ég svar- að því í tveimur orðum: amma Vallý. Í fyrstu var ekki laust við að mað- ur væri hálfsmeykur við þessa ákveðnu en lífsglöðu konu sem sat ávallt í sófanum og talaði hátt og hló mikið og hafði sterkar skoðanir á öllu og öllum. Hræðslan vék þó fljótt fyrir gagnkvæmri virðingu og vænt- umþykju sem aldrei hefur borið skugga á. Vallý var manneskja sem talaði hreint út og lá aldrei á skoðun sinni. Maður vissi alltaf hvar maður hafði hana. Hjá henni voru hlutirnir yfirleitt svartir eða hvítir. Þeir voru ófáir stjórnmálamennirnir og sápu- óperuleikararnir í sjónvarpinu sem fengu yfirhalningu og þá voru oft ekki spöruð orðin. Sá reiðilestur risti samt aldrei djúpt og hún gat alltaf hlegið að sjálfri sér eftir á. Vallý var einstaklega hlý og hlið- holl vinum og fjölskyldu. Væri mað- ur einu sinni kominn undir væng hennar gat maður í hennar augum aldrei gert nokkuð rangt. Samband okkar Vallýjar var einmitt af þess- ari tegund og ég þurfti stundum að staldra við og hugsa mig um hvort okkar Hörpu væri eiginlega barna- barnið hennar. Það er því með miklum söknuði sem ég nú kveð ömmu Vallýju og þakka henni fyrir samferðina. Minn- ing um skelegga, hlýja en umfram allt bráðskemmtilega konu mun lifa áfram. Birgir Briem. Ég kynntist Vallý þegar ég byrj- aði að hitta tilvonandi eiginkonu mína. Ég man fyrst þegar hún gekk að mér og tók fast í höndina á mér og kynnti sig, það var upphafið að margra ára innilegu sambandi. Ég var tekinn inn í hópinn eins og eitt barna hennar og var eins og aðrir sem stóðu henni næst bestur og fallegastur að hennar mati. Vallý og Haukur áttu lengi heima í lítilli íbúð á Hagamel 16. Þangað kom ég oft og fann hvað hún hugs- aði ávallt vel um sitt fólk. Hún fékk mig alltaf til að borða hjá sér, jafn- vel þótt ég væri ekki svangur. Ég man eftir margrétta veislum hennar t.d. á jólunum og hennar frægu marsipantertum. Eftir mörg ár á Hagamelnum lét Vallý draum sinn rætast og byggðu tengdaforeldrar mínir hús ásamt Jóni bróður Vallýjar á æskuslóðun- um þeirra systkina við Laugarás- veg. Þá fengu stjórnunarhæfileikar hennar að njóta sín. Hún vissi alltaf hvar og hvernig hún vildi hafa hlut- ina. Eftir að þau fluttu á Laugarás- veg 30 tjáði hún mér að héðan færi hún ekki nema lárétt og við það stóð hún. Tengdamóðir mín hafði mjög gaman af íþróttum og fylgdist vel með þeim. En það mátti helst ekki hafa sjónvarpið á ef Ísland var að keppa landsleik, því Vallý var þess fullviss að Ísland myndi tapa leikn- um ef hún horfði á. Vallý hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lá ekki á þeim. Ég hafði ánægju af að ræða við hana um hin ýmsu mál. Hún hafði gaman af að segja sögur og eitt sinn er hún var að segja frá greip Haukur tengdapabbi fram í fyrir henni og byrjaði að leiðrétta hana. Hún tjáði honum þá vinsam- lega að þetta væri hennar saga en ekki hans og hélt ótrauð áfram með sína útgáfu af sögunni eins og ekk- ert hefði í skorist. Hún fylgdist allaf vel með öllu og gat afrekað að tala í símann, horfa á sjónvarp um leið og hún hlustaði á og tók þátt í samræðum fólks. Á síðustu árum hafa veikindi hrjáð hana, en aldrei kvartaði hún og ef maður kom í heimsókn og Valgerður Júlíusdóttir  Fleiri minningargreinar um Val- gerði Júlíusdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. spurði hvernig hún hefði það þá var alltaf svarið „ég er betri“. Á dán- arbeði hennar kvaddi ég hana er ég fór með íslenska kvennalandsliðinu til Finnlands, með orðunum „ég sé þig þegar ég kem heim“. Ég óttaðist þó að ég sæi hana ekki aftur en þeg- ar ég kom heim flýtti ég mér til hennar og opnaði hún þá augun og sagði „ertu kominn?“ og faðmaði mig. Vallý var góð kona sem hafði ákveðnar skoðanir á lífinu og ef ég ætti að gefa henni einkunn sem tengdamóður gæfi ég henni 10. Haukur minn, ég veit hvað þú hefur misst mikið og votta þér, börnum þínum, tengdabörnum, ömmu- og langömmubörnunum mína dýpstu samúð og megi Guð vera með ykkur öllum. Hvíl í friði. Þinn tengdasonur Guðni. Nú þegar komið er að kveðju- stund hjá kærri tengdamóður minni, Vallý, er ættmóðir það sem fyrst kemur upp í hugann, hún hélt svo vel utan um fjölskylduna. Vallý var mikill persónuleiki og ógleym- anleg þeim sem kynntust henni, ákveðin með skoðun á öllu, ótrúlega gjafmild og með risastórt hjarta. Ég kom aðeins 16 ára inn í hennar fjölskyldu, en fékk svo frábærar móttökur að mér fannst ég strax hluti af fjölskyldunni. Stuttu seinna lést faðir minn og þá hreinlega tók hún mig að sér. Við sátum löngum stundum tvær saman á Hagameln- um þegar Haukur var á æfingum og Vallý upplýsti mig nákvæmlega um alla hans æsku og prakkarastrik, ásamt ýmsum fróðleik um fjölskyld- una, stór hluti af þessu var að veita mér sáluhjálp á erfiðri stundu. Þetta var einkennandi fyrir hana, mátti ekkert aumt sjá. Þegar börnin fóru að heiman buðu Vallý og Haukur svo árum saman í sunnudagsmat, raunar má segja að hvenær sem kíkt var í heimsókn var alltaf boðið í mat og enginn veitti með meiri ánægju. Hún var mikil afmælismanneskja og „sælla er að gefa en þiggja“ lýsir Vallý vel, því að alltaf var hún að gefa gjafir. Sérstaklega minnist líka ég tertunnar hennar með græna marsípaninu og bleiku blómunum sem hún gerði fyrir allar stærri veislur meðan heilsan leyfði. Vallý ólst upp í Sólheimatungu við Laugarásveg og byggðu þau Hauk- ur ásamt Jóni bróður hennar og Guðnýju konu hans parhús þar. Löng hafði biðin eftir byggingar- leyfi verið, en loks fluttu þau þangað 1975. Alla tíð síðan hefur Laugarás- vegurinn verið samkomustaður og sameiningartákn allra í fjölskyld- unni. Þegar þangað var komið lét hún skýrt koma fram að af Laug- arásveginum færi hún ekki nema í kistu eins og við göntuðumst með. Á síðasta ári þegar ljóst var að enda- lokin færu að nálgast rann sú stund upp að annast hana heima. Fyrir mig var þetta ný reynsla og bjóst ég við að þetta yrði illframkvæmanlegt. En með samstilltu átaki fjölskyld- unnar og frábærri hjálp Heima- hlynningar Landspítalans tókst það. Þessar síðustu vikur urðu mjög dýr- mætar og eftirminnilegar fyrir Hauk eldra og fjölskylduna alla, það tókst að leyfa henni að vera heima og hún kvaddi fallega og sátt. Elsku Haukur tengdapabbi, þinn missir er mikill og við munum styðja þig eftir fremsta megni. Blessuð sé minning Valgerðar Júlíusdóttur, tengdamóður minnar til 38 ára. Þín tengdadóttir Guðlaug. Elsku amma mín, ég kveð þig með söknuði í hjarta. Þú varst ein- stök og ég get ekki lýst þakklæti mínu fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú sýndir mér. Minningarnar eru margar, ómetanlegar minningar sem ég mun varðveita um ókomna tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín, Hildur. Glaðvær, jákvæð, skemmtileg, hjartahlý, velviljuð, umhyggjusöm, skilningsrík, hláturmild, stjórnsöm og ákveðin, það varst þú, amma mín. Þú varst svo sannarlega litrík per- sóna. Heimili þitt og afa á Laugarás- veginum var miðpunkturinn, alltaf stanslaus straumur fólks. Þannig vildir þú hafa það, alltaf allir að heimsækja Vallý. Þú varst mikill kvenskörungur og ekkert í „farþegasætinu“ í lífinu, það varst þú sem stýrðir ferðinni. Þitt hlutverk var ekki ákveðið af öðrum heldur þér sjálfri. Fjárhags- legt sjálfstæði var þér mikilvægt, láta afa vinna inn fyrir öllu, „nei takk“, það var ekki þinn stíll. Mér finnst svo merkilegt að kona af þinni kynslóð hafi verið svona nútímaleg í hugsun, svo ótrúlega góð fyrirmynd. Þér leiddist ekki að tala og sumar sögurnar sem þú sagðir varstu búin að segja mér 300 sinnum, mikið væri ég til í að heyra þig segja þær í 301. skipti. Þín óbilandi trú á þínu fólki fékk mig stundum til að hlæja, ekki nóg með að við værum fallegust í heim- inum heldur vorum við svo snjöll og allt sem við tókum okkur fyrir hend- ur svo ótrúlega sniðugt að það hálfa væri nóg. Já, amma mín, það var ekki amalegt að hafa stuðnings- mann eins og þig í lífinu. Þú varst orðin mikið veik undir það síðasta. Ég ákvað að koma til landsins að kveðja þig og þú beiðst eftir mér. Ég vissi að þú myndir gera það, alltaf hægt að stóla á þig. Það er með gleði og sorg í bland sem ég kveð þig, amma mín. Ég gleðst yfir að þú hafir lifað inni- haldsríku og löngu lífi og ekki þurft að glíma við krabbameinið lengur en ég er sorgmædd yfir að missa þig úr lífi mínu. Nú er lífshlaupi þínu lokið, amma mín, en saga þín lifir áfram í þínum stóra afkomendahópi sem aldrei mun gleyma ömmu Vallýju. Þín, Harpa. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AUÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR, áður til heimilis Austurvegi 51, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Sigurjón Bergsson, Pálína Tómasdóttir, Þórir Bergsson, Bríet Þorsteinsdóttir, Ólöf Helga Bergsdóttir, Smári Kristjánsson, Arnlaugur Bergsson, Guðný Ósk Sigurbergsdóttir, Þórmundur Bergsson, Margrét E. Laxness, Bergur Heimir Bergsson, Þuríður Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.