Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.09.2009, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009 STUTTI listinn yfir þá rithöfunda sem tilnefndir eru til Man Book- er bókmennta- verðlaunanna fyrir skáldsögur hefur verið kynntur og er suður-afríski rit- höfundurinn, Ís- landsvinurinn og nóbelsverðlauna- hafinn JM Coetzee tilnefndur fyrir bók sína Summertime. Hann á því möguleika á að hljóta sín þriðju Man Booker-verðlaun. Fimm aðrir höfundar eru á listan- um. A.S. Byatt er tilnefnd fyrir bók- ina The Children’s Book en hún hlaut verðlaunin árið 1990; Sarah Waters er tilnefnd fyrir The Little Stranger, er á stutta listanum í þriðja sinn; Adam Foulds fyrir The Quickening Maze og Hilary Mantel fyrir Wolf Hall. Þá er Simon Mawer tilnefndur fyrir The Glass Room. Verðlaunahafinn hlýtur 82.500 sterlingspund í verðlaunafé en til- kynnt verður um hver hreppir hnossið 6. október. Hljóti Coetzee verðlaunin verður það í fyrsta sinn sem sami höfundur hlýtur þau þrisvar. Hann var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík fyrir tveimur árum og hélt m.a. fyrir- lestur í Hátíðasal Háskóla Íslands sem byggður var á þá nýútkominni bók hans, Diary of a Bad Year. Coetzee þrisvar? Stutti listi tilnefndra til Man Booker birtur Coetzee TILNEFN- INGAR til Evr- ópsku kvik- myndaverð- launanna (EFA) hafa verið kynnt- ar og eru alls 48 kvikmyndir á lista frá 25 lönd- um. Ísland er ekki þar á meðal. Um tvö þúsund manns eru í Evrópsku kvikmynda- akademíunni, greiða atkvæði um til- nefningar í ólíka verðlaunaflokka og verður niðurstaða þeirrar atkvæða- greiðslu kynnt 7. nóvember n.k. á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Se- villa á Spáni. Evrópsku kvikmynda- verðlaunin verða svo veitt 22. sinni hinn 12. september í Ruhr í Þýska- landi. Almenningi er boðið að kjósa í „People’s Choice“-flokki verð- launanna, þ.e. „vali fólksins“, á vef- síðu akademíunnar á slóðinni euro- peanfilmacademy.org. Kosið er um bestu myndina af nokkrum til- nefndum, en þær eru Der Baader Meinhof Complex, Los abrazos ro- tos, Coco avant Chanel, The Duc- hess, Fly Me to the Moon, Män som hatar kvinnor, Låt den rätte komma in, Pranzo di ferragosto, Slumdog Millionaire og Transporter 3. Af þeim kvikmyndum sem áður hafa hlotið þessi verðlaun, val fólks- ins, má nefna Volver, La vita e bella, Amelie og Goodbye, Lenin. Af bestu kvikmyndunum að mati EFA hin seinustu ár má nefna Gomorrah og Das Leben des Anderen. EFA- meðlimir þurfa að kjósa fyrir 23. október um myndirnar 48 en listann yfir þær má sjá á vef akademíunnar. 48 myndir hjá EFA Penelope Cruz í Los abrazos rotos RITHÖFUNDURINN Luis López Nieves fjallar í óform- legum fyrirlestri í dag um Pú- ertó Ríkó í nútíð og fortíð og sérkennilegu stöðu þess í sam- félagi þjóðanna. Fyrirlesturinn verður haldinn á spænsku í Háskólatorgi, stofu 101, kl. 16. Nieves fjallar einnig um verk sín og hvernig hann leit- ast við að finna nýtt sjónarhorn á hina viðteknu sögu.. Bók hans Hjarta Voltaires kom nýlega út í ís- lenskri þýðingu en þar veltir hann fyrir sér hvort Púertó Ríkó tilheyri í raun Voltaire. Bókin er skrifuð í tölvubréfaformi. Nieves hefur tvisvar hlotið bókmenntaverðlaun Púertó Ríkó. Bókmenntir Um Púertó Ríkó í nútíð og fortíð Luis López Nieves NÍNA Margrét Grímsdóttir pí- anóleikari er þessa dagana á tónleikaferðalagi um Kína og kemur fram á átta tónleikum í sjö borgum. Tvennir verða haldnir í sal Háskólans í Pek- ing en meðal annarra borga má telja Quingdao, Ningbo, An- quin, Hangzhou og Zoushan. Á efnisskránni eru íslensk og kínversk píanóverk auk verka Mozarts, Schumanns, Debussy, Chopin og Mendelsohn. Nína segir að sér hafi verið mjög vel tekið og ungt fólk verið stór hluti áheyrenda enda sé vax- andi áhugi fyrir klassískri tónlist í Kína. Síðustu tónleikarnir verða haldnir 13. september í Peking. Tónlist Átta tónleikar í sjö borgum Kína Nína með kínversk- um aðdáendum ÍSLENSKA óperan hefur tek- ið upp samstarf við ÓP-hópinn, nýstofnaðan félagsskap ungra óperusöngvara. Í hópnum eru átta söngvarar úr öllum rödd- um og eiga þeir það sameig- inlegt að vera komnir á þann stað á söngferli sínum að miklu skiptir að ná að kynna sig og fá æfingu og tækifæri til að koma fram opinberlega, að því er segir í tilkynningu. Tónleikar ÓP-hópsins verða haldnir mán- aðarlega í Íslensku óperunni í vetur, þeir fyrstu hádegistónleikar næsta þriðjudag kl. 12.15. Miða- verð er 1.000 kr. Á efnisskrá verða nokkrar þekkt- ar aríur óperubókmenntanna. Tónleikar Íslenska óperan í samstarf við ÓP Bylgja Dís Gunn- arsdóttir er í ÓP Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Í BÓKINNI Atom-Poets sem kem- ur út í Þýskalandi sumarið 2011 verður sjónum beint að ljóðum fimm skálda sem voru leiðandi í formbylt- ingu íslenskrar ljóðlistar á 20. öld, þeirra Einars Braga, Hannesar Sig- fússonar, Jóns Óskars, Sigfúsar Daðasonar og Stefáns Harðar Grímssonar. Wolfgang Schiffer, leiklistarstjóri útvarpsstöðvarinnar WDR í Köln, hefur um langt árabil unnið að kynningu á íslenskri ljóðlist í Þýskalandi og er ritstjóri verksins ásamt Eysteini Þorvaldssyni. „Í bókmenntatímaritinu Die Ho- ren höfum við síðan um miðjan ní- unda áratuginn kynnt mörg íslensk ljóðskáld. Í þessari bók, Atom- Poets, beinum við sjónum að atóm- skáldum,“ segir Schiffer, sem er staddur hér á landi við efnisöflun. „Aðeins nokkur ljóða þessara skálda hafa verið þýdd á þýsku til þessa, flest eftir Stefán Hörð en ég vann að þeim þýðingum ásamt Franz Gíslasyni. Eftir öll skáldin liggur einstakur skáldskapur, ljóð sem hafa líka sögulega merkingu. Við viljum sýna það og útskýra. Við beinum sjónum að fyrsta tímabilinu í skáldskap þeirra.“ Bókin verður ekki hefðbundið ljóðaúrval með bókmenntasögu- legum skýringum. „Alls ekki. Rúm- lega helmingur bókarinnar verður þýðingar á ljóðum. Verkið verður annars opið og óvenjulegt, bræð- ingur ljóða, umfjöllunar um tímabil- ið sem þau spretta úr, um pólitísk átök, deilur um skáldin og list þeirra. Við bætum við hugleiðingum skálda dagsins í dag sem horfa aftur og minnast atómskáldanna. Meðal þeirra sem skrifa eru Gyrðir Elías- son, Sjón, Einar Már Guðmundsson og Steinunn Sigurðardóttir. Ég hef þegar farið yfir minningargreinar dagblaðanna og við notum hluta úr þeim. Einnig er fjallað nokkuð um þá sem komu í kjölfar fimmmenn- inganna, skáld á borð við Hannes Pétursson og Þorstein frá Hamri.“ Leitar að myndefni Schiffer segir erfitt að finna myndefni sem hæfir. Hann hefur rætt við ýmsa og leitað að ljós- myndum frá þessum tíma, myndum af skáldunum og umhverfi þeirra, að bréfum sem má birta og áhugaverð- um úrklippum. „Þetta er vandfundið efni,“ segir hann. „Við viljum nota úrklippur, auglýsingar, fréttatilkynningar um bækur skáldanna, og ég vil nota tækifærið og biðja fólk sem þekkir eða veit um slíkt efni að koma ábendingum um slíkt til okkar.“ Schiffer merkir síaukinn áhuga á íslenskum bókum í Þýskalandi. „Við Franz gáfum út þýðingar okkar á ljóðum Stefáns Harðar í nokkur hundruð eintökum og bókin var uppseld eftir viku. Umsagnir um hana birtust í stórum dagblöðum. Á þeim tíma var þetta frábæra skáld nánast óþekkt í Þýskalandi, og það er sama sagan um hin fjögur skáld- in. Í dag eru íslenskar bókmenntir í miklum metum í Þýskalandi, ekki síst prósinn, og það virðist bara aukast. Auðvitað vantar samt fleiri þýðingar á ljóðlist í Þýskalandi, eins og annars staðar í heiminum.“ Þegar Schiffer er spurður um áhuga sinn á íslenskum ljóðum yppt- ir hann öxlum. „Sem ungur maður fékkst ég við skáldskap og hef ætíð haft mikið dá- læti á ljóðlist. En maður getur ekki reynt að fylgjast með öllum skáld- skap heimsins, það er nauðsynlegt að einbeita sér að ákveðnu svæði eða stefnum.“ Hvað hann varðar varð Ís- land fyrir valinu. Einstakur skáldskapur  Wolfgang Schiffer vinnur að bók um fimm atómskáld sem kemur út í Þýska- landi sumarið 2011  „Íslenskar bókmenntir eru í miklum metum í Þýskalandi“ Morgunbaðið/Kristinn Ljóðaunnandinn „Aðeins nokkur ljóða þessara skálda hafa verið þýdd á þýsku til þessa,“ segir Wolfgang Schiffer sem ritstýrir bókinni Atom-Poets. EFTIR mánuð frumsýnir Leikfélag Akureyrar leikritið Lilju eftir Jón Gunnar Þórðarson, en það er lauslega byggt á kvikmynd Lukas Moodysons, Lilya 4-ever. Kvikmyndin vakti mikla athygli en hún fjallar um mansal og þrældóm í nútíma- samfélagi. Aðstandendur verksins hafa undanfarið kynnt sér þann veruleika sem verkið fjallar um og í gær fengu þau Fríðu Rós Valdimarsdóttur mannfræð- ing á fund, en hún kynnti þeim nýja rannsókn sína á mansali hér á landi. „Heimsókn Fríðu Rósar var mjög gefandi fyrir okkar vinnu að Lilju og kynning hennar á rann- sókninni var ótrúleg. Það er með ólíkindum hversu útbreitt mansal er á Íslandi,“ sagði María Sigurðardóttir leikhússtjóri. „Þau sem hafa verið að æfa verkið hafa und- anfarið horft á heimildakvikmyndir um mansal og lesið sér til. Í verkinu búa tvær ungar stúlkur í Litháen og eru plataðar með atvinnutilboði til að koma til Svíþjóðar. Þar eru vegabréfin hinsvegar tekin af þeim og þær seldar úti á götu. Þegar rannsókn Fríðu Rósar var kynnt á dögunum þótti okkur kjörið að fá fræðslu um mansal hér á landi, en það á sér stað, bæði með konur og karla.“ Jón Gunnar leikstýrir verkinu en hann skrifaði það meðan hann var við nám í Drama Centre í London. Honum var síðan boðinn styrkur til að vinna verkið áfram í Young Vic leikhúsinu í Lond- on. Lilja var frumsýnt í Manchester í fyrra, í leik- stjórn hans og fékk mjög góða dóma. Jana María Guðmundsdóttir leikur Lilju og María Þórð- ardóttur leikur vinkonu hennar. Fimm leikarar taka þátt í sýningunni. efi@mbl.is Fræddi um mansal Mannfræðingurinn Fríða Rós Valdimarsdóttir greindi leikurum LA frá rannsókninni í gær. Leikarar við LA búa sig undir nýtt leikrit, Lilju „Áhugi minn á ljóðlist er í gen- unum, í mínum karakter. Ég elska ljóð!“ segir Wolfgang Schiffer. Hann hefur komið að þýðingum og útgáfu íslenskra ljóða í Þýskalandi síðan á níunda áratugnum og vinn- ur nú að bókinni Atom-Poets, um fimm íslensku atómskáldanna. „Ég kom fyrst til Íslands árið 1982, að taka viðtal við Halldór Laxness. Við borðuðum saman og ræddum margt, en viðtalið var aldrei tekið. Samt er það besta viðtal sem ég hef átt! Þá þekkti ég bara Íslendingasögur og þýðingar á verkum Laxness, sem voru gall- aðar á þeim tíma. Hér uppgötvaði ég stóran bókmenntaheim sem ég þekkti ekki, og landar mínir ekki heldur. Mér fannst ég verða að kynna mér hann – og kynna þýsk- um lesendum hann.“ Besta viðtalið við Halldór Laxness Hann sagði bara æ, skoðaði bókina mína, og sagði svo bless … 32 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.