Morgunblaðið - 09.09.2009, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009
EINN efnilegasti rithöfundur Bandaríkj-
anna á nítjándu öld var Stephen Crane sem
lést á besta aldri áður en hann náði að kom-
ast í hóp þeirra fremstu. Hann var aðeins
29 ára gamall þegar hann féll frá, lést úr
berklum á þýsku heilsu-
hæli 5. júní árið 1900.
Þessi bók Edmunds
Whites hefst í þá mund
sem líf Cranes er að fjara
út; hann býr á Englandi
fársjúkur og berst við að
ljúka við sína síðustu sögu
sem er frásögn af ungum
pilti er hann kynntist í New York sem hafði
í sig og á með því að selja miðaldra karl-
mönnum líkama sinn. Hugmyndin er víst
komin frá frásögn samtímamanns Cranes
af því að hann hafi einmitt kynnst slíkum
pilti og byrjað að semja sögu hans sem hafi
týnst en að upphafskaflarnir hafi verið það
besta sem hann hefði skrifað um ævina.
Þess má geta að Crane-fræðingar draga
þessa frásögn mjög í efa, enda stangast hún
á við ýmsar staðreyndir, en eins og White
lýsir því í eftirmála þá stóðst hann ekki
mátið, ekki síst það að velta því fyrir sér
hvernig gagnkynhneigður maður eins og
Stephen Crane, sem hafði ríka samúð með
fólki á jaðri samfélagsins, hefði lýst heimi
samkynhneigðra á þeim tíma, á átjándu öld,
er þeir gátu sjálfir trauðla lýst honum.
Hotel de Dream segir þannig frá síðustu
ævidögum Cranes og um leið reynir White
að endurskapa söguna eins og Crane hefði
skrifað hana. Þetta tekst þó ekki nema
miðlungi vel, því þótt Crane nái þokkalega
að herma eftir Crane þá er sagan af pilt-
inum þvílík tilfinningavella að maður veit
ekki hvort maður eigi að hlæja eða gráta.
Það má White þó eiga að hann nær að
draga upp forvitnilega mynd af New York
undir lok nítjándu aldar og lýsingar á lífi
samkynhneigðra á þeim tíma eru stór-
merkilegar.
Tilbúin til-
finningavella
Hotel de Dream eftir Edmund White. Blooms-
bury gefur út. 225 bls. kilja.
ÁRNI MATTHÍASSON
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. The Girl Who Played With Fire
– Stieg Larsson
2. The Associate – John Grisham
3. New Moon – Stephenie Meyer
4. Eclipse – Stephenie Meyer
5. The Girl With The Dragoon
Tattoo – Stieg Larsson
6. Breaking Dawn – Stephenie
Meyer
7. Why Iceland? – Ásgeir Jónsson
8. Smash Cut – Sandra Brown
9. The Brief Wondrous Life
of Oscar Wao – Junot Diaz
10. Brisingr – Christopher Paolini
Eymundsson
1. Alex Cross’s Trial – James
Patterson og Richard DiLallo.
2. South Of Broad – Pat Conroy
3. The Help – Kathryn Stockett
4. 206 Bones – Kathy Reichs
5. The White Queen –
Philippa Gregory
6. The Girl Who Played With Fire
– Stieg Larsson
7. That Old Cape Magic –
Richard Russo
8. The Eleventh Victim –
Nancy Grace
9. Even Money – Dick Francis
og Felix Francis
10. Dead And Gone –
Charlaine Harris
New York Times
1. The Lost Symbol – Dan Brown
2. The Time Traveler’s Wife –
Audrey Niffenegger
3. The Year of the Flood –
Margaret Atwood
4. The Secret Scripture –
Sebastian Barry
5. A Week in December –
Sebastian Faulks
6. The Alchemists Secret –
Scott Mariani
7. The White Queen –
Philippa Gregory
8. The Other Hand – Chris Cleave
9. Songs of the Humpback Whale –
Jodi Picoult
10. The Neighbour – Lisa Gardner
Waterstones’s
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
DESPEARTE Romantics er
nýleg bók eftir Franny Moyle þar
sem hún beinir sjónum að kon-
unum í lífi forrafaelítanna svo-
nefndu og örlögum þeirra. Bresku
forrafaellítarnir sóttu innblástur
til ítalskrar málaralistar fyrir
daga Rafaels. Blómatími þeirra
var um og eftir miðja 19. öld og
konurnar í lífi þeirra urðu ofurfyr-
irsætur síns tíma.
Meðal persóna í þessari bók eru
málararnir Dante Gabriel Ros-
setti, John Everett Millais og
William Morris og fyrirsæturnar
Lizzie Siddal og Jan Morris. Það
var yfirleitt lítil hamingja í einka-
lífi þessa fólks, ástarsambönd
voru flókin og bág andleg og lík-
amleg heilsa setti mark sitt á lífs-
hlaupið.
Átröskun og þunglyndi
Hin unga hattagerðarkona Liz-
zie Siddal er fyrirferðarmikil í
bókinni. Hún var ung að árum
þegar John Everett Millais hafði
hana að fyrirmynd að Ófelíu þar
sem hún flýtur látin niður á.
Myndin, sem er máluð á tíma-
bilinu 1851-52, er ein af þekktustu
myndum breskrar listasögu. Liz-
zie tók hlutverk fyrirsætunnar al-
varlega og lá tímunum saman í ís-
köldu baði meðan Millais, sem þá
var 22 ára, teiknaði hana. Hún
varð fárveik á eftir, hugsanlega af
lungnabólgu, og náði sér aldrei
fyllilega eftir það. Lizzie bjó með
Dante Gabriel Rossetti sem
kvæntist henni eftir að þau höfðu
verið í sambúð í tæpan áratug en
þá var Lizzie orðin afar heilsuveil.
Eftir að Lizzie fæddi andvanda
dóttur fór heilsa hennar enn
versnandi. Hún var háð lyfjum og
þjáð af átröskun og þunglyndi.
Hún fyrirfór sér 29 ára gömul
vegna framhjáhalds eiginmanns
síns.
Lík grafið upp
Rossetti var harmi sleginn
vegna andláts hinnar ungu eig-
inkonu sinnar. Hann hafði dundað
við að yrkja ljóð og setti eina
handritið sem hann átti af þeim í
gröf eiginkonu sinnar. Seinna sá
hann mjög eftir því að hafa verið
svo örlátur og lét grafa upp lík
Lizzie til að endurheimta ljóða-
handritið. Ljóðin komu seinna út í
bók sem Rossetti tileinkaði Jane
Morris, eiginkonu vinar síns Willi-
am Morris, sem hann var þá mjög
ástfanginn af. Jane endurgalt til-
finningar hans og William Morris
leitaði huggunar hjá Georgie, eig-
inkonu málarans Edward Burne
Jones.
Dramatísk bók
Þær sögur sem hér hafa verið
lauslega raktar eru einungis brot
af þeirri ástaróreiðu sem ein-
kenndi líf forrafaelítanna.
Lesendur Desperate Rom-
antics fá gott og dramtískt lesefni
í hendur en hætt er við að þeim
þyki eigin ævi fremur hvers-
dagsleg í samanburði við öll tíð-
indin á blaðsíðunum.
Forvitnilegar bækur: Ástaróreiða í lífi listafólks
Daprar ofurfyrirsætur
Lizzie Fyrirmynd að Ófelíu í þessu fræga málverki Millais.
SÝNDUR Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI
ALLIR ÞEIR SEM FRAMVÍSA LEIKHÚSMIÐA FRÁ
HELLISBÚANUM FÁ 25% AFSLÁTT Á BÍÓMYNDINA:
theuglytruth
FRUMSÝND 18. SEPTEMBER
HHH
“Með öllum líkindum
frumlegasta ástarsaga
sem hefur komið út
síðustu misseri.”
T.V. - Kvikmyndir.is
SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓISÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM
OG BORGARBÍÓI
Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára
Magnað og blóðugt
framhald af Halloween
sem Rob Zombie
færði okkur
fyrir tveimur árum.
Hinn stórhættulegi og snargeðveiki
raðmorðingi Michael Myers heldur
áfram að myrða fólk á hrottalegan hátt!
Bráðskemmtileg heimildarmynd um mestu goðsögn
tískuheimsins, Önnu Wintour, fyrirmynd persónu
Meryl Streep í myndinni The Devil Wears Prada.
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBOGANU
M 750kr.
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓÍSÝND Í SMÁRABÍÓI
Inglorious Basterds kl. 6 - 9 B.i.16 ára
The Taking of Pelham 123 kl. 6 B.i.16 ára
Time Travelers Wife kl. 8 B.i.12 ára
The Goods kl. 10 B.i.14 ára
September issue kl. 6 - 8 LEYFÐ Stelpurnar okkar kl. 10 LEYFÐ
Inglorious Bastards kl. 6 - 9 B.i.16 á. Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 B.i.16 á.
Time Travelers w... kl. 5:30 - 10:20 B.i.12 á.
G.I. Joe kl. 5:40 - 8 - 10:20 750 kr B.i.12 ára Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 750 kr. B.i.16 ára
The Goods, live hard... kl. 5:50 - 8 - 10:10 750 kr B.i.14 ára
Taking of Pelham kl. 5:30 - 10:30 750 kr. B.i.16 ára